NT - 04.10.1985, Blaðsíða 13

NT - 04.10.1985, Blaðsíða 13
r TF Föstudagur 4. október 1985 13 L iL Fréttir ■ „Það má kalla þetta afmælisgjöf með öfugum formerkjum- afmælisbarnið gefur út bók og færir þannig öllum öðrum afmælisgjöfina,“ sagði Leó E. Löve eigandi ísafoldarprentsmiðju, sem hér er ásamt skáldinu Guðmundi Daníelssyni og Steingrími Jónssyni, yfirbókaverði á Selfossi. NT-mynd Róbcrt Guðmundur Daníelsson rithöfundur: Ný skáldsaga á 75 ára afmælinu - ísafold gaf fyrstu skáldsögu hans út fyrir 50 árum ■ „Ég ætlaði að láta þessa bók heita „Skophryggðarskáldsaga um Valdi- mar og vini hans“ - en sá svo að það mátti ég ekki. Með því færi ég inn á annarra manna svið - bókmennta- fræðinganna sem hafa það að starfi að flokka bækur.“ Það er Guðmundur Daníelsson, rithöfundur sem svo mælir um nýjustu skáldsögu sína - „Tólftónafuglinn", sem kemur út hjá Isafoldarprentsmiðju í dag, 4. októ- ber - á 75 ára afmælisdegi skáldsins. Tólftónafuglinn er 49. frumsamda bók höfundar auk 5 þýddra bóka - en svo vill til að fyrsta skáldsaga Guð- mundar „Bræðurnir í Grashaga" kom einnig út hjá ísafold fyrir 50 árum. Tólftónafuglinn snýst um atburði í sjávarþorpinu Skerveri, sem eins og mörg önnur þorp á sér glæsilega fortíð en óvissa framtíð. Frá Skerveri eru margir helstu framámenn þjóðar- innar, jafnt athafnamenn sem lista- menn, en allir löngu burtfluttir. Mik- ils er þó af þeim vænst í sambandi við hátíðarhöld í Skerveri í tilefni af 100 ára afmæli elsta barnaskóla landsins. Það kemur og á daginn að hástemmd loforð eru gefin í hófinu um uppbygg- ingu þorpsins með hafskipabryggju og tilheyrandi - en efndanna mun beðið enn. Fréttamönnum - leiðandi líkum að því að Skerver ætti sér ákveðna fyrirmynd á suðurströnd landsins - ansaði skáldið: „Það má auðvitað ekki lesa bókina sem neina sagnfræði - en engar skáldsögur eru búnar til úr engu.“ I tilefni af 75 ára afmæli Guðmund- ar Daníelssonar efnir Bæjar- og hér- aðsbókasafnið á Selfossi til sýningar á ritum hans. Þar verða til sýnis allar bækur Guðmundar, frumútgáfur jafnt og endurútgáfur, að einni undanskilinni. en það er þýsk þýðing á sögunni „Á bökkum Bolafljóts“ sem út kom í Þýskalandi árið 1940. Upplagið virðist hafa eyðst svo ger- samlega í heimsstyrjöldinni að ekki er vitað um eitt einasta eintak þeirrar i útgáfu. Á sýningunni eru og handritasafn. höfundarins, frumhandrit, vélrit og prófarkir af flestum bókunum. Er: það mikið safn sem nærri má getaí eftir útgáfu meira en hálfs hundraðs, bóka á hálfri öld. Sýningin verður opin á venjulegum opnunartíma safnsins - mánudaga - föstudaga kl. 1-9 eftir hádegi. Flytur Hagvirki úr landi? Leitar að verkefnum í Noregi og Mið-Asíu Kannar einnig sölu á tækjum til útlanda ■ Verktakafyrirtækið Hagvirki hef- ur verið að þreifa fyrir sér með verkefni erlendis, jafnframt því sem þeir hafa verið að kanna möguleika á að selja tækjakost fyrirtækisins utan. Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis, sagði við NT í gær, að verið væri að kanna bæði í Noregi og Austurlöndum nær, með þátttöku í verkefnum á þessum stöðum. Enn mun ekkert vera komið á hreint í þessu, en verði af því að Hagvirki fái verkefni erlendis mun fyrirtækið flytja tækin með sér til þessara landa. Hér á landi er mjög lítið um ný jarðvinnsluverkefni. Reyndar er Hagvirki um þessar mundir að ganga frá verksamningi við íslandslax, um jarðvinnu við laxeldisstöðina í Grinda- vík, en það er bara lítið verkefni. Þá er óljóst enn hvort fyrirtækið fær að vera með í öðrum áfanga Helguvíkur, en eins og kunnugt cr þá eru Islenskir aðalverktakar með öll verk á vegum hersins og deila þeir út verkefnum til undirverktaka. Þá sagði Jóhann að það blési ekki byrlega með vegafram- kvæmdir og önnur verkefni hjá opin- berum aðilum og virtist lítið annað en áframhaldandi niðurskurður fram- undan. í þessum mánuði lýkur flestum verkum sem fyrirtækið vinnur að. Framkvæmdunum við Kvíslaveitu er þegar lokið og eru nú bara þrír menn þar við frágang. Þessi samdráttur hefur orðið til þess að fyrirtækið hefur orðið að segja upp fjölda manns. Síðast þegar borgað var út voru 236 á launaskrá, en fjöldinn verður innan við 200 næst þegar borgað verður út. í lok mánað- arins verða starfsmenn Hagvirkis um 150 en þeir voru 344 í sumar. Starfs- mönnum hefur yfirleitt fækkað nokk- uð yfir vetrarmánuðina en þó aldrei verið færri en 200 talsins. Einsog fyrr sagði er Hagvirki einnig að kanna sölu á vinnuvélunum er- lendis. Sagði Jóhann að mjög lágt verð fengist fyrir þær. Þá er líka verið að athuga hvort verklýsing Lands- virkjunar standist og hvort fyrirtæk- ið eigi rétt á að fá aðflutningsgjöld endurgreidd hjá fjármálaráðuneyt- inu, þá fyrst og fremst á þeim tækjum sem fjárfest var í á sl. ári, en það munu vera um 70 núlljónir króna. Nýjung Á ÍSLENSKUM MATVÆLAMARKAÐI BAUNABÚÐINGAR Tilbúnir beint í ofninn. Látið frosinn búðing í kaldan ofn og hitið ofninn í 200°, þá er búðingurinn bakaður í 30-40 mín. Framreiddur með sósu, salati og kartöfl- um. Góðmeti úrríki náttúrunnar hlaðið orku og bætiefnum. Engin rotvarnar-, litar- né bindiefni notuð. Einstökfæða með tilliti til næringargildis. Gerið góðan dag enn betri. Neytið jurtarétta. kvöld Föstudags- og laugardagskvöld ★ ★ ★ Frábær skemmtidagskrá . •_— unahMundarnir » . Fram kom. Halgason, Magnua Einari Júlíuaavm °9 önnu ,on, «»amt tóngvurunum E.nar. Elnar lalka fyrlr dan»l tll kl. 3. Matur fram- reiddur frá kl. 20. * príréttaöur kvöldveröur . miOa timanlaga i sima 23333 og 23335. • Sn*rt"”" ÍÍ t-La aad„ nfcllnnl sm n: kd. ■■I

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.