NT - 04.10.1985, Blaðsíða 14
■gin framundan
Föstudagur 4. október 1985 14
-----------------------------r—
■ Sögusvið Land míns föður er stríðsárin og ber sviðsmyndin þess glögg merki.
Leikfélag Reykjavíkur:
Land míns föður frumsýnt
■ SöngleikurKjartansRagn-
arssonar Land míns fööur
verður frumsýnt í kvöld föstu-
dagskvöld. Þetta verk er eitt-
hvert hið viðamesta sem L.R.
hefur ráðist í frá upphafi. Yfir
30 manns koma fram í sýning-
unni, söngvarar, leikarar,
dansarar og tónlistarmenn.
Leikurinn hefst þann 9. maí
1940 og spannar yfir öll stríðs-
Sýningar Þjóðleikhússins um helgina:
Grímudansleikur
og Islandsklukkan
■ Nú um helgina verða tvær
sýningar á óperu Verdis,
Grímudansleik, í Þjóðleikhús-
inu. Það eru 7. og 8. sýning
óperunnar og hefur verið upp-
selt á þær allar. Þar með lýkur
kortasýningum og aukast þá
líkur til að ná í miða fyrir þá
sem ekki eru með áskrifenda-
kort, en nú eru fáar sýningar
eftir.
1 aðalhlutverkum eru
Kristján Jóhannsson, Kristinn
Sigmundsson, Elísabet F.
Eiríksdóttir, Katrín Sigurðar-
dóttir, Sigríður Ella Magnús-
dóttir, Viðar Gunnarsson og
Róbert Becker.
Afmælissýning Þjóðleik-
hússins á íslandsklukku Hall-
dórs Laxness er nú komin á
fjalirnar á ný, en gera má ráð
fyrir fáum sýningum á verkinu.
Næsta sýning verður að kvöldi
sunnudagsins 6. október.
Með helstu hlutverk í sýn-
ingunni fara Helgi Skúlason,
Tinna Gunnlaugsdóttir, Þor-
steinn Gunnarsson, Arnar
Jónsson, Róbert Arnfinnsson,
Sigurður Sigurjónsson og Pét-
ur Einarsson, en alls koma yfir
30 leikarar fram í þcssari upp-
færslu á íslandsklukkunni.
árin. Fjallað er um samskipti
íslendinga við herinn, Breta-
vinnu, stríðsgróða, ástandið
o.fl. Einnig kemurstofnun lýð-
veldisins við sögu, svo og ís-
lensk stjórnmál þeirra tíma.
Með helstu hlutverk fara Helgi
Björnsson, Sigrún Edda
Björnsdóttir, Jón Sigurbjörns-
son, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, Hallmar Sigurðsson,
Aðalsteinn Bergdal, Sigríður
Arnardóttir, Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir og Ágúst
Guðmundsson.
Tónlist er eftir Atla Heimi
Sveinsson, Jóhann G. Jó-
hannsson er hljómsveitar-
stjóri, Ólafía Bjarnleifsdóttir
er höfundur dansa, Guðrún
Erla Geirsdóttir (Gerla) gerði
búninga en Steinþór Sigurðs-
son leikmynd. Leikstjóri er
Kjartan Ragnarsson.
Litla hryllingsbúðin
aftur á fjalirnar
■ Hitt leikhúsið liefur nú aft-
ur hafið sýningar á söngleikn-
um Litlu hryllingsbúðinni í
Gamla bíó.
í hlutverkum eru sem fyrr
Edda Heiðrún, Leifur Hauks-
son, Gísli Rúnar, Þórhallur
(Laddi) Sigurðsson, Björgvin
Halldórsson, Aríel Pridan og
Harpa Helgadóttir, en nýlið-
arnir í sýningunni eru þær Lísa
Pálsdóttir og Helga Möller.
Hljómsveitina skipa þeir Ás-
geir Óskarsson, Björgvin
Gíslason, Haraldur Þorsteins-
son og Pétur Hjaltested, sem
jafnframt er hljómsveitar-
stjóri.
Söngleikurinn verður sýnd-
ur daglega nú um helgina en
bent er á að fjöldi sýninga á
Litlu hryllingsbúðinni verður
takmarkaður. Miðasalan
Gamla bíó er opin kl. 14-19
alla daga og fram að sýningu á
sýningardögunum.
■ Sveinn Einarsson leikstjóri ræðir við söngfólkið í Grímudansleik.
-1 * É’ \
|n 'hf' 'w '1 nlv Wmm w ||i *
1 i 1' p fj fe- • ■ V * „LsBSm
Söngtónleikar
■ Signý Sæmundsdóttir
söngkona og Þóra Fríða Sæm-
undsdóttir halda tónleika n.k.
laugardag 5. október að Laug-
arlandi í Holtum. Tónleikarnir
hefjast kl. 14.00. Á efnis-
skránni eru íslensk lög, þýsk
ljóð og aríur. Signý stundar
nám við Tónlistarskólann í
Vín, og Þóra Fríða starfar sem
kennari og píanóleikari í
Reykjavík.
Fyrirlestur
um verufræði
■ Sunnudaginn 6. október
n.k. mun Atli Harðarson flytja
fyrirlestur á vegum Félags
áhugamanna um heimspeki í
stofu 101 í Lögbergi, húsi laga-
deildar HÍ, kl. 15.
Atli Harðarson lauk cand.
mag. prófi frá Brown Univers-
ity árið 1984. Fyrirlestur hans
verður um verufræði (onto-
logiu) og tekur að mestu mið
af skrifum nokkurra amerískra
samtímaheimspekinga um það
efni. Verður í senn leitast við
að útskýra kenningar þessara
heimspekinga og greina hism-
ið frá kjarnanum í kenningun-
um
Harmóníku-
unnendur
■ Fyrsti skemmtifundur
haustsins verður sunnudaginn
6. október í Templarahöllinni
við Skólavörðuholt kl. 3. Þar
verður ýmislegt á dagskrá eins
og undanfarin ár, hljóðfæra-
leikur, kaffiveitingar og dans.
Fjölmennum. Skemmtinefnd-
in.
Lenin 1918 í
MÍR-salnum
■ Kvikmyndasýningareru nú
á hverjum sunnudegi kl. 16.00
í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10.
Sýndar eru til skiptis nýjar
sovéskar frétta- og fræðslu-
myndir og leiknar kvikmyndir,
einkum gamlar myndir, sem
teljast klassískar í sovéskri
kvikmyndagerð. N.k. sunnu-
dag, 6. okt. kl. 16.00
verður hin fræga mynd
Mikhails Romm „Lenin 1918"
sýnd. Kvikmynd þessi vargerð
árið 1939 og lék Boris Shúkin
titilhlutverkið. Aðgangur að
sýningum MÍR er ókeypis og
öllum heimill.
Ljósmynda-
sýning í
Slunkaríki
■ Á morgun, laugardaginn
5. október, opnar Garðar
Guðmundsson ljósmyndasýn-
ingu í Slunkaríki á ísafirði.
Sýningin stendur til 17. okt.
Slunkaríki er opið laugar-
daga og sunnudaga kl. 15-18,
þriðjudaga, fimmtudaga og
föstudaga kl. 16-18.
■ Hlutverk þeirra Ekkós og Narsa eru í höndum Örnu Valsdóttur
og Ara Matthíassonar.
Frumsýning á
EKKÓ í Reykjavík
■ Nk. sunnudagskvöld verð-
ur Reykjavíkurfrumsýning Stú-
dentaleikhússins á rokksöng-
leiknum Ekkó í Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut og
hefst sýningin kl. 21. Önnur
sýning verður mánudaginn 7.
okt. og hefst kl. 21.
„EKKÓ" eða guðirnir ungu
er eftir Claes Anderson og
fjallar um unglinginn, sam-
skipti hans við hitt kynið, for-
Samtök gegn
asma og
ofnæmi
■ Halda fund á morgun,
laugardag, að Norðurbrún 1
kl. 14. Kristján Erlendsson
læknir heldur erindi: Ofnæmi
og mataróþol.
eldra og klíkuna. Aðaláhersl-
an er lögð á klíkuna og á sögu
Ekkó og Narsa, sem leikin eru
af Örnu Valsdóttur og Ara
Matthíssyni. Ólafur Haukur
Símonarson þýddi verkið og
samdi söngtexta, Ranghildur
Gísladóttir Stuðmaður frum-
samdi tónlist fyrir verkið og er
þetta jafnframt frumraun
hennar í að semja fyrir leikhús.
Karl Aspelund gerði leikmynd
og búninga, Guðný B. Ric-
hards hannaði leikbrúður,
Egill Árnason annaðist lýsingu
og Andrés Sigurvinsson leik-
stýrði.
Alls koma 13 leikarar fram í
sýningunni. Auk þeirra kemur
þar fram iieil hljómsveit.
Þorvar Hafsteinsson annast
hljóðblöndun.
Stúdentaleikhúsið hefur
þegar sýnt rokksöngleikinn
Ekkó á 22 stöðum utan
Reykjavíkur á tæplega mánað-
arleikför.