NT - 04.10.1985, Blaðsíða 19

NT - 04.10.1985, Blaðsíða 19
Föstudagur 4. október 1985 19 ist gegn henni. í bókun sem Markús Örn Antonsson þáver- andi formaður útvarpsráðs lagði fram lýsti hann þeirri skoðun sinni að með sömu undanþágum og verið hefði í verkfalli BSRB 1977 væri tryggt, að ríkisútvarpið gæti veitt nauðsynlega öryggisþjón- ustu meðan verkfallið stæði. Síðdegis þennan sama dag hófu tvær útvarpsstöðvar send- ingar í Reykjavík. Nefndist önnur Frjálst útvarp, en hin Fréttaútvarpið. Fréttaútvarpið var rekið af starfsfólki Frjálsr- ar fjölmiðlunar, að undanskild- um nokkrum einstaklingum, sem ekki vildu taka þátt af prinsippástæðum. 4. október. Verkfallið hafið og fyrstu átökin urðu við Háskóla íslands. Rektor opnaði dyr aðalbyggingar um morguninn í stað húsvarða sem voru í verkfalli. BSRB leit á athöfn rektors sem verkfallsbrot og varnaði stúdentum inngöngu. Við grunnskóla og framhalds- arsson síðan að leitinni væri hætt samkvæmt fyrirmælum ráðherra. Mikill áhugi á útvarpsrekstri greip um sig meðal lands- manna og í fréttum „Frjáls útvarps“ var greint frá því að í einni verslun í Reykjavík hefðu 40 aðilar spurst fyrir um nugs- anleg kaup á útvarpssendum. 5. október. Um 70 verkfallsverðir voru mættir við hlið Keflavíkurflug- vallar fyrir allar aldir og var ætlunin að stöðva tollaf- greiðslu í flugstöðinni, en lög- reglan stöðvaði þá við hliðið. Verkfallsverðir hleyptu tveim rútum fullmönnuðum í gegn- um hliðið til að gefa þeim kost á að snúa við fyrir innan, en bílstjórarnir gáfu í þegar inn fyrir var komið og óku upp að flugstöð. Farþegarnir komust því utan um morguninn. „Það er óþolandi að verið sé að útvarpa úr rassvasa Sjálf- stæðisflokksins og haldið sé uppi lögbrotum úr aðalstöðv- um flokksins," sagði Eiður é. október. Kjaradeilunefnd ákveður að veita undanþágur fyrir frétta- sendingum útvarpsins. Áður hafði það legið í loftinu að starfsfólk hæfi útsendingar á eigin ábyrgð. Fyrsti fréttatím- inn var sendur út kl. 19.00 Sendingar einkastöðvanna bar á góma í fréttatímanum. Jón Helgason dómsmálaráð- herra sagði sjálfsagt að Land- síminn léti halda áfram að miða út stöðvarnar. Matthías Bjarnason samgönguráðherra sagði að það væri á valdi menntamálaráðherra sem æðsta yfirmanns stofnunarinn- ar, hvort aðhafst yrði. Ragn- hildur Helgadóttir sagði svo margt ólögmætt aðhafst um þessar mundir að það yrði að skoðast í heild þegar verkföll- um lyki. Verkfallsverðir reyna að stöðva utanlandsflugið en farþegar komast til Keflavíkur með loftbrú frá Reykjavík. 7. október. Mikil fundahöld standa yfir ■ Kennarar mótmæla hnýfilyrðum fjármálaráðherra í sinn garð. skóla lá kennsla niðri. Sigurður Líndal prófessor í lögfræði við Háskóla íslands sagði í samtali við „Frjálst útvarp,“ að neyðarréttarsjón- armið gætu réttlætt starfsemi nýju einkaútvarpsstöðvanna. Forystumenn stjórnarflokk- anna tóku undir það sjónarmið á borði með því að veita þeim viðtöl. Kristján Thorlacius for- maður BSRB og Haraldur Steinþórsson gengu á fund dómsmálaráðherra og kröfð- ust lokun stöðvanna, þær væru ólögmætar og ögrun við löglegt verkfall samtakanna. Albert Guðmundsson sem gegndi störfum fyrir Matthías Bjarna- son samgönguráðherra bann- aði að póst og símamálastjóri sækti um undanþágu til kjara- deilunefndar fyrir tvo starfs- menn Landsímans til að miða út nýjar stöðvar. Hins vegar miðuðu tveir skoðunarmenn Landssímans út sendingar „Fjáls útvarps" og reyndust þær koma frá Háa- leitisbraut 1, húsi Sjálfstæðis- flokksins. Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn var kvaddur til. Eftir að hafa gengið úr skugga um að útsendingar ættu sér ekki stað frá auglýsinga- stofu Ólafs Stephensen sem er til húsa í Valhöll fór radíóeftir- litið fram á að kanna loftnet á þaki hússins og leiðslur frá þeim. Magnús Einarsson kom þeirra ósk á framfæri við fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins og neitaði hann um heimildina. Davíð Oddsson borgarstjóri sem fylgst hafði með atburðum tilkynnti þá að hann hefði rætt við ráðherra póst og símamála, og hefði hann sagt að leitin væri ekki gerð með sinni vitund. Borgar- stjóri hringdi aftur í ráðherr- ann og rétti síðan aðstoðaryf- irlögregluþjóninum símtólið. Eftir að hafa rætt við ráðherr- ann fyrirskipaði Magnús Ein- Guðnason alþingismaður í samtali við TNT og fór inn á útvarpsráðsfund með tillögu sem hann flutti ásamt Markúsi Á. Einarssyni þess efnis að sótt yrði til kjaradeilunefndar og verkfallsstjórnar BSRB um undanþágur fyrir nægilega marga starfsmenn útvarpsins til að hægt yrði að senda út tvo stutta fréttatíma á dag. Tillag- an var samþykkt með mótat- kvæðum sjálfstæðismanna. Andrés Björnsson útvarps- stjóri skýrði útvarpsráðsmönn- um frá því að hann hefði fyrr um morguninn kært rekstur einkastöðvanna til saksóknara ríkisins. Útvarpsstjóri vildi hefja fréttasendingar strax um kvöldið, en menntamálaráð- herra bannaði það og fyrirskip- aði að farið skyldi í einu og öllu eftir úrskurði kjaradeilu- nefndar. Á samningafundi milli BSRB og fjármálaráðuneytis- ins gerist nákvæmlega ekki neitt. Um 200 lögregluþjónar fóru í kröfugöngu niður Laugaveg frá Hlemmi. Á kröfuspjöldun- um mátti lesa setningar eins og „löggur eru líka menn“ og „Vegna fólksins, ekki gegn því“. Fulltrúar lögreglumann- anna gengu á fund Jóns Helga- sonar dómsmálaráðherra og skýrðu fyrir honum launamál sín og mótmæltu því að komið væri í veg fyrir að lögreglan fengi að sinna skyldustörfum sínum og vísuðu þar til þess að lögreglurannsóknin við Val- höll var stöðvuð. Útvarpsstöðin í Valhöll var flutt úr húsinu og eftir það sendi „Frjálst útvarp" út frá heimahúsi við Austurbrún. Það var Eyjólfur Konráð Jóns- son alþingismaður, sem setti hnefann í borðið og krafðist þess að útvarpsstöðin yrði út- læg gerð úr höfuðstöðvum flokksins. alla helgina, þar sem rætt er um að BSRB verði að hefja útvarpssendingar þar til allar einkastöðvarnar verði stöðv- aðar. Undirbúningur er hafinn en ekkert varð af útsending- um. Allmargir nemendur við Há- skóla íslands funda ásamt a.m.k. þrem prófessorum um helgina og leggja á ráðin um að yfrirbuga verkfallsverði BSRB við Háskólann morguninn eftir þannig að kennsla geti farið fram. Þegar þetta spyrst út er blásið til Háskólaráðsfundar sem haldinn er um kvöldið. Þar er ákveðið að fella niður kennslu við HÍ um óákveðinn tíma og því forðað að Háskól- inn verði vettvangur stórátaka. Þá var verkfallsvörslu við Há- skólann hætt. Vörslu við hlið Keflavíkurflugvallar er hætt að sinni. Sáttafundur hefst kl. 17.00 en Kristján Thorlaciusformað- ur BSRB er sóttur þangað og kvaddur niður að höfn. Verk- fallsverðir hafa stöðvað Jakob Jakobsson forstjóra Hafrann- sóknastofnunar þegar hann var að ganga um borð í Bjarna Sæmundsson. Kjaradeilu- nefnd hafði úrskurðað undan- þágur fyrir skip stofnunarinnar til að halda út til loðnurann- sókna. Endirinn verður sá að Kristján sefur um borð í Bjarna Sæmundssyni um nótt- ina. Skipin héldu ekki úr höfn fyrr en að verkfalli loknu, þótt yfirlýst sé af hálfu BSRB að undanþága verði veitt komi beiðni um það til verkfalls- stjórnar BSRB. Því hafnaði sjávarútvegsráðherra. Það var þvt þagað á samningafundin- um í tvo tíma eftir að Kristján yfirgaf hann og honum síðan slitið. 8. október. Tollverðir samþykkja álykt- un á fundi sínum, þar sem segir að þeim beri að „fram- fylgja lögum og því sé þeim óheimilt að starfa eftir fyrir- mælum úrskurða, sem leiði til Iögbrota" því áskilji þeir sér rétt til að hafna því að starfa eftir úrskurðum kjaradeilu- nefndar. Þeir tilkynntu að þeir myndu leggja niður vinnu fimmtudaginn 11. október. Kjaradeilunefnd hafði úr- skurðað tollverði til starfa, en þeir áttu aðeins að gera vopna- leit. Miklar sögusagnir voru um stórkostlegt smygl á Kefla- víkurflugvelli þá daga, sem tollgæsla lá niðri að heita má, bæði á áfengi, matvælum og fíkniefnum. Félag frjálshyggjumanna og forráðamenn Frjálsrar fjöl- miðlunar kærðu starfsfólk út- varpsins til saksóknara fyrir ólöglega vinnustöðvun 1. okt- óber. Sá málarekstur er ein- mitt í sviðsljósinu nú þessa dagana. 9. október. Fréttamenn útvarps liggja undir ámæli frá þeim sem styðja málstað stjórnvalda í vinnudeilunum fyrir að vera vilhallir BSRB. TNT greinir frá því að Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra láti senda sér ljósrit af öllum útsendum fréttum til yfirlestr- ar. Tugir verkfallsvarða loka hliðum Keflavíkurflugvallar og loftbrú er komið upp frá Reykjavík. Farþegar til út- landa fljúga til Keflavíkurflug- vallar með Fokker vélum Flug- leiða. 10. október. Þingsetningardagur. Sam- kvæmt þingskapalögum ber að útvarpa frá guðsþjónustu fyrir þingsetningu og frá þingsetn- ingunni sjálfri. Kjaradeilu- nefnd hefur hins vegar hafnað því að undanþága verði veitt fvrir fréttamann og tæknimann útvarps til þess. Eftir að for- svarsmenn BSRB og starfs- mannafélags útvarpsins hafa gengið á fund forsætisráðherra og tjáð honum þann vilja sinn að unnt verði að útvarpa frá athöfninni með hefðbundnum hætti ákveðurforsætisráðherra upp á sitt eindæmi að svo skuli gert. BSRB boðar til útifundar á Austurvelli meðan á þingsetn- ingu stendur og þangað mæta þúsundir manna. Lögregla lokar einkaút- varpsstöðvunum með valdi seinni hluta dagsins og gerir útsendingartæki upptæk. Um kvöldið er haldinn stofnfundur íslenska útvarpsfélagsins, þar sem Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra var með- al ræðumanna. Hún harmaði atburði dagsins og fordæmdi ríkiseinokun á útvarpi. H.október. Tollverðir fresta vinnu- stöðvun sinni á Keflavíkurflug- velli til föstudagsins. Mjög fjöl- mennur fundur í Félagi bóka- gerðarmanna lýsti trausti á stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins og felldi tillögu um að ganga að tilboði um 6.1% kauphækkun. Steingrímur Hermannsson sagði á Alþingi að hann teldi æskilegustu niðurstöðu vinnu- deilnanna 6-10% kauphækkun í áföngum út árið 1985 + skattalækkanir sem mætt yrði með niðurskurði ríkisútgjalda. 12. október. Tollverðir í Keflavík leggja niður vinnu kl. 18.00. Lög- reglustjórinn á Keflavíkurflug- velli kynnir þeim bréf frá for- stöðumanni varnarmáladeild- ar utanríkisráðuneytisins, þar sem hann hótar þeim uppsögn- um. 13. október. Tollverðir starfa ekki en millilandaflugið heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Engin tollskoðun fer fram og engin vopnaleit, hvorki við komu né brottför. Lögreglu- stjórinn á Keflavíkurflugvelli annast vegabréfaskoðun í eigin persónu. Tollverðir hafa feng- ið uppsagnarbréf en Kristján Thorlacius tekur þau óopnuð í eigin vörslu. Eftir nýtt bréf frá kjaradeilunefnd taka síðan tollverðir upp störf að nýju og fer tollskoðun fram með eðli- legum hætti það sem eftir lifir verkfalls. 15. október. í birtingu liggur það fyrir að samningar hafa tekist milli Reykjavíkurborgar og Starfs- mannafélags borgarinnar. Samið er um 5.3% kauphækk- un frá 1. september. Samning- arnir eru taldir mikið áfall fyrir BSRB, þar sem samstaðan í verkfallinu hefur verið rofin, en einnig fyrir þá sem vildu leysa verkföllin með skatta- lækkun og samdrætti. Sam- komulagið mætir strax and- stöðu borgarstarfsmanna. Kennarar safnast saman við stjórnarráðið til að mótmæla ummælum Alberts Guð- mundssonar fjármálaráðherra á Alþingi nokkrum dögum fyrr þar sem Albert veittist harka- lega að kennarastéttinni, sem hann sagði forréttindastétt sem aðeins ynni hálft árið. Bréf voru afhent forsætisráðherra og menntamálaráðherra. 16. október. Hátt á fjórða hundrað borg- arstarfsmanna héldu fund þar sem samningum Starfsmanna- félagsins við borgina er mótmælt. Samningar takast á Seltjarnarnesi, í Kópavogi og á ísafirði. Þeir eru allmiklu hærri en Reykjavíkursamn- ingarnir. Prentarar stöðvuðu útgáfu Verkfallstíðinda, blaðs sem Ásgeir Hannes. Eiríksson og fleiri stóðu að. Kom til harðra átaka. Átök verða við Sunda- höfn, þar sem Álafoss leggst að bryggju, ótollskoðaður. 17. október. Albert Guðmundsson, hefur samband við BSRB og óskar eftir viðræðum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann blandar sér persónulega í deilurnar. Albert fundar tvívegis með Kristjáni Thorlacius og Har- aldi Steinþórssyni og tilboð ganga á víxl. BSRB heldur baráttufund í Austurbæjar- bíói, þar sem skorað er á forustumenn að láta hvergi deigan síga. 18. október. Samningafundi er slitið und- ir morgun og nú er þegar farið að spá endalokum verkfallsins og samningum. En um kvöldið slitnar upp úr nýjum samn- ingafundi vegna kröfu BSRB um verðtryggingu. Allsherjar- atkvæðagreiðsla fer fram um Reykjavíkur samninginn. 19. október. Átök verða við Sundahöfn milli verkfallsvarða sem vilja hindra tollskoðun og verka- manna á höfninni. Þetta urðu hörðustu átökin í verkfallinu. Þeim lýkur þegar forustumenn Dagsbrúnar mæta á staðinn eftir japl, jaml og fuður og hasta á sína menn. Reykjavíkursamningurinn er felldur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Borgar- starfsmenn eru því aftur í verk- falli. 20. október. BSRB stendur enn fast við þaó að kauptrygging sé for- senda samninga. Samninga- málin eru því í sjálfheldu. Um 400 manns standa verkfalls- vaktir við Sundahöfn. Fréttir berast um að samningar bóka- gerðarmanna og prentsmiðju- eigenda séu á lokastigi. Þeir semja daginn eftir. Lengra verða atburðir verk- fallsins ekki raktir lið fyrir lið. Samningalotan stendur í nokkra daga til viðbótar og lyktir eru öllum kunnar. Samn- ingar voru undirritaðir að kvöldi 30. október. Þá hafði gífurlegur fjöldi BSRB félaga farið í blysför til húsakynna sáttasemjara, þar sem skorað var á samningamenn að hvika í engu frá launakröfum og kröfum um kaupmáttartrygg- ingu. Samningarnir urðu fyrir mikilli gagnrýni margra félaga, en þeir voru síðan samþykktir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Harðasta verkfalli á íslandi um lengri tíma var lokið, en hvaða lærdóma menn kunna að draga af þessum átakatíma á sjálfsagt enn eftir að koma í Ijós.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.