NT - 04.10.1985, Blaðsíða 7

NT - 04.10.1985, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. október 1985 7 Indland-Pakistan: Mannskætt jökulstríð Nýja Delhi-Kcutcr ■ Dagblaðið í Nýju Delhi birti í gær frétt þess efnis að um 200 indverskir og pakistanskir hermenn hafi fallið í átökum á Siac- hen-jökli í Himalayafjöll- um. Þar hafa herir ríkj- anna staðið gráir fyrir járnum andspænis hvor öðrum um nokkurt skeið. Jökullinn umdeildi er í Kashmir-heraði sem hefur verið bitbein Indverja og Pakistana allt frá árinu 1947 er þjóðirnar fengu sjálfstæði frá Bretum. Tvær stórfelldar styrjaldir hafa beinlínis hlotist af ósætti vegna Kashmir, en Indverjar ráða um tveimur þriðju hlutum héraðsins. Núverandi skærur hófust svo er Pakistanar buðu hópum fjallgöngumanna að klífa Siachenjökul í óþökk Indverja. Utlönd Parísarleikur: Gorbachev með fimmtíu prósent friðarhugmyndir París-Reuter ■ Mikhail Gorbachev æðsti leiðtogi Sovétmanna, sem nú er í opinberri heimsókn í París, hélt vestrænum fréttamönnum föngnum með töfrandi fram- komu og öruggum talsmáta á blaðamannafundi í gær. Á fund- inum skýrði hann ni.a. frá nýj- um tillögum Sovétmanna um 50% fækkun allra kjarnavopna Bandaríkjamanna og Sovét- manna sem hægt er að skjóta inn fyrir landamæri gagnað- ilans. Gorbachev las 19 bls. ræðu sína án þess að fipast sern þykir mikil framför frá ræðumennsku fyrirrennara hans. Hann vék meira að segja stundum út af textanum til að gera athuga- semdir. Tillögur Gorbachevs gera ráð fyrir að Bandaríkjamenn fækki um helming langdrægum flaug- um í Bandaríkjunum og með- aldrægum flaugum í Evrópu sem allar ná inn fyrir landamæri Sovétríkjanna. í staðinn munu Sovétmenn fækka öllum lang- drægum flaugum sem ná til Bandaríkjanna urn helming. Gorbachev bauð nú einnig í fyrsta skipti upp á beinar við- ræður við Breta og Frakka um fækkun kjarnorkuvopna en báðar þessar þjóðir eiga kjarn- orkuflaugar sem hægt er að skjóta inn í Sovétríkin. Hann sagðist skilja að Frakkar og Bretland: Samvinnufélög banna suður-afrískan varning Manchester-Reuter ■ Samband breskra sam- vinnufélaga ákvað í gær að gera allar suður-afrískar vörur útlæg- ar úr Co-Op verslunum sam- bandsins sem eru um 800 talsins. Með þessu vill Sambandið leggja sitt af mörkum til barátt- unnar gegn kynþáttastefnu suð- ur-afrískra stjórnvalda. Iain Williamson talsmaður Sambandsins segir að Co-Op verslanirnar hafi dregið mjög úr öllum viðskiptum við Suður- Afríku frá því árið 1978. Nú hafi| tekist að finna vörur frá öðrum löndum í stað allra vörutegunda sem hafi hingað til verið fluttar inn frá Suður-Afríku og því hafi þessi stærsta verslunarkeðja Bretlands ákveðið að hætta innflutningi á suður-afrískum vörum. Framvegis verður hægt að treysta því að engar suður-afr- ískar vörur verði í vörutegund- um merktum Co-Op. Breska samvinnuhreyfingin er í nánum tengslum við verka- lýðssamband Bretlands sem hóf í seinasta mánuði herferð fyrir því að innflutningur og sala á suður-afrískum vörum yrði stöðvaður. Stór írskur verslanahringur samþykkti fyrir nokkrum vikum að hætta smám saman sölu á suður-afrískum vörum eftir að verkamenn sem unnu við versl- anirnar fóru í verkfall. Vestur-Þýskaland: Þreyttir lög reglumenn Bonn-Reuter ■ Vestur-þýskir lögreglu- þjónar eru orðnir uppgefnir af löngum vinnutíma og erfiðum vinnuaðstæðum þar sem þeir neyðast oft til að takast á við reiða þátttakend- ur í mótmælaaðgerðum. Um 15.000 lögregluþjónar í fylk- inu Nordrein Westfalen hafa nú skrifað undir skjal þar sem þeir mótmæla „ómögu- legum vinnuaðstæðum." Talsmenn lögregluþjón- anna afhentu Johannes Rau forsætisráðherra fylkisins undirskriftalistana í gær. Lögregluþjónar í Nordrein Westfalen eru alls 33.000 og sýnir mikil þátttaka í undir- skriftunum að óánægja með kjör er mjög útbreidd meðal vestur-þýskra lögreglu- manna. Lögreglumennirnir kvarta yfir litlum framamöguleikum innan lögreglunnar, lélegri starfsaðstöðu og löngum vinnutíma. Nú síðustu daga hefur lögreglan átt sérstak- lega annríkt vegna mikilla mótmæla í kjölfar dráps eins mótmælenda sem varð fyrir vatnsdælubíl lögreglu í Frankfurt síðastliðinn laug- ardag. ■ Atvinnuleysingjar í Liverpool leita að verðmætum í ruslahaug- um borgarinnar. Bretland: Atvinnuleysi aldrei meira London-Reuter ■ Samkvæmt tilkynningu stjórnvalda í Lundúnum hefur atvinnuleysi aldrei verið meira í Bretlandi. Tala atvinnulausra er 3,34 milljónir manna og er þá miðað við septembermánuð. Það réði úrslitum með heildar- töluna að fjöldi ungmenna lauk skólaskyldu og bættist í hóp þeirra sem skráðir eru. Thatcher-stjórnin hefur mik- ið verið gagnrýnd vegna at- vinnuleysisins sem er nú um 13,8%. Stjórnarandstæðingar hafa hvatt ríkisstjórnina til að ráðast í umfangsmiklaropinber- ar framkvæmdir til þess að ráða bót á vandanum og sagt að þannig gætu hundruð þúsunda fengið atvinnu. Atvinnumála- ráðherrann, Lord Young, hefur á hinn bóginn boðað aðgerðir er miða að því að minnka atvinnu- leysi með því að ráðast gegn skriffinnsku og með því að auka viðskiptafrelsi og samkeppni þannig að lítil fyrirtæki hafi hag af. Sovéskir gíslar drepnir: Sovétmenn flýja burt úr Beirútborg - uppskera þeir eins og þeir sáðu? Beirút-Reuter ■ Sovétmenn undirbjuggu í gær flutning 150 sovéskra ríkis- borgara frá Beirút þar sem Sovétmenn hafa að undanförnu verið fórnarlömb árása hryðju- verkamanna. Lík sovéska sendiráðsritarans Arkady Katkov fannst í öskuhaug í Beirút í fyrradag og óttast er að þrír aðrir Sovétmenn, sem ís- lamskir öfgamenn rændu, hafi verið teknir af lífi. Þjóðir heims hafa einum rómi fordæmt morðið á sovéska sendi- ráðsritaranum. En ekki eru all- ir samt jafn sorgbitnir. Malcolm Toon fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu hefur til dæmis sagt um þetta mál: „Það er líklega ekki til sá aðili sem átti frekar skilið að verða fyrir barðinu á hryðjuverka- mönnum en sovésk stjórnvöld. Þeim hefur staðið nokkuð á sama um hryðjuverk sem hafa beinst gegn okkur og vinaþjóð- um okkar. Nú þegarSovétmenn þurfa sjálfir að kljást við slíkan vanda munu þeir e.t.v. hugsa sig tvisvar um áður en þeir veita hryðjuverkamönnum sama stuðning og þeir hafa gert undanfarin ár.“ Sovétmenn eru nú sagðir frekar svartsýnir á að gíslarnir þrír sleppi ómeiddir úr höndum mannræningja. Yuri Souslikov æðsti stjórnarerindreki Sovét- manna í Beirút hefur að undan- förnu fundað með líbönskum yfirmönnum í von um að þeir geti aðstoðað við að fá gíslana lausa. Filippseyjar: Kommún- istar fella hermenn Manila-Keutcr. ■ Fréttastofa Filipps- eyja skýrði frá því í gær- kvöldi að fyrr um daginn hefðu að minnsta kosti 21 hermaður fallið og 10 særst í árás skæruliða sem talið er að séu félagar í Nýja alþýðuhernum sem er undir stjórn kommún- ista. Skæruliðarnir gerðu árás á hóp stjórnarher- manna úr launsátri. For- ingjar í hernum sendu þegar í stað flugvélar til að sækja særða hermenn sem lifðu árásina af. Nýi alþýðuherinn hefur haldið uppi skæruhernaði gegn stjórnarhernum ailt frá árinu 1969. Bretar vildu ekki að Banda- ríkjamenn og Sovétmenn semdu um þessar flaugar án þeirra þátttöku. Talsmenn NATO hafa látið í Ijós óánægju mcð að Gorbachev skuli hafa gert tillögur Sovét- manna opinberar en segjast munu íhuga þær gaumgæfilega. S NEWSINBRIEF October 3.- Reuter ■ BRUSSELS - The United States has agreed to a Belgian and Dutch request for a special NATO Foreign Ministers meeting in Brussels ahead of next month’s U.S.-So- viet summit Geneva Belgian diplomatic sourc es said. • PARIS - Soviet leader Mikhail Gorbachev said Moscow had offered the United States a mutual 50 per cent cut in strategic nuclear arms coupled with a complete ban on „off- ensive space weapons“. In Brussels, NATO officials cxpressed disappointment that Gorbachev had pu blicised Moscow’s latest arms control proposals, but said they would be given careful scrutiny. VIENN A - OPEC Min- isters were embroiled in a growing dispute after six countries demanded the right to increase their pro ^ duction quotas, the six were named as Iran, Iraq, S Ecuador, Gabon, Qatar S and the United Arab Em- ^ irates. • CAPE CANAUER- AL, Florida - The U.S. space shuttle Atlantis blasted off on a secret military mission with its fíve-man crew expected to release twin satellites cap- able of relaying pres- idential orders for a nucle- ar attack. • PHILADELPHIA U.S. Defence Secretary Caspar Weinberger said Soviet ground-based laser weapons can now interf- ere with U.S. military sa ^ tellites and could be able U) to hit American missiles 26 in flight within fíve years. g ^ BEIRUT - The Soviet Union’s top diplomat in Beirut voiced fear for the lives of three embassy off- icials kidnapped by Mosl- ems as Soviet residents awaited a possible order from Moscow to evacuate the Lebanese capital. A fourth Soviet diplomat ki- dnapped on Monday was found dead yesterday. TUNIS - U.S. diplo- mats and aid workers in Tunisia worked under he- avy guard after bomb thre- ats and demonstrations prompted by president Reagan’s support for an Israeli air raid on PLO headquarters in the Tun- isian capital on Monday. • BONN - The West German Parliament form- ally set up an enquiry into the country’s espionage scandal amid growing indications it was sparked off by the defection of a senior KGB official • JOHANNESBURG - I Tensofthousandsofblacks pupils kept up a boycott of I school classes in South ■ Africa and police reported they had shot a man dead I in fresh unrest across the I country. • ISLAMABAD - Af- i ganistan announced a ■ Purge of Communist Party 1 and police offícials in Log- ]ar province, apparantly because they criticised the I Soviet Union and Kabul’s I other communist allies. .NEWSINBRIEF_ g s £

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.