NT - 04.10.1985, Blaðsíða 3

NT - 04.10.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. október 1985 3 '■ ‘ :V \’v.. .v tala um er að stjórna, stjórn- kerfinu á mun áhrifaríkari hátt heldur en gert er í dag. Menn þurfa að fara inní þessar breyt- ingar með langtímasjónarmið í huga, þ.e. að minnka rekstur- inn til langs tíma heldur en að vera bara að bjarga hverju ári fyrir sig. Inní þetta blandast líka þá spurningin um það hvernig fjárlögin eru uppbyggð og hversu stór hluti af fjár- lögunum eru bundin í lögum. - En með svona uppskurði: Má ekki búast við fækkun á fólki í vinnu, - myndum við kalla yfir okkur atvinnuleysi? Það er náttúrlega alveg ljóst að við erum ekki að tala um neitt atvinnuleysi eins og málin standa í dag, það er feikileg eftirspurn eftir fólki og könnun sem Þjóðhagsstofnun gerði í vör, benti til þess að það væri eftirspurn eftir fólki svo nemur þúsundum. Ég skal ekki segja hversu mikinn hluta af opin- berum starfsmönnum mætti flytja yfir til atvinnurekstrar- ins. Við þyrftum að fækka opinberum starfsmönnum um 2000 eða þar um bil. - En þeir fengju nóga vinnu? Það er þetta sjónarmið sem ég hef verið að reyna að koma á framfæri og verið að vekja athygli á, þá er einmitt þessi spurning um nýtingu mannafl- ans. Við höfum þá sérstöðu miðað við allar aðrar þjóðir hér í kringum okkur, að við búum ekki við atvinnuleysi, og reyndin er sú að okkur vantar fólk. Ég hef stundum sagt það að í svona samfélagi sem er ætlað að halda uppi svona mikilli yfirbyggingu þá er mannafl takmörkuð auðlind, menn ganga oft út fr(i því að það sé til óendanlega margt fólk. Ég hef séð þetta í athug- unum sem ég hef verið að gera í einstökum sjávarplássum, að þar eru menn, eðlilega að auka fjölbreytnina í atvinnulífinu sem hefur svo bara einfaldlega leitt til þess að það hefur orðið skortur á vinnuafli fyrir þau fyrirtæki sem rekin eru í sjáv- arplássunum. Við erum að tala um að í opinberri stjórnsýslu og opinberri þjónustu eru ca. 23 þúsund manns. Ég tel alveg óhætt að slá því fram að við þyrftum að fækka opinberum starfsmönnum um 3 þúsund manns. - Nú eru miklu yngri menn hjá vinnuveitendum og hjá verka- lýðshreyfingunni og manni finnst nú einhvern veginn að þeir séu vel undirbúnir yfirleitt með þessar tölur og eru að velta þessu fyrir sér. - Hlustar stjórnin á ykkur - stjórnmálamennirnir, - taka þeir mark á ykkur? Ég á náttúrlega nokkuð erfitt með að segja um það, ég verð að segja það hinsvegar að ég vildi að þeir tækju meira mark á okkur, sérstaklega þegar við erum að ræða um þessi ríkisfjármál og lánamálin vegna þess að þar er sá þáttur þessarar baráttu að þessum vanda sem ég nefndi áðan, sem ekkert hefur gengið með. - Nú hljóta aðrir menn að vera með þennan sannleika á borðinu hjá sér. Menn sem að ættu að hlusta á. Geta þeir neitað að horfast í augu við vandann út af ýmsum pólitísk- um forsendum eða einhverju sem þeir hafa lofað? Það er einmitt spurningin, það er þessi pólitíska staða sem menn eru í það er að einhverju Ieyti held ég viðhorf stjórnmálamannanna að þeir séu kjörnir til að ráðstafa fjár- lögunum, - að útdeila fjármun- um, en ekki að stjórna landinu á nægilega skynsaman hátt, að stjórna þróuninni. Þetta er ekkert eins flokks mál,-þetta er viðhorf sem manni finnst vera mjög ríkjandi og það er að þeir vinna í þeim anda að þeir séu að útdeila fjármunum, þeir séu fyrirgreiðslumenn, að þeir séu hagsmunagæslumenn en ekki stjórnendur. - Þú nefndir Magnús, að þú værir með sannleika á borðinu, - ákveðnar staðreyndir. Er. Ásmundur með allt annað viðhorf, skarast allar ykkar hugmyndir eða er þetta kannski meira svona á yfir- borðinu? Ég held að við Ásmundur sjáum mjög marga hluti mis- jafnlega, ég held að á vissan hátt séum við ekkert ósammála um markmiðið sem hlýtur að vera bætt samfélag og bætt afkoma allra sem í landinu búa. Við deilum mjög hart um hvaða leiðir séu ef til vill réttastar og hverjar séu fljót- virkastar en það er í raun og veru ekki oft kannski það sem við erum að meðhöndla vfir samningaborðið sem aðilar að vinnumarkaðnum. - Mönnum finnst vera vax- andi launamisrétti eða af- komumisrétti í þjóðfélaginu. Sérðu fyrir þér að það rnegi koma betur í veg fyrir þetta? Ég held að þetta launa- skrið sé að hægja á sér, og ég held að samningarnir, - vegna þess að þeir voru gerðir á þeim tíma sem þeir voru gerðir, hafi ýtt undir það að hægja á þessu. Ég held að það sem menn verði að gera sé að taka mið af aðstæðum, og ég held að menn verði að koma sér saman um þær leiðir sem þeir telja að geti skilað raunhæfum árangri. Það byggist ekki á einhverjum tug- um prósenta heldur getur það verið að eitt eða tvö prósent skili miklu meiri árangri heldur en 10-15%. Ég held að lykil- atriðið núna sé að menn hafi stjórn á sér og leggi raunhæft mat á það sem er að gerast og afhverju það er að gerast og loki ekki augunum fyrir því að það eru ýmsir þættir í umhverfi okkar sem gera það að verkum að heildarkjör þjóðarinnar eru að versna. - En þá þarf náttúrlega að koma til hugarfarsbreyting hjá stjórnmálamönnum að þeir séu ekki í því að deila út peningum, heldur að miðla upplýsingum og reyna að leiða þróun, er það ekki? Eins og ég hef kannski verið að reyna að segja, þá tel ég að bæði fyrirtækin og fólkið hafi tekið á sig skerðinguna, það hefur orðið að þrengja ólina. En það sem hefur verið að gerast er það að pólitíkusarnir vildu fyrst ekki horfast í augu við vandann og leystu hann þessvegna á auðveldasta háttinn. Það var að taka bara erlent lán til þess að þurfa ekki að fara út í þær óvinsælu og erfiðu ákvarðanir sem þurfti í reynd að gera. Jafnvel stjórn- málamennirnir eru búnir að átta sig á því að sú stefna gengur ekki upp, þá fara þeir í næsta stig. Þá klára þeir ekki málið eða leysa það, - þá halda þeir ekki áfram að skera niður, heldur leggja þeir á skattana. - Yfirfæra þetta á fólk og fyrirtæki í staðinn fyrir að taka á því sjálfir? Akkúrat þetta er kjarni málsins, þetta er í raun og veru allt það sem ég vildi segja í þessu viðtali. Þetta er mismun- andi eftir mönnum eins og þeir eru margir og í öllum fiokkum fer alltof mikið í eitthvað „karp“ um fjármál og deilingu á því í staðinn fyrir að stjórna þessu þjóðfélagi.*Það er sem- sagt verið að ræða um ein- hverja allt aðra hluti. Vandinn er sá að öll þessi velmegun sem í raun og veru hefur verið í gangi, er fölsk og sú staðreynd að við skulum hafa siglt í gegnum þetta allt saman án þess að einu sinni vottaði fyrir atvinnuleysi. í framhaldi af því sem við vorum að segja hér áðan um ný vinnubrögð við kjarasamn- inga. Það væri vissulega ný aðferð, en gætir þú hugsað þér að fara inn í herbergi með einhverjum framámanni í verkalýðshreyfingunni og koma ekki út fyrr en þið væruð búnir að semja? Ég væri alveg sáttur við það. Við erum að horfast í augu við ákveðinn raunveruleika og sá raunveruleiki er því miður áframhaldandi rýrnun.á við- skiptakjörunum og þá um leið á afkomu okkar allra. Verka- lýðshreyfingin stendur í þeim skrefum núna, hún horfir á atvinnureksturinn fá á sig þessa rýrnun, hann er að fá á sig skattahækkanirnar. Það er í raun og veru engin leið fyrir þá að skilgreina fyrir fólki hvernig á að sækja einhverjar miklar kjarabætur við þessar aðstæður. Getur það verið að það verði að gerast þannig að það komist á þessi þjóðarsátt sem menn hafa oft látið sig dreyma um að geti orðið, þar sem aðlilar vinnumarkaðarins, vinnuveitendur og verkalýðs- hreyfingin ásamt stjórnmála- mönnunum marki þann ramma sem menn ætla að vinna eftir? Staðreyndin er sú að þau lönd sem lengst hafa náð í því að andæfa gegn þeirri neikvæðu þróun sem hefur átt sér stað í Evrópu alls staðar, eru einmitt þau lönd sem hafa nánasta samband á milli þess- ara þriggja aðila. Það er Sviss sem ber af, og þar hafa ekki verið nein verkföll sem skipta máli í 40 ár. Hvernig getur það verið að það land sem stendur sig best í Evrópu og skilar fólki bestu lífskjörunum, það hefur ekki beitt verkfallsvopninu í 40 ár? - Magnús, hvað tekur við í dag, hvað gerirðu eftir hádegi? Það eru fundir hjá mér, hér innanhúss, það stóð til að ég færi á „verðlagsráðsfund“ en ég verð sennilega að biðja varamann minn að fara á þann fund. Á morgun hef ég tekið að mér að flytja erindi fyrir framleiðnimenn sem eru hér á vegum Iðntæknistofunar, ég þarf að undirbúa það. - Hvað ferðu á marga fundi á viku? Ætli það séu ekki 12-15 fundir í það minnsta. NÁL - HP. Helgarblað um þessa helgi: Efni meðal annars: Strok, plokk, blástur & barsmíðar Viðtöl við fjóra af hljóðfæraleikurum sin- fóníunnar. Frá Sókrates til Hitl^rs, með viðkomu hjá Dostojevski. Viðtal við Vergés, verjanda stríðsglæpa- mannsins Barbie. ★ Gamli Lundur verður nýr Jón Gíslason veitir Akureyringum gallerí. ★ Kínverjar leita að nýju þjóðfélagskerfi Ragnar Baldursson skrifar. ★ einfaldar lausnir og síður en svo merkilegar11 Sigurjón Jóhannsson ræðir um sviðsmynd sína við íslandsklukkuna og ber hana saman við uppfærsluna frá 1950. ★ Kind verður kjötbolla Myndasaga í ellefu atriðum. ★ Auk þessa: Rimbaud og raggeiturnar - Þorgeir Kjartansson skrifar. Einar Kárason svarar því hvað í ósköpunum þessi sagnarandi sé. Fæturnir á stórkaupmanninum. Örsaga eftir Friðrik Þór. Wolfgang á vargöld. Ríkarður Örn Pálsson skrifar. Jónas E. Svafár. Ljóð og mynd. 1 Saga úr daglega lífinu , eftirJSigrúnu Björgvinsdóttur. , Kvikmynðir óskast. Myndir Daða Guðbjörnpsonar. Vísnaþáttur. O. fl.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.