NT - 15.10.1985, Qupperneq 4
Þriðjudagur 15. október 1985
Á þriðja hundrað
kjötrétta í boði
- frá Kjötiðnaðarstöð KEA
■ í nýrri pökkunarstöð sem
Kaupféíag Eyfirðinga á Akur-
eyri tók í notkun í mars á þessu
ári og NT hcfur greint frá er
tvöhundruð fimmtíu og átta teg-
undum pakkað og er þar með
talið frosiö lambakjöt.
Á blaðamannafundi í Kjöt-
iðnaðarstöð KEA kom fram að
um nýjar umbúðir er að ræða frá
fyrirtækinu Wipak í Finnlandi
og eru þær sérhannaðar fyrir
frosið kjöt og allt kjöt með
beini. Valur Arnþórsson kaup-
félagsstjóri greindi frá að þarna
væri um geysimiklar framfarir
að ræða frá fyrri umbúðum.
Kjötið er miklu betur varið fyrir
frostþurrkun og þránun og
geymsluþolið eykst því veru-
lega. Kappkostað er að hafa á
boðstólum mismunandi pakka-
stærðir, þannig að hagkvæmt.sé
að kaupa í matinn fyrir ein-
hleypa og fjölskyldur.
í pökkunardeildinni eru
einnig útbúnir ýmiskonar kjöt-
og fiskréttir tilbúnir beint á
■ Það var hamagangur í öskjunni í skurðinum og flugbeittir
hnífarnir þutu um loftið en samt voru allir með tíu fíngur.
pönnuna eða í ofninn, af þeim
má nefna t.d. Lambarisolles,
kryddlegið hrefnukjöt, kálfa-
snitsel í raspi og innbakaða
fugla. Veg og vanda af
matreiðslunni og stjórnun
pökkunarstöðvarinnar hefur
Hermann Huijbens matreiðslu-
maður.
Framleiðsla Kjötiðnaðar-
stöðvar KEA er mjög fjölbreytt
enda stendur kjötiðnaður á
gömlum merg hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga. Um fimmtán teg-
undir af pylsum og bjúgum eru
búnar til og álíka fjöldi af
' áleggstegundum. Auk þess er
svína- og lambakjöt unnið á
margvíslegan hátt o.fl. fyrir
verslanirogeinstaklinga. Þáeru
ótaldar niðursuðuvörur, en
Kjötiðnaðarstöð KEA er það
fyrirtæki á Islandi sem sýður
niður kjöt og kjötvörur í mest-
um mæli, alls tíu tegundir.
Árið 1984 tók Kjötiðnaðar-
stöðin um áttahundruð og
þrjátíu tonn af kjöti til vinnslu
og auk þess þrjúhundruð tonn
af eggjum, fuglakjöti og græn-
meti til umboðssölu á Akureyri
og nágrenni. Sama ár framleiddi
stöðin hundrað og níutíu tonn
■ Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri skeggræðir við Her-
mann Huijbens yfirmatsvein um framleiðsluna.
af KEA hangikjötinu lands-
þekkta og þar af tæplega áttaíu
tonn síðustu tvo mánuði ársins,
sem er nýtt met hjá fyrirtækinu.
Við framleiðsluna starfa átta-
tíu manns, þar af níu kjötiðnað-
armenn og á rannsóknarstofu
fyrirtækisins vinna tveir mat-
vælafræðingar við eftirlit á hrá-
efnum og fullunnum vörum.
Kjötiðnaðarstöðin selur fjöru-
tíu prósent framleiðslu sinnar
til KEA verslana en sextíu
prósent hennar fara til sam-
vinnu- og einkaaðila um land
allt. Verksmiðjustjóri stöðvar-
innar er Óli Valdimarsson.
HIH / Ak.
Securitas
samdi
um 7%
hækkun
■ Verkfall starfsmanna
Securitas leystist sl. föstu-
dagskvöld, en þá hafði það
staðið frá miðnætti á mánu-
degi. Fengu starfsmennirnir
7% launahækkun í þrem
áföngum, 3% strax, 2,5%
eftir 6 mánuði þeir sem hafa
starfað í hálft ár eða meira
og 1,5% eftir 18 mánuði.
Þeir sem hafa unnið í meira
en eitt og hálft ár hjá fyrir-
tækinu fá sjö prósentin
strax. Þá var samið um auk-
in lífeyrissjóðsréttindi. Á
móti þessu veittu starfs-
mennirnir fyrirtækinu
undanþáguheimild í verk-
föllum, sem kunna að skella
á í framtíðinni.
Stutt jafntefli í 15. skákinni:
„Ekki fara þeir að vinna
hvor annan á rússnesku"
■ Karpov hélt auðveldlega
jöfnu í I5. einvígisskákinni sl.
laugardag. Hann hafði svart og
eftir aðeins 22 leiki bauð hann
jafntefli en þá höfðu átt sérstað
mikil uppskipti. Eftir fimmtán
skákir er staðan enn jöfn, og í
Ijósi þess að Karpov nægi að
halda jöfnu í cinvíginu til þess
að verja titillinn verður Kaspar-
ov að fara tefla dálítið grimmar
en í I5. skákinni.
Allmargir skákáhugamenn
lögöu leið sína í húsakynni
Skáksambands íslands þar sem
Ingvar Ásmundsson stóð fyrir
skákskýringum. Tefld var rúss-
nesk vörn og þegar skákínni
lauk lét Benóný Benediktsson
þau orð falla aö ekki færu þcir
að vinna hvor annan á rússn-
esku. Kasparov tók sem sagt til
við kóngspeðið aftur, en að
þessu sinni gaf Karpov ekki
kost á spænskum lcik heldur
dró fram úr pússi sínu einhverja
mestu jafnteflisbyrjun allra
tíma, Pctrovs-vörn eða rússn-
eskt tafl eins og það er stundum
nefnt. Petrovs-vörnin hefur
ekki sést í viðskiptum þeirra
félaga síðan í 48. einvígisskák-
inni í vetur og þá vann Kasparov
glæsilegan sigur. Karpov cndur-
bætti taflmennsku sína tiltölu-
lega snemma og honum stóð
engin hætta af peðsfórn Kaspar-
ovs Í9. leik.Eftir mikil uppskipti
kom upp samhverfa staða peð-
anna á báðum vængjum og í 22.
leik sömdu þeir jafntefli:
Helgi Ólafsson
stórmeistari
skrifar um skák
15. einvígisskák:
Hvítt: Garrí Kasparov.
Svart: Anatoly Karpov.
Petrovs-vörn.
1. e4 c*5
2. Rfi Rf6
3. Rxe5
(Möguleikinn 3. d4 hcfur sést
sjaldan í seinni tíð.)
3. .. d6
4. RI3 Rxe4
5. d4 d5
6. Bd3 Rc6
7. 0-0 Bg4
(I 48. einvígisskákinni sem
minnst var á hér á undan lék
Karpov 7. - Be7. Svona lítilvæg-
ar breytingar á liðsskipan geta
haft ótrúlega mikil áhrif á frant-
vindu mála.)
8. c4 Rf6
9. Rc3
(Annar mögulciki er 9. cxd5
Bxf3 10. Dxf3 Dxd5 en þannig
tefldist ein skákanna í fyrra
einvíginu.)
9. .. Bxf3
10. Dxf3 Rxd4
11. Helt Be7
(Nú er komin upp sama staða
og í skák v-þýska stórmeistarans
Eric Lobron og Karpovs á skák-
mótinu í Hannover 1983. Lo-
bron lék 11. Dg3 en fékk litlar
bætur fyrir peðið eftir 11. -
dxc4! 12. Bxc4(I2. Dxg7? Rf3t!
13. Khl Hg8 14. Dxf6 Rxel
vinnur svart.) 0-0 13. Bg5 h6!
Karpov vann skákina um síðir.
Karpov hefur vitaskuld athugað
þessa skák og kemur frant með
eftirfarandi endurbót á tafl-
mennsku Þjóðverjans unga.)
12. Ddl Re6!
(Karpov átti fjölmargar leiðir
færar til þess að reyna að halda
í peðið en hann skilar því aftur
með kurt og pí. Hann sér nefni-
lega fram á að staðan sem upp
kemur er afar jafnteflisleg og
jafntefli hentar honunt vel eins
og ástatt er).
13. cxd5 Rxd5
14. Bb5t c6
15. Rxd5 cxb5
16. Db3 0-0
(Eftir 16. -a6 17. Be3ásamt 18.
Hadl hefur svartur þrönga og
erfiða stöðu.)
17. Rxe7t
(Mönnum þótti þessi leikurekki
benda til þess að Kasparov væri
í vígahug en sannleikurinn er sá
að liann á ekkert betra. Eftir 17.
Dxb5 Bc5 stendur svartur síst
lakar því afbrigðið 18. Dxb7
Hb8 19. Dc6 Hc8 tryggir honum
a.m.k. jafntefli.)
17. .. Dxe7
18. Dxb5 a6
19. Db3 Hfd8
20. Be3 Hac8
21. Hacl h6
22. h3 Rd4
Sillill ■ llélll
■11A 11 Má l 181
iíillll III |H|
1! 11
illll injV 1A 1
Sflll SDII H
-Jafntefli. Framhaldið gæti
orðið: 23. Bxd4 Hxcl 24. Hxcl
Hxd4 25. Hc8t Kh7 o.s.frv.
Staðan í eingívinu:
Karpov: 7‘/2
Kasparov l'/i
Loðnuvertíðin:
Fyrstu bátarnir
búnir með kvótann
■ Loðnuveiðin gekk ágætlega
yfir helgina. Á laugardag voru
átta bátar að veiðum og fengu
4.700 tonn og á sunnudag fengu
12 bátar samtals 6.900 tonn. Nú
er lítið orðið eftir af kvóta fyrstu
bátanna, og tveir þeirra, Gísli
Árni RE og Svanur RE, eru svo
gott sem búnir. Frekar rólegt
var á miðunum í gær, en þá voru
fjórir bátar á veiðum.
Bráðabirgðalausn er fundin á
deilunni um sýnatöku úr loðn-
unni og lönduðu bátar aftur á
Krossanesi og Siglufirði um
helgina. Verðlagsráð sjávarút-
vegsins samþykkti á föstudag að
gera nokkrar breytingar á fyrri
ákvörðun sinni og réði þetta
úrslitum um framgang málsins.
Ákveðið var að fram til 19.
október yrðu ákvæði fyrri
ákvörðunar óbreytt, en frá og
með 20. október á svokölluð
meðaltalslausn að taka gildi.
Meðaltalslausnin felst í því að
tekin eru sýni úr hverri lest
skipsins, tvisvar meðan á lönd-
un stendur, með þar til gerðu
tæki sem tekur samtímis a.m.k.
3 sýni á mismunandi dýpi.
Samhliða þessu verður haldið
áfram að taka sýni eins og nú er
gert og meðaltal allra sýnanna
ákvarðar síðan hvaða verð er
greitt.
Enn fremur var það ákveðið
á fundi Verðlagsráðs að kaup-
endur og seljendur komi á fót 4
manna nefnd til að gera tillögur
um framtíðarlausn á sýnatöku.
Rjúpnaveiði hafin
■ Frá og með deginum í dag
er leyfilegt að skjóta rjúpu.
Veiðitímabilið stendur fram til
22. desember. Samkvæmt
heimildum NT mun vera gott
ár, með tilliti til rjúpnaveiða,
þar sem stofninn er í stærra
lagi. Það er fyllsta ástæða að
hvetja menn til þess að fara
varlega og sýna aðgát í sam-
skiptum við landið og aðra
skotveiðimenn.
Hvað þarff að hafa með?
Utbúnaður verður að vera
góður. Von er allra veðra á
þessum árstíma, og veiðimað-
urinn getur alltaf þurft að
treysta á eigin útbúnað, til
lengri tíma en ráð var fyrir
gert. Skjólgóður fatnaður,
vind- og vatnsþéttur. Föður-
landið, vettlingar og leistar
ásamt húfu eru hlutir sem hver
heilvita rjúpnaskytta hlýtur að
taka með sér til fjalla, og ekki
veitir af þessu til skiptanna í
bakpokanum. Þá er áttaviti og
kort ásamt varmapoka ekki
plássfrekt. f skátabúðinni við
Snorrabraut fást litlar byssur
með neyðarblysum, sem lítið
fer fyrir. Munið að láta vita
hvert ferðinni er heitið. Ef
fleiri en einn maður er á ferð,
og leiðir þeirra liggja í gagn-
stæðar áttir, er nauðsynlegt að
geyma bíllyklana í grennd við
bílinn, þar sem báðir vita um
þá, þannig að annar geti kom-
ist til byggða til að Ieita að
hjálp ef hinn týnist. Nesti er
nauðsynlegt og ættu skyttur að
venja sig á að hafa súkkulaði
og rúsínur eða aðra fljóttekna
næringu með í för. Þá er loks
rétt að hvetja menn til þess að
ganga vel um landið, með því
að tína saman skothylki
forðast að aka utan
Góða veiði!
og
vegar.