NT - 15.10.1985, Page 7
Fangelsuð fyrir
að skera undan
eiginmanninum
Sydney-Reuler:
É Aströlsk kona at' ætt
samoa-frumbyggja var í gær
dæmd í þriggja ára fangelsi
fyrir að skera getnaðarliminn
af eiginmanni sínunr og
henda honum í ruslafötu á
sjúkrahúsi í Sydney.
Vailamila Loisi, sem er 34
ára gömul, viðurkenndi glæp
sinn. Hún sagðist hafa gripið
til þess örþrifaráðs eftir að
eiginmaður hennar hótaði að
yfirgefa hana í júlí síðastliðn-
um.
Ástralskir læknar fundu
liminn eftir nokkurra
klukkustunda dauðaleit í
ruslafötum sjúkrahússins þar
sent konan hafði fleygt
honum. Skurðlæknum tókst
svo að festa hann aftur á
manninn nokkrum klukku-
stundum eftir að hann hafði
verið skorinn af. Maðurinn
kom síðar fram í ástralska
sjónvarpinu og sagðist hafa
sannreynt færni skurðlækn-
anna í gleðihverfum Sydney.
Þriðjudagur 15. október 1985
Utlönd
Kólesteróllæknar
fá nóbelsverðlaun
Meðöl gegn kólesteróli væntanleg
Slokkhólmur-Reuler
■ Tveir bandarískir prófessor-
ar, Michael S. Brown og Joseph
L. Golstein, fengu í gær nóbels-
verðlaunin í læknisfræði fyrir
rannsóknir á kólesteróli í blóði.
Svíar skipta um
utanríkisráðherra
Of mikið kólesteról vcldur
hjartaáfalli eða heifablóðfalli
sem eru einhverjar algerigustu
dánarorsakir nú á dögum.
Brown og Golstein eru báðir
frá Texasháskóla. Þeir hafa
unnið saman að rannsóknum á
orsökum þess að sumir einstakl-
ingar erfa hátt hlutfall
kólestcróls í blóði frá forcldrum
sínum. Þeir komust að því að
þetta stafar af því að lifrin í
þessum einstaklingum, sem eru
um 0,2% alls almennings, fram-
leiddi oflítið af lcttum lípóprót-
in viðtökum sem gleypa blóð-
cindir með miklu kólesteróli.
Þeir fá því oft hjartaáfall á
iniðjum aldri.
Kólesteról safnast saman á
Stokkhólmur-Reuter
Olof Palme forsætisráðherra
Svíþjóðar hristi dálítið upp í
stjórn sinni í gær. Hann gerði
breytingar á sex ráðuneytum og
færði Lennart Bodström utan-
ríkisráðherra Svíþjóðar yfir í
menntamálaráðuneytið.
Bodström, sem er 57 ára,
hefur oft valdið Palme erfiðleik-
um með yfirlýsingum sínum og
athöfnum. Hann hafði enga
reynslu á sviði utanríkismála
áður en hann var gerður ráð-
herra fyrir þremur árum og
byrjaði þá á því að móðga
Bandaríkjamenn með "því að
segja í ræðu á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna að Banda-
ríkjamenn styddu einræðis-
stjórnir í Mið-Ameríku. Þegar
Bandaríkjamenn mótmæltu
þessu kröftuglega dró hann í
land sem Svíum þótti lítið
skárra og bera vott um hugleysi.
Bodström rauk einu sinni út
úr útvarpssal í beinni útsend-
ingu eftir að hafa misst vald á
skapi sínu vegna spurninga um
persónuleg fjármái. Hann lýsti
■ Lennart Bodström fyrrver-
andi utanríkisráðherra verður
nú að láta sér nægja að hafa
umsjón með menntun sænskra
æsku í stað utanríkismála.
því líka yfir árið 1983 að Svíar
ættu ekki að gagnrýna stjórn-
málakerfi annarra ríkja. Palme
neyddist sjálfur til að leiðrétta
þennan „misskilning" utanríkis-
ráðherrans.
Mestu pólitísku mistökin sem
Bodstsröm gerði sig sekan urn
var samt líklega að lýsa vantrú
á upplýsingar sænska flotans
um ferðir erlendra kafbáta í
sænskri lögsögu. Bodström lét
þessa vantrú sína í ljós á óform-
Íegum fundi með blaðamönnum
í febrúar á þessu ári. Þetta varð
til þess að stjórnarandstæðingar
báru fram vantrauststillögu á
hann í þinginu sem hann stóð
með naumindum af sér.
Stjórn Palme er minnihluta-
stjórn sem verður að treysta á
stuðning 19 þingmanna komm-
únista. Palme hefur lýst því yfir
að hann vonist til að hafa náið
samstarf við stjórnarandstæð-
inga um ýmis mál en það eru
engar líkur á að slíkt hefði
tekist á sviði utanríkismála svo
lengi sem Bodström færi með
þau.
Sten Andersson fyrrverandi
félagsmálaráðherra mun nú
taka við af Bodström sem utan-
ríkisráðherra.
Belgía:
Hægristjórnin
vann stórsigur
Mikil hamingja í kauphöllinni
Brussel-Reutcr
■ Úrslit þingkosninganna í
Belgíu nú um helgina voru stór-
sigur fyrir fjögurra flokka sam-
steypustjórn Wilfrieds Martens
forsætisráðherra. Flokkarnir,
sem höfðu heitið að halda áfrarn
aðhaldsstefnu sinni í efnahags-
málum, juku þingmeirihluta
sinn úr 14 þingsætum í I8.
Sigur stjórnarflokkanna er
Lundúnaóeirðir:
Fjórtán ára kærður
fyrir lögreglumorð
m.a. talinn stafa af rniklu per-
sónufylgi Martens scm sagður
er búa yfir miklum persónutöfr-
um og geisla af sjálfsöryggi.
Flokkur hans, Kristilegi
sósíalistaflokkurinn, jók þing-
fylgi sitt um sex þingsæti upp í
49.
Smáflokkar yst til hægri og
vinstri töpuðu fylgi í koningun-
um en miðflokkar og hægfara
vinstriflokkar juku fylgið. Nær
öruggt er talið að Martens nruni
nú mynda nýja samstcypustjórn
með samstarfsflokkum sínum.
Mikill fögnuöur ríkti í kaup-
höllinni í Brusscl eftir sigur
stjórnarinnar. Verðbréf hækk-
uðu hraðar í verði en áður eru
dæmi um.
■ Margir ungir blökkumenn á Bretlandi líta á lögregluna sem höfuðóvin sinn. Þeir hafa að undanförnu
beitt stöðugt hættulegri vopnum í óeirðum gegn lögreglunni og fyrr í þessum mánuði drápu þeir
lögregluþjón og skutu á lögregluna og blaðamenn með haglabyssu.
London-Reuter
■ Að sögn lögreglunnar hafa
fjórtán ára gamall piltur, 15 ára
piltur og 26 ára gamall maður
verið handteknir og kærðir fyrir
morðið á lögreglumanni sem
var stunginn og höggvinn til
bana í óeirðum í Tottenham-
hverfi í London fyrr í þessum
mánuði.
Hinir ákærðu eru allir svartir
á hörund. Þeim er gefið að sök
að hafa ráðist á Keith Blakelock
lögregluþjón meö hnífum og
frumskógarsöxunt að kvöldi
þess 6. október síðastliðins.
Lögreglan hefur handtekið
fimm aðra, einstaklinga, þrjá
svertingja og tvo hvítingja,
vegna jressa máls og yfirheyrt
þá. En þeir hafa enn ekki verið
ákærðir.
Rúmlega 220 lögregluþjónar
særðust í átökunum í Totten-
ham sem komu í kjölfar óeirða
í öðrum enskum borgum í sein-
asta mánuði. Átökin í Totten-
ham eru sögð þau hörðustu sem
hafa orðið á Bretlandi frá því
1981.
Pólverjar
tregir til
kosninga
Varsjá-Reuter
■ Pólsk stjórnvöld
viðurkenndu í gær að lík-
lega hefði það markmið
að 80% kjósenda greiddu
atkvæði ekki náðst og taln-
ingamenn óháðra og
bannaðra verkalýðsfélaga
segja kosningaþátttökuna
hafa verið miklu minni.
Talsmaður pólsku
stjórnarinnar segir að
niðurstaða talningar í
nreirihluta kjördeilda
bendi til þess að kosninga-
þátttaka hafi verið 78%
að meðaltali og í Gdansk
liafi hún aðeins verið 70%.
Tölur óháðu verkalýðsfé-
laganna voru allt að því
helmingi lægri.
'NEWS IN BRIEF
SYRACUSE, Sicily
Magistrates invcstigating
the hijacking of the Italian
ship Achille Lauro believe
the hijackers had a numb
er of accomplices in Italy
one of them said. Magis
S trate Uolcino Favi also
qq said that the four hijackers
^ would soon be moved to
^ anothcr prison after their
interrogation.
Ul
æðaveggjum á löngum tíma
vegna samverkandi áhrifa hás
blóðþrýstings, mikillar neyslu
dýrafitu, streitu og reykinga.
Viö það þrengjast slagæðar og
stíflast jafnvel að lokum sem
leiðir til hjartaáfalls.
Uppgötvanir Browns og
Goldsteins cru ekki aðeins sagð-
ar mikilvægar fyrir einstaklinga
sem liafa of niikiö kólesteról
vegna erfða heldur einnig fyrir
garnalt fólk sem sé í hættu á
heilabróðfalli og hjartaáfalli
vegna æðaþrcnginga vegna
kólesteróls. Brown og Goldste-
in segja sjálfir að þess sé ekki
lagt að bíða að á markaðinn
komi meðöl sem vinni gegn of
miklu rnagni kólesteróls.
NICOSIA - Palestinian
leader Abu Abbas again
escaped attempts by the
United States to have him
arrested over the Achille
Lauro hijacking. Was-
hington said it would be
very disappointcd of Abb
as had left Yugoslavia
despitc an official request
for his detention.
CAIRO
Mubarak
- President
demanded
s
S
U.S. apology to Egypt for
íorcing down an Egyptian
J*- airliner last Thursday. In
remarks to reporters, he
also delivered a snub to
President Reagan, saying
^ he had not read a letter
seeking to smooth over
g the rift the incidcnt has
caused in U.S. - Egyptian
ties.
•
JERUSALEM - Israel
voiced satisfaction over
Britain's canccllation of af
mceting with two Palest'
ine Liheration Urganizat-
ion (PLO) representaf
ives. Britain cancelled the
talks saying the two had
reneged on a plcdgc to
renouncc violence.
MOSCOW - A powerful
{*■ carthquakc struck the So-
S viet Central Asian
CC
rep-
ublic of Tadzhikistan last
^ nigth. Killing an undis-
^ closed numbcr of people
S^ and destroying homcs and
g factories, the government
^ Daily Izvestia said.
LONDON - Indian Priine
Minister Gandhi bcgan an
official visit to Britain
under an intcnsc security
shield, with police mark-
smen and troops in arm-
oured carriers watching
over him.
WARSAW - Polish aut-
horities indicated that the
turn-out in gcneral elect-
ions yesterday, which the
banned Solidarity free
trade union urged electors
to boycott, may have been
lower than the govern-
ment hoped.
•
PEKING - Vice-Pres-
ident George Buch assur-
ed Chinese leaders that he
would resist protectionist
pressures in Congress aiin-
ed at slashing textile
imports, U.S. officials
said.
•
MOSCOW - The head of
the Soviet Union's State
Planning Organisation,
Nikolai Baibakov, has
been relieved of his post,
TASS news agency said, a'
move furthcr consolidat-
ing Krcmlin leader Mikha-
il Gorbachev’s control of
major economic posts.
•
BARISLIA - French
Presidcnt Francois Mitter-
rand arrived in Brazil for
af visit likely to focus on
the third world debt issue,
officials said. Mitterrand
was met by President Jose
Sarney at Brasilia air force
base before a first round
of talks.
NEWSIN BRIEFA