NT


NT - 15.10.1985, Síða 1

NT - 15.10.1985, Síða 1
 Þriðjudagur 15. október 1985 - ■ Alfreð Guðmundsson hefur verið forstöðuinaður Kjar- valsstaða frá upphafi og hann var líka mikill og góður vinur Kjarvals í ein 30 ár. Hér er Alfreð við mynd af sjálfum sér, sem Kjarval málaði af honum árið 1965. NT-mynd Sverrir NEWS SUMMARYIN ENGUSH SEEP. 7 Kjarvalsstaðir: Stór yfirlitssýning á verkum meistarans -177 málverk, 35 teikningar, persónulegir munir hans og o.f I. ■ Stór yfirlitssýning á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarval verður opnuð í dag að Kjarvals- stöðum en í dag eru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Á sýningunni verða 177 málvcrk, flest úr einkaeign og hafa mörg þeirra ekki veriö sýnd opinberlega áður. Elsta myndin er frá árinu 1901 og yngstu myndirnarfrá 1967-8. Þá eru og á sýningunni 35 teikning- ar og vatnslitamyndir sem Kjarval gaf Reykjavíkurborg árið 1968 og úr gjöf Jóns Þor- steinssonar frá árinu 1983. Á göngum Kjarvalsstaða verða sýndir munir og minjar úr fórunt Kjarvals sem hann gaf Reykja- víkurborg árið 1968. Það eru bækur, bréf, skjöl ýmisskonar áhöld, teikningar, frumdrög og sitthvað fleira, þar á meðal jólakaka og saltfiskur. Að sögn Einars Hákonarson- ar formanns stjórnar Kjarvals- staða er sýningin á minjurn og munum Kjarvals aðeins lítið brot af innihaldi kassanna sem Kjarval gaf Reykjavíkurborg því Kjarval hafði verið einstak- lega ítirðusamur um alla hluti og innihald kassanna gullnáma fyrir þá sem vilja rannsaka manninn og málarann Kjarval. Þarna séu til dæmis frumskyssur af mörgum frægustu verkum hans. 10 mínútna myndbandsþáttur sem nefnist „Meistari Kjarval" hefur verið gerður og verður hann sýndur í fundasal. í þættin- urn er í stuttu máli rakinn ferill Kjarvals en umsjónarmaður hans er Þóra Kristjánsdóttir list- Aukafjárveitingar: Skátum neitað um 1/2 milljón Ár æskunnar á frímerkjum og mjólkurfernum, segir Benjamín Árnason, framkvæmdastjóri BÍS ■ Bandalag íslenskra skáta fékk neitun á aukafjárveitingu upp á 527 þúsund krónur. Var sótt um þetta fyrr í sumar og átti að verja fjármununum í útilífs- fræðslu fyrir almenning og hjálparsveit skáta á aldrinum 15-18 ára. Neikvætt svar barst svo frá fjármálaráðuneytinu fyr- ir hálfum mánuði. Benjamín Árnason, fram- kvæmdastjóri BÍS, sagði í sam- tali við NT í gær, að það væri einkennilegt, að samtök, sem ekki ráða við kaup á húsnæði, fái tvær milljónir króna, þó að- eins sé farið fram á eina, á meðan æskulýðssamtök fá ekki krónu, ráðunautur. Sýningarskráin er 86 bls. að stærð, prýdd fjölda Ijósntynda af Kjarval og verkum lians, cn að auki verða fluttir fyrirlestrar í tengslum við sýninguna. Sýningunni lýkur 15. descm- ber en hún er opin daglcga frá kl. 14-22. og það á svokölluðu ári æskunn- ar. „Ár æskunnar kemur aðal- lega fram á frímerkjum og mjólkurfernum," sagði Benja- mín og sagði að skátarnir hefðu farið fram á þrjár milljónir á síðustufjárlögum, en fengið560 þúsund úthlutað. Til samanburðar má geta þess að Ungmennafélag íslands fékk 4,2 milljónir og íþróttasamband íslands 17,4 milljónir. Það hversu litlar fjárveitingar BÍS hefur fengið hefur orðið til þess að bandalagið þurfti að segja upp eina launaða starfsmanni sínum í sumar. Öll vinna er nú sjálfboðaliðsvinna. Sumarveður á landinu - hiti á Dalatanga mældist 21,5 Cí gær ■ Mestur hiti á landinu mældist á Dalatanga í gær, 21,5 gráður á Celsíus. Er mjög fátítt að svo hár hiti mælist hér á landi í miðj- unt október. Reyndar er þetta ekki einsdæmi, að sögn veðurfræðinga, en mjög sjaldgæft. Þokkalegt sumarveður ríkti á öllu landinu í gær og er búist við að lítil breyting verði á því í dag. Þegar líða tekur á vikuna mun svo aftur fara kóln- andi. Það sem veldur þessuni hlýindum, er hæð yfir Bretlandi, sem dælir hlýju lofti sunnan úr hafi hingað norður undir heimskauts- baug. Bílvelta ■ Par varflutt áslysadeild, eftir bílveltu sem varð í Heiðmörk unt helgina. Grunur leikur á að ökumað- ur hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann mun hafa meiðst illa í baki. Slysið varð á sunnudagsmorgun urn klukkan ellefu. ■ Skálað fvrir þeini stóra. Eiður ásamt konu sinni Arnþrúði Sigfúsdóttur á heimili þeirra í gærkvöldi. Einn með tólf rétta í Getraunum: Vann tæpamilljón Fékk hugdettu og nýtti hana vel sagði vinningshafinn ■ Eiður Guðjohnsen vann „stóra pottinn" í Getraunun- um um helgina. Eiður var einn með tólf rétta og einnig átti hann fjórtán raðir með eliefu réttum. Þetta ná- kvæma tipp skilar Eiði í hagnað 893.198 krónum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Eiður hirðir pottinn eins og hann leggur sig. Hann sagði í samtali við NT í gær að einu sinni hefði hann fengið 500 þúsund gamlar krónur og var hann ekki frá því að sá pottur hefði verið .af svipaðri stærð, þá. Það er þó ekki með öllu útgjaldalaust sem vinningur- inn hafðist í gegn. Eiður verður að sjá af tveimur kampavínsllöskum, scm hann veðjaði. Annarri til til- vonandi tengdasonar, um lcik Tottenham og Birming- ham, og hin fer til vinar sem hann hét á að ef væri hann einn með tólfu þá myndi sá verða kampavínsflösku rík- ari. „Ég hringdi í einn magn- aðan „tippara" sem ég þekki, á laugardag og ætlaðj að bjóða honum með mér í „púkk“. Ég hringdi í núm- erið hans en hann svaraði ekki því hann var búinn að fá sér annað símanúmer. Hann var með ellefu rétta,“ sagði Eiður. „Ég fékk hugdettu þegar ég var að „tippa", og nýtti hana fast. Ég sagði við sjálf- an mig þegar ég fékk hug- dettuna. Þú notar hana og notar hana hvasst," sagði Eiður þegar hann var spurð- ur hvað hefði fært honum vinninginn. Eiður er faðir knattspyrnukappans Arnórs Guðjohnsen. BRnmES BBHBHHHHBBBBHMHHT-

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.