NT - 04.10.1985, Blaðsíða 18

NT - 04.10.1985, Blaðsíða 18
taj Föstudagur 4. október 1985 18 Ár frá verkfalli BSRB: Annáll BSRB verkfalls ■ Um þessar mundir er liðið eitt ár frá einhverjum hörðustu og sérstæðustu þjóðfélagsátökum seinni tíma á Islandi, verkfalli BSRB og Félags bókagerðarmanna. Dagblöð hættu að koma út 10. september og verkfall BSRB skall á 3. október, en í rauninni hófst verkfall bandalagsins að hluta þegar 1. október, er starfsfólk ríkisútvarpsins lagði niður störf og ýmsir hópar opinberra starfsmanna fóru sér hægt til að mótmæla því að laun voru ekki greidd út þann I. október. Einmitt núna þessa dagana er veriö að fjalla um þann anga málanna fyrir dómstólum, 10 forustumenn starfsmannafélaga útvarps og sjónvarps eiga yfir höfði sér fangelsisdóma vegna meintrar ólögmætrar vinnustöðvunar í 3 daga. Sá málarekstur er aðeins eitt dæmi um það, að enn eru ekki öll kurl komin til grafar um áhrif þessara átaka á íslenskt þjóöfélag, stjórnmál og verkalýðsbaráttu. NT rifjar upp þessa viðburðaríku tíma frá degi til dags. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum voru höfuð- stefnumið hennar eins og reyndar enn; að vinna bug á óðaverðbólgunni og koma henni í það horf sem hún er í helstu viðskiptalöndum, og stöðva frekari skuldasöfnun erlendis. I þessum tilgangi af- nam hún víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags og fram- lengdi kjarasamningana með bráðabirgðalögum, sem tóku gildi 1. júní 1983. Verðbólgu- þreyttur almenningur tók þess- um ráðstöfunum með skilningi og jafnvel stuðningi. Mótmæli verkalýðssamtakanna voru fremur í orði en á borði. Þau skipulögðu undirskriftasöfnun þar sem bráðabirgðalögunum var mótmælt og þess krafist að þau ákvæði bráðabirgðalag- anna sem skertu samningsrétt launafólks yrðu afnumin. 35000 manns skrifuðu undir og voru undirskriftirnar afhentar forsætisráðherra í þingbyrjun haustið 1983. Bráðabirgðalög- in voru staðfest í þinginu að öðru leyti en því að falliö var frá því að banna kjarasamn- inga. Eftir stóð hins vegar bann við samningum um verð- tryggingu á laun. í febrúar 1984 voru svo undirritaðir samningar sem kváðu á um 5% launahækkun frá 1. mars, 3% 1. september og 3% 1. janúar 1985. Þessir samningar giltu hins vegar ekki út samn- ingstímabilið. Heimild var til að segja upp launaliðunum 1. september 1984 og það gerðu verkalýðssamtökin. Stjórn og samninganefnd BSRB samþykkti þegar í júlí að segja samingum lausum. Kröfur BSRB fólu í sér stór- kostleg frávik frá fyrri samn- ingum og frá því sem ríkis- stjórnin hafði hugsað sér. Krafan var 30% launahækkun frá 1. september 1984 og 5% launahækkun til viðbótar 1. janúar 1985. Aðildarfélög ASÍ settu fram mun hógværari kröfur. Al- þýðusamband Vestfjarða setti fram kröfur sem fólu í sér 7% kauphækkun 1. september. VSI hafnaði þessum kröfum. Eftir á töldu margir það mistök. Þeir samningar senr fyrst hefðu verið gerðir hefðu gefið tóninn fyrir alla frekari samningagerð. Stjórnvöld töldu kröfugerð BSRB frá- leita. „Ég trúi því ekki að menni vilji verðbólguna upp aftur,“ sagði forsætisráðherra í blaða- viðtali. Engir samningafundir voru boðaðir af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Ekkert gagntil- boð var lagt fram frá fjármála- ráðherra. 3. september boðaði samninganefnd BSRB verkfall frá 19. september. Kröfurþess og BSRB voru í mjög líkum dúr. Og þar hefjum við annál okkar. 7. september. Fyrir liggur vilyrði frá Félagi bókagerðarmanna um undan- þágu frá verkfalli í Blaðaprenti gegn því að þar yrði greidd 14.5% launahækkun strax og félagsmenn í FB fái sömu kjör og samið verði um í samning- um milli FB og Félags íslenska prentiðnaðarins. 9. september. Stjórn Nútímans h.f. fellir að ganga til sérsamninga við Félag bókagerðarmanna f.h. Blaðaprents. Fulltrúar hinna blaðanna sem prentuð eru í Blaðaprenti eru samningunum hlynntir en þar sem hefð er fyrir því að blöðin beiti ekki hvert annað afli atkvæða í stjórn Blaðaprents verður ekkert úr samningunum. Hliðstæðir samningar milli Dags á Akur- eyri og Dagsprents renna út í sandinn um leið 10. september. Verkfall Félags bókagerðar- manna gengur í gildi á mið- nætti. Síðdegisútgáfa NT og DV koma út um morguninn, en síðan stöðvast dagblöðin. DV gefur út fjölritað blað fram yfir mánaðamót septem- ber-október. 13. september. Sáttanefnd, þ.e. ríkissátta- semjari og tveir aðrir menn sem hann tilnefnir leggja fram sáttatillögur í deilu BSRB og ríkisvaldsins. Lagt er til að laun opinberra starfsmanna hækki um 6% frá 1. september í stað 3% sem fyrri samningar gerðu ráð fy rir og 4% 1. j anúar í stað 3%. Jafnframt frestaði sáttanefnd verkfallinu, sem boðað hafði verið 19. septem- ber, svo sem hún hefur heimild til samkvæmt lögum. Skyldi það taka gildi 3. október, ef samningar tækjust ekki fyrir þann tíma. 14. september. Stjórn og samninganefnd BSRB heldur fund um sáttatil- löguna og eru allir sammála um að hún sé óviðunandi. Boða verður allsherjarat- kvæðagreiðslu um hana sam- kvæmt lögum BSRB og sam- þykkir fundurinn að hvetja til þess að sáttatillagan verði felld. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom fram í fréttum sjónvarpsins um kvöldið. Hann tók afstöðu gegn sáttatillögunni og taldi að ef hún yrði samþykkt þýddi það tafarlausa gengisfellingu og verulegt atvinnuleysi. Þor- steinn tgldi að bregðast yrði við vandanum með þríhliða viðræðum ríkisvalds, atvinnu- rekenda og samtökum launa- fólks. Leita yrði leiða til þess að bæta hag launafólks án beinna launahækkana, t.d. skattalækkana. Þjóðarsátt í stað stéttarátaka væri lausnar- orðið. 15. september. Forystumenn launþega- hreyfingarinnar bregðast harkalega við ummælum Þor- steins. Ásmundur Stefánsson og Kristján Thorlacius ákveða að mæta ekki á fund hjá Stein- grími Hermannssyni forsætis- ráðherra sem boðaður hafði verið þriðjudaginn 19. sept- ember. Þegar hér var komið sögu var forsætisráðherra staddur í Jórdaníu. Halldór Ásgrímsson fór með embætti hans á meðan og að kvöldi þessa dags var viðtal við hann, þar sem hann kvað öllu mildi- legar að orði en Þorsteinn. Þorsteinn Pálsson taldi sjálfur að forustumenn verkalýðs- hreyfingarinnar hefðu misskil- ið sig, viljandi eða óviljandi. 18. september. Forsætisráðherra kominn heim og boðar Ásmund Stef- ánsson og Kristján Thorlacius á sinn fund. Þeir neita, en segjast vera við á skrifstofum sínum ef forsætisráðherra eigi eitthvað vantalað við þá. For- sætisráðherra heimsækir þá báða á skrifstofur þeirra. Ákveðnar eru framhaldsvið- ræður. 20. september. Helgarpósturinn kemur út prentaður í Hollandi. Af háifu FB er litið á þetta sem verk- fallsbrot en ekki var gripið til neinna aðgerða gegn blað- inu af hálfu félagsins. 26. september. Atkvæðagreiðsla innan BSRB um sáttatillöguna er lokið og forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins halda fund með formanni, varaformanni og fram- kvæmdastjóra BSRB . Albert Guðmundsson lýsir því yfir meðan á þeim fundi stendur að hann muni ekki samþykkja sáttatillöguna fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. Davíð Oddsson borgarstjóri gefur samhljóða yfirlýsingu fyrir hönd Reykja- víkurborgar. Þar með er ljóst að sáttatillagan er úr sögunni áður en ljóst er hver úrslit verða í atkvæðagreiðslu BSRB. Forráðamenn allra sveitarfélaga nema Reykjavík samþykkja sáttatillöguna. 29. september. Talningu lýkur um sáttatil- löguna úr allsherjaratkvæða- greiðslu BSRB. Hún er felld með 72.2% atkvæða gegn. 28.8%. Sáttatillagan er þó samþykkt í þrem sveitarfélög- um, Akranesi, Keflavík og Fé- lagi Suðurnesjabyggða. I.október. Fram til þessa hefur ríkis- stjórnin ekki lagt til neitt gagn- tilboð í deilunni við BSRB. Fyrsta tilboðið kemur þennan dag frá fjármálaráðherra. Það felst í því að ráðherra býðst til að greiða út laun fyriroktóber, ef BSRB fallist á að fresta boðuðu verkfalli sínu um einn mánuð. Því hafnaði BSRB og því fengu opinberir starfsmenn aðeins laun fyrir 2 daga 1. október að frádregnum skött- um og skyldum. Deilur höfðu staðið innan ríkisstjórnarinnar um þetta atriði. Það fréttist að ráðherrar Framsóknarflokksins höfðu lagt fram lögfræðiálit frá Bene- dikt Sigurjónssyni fyrrverandi hæstaréttardómara, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni, að laun skyldi greiða út sam- kvæmt lögum. Á móti voru lögð fram tvö lögfræðiálit ann- að frá Jóni Steinari Gunnlaugs- syni hrl. og hitt frá ríkislög- manni, Gunnlaugi Claessen og gengu þau bæði í þveröfuga átt. Niðurstaða fjármálaráð- herra varð sem að ofan greinir „Ríkissjóður er enginn verk- fallssjóður,“ var haft eftir ráð- herranum. Hvað sem lögmætið varðaði, þá hafði þessi ákvörðun af- drifaríkar pólitískar afleiðing- ar. Kennsla lá að mestu niðri í mörgum skólum um morgun- inn, þar sem kennarar vörðu tímanum til fundahalda. Og kl. 13.00 var dagskrá. ríkisút- varpsins rofin og lesin upp tilkynning frá starfsmannafé- lagi ríkisútvarpsins. Þar sagði að þar sem ekki hefðu fengist greidd umsamin laun legði starfsfólkið þegar niður vinnu Meðan svo stæði yrði einungis útvarpað veðurfregnum og veðurlýsingum auk tilkynninga frá lögreglu, tilkynningaskyldu og annars sem varðaði örygg- ismál sérstaklega. 2. október. Einn dagur í verkfall en ekkert gagntilboð kemur fram. Samninganefnd ríkisins lýsti því yfir á fundi hjá sáttasemj- ara, að hún væri tilbúin til viðræðna um launalið aðal- kjarasamnings, en með því skilyrði að strikað skyldi yfir fyrri kröfur og sáttatillöguna og málin rædd frá grunni. BSRB beiti sér fyrir því að vinna opinberra starfsmanna kæmist aftur í eðlilegt horf, en víða fóru þeir sér hægt í vinnu. „Hér gerir enginn handtaka og ef hann gerir eitthvað, þá gerir hann illt verra,“ sagði símvirki nokkur í samtali við TNT, fjölritað biað sem starfsfólk NT hóf að gefa út þennan dag. í sama blaði sagði að öngþveiti hefði skapast í Reykjavík um morguninn vegna þess að strætisvagnar hafi tekið upp á því að aka á löglegum hraða. 3. október. Annað tilboð frá ríkinu. Það felst í því að boðið er upp á aðalkjarasamning til ársloka 1985. Engarprósentuhækkanir voru í tilboðinu. Hins vegar fólst í tilboðinu að aðilar skyldu sameiginlega endur- skoða launakerfi hins opin- bera. En það var vegna tíðinda á öðrum vettvangi sem þessa dags verður einkum minnst. Klukkan 17 þennan dag hófst aukafundur í útvarpsráði, þar sem rædd voru hin nýju viðhorf vegna verkfallsins. Þar stóðu fulltrúar allra flokka annarra en Sjálfstæðisflokksins að til- lögu um að sótt skyldi til kjaradeilunefndar um undan- þágu fyrir nokkra fréttamenn frá verkfalli til að ríkisútvarpið gæti sent út fréttir. Kjaradeilu- nefnd skai samkvæmt lögum úrskurða um hvaða undanþág- ur sé nauðsynlegt að gera frá verkfalli til að öryggi sé fullnægt. Um annað úrskurðar verkfallsnefnd BSRB. Tillagan var ekki afgreidd á fundinum, en Sjálfstæðisflokkurinn lagð- ■ Helt upp á könnuna á verkfallsvakt á Sundahöfn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.