NT - 15.10.1985, Page 2

NT - 15.10.1985, Page 2
 Þriðjudagur 15. október 1985 Gæsaskytterí í Rangárvallasýslu: Skutu nítján gæsir á þremur klukkutímum „Við seljum aldrei gæs,“ segir Valgeir, önnur skyttan síðan „VERÐ KANNSKI REKINN NIÐUR Á EYRI” - segirAlbert Guömundsson oger ekkiretöubúinn tílþess að skipta i fjirmálum ogiöaaöarmilum ■ Get ég fengið jobb hjá þér Gvendur minn, þó ekki væri nema við verkl'allsvörslu? ■ „Þær eru komnar strákar. Við erum full seinir, við þyrftuin að vera komnir í skotstöðu.“ Það var mikill handagangur í öskjunni þcgar var verið að drífa upp gervigæsirnar í keppni við sólina. Óðuin var að birta og það gat skipt sköpum hversu iljótt veiðimennirnir voru koninir í skotstöðu. NT brá sér á gæsaskytterí í síðustu viku með tveimur þrautreyndum skyttum frá Hvolsvelli. Skytturnar eru þeir Valgeir Guðntundsson og Árni Ólafsson báðir lögregluþjónar að atvinnu. Það virðist sama hvernig gcngur hjá mönnum að skjóta, alltaf hafa Árni og Valgeir eitthvað, og yfirleitt er aflinn eftir morgunflug ekki undir tuttugu fugluni. Valgeir segir uni þetta: „Við njótum þess að vera á heimaslóðum. Þar sem viö erum kunnugir og við höfuni skotiö á þessum túnum í mörg ár.“ Veiðiferðin hófst við lög- rcglustöðina á Hvolsvelli. Þar var byrjað að tína efni og áhöld inn í Land Rover bifreið Valgeirs. Þegar klukkan var farin að ganga sjÖ um morgun- inn var haldið af stað. Veiði- staðurinn var í grennd við Hvolsvöll, þarsem þeirfélagar hafa leyfi til að skjóta. Vindur var full sunnanstæður að mati þeirra félaga, en þó var vonast til þess að það kæmi ekki að sök. Rétt í birtuskilunum var búið að gera klárt. Gervi- gæsirnar tifuðu undan vindin- um og virtust sem lifandi. Veiðimennirnir lágu í skurðin- um og ræddu hvernig hefði gengiö þetta veiðitímabil. Þeir voru sammála um að gæsin hegðáði sér ekki eins og venja væri. Flug á morgnana hefur veriö með öðru sniði en þeir áttu aö venjast. Eða eins og Árni orðaði það. „Við höfurn ekki enn lent í reglulegu niorg- unflugi." Gæsakvak heyrðist í fjarska. Veiðimennirnir urðu agnar- smáir í skurðinum og Árni byrjaði að þenja gæsaflautuna. Vanur maður þar á ferð. Hóp- urinn, sem sennilega hefur tal- ■ Réttur klæðnaður hefur mikið að segja, bæði til þess að halda á sér hita, og ekki síður til þess að verða samlitari umhverfínu. langan tíma. Að lokum var afráðið að þetta dygði ekki lengur. Klukkan orðin tíu um morguninn. Árni lallaði sér ■ „Tökum þær.“ Skotið á fuglana rétt áður en þeir lenda. í þessari hrinu lágu fjórar og sú fimmta var tekin í brottfluginu. eftir bílnum. Valgeir byrjaði að gera klárt. Skyndilega kast- ar hann sér ofan í skurðinn. Hópur á leiðinni. Þessar hög- uðu sér almennilega komu beint ofan í gervigæsahópinn og ætluðu að setjast þar. Fjórar féllu fyrir haglabyssu Valgeirs. Tvær flugu á brott ráðvilltar. - Hvað hafið þið skotið margar í ár? Talan er ekki alveg á hreinu en þeir telja að það muni vera á annað hundrað fuglar. „Við seljum ekki gæsirnar. Við gef- um þetta vinum og vanda- mönnum. Ef við færum út í að selja þá er hætt við að sportið gleymdist. Við þekkjum nokkra sem bókstaflega gera út á þetta. Þá eru þeir búnir að selja fuglinn fyrirfram og þurfa síðan að skjóta upp í kvótann. í mörgum tilfellum getur þetta orðið stressandi og hætt við að sportið verði ekki í fyrirrúmi," sagði Valgeir. Þeir félagar hafa siðareglur og fara eftir þeim. Aldrei er skotið á sitjandi fugl. Um- gengni um landið er í fyrirrúmi og þeir þrífa vel eftir sig allt rusl, skotfæri og annað sem' myndi setja svip á landið. ■ Veiðitúrnum lokið. Alls lágu nítján gæsir. Valgeir vinstra megin og Árni hægra megin. ■ Skotnar voru blesgæsir, grágæsir og heiðagæsir. NT-myndir Eggert „Besta veðrið til þess að skjóta í, er þegar hávaða rok og rigning fer saman. Þá gefur fuglinn sig virkilega og aflinn vill verða eftir því," segir Árni. Mest hafa þeir félagar skotið 97 fugla einn morguninn. Þá blöskraði bóndanum bjartsýni þeirra félaga. Þeir mættu með kerru um morguninn, áður en þeir hófu að skjóta. Kerran gerði ekki meira en að duga. Þá hristi bóndinn hausinn. " „Við veiðum aðeins tvo mánuði á ári. Við látum laxinn og rjúpuna eiga sig. Þegar gæsin er búin þá leggjum við byssunum og tökum þær ekki fram aftur fyrr en að ári liðnu. “ ið á milli fjörutíu og fimmtíu fugla leit ekki við túninu. „Hún fer öll í mýrina". Það voru ekki vonbrigði greinanleg í röddinni heldur hristu menn hausinn. „Svona hefur þetta gengið í haust. Þetta er ger- samlega breytt hegðunarmynst- ur," sagði Valgeir. Áfram var beðið. Stöku sinnum kom hóp- ur fljúgandi yfir, en allar fóru þær í mýrina, um tvö hundruð metra frá þeim stað þar sem veiðimennirnir lágu með spenntar byssurnar. Eftir tveggja tíma bið kom skriður á hlutina. Valgeir dró upp kaffið og menn dreyptu á til þess að halda á sér hita. Gæsahópur flaug yfir og stefndi á mýrina. Arni lagði sig allan fram við gæsaflautuna. Hópurinn sveigði frá mýrinni og stefndi beint á veiðimenn- ina, þar sem þeir lágu í hvarfi ofan í skurði. Fuglarnir nálg- uðust með varfærni. Þeirfélag- ar biðu þar til gæsirnar voru að búa sig undir að setjast. „Tök- um þær" sagði Valgeir. Um leið stóðu þeir upp og fimm skota haglabyssurnar hlúnk- uðu banvænum blýskömmtun- um í átt að fuglunum sem áttu sér einskis ills von. Fjórar lágu sem steindauðar. Þrjár rifu sig upp', en ein var tekin í brott- fluginu. Tvær gæsir flugu burt ráðvilltar, kallandi á ættingj- ana sem lágu jafn hreyfingar- lausir og gervigæsirnar. Annar hópur kom í stefnu á hlaðnar haglabyssurnar. En sveigði frá. I ljós kom að ein gæsin lá á bakinu og var það nóg til þess að fæla hinar í burtu. Nú voru gervigæsirnar orðnar sautján. Tvær í bakið. Valgeir stóð upp þegar þær voru í færi og skaut á þær. Báðar flugu burt- og Valgeir bölvaði æfingarleys- inu. En viti menn, önnur gæsin datt niður eftir svo sem hundr- að metra flug. Hún reyndist steindauð þegar að var komið. Næsti hópur var stór. Átta fuglar lágu og var nú brúnin farin að lyftast á veiðimönnun- um. „Eigum við ekki að reyna að merja þær í tuttugu," spurði blaðamaður. Jú, þeir voru til í það. Enn var beðið, og nú í

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.