NT - 04.10.1985, Blaðsíða 11

NT - 04.10.1985, Blaðsíða 11
Föstudagur 4. október 1985 11 SJávarsíðan Neskaupstaður: Von á fyrstu síldinni nú um helgina ■ Loðnubræðsla er hafin hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og gengur allt vel að sögn Kristins Sigurðssonar verksmiðjustjóra. 1 samtali við NT sagði hann að vélakostur verksmiðjunnar hefði verið endurnýjaður að talsverð- um hluta. Endurnýjaðar voru lýs- is og mjölskilvindur ásamt sjóðara og pressum. Kostnaður við þessar . framkvæmdir mun nema um það bil 30 milljónum. Þá er verksmiðjan tilbúin undir síldarsöltun og eiga þeir von á fyrsta síldarbátnum um helgina. Söltunarstöðin Máni er rekin af Gylfa Gunnarssyni og sagðist hann verða tilbúinn til að taka á móti síld á föstudag bæði til söltunar og flökunar. Hann á líka von á fyrstu síldinni um helgina nema einhver vildi renna að bryggjunni hjá sér áður. Þá kom líka fram hjá Gylfa að hann væri búinn að fá nóg af konum en hann vantaði enn karlmenn í vinnu. Hann sagðist vera að byggja við húsið eftir kröfu Ríkismatsins til þess að geta geymt síldina inni. Það húsnæði mun líka verða tilbú- ið um helgina. Aðspurður um hvernig laxinn hefði það sagði Gylfi að hann dafnaði vel en hann rekur einnig laxarækt undir nafninu Mánalax. Er það ætlunin hjá honum að ala 10.000 seiði upp í sláturstærð á 2 árum. Síldin við bryggjusporðinn: „Tvær mínút- ur í síldina“ - stutt yfirlit um síldveiðar ■ Síldarvcrtíðin er nú hafin og eru bátar og síldarverkendur óðum að komast í gang. Milli fimmtíu og sextíu stöðvar hafa sótt um leyfi hjá Ríkismati sjávarafurða til að salta síld og eru þessar stöðvar dreifðar hringinn frá Siglufirði um Norðausturland, Aust-- firði, Suðurland og til Reykjavíkur. Kvóta hefur verið úthlutað til 140 báta og fara 36 þeirra á reknetaveiðar en 104 á nót. Kvótinn fyrir nótabát- ana er 330 tonn, en breytilegur fyrir reknetabátana, eins og sést á skránni yfir þá báta sem leyfi hafa til síldveiða og fylgir hér annars staðar á síðunni. Síldarvertíðin er rétt nýbyrjuð og hefur aflinn það sem af er dreifst nokkuð á hina ýmsu staði, en þó er einna mest komið á land á Fáskrúðs- firði og Eskifirði og eitthvað lítilshátt- ar á Vopnafirði. Alls mun vera búið að salta í kringum 3000 tunnur. Bergur Hallgrfmsson frkst. Pólarsíld- ar á Fáskrúðsfirði sagði í samtali við NT í gær að þeir væru búnir að salta um 1400 tunnur síðustu tvo daga. Síldina sagði hann vera við bryggju- sporðinn og það tæki varla tvær mínútur að sigla þangað. Síldin væri sem sagt steinsnar frá bryggjunni í bókstaflegri merkingu - það væri ekkert tiltökumál að kasta steini út í bátinn. Öll síldin sem Pólarsíld hefur saltað kemur úr Guðmundi Kristni SU, en það þýðir að hann hefur veitt um 150 tonn af síld og er því næstum hálfnaður með kvótann. Ekkert sagði Bergur að unnið væri lengi fram eftir enn þá, en reikna mætti með að unnið yrði til tíu á kvöldin þegar aðal hrotan byriar upp úr helginni. A Eskifirði var einnig síldarhljóð í mönnum þegar NT sló á þráðinn þangað í gær. Par er nú búið að salta rúmlega 1000 tunnur, þar af um 800 hjá fiskverkuninni Friðþjófi. Þeir áttu von á einum 1000 tunnum af síld í gærkvöldi og til stóð að salta eitt- hvað fram eftir kvöldi. Viðmælendur NT voru allir sam- mála um að síldin sem veiðst hefði væri mjög góð. Þessi síld er að síga að norðan og er þá stór, sérstaklega áður en hún fer að blandast stofnunum fyrir austan og sunnan. Ef að líkum lætur byrjar vertíðin fyrir alvöru seinni partinn í næstu viku eða um 10.-15. október jafnóð- um og bátar og vinnslustöðvarnar verða tilbúnar. Fjöltækni sf. Eyjarslóð9-121 R.vík. Sími 27580 Fittings fyrir Ö hringi Suðunipplar Einstefnulokar- Háþrýsti og lágþrýsti Kúlulokar Rörabaulur Flangsatengi Stál- kopar og rústfrír fittings Svart- og galvaníserað og rústfrítt SABROE HAMARHF frystitæki Borgartúni 26, s. 91-22123.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.