NT - 20.08.1985, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 20. ágúst 1985 17
Þórmundur Bergsson (ábm.), Gylfi Þorkelsson og Sveinn Agnarsson
■ Valsmenn urðu íslandsmeistarar utanhúss í handknattleik um helgina. Liðið sigraði FH í síðasta leik mótsins með 21 marki gegn 15.
Valsliðið sigraði þar með í öllum leikjum sínum um helgina en aðeins fjögur lið tóku þátt í mótinu: Valur, Breiðablik, Ármann og FH.
Myndin sýnir Jakob Sigurðsson skora eitt marka Vals en Guðmundur Magnússon þjálfari horfir skelkaður á. NT-m.vnd: Svenír
íslandsmótið í knattspyrnu - 3. deild:
Selfyssingar í 2. deild
- hafa sigrað örugglega í A-riðlinum - ÍK með stórkostlegan endasprett
■ Selfyssingar tryggðu sér sæti
í 2. deild að ári með því að sigra
í A-riðli 3. deildar afar örugg-
lega. Liðið gerði jafntefli við
Ármann á heimavelli sínum og
það var stigið sem nægði til að
vinna í riðlinum. Reyndar hefði
Selfoss getað tapað þessum leik
þar sem Grindvíkingar gerðu
einnig jafntefli. í B-riðli er enn
allt í sama hnútnum. Öll efstu
liðin unnu sigra en Einherji
stendurbest að vígi eins og er.
Leikur Selfoss og Ármanns
var mun ójafnari en úrslitin
gefa til kynna. Selfyssingar voru
ntun sterkari allan leikinn en
þeim gekk afar illa að nýta sér
yfirburðina til að gera mörk.
Vörn Ármenninga var föst fyrir
og oft fjölmenn. Það var
Reykjavíkurfélagið sem náði
forystu í leiknum með fallegu
marki frá ívari Jósafatssyni og
stuttu seinna þá skoraði bróðir
hans Smári úr víti og staðan var
skyndilega 0-2 fyrir Ármann.
Þetta voru nánast einu verulegu
sóknir liðsins í leiknum. Selfyss-
ingar minnkuðu muninn fyrir hlé
með skallamarki frá Gunnari
Garðarssyni úr einni af fjöl-
mörgum hornspyrnum liðsins. í
síðari hálfleik þá jafnaði Þórar-
inn Ingólfsson, besti maður vall-
arins, með skalla og þar við sat.
ÍK vann stóran sigur á Reyni
frá Sandgerði er liðin mættust í
Kópavogi. Staðan var þó ekki
björt hjá ÍK-ingum fram eftir
síðari hálfleik. Er rúmar 20 mín.
voru til leiksloka var staðan 3-1
fyrir Reyni en þá tók Hörður
Sigurðarson sig til og lék vörn
Reynis sundur og saman og
hann sá til þess að leggja upp
jöfnunarmörk ÍK. Fyrir IK
skoruðu Guðjón þjálfari Guð-
mundsson 3, Jón Hersir
Elíasson 2 og Þórir Gíslason 1.
Fyrir Reyni skoruðu Jón G.B.
Jónsson, Ari Haukur Arason
og Sigurður Guðnason.
í Grindavík gerðu heima-
menn, sem voru án nokkurra
fastamanna, jafntefli við Víking
Ólafsvík. Steinþór Helgason
kom heimamönnum yfir en
Gunnar Örn jafnaði fyrir Ólsara
úr víti. Einn leikmaður Grind-
víkinga, Hjálmar Hallgrímsson,
var rekinn af velli í síðari hálf-
leik af ágætum dómara leiksins.
HV gerði góða ferð í Garða-
bæinn og lögðu Stjörnuna að
velli með tveimur mörkum gegn
engu. Birgir Birgisson og Valur
Guðjónsson skoruðu mörkin í
annars jöfnum leik. Stjarnan
hefur aldeilis misst flugið eftir
góða byrjun.
í B-riðli þá vekur hvað mesta
athygli sigur Hugins á Austra á
Eskifirði, 4-3. Huginn komst í
2-0 en Austramenn jöfnuðu. Þá
skoruðu Huginsmenn tvívegis
og síðasta orðið átti Bjarni
Kristjánsson fyrir Austra.
Bjarni skoraði einnig fyrsta
mark Austra en Hilmar Ás-
björnsson skoraði annað.
Austramenn skoruðu síðan
sjálfsmark til að koma Seyðfirð-
ingum á bragðið en Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, Amar Jónsson
og Kristján Jónsson tryggðu
sigurinn.
Tindastóll vann sinn leik létt
gegn Val. Guðbrandur Guð-
brandsson skoraði gullfallegt
mark strax í byrjun leiksins og
Birgir Rafnsson bætti öðru
marki við áður en yfir lauk.
Tindastóll á að fara um næstu
helgi á Vopnafjörð og spila við
Einherja. Það er einn af úrslita-
leikjum riðilsins.
Einherji sigraði HSÞ með
tveimur mörkum Kristjáns Dav-
íðssonar gegn einu marki HSÞ
skoruðu á síðustu sekúndu leiks-
ins. Sigurinn var aldrei í hættu.
Einherji á eftir að leika gegn
Tindastól heima og Magna úti.
Magni tók Þrótt Nes. í karp-
húsið á heimavelli sínum. Stað-
an í leikhléi var 1-0 og hafði Jón
Ingólfsson skorað gegn gangi
leiksins. í síðari hálfleik voru
heimamenn mun betri og Hring-
ur Hreinsson skoraði þrennu til
að gulltryggja 4-0 sigur.
Staðan í 3. deild:
A-riðill:
Selfoss............ 12 8 4 0 31-11 28
Grindavík.......... 13 6 4 3 24-17 22
Reynir S ...13 5 4 4 26-19 19
1K ...13 4 6 3 24-21 18
Ármann ...13 4 4 5 19-17 16
Stjarnan ...12 4 4 4 11-18 16
HV ...13 4 2 7 20-22 14
Víkingur Ó1... ...13 1 2 10 10-40 5
B-riöill:
Einherji ...14 10 2 2 32-15 32
Magni ...14 9 2 3 29-16 29
Tindastóll .... ...14 8 5 1 19-6 29
Leiknir ...14 8 1 5 20-19 25
AuBtri ...15 4 6 5 24-21 18
Þróttur ...15 4 4 5 20-21 16
Valur ...14 4 2 8 14-27 14
Huginn ...14 3 2 9 16-33 11
HSÞ ...14 1 2 11 17-39 5
EM fatlaðra í frjálsíþróttum:
Gott hjá Hauki
■ Nú um helgina var haldið í
Belgíu 1. Evrópumeistaramótið
í frjálsum íþróttum fyrir fatlaða.
Mótið var tvískipt. í Brussel
kepptu mænuskaðaðir íþrótta-
menn en í Antverpen kepptu
aðrir skaðahópar. Einn íslensk-
ur keppandi, Haukur Gunnars-
son, keppti á leikunum í Ant-
verpen. Haukur keppir í flokki
spastiskra (CP). A mótinu
keppti Haukur í eftirtöldum
greinum: 100 m, 200 m, 400 m
hlaupum og langstökki. Árang-
ur Hauks í einstökum greinum
var sem hér segir:
100 m hlaup: (15 keppendur).
Eftir riðlakeppni og undanúrslit
hafði Haukur besta tíma allra
keppenda, 13,5 sek. 1 úrslita-
hlaupinu varð Haukur að láta í
minni pokann fyrir dönskum
hlaupara sem hljóp á 12,9 sek.
Haukur varð annar á 13,4 sek.
200 m hlaup. (12 keppendur).
Haukur komst í úrslit og hafn-
aði þar í 4. sæti á 28,2 sek. Hann
hlaut einnig sama tíma í undan-
rásum.
400 m hlaup. (10 keppendur).
Haukur hafnaði í öðru sæti með
tímann 66,0 sek. Sigurvegari
varð franskur hlaupari sem
hljóp á 63,4 sek. í undanrásum
hljóp Haukur á 64,4 sek.
Langstökk (11 keppendur).
Haukur hafnaði í 4. sæti, stökk
4,36 m.
Af ofanskráðu má ljóst vera
að árangur Hauks á mótinu var
mjög góður. Alls þurfti hann að
hlaupa 8 hlaup langstökksins á
þremur dögum.
■ Haukur sigrar hér í riðli
sínum í 400 im hlaupi.
Kennarar
Eftirfarandi kennarastöður eru lausar við
Hafnarskóla Höfn Hornafirði 1. almenn1
kennsla, 2. myndmennt 1/2 staða, 3. stuðn-
ings- og sérkennsla. Góð vinnuaðstaða.
Gott íbúðarhúsnæði á staðnum. Flutnings-
styrkur greiddur. Upplýsingar veitir skóla-
stjóri í símum 97-8148 og 97-8142, yfirkenn-
ari í síma 97-8595 og formaðurskólanefndar
í síma 97-8181.
Skólanefnd.
Borgarskipulag Reykjavíkur minnir á
kynningarfund á skipulagstillögu Skúlagötu-
svæðis, fimmtudaginn 22. ágúst kl. 20.00 í
Risinu, Hverfisgötu 105.
Eigendum fasteigna í hverfinu og íbúum
þess er sérstaklega boðið á fundinn.
Bræðratunga þjálfunar- og þjónustumið-
stöð fatlaðra á Vestfjörðum.
Þroskaþjálfar
Óskum eftir að ráða þroskaþjálfa til starfa
strax eða eftir samkomulagi. Um er að ræða
störf á þjónustumiðstöðinni sjálfri svo og
sambýli sem rekið verður í tengslum við
hana. Upplýsingar um starfið, launakjör og
húsnæði veitir forstöðumaður í síma 94-
3290.
Allir með til Færeyja -
Leirvíkur og Bergen
Brottför 22. ágúst og komið aftur 29. ágúst. Ódýr og
skemmtileg ferð aðeins kr. 10.500 fyrir fullorðna, 50%
afsláttur fyrir börn yngri en 15 ára og börn yngri en 7 ára greiða
aðeins 10% af verði. Innifalið í verði er 3ja nátta gisting á Hótel
Borg i Færeyjum. Við skoðum Færeyjar, Hjaltlandseyjar og
lítum aðeins á Noreg. Allar nánari upplýsingar og bókanir eru
gefnar í símum 97-1984 og 97-1640.
Kjördæmissamband framsóknarmanna Austurlandi
Skagfirðingar - Sauðár-
króksbúar
Fyrirhuguð er sumarferð laugardaginn 17. ágúst n.k. ef næg
þátttaka fæst. Farið verður til Hveravalla og um nágrenni
þeirra. Lagt verður af stað kl. 8:00 frá Suðurgötu 3, fólk hafi
með sér nesti. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 13. ágúst n.k., símar
5660-Jón Fr„ 6464-Jón Guðm. 5030-Guðrún. Allir velkomnir.
Framsóknarfélögin.
Vestfirðir - kjördæmisþing
- Vestfirðir
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Vestfjarðarkjördæmi
verður haldið í félagsheimilinu á Bíldudal og hefst kl. 18,00
föstudaginn 6. september. Framsóknarfélögin eru hvött til að
kjósa sem fyrst fulltrúa á kjördæmisþingið.
Stjórnin
Héraðsmót
framsóknarmanna
í V-Skaftafellssýslu verður í Leikskálum í Vík í Mýrdal
laugardaginn 24. ágúst. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar
leikur fyrir dansi, dagskrá auglýst nánar síðar.
i Framsóknarfélögin
Skagfirðingar - nærsveitarmenn
Héraðsmót framsóknarmanna Skagafirði verður í Miðgarði
laugardaginn 31. ágúst, góð skemmtiatriði.Hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Nánar auglýst síðar.
Nefndin.