NT - 15.10.1985, Side 9
Vettvangur
Þridjudagur 15. október 1985 9
1------------:------------------------------------
u |! jflBHHiniBÍ §í
wmwm | kJ/f-H fflfílffli; |
■ Margir telja aö tölvur kunni aö leysa allan vanda. En úr þeim
kemur ekki annað en það sem í þser hefur verið látið.
vegar yfirleitt sú að vinnsla á
tölvur er viðbót við þá pappírs-
og skipulagsvinnu sem þær áttu
að leysa af hólnti.
tæki, mjög góð tæki, og hægt
að framkvæma með þeim alls
konar aðgerðir bæði í sam-
bandi við útreikninga, texta-
og teiknivinnu. Þær geta kom-
ið jafnt að góðun notum fyrir
þá sem vilja gæta sérstaklega
að rekstri heimilis, bifreiðar
og almennu fjárhaldi. Sumar
þeirra eru allöflug ritvinnslu-
tæki sem bjóða upp á íslenskt
ritvinnslukerfi og eru þannig
með tærnar þétt upp við hæl-
ana á einkatölvunum. Þetta er
sérstaklega eftirtektarvert því
það eru aðeins liðin um 2 ár
síðan að stafagerð í tölvum var
bundin enska stafrófinu.
Tölvuseljendur kváðu erfitt ef
ekki útilokað að hanna tölvur
eða hugbúnað þar sem íslenska
stafrófið með öllum sínum
sérkennum, þ.m.t. kommu yfir
stafi, kæmi að fullum notum.
Eða eins og einn tölvusalinn
sagði orðrétt í mín eyru: „Það
er íslenskan sem er vandamál-
ið, ekki tölvurnar."
Var einhver að spyrja um
hver þjónaði hverjum?
En hér er alls ekki við aum-
ingja tölvurnar að sakast. Þetta
er ekki þeim að kenna. Þegar
breytingar í tækni verða jafn-
örar og sýnt er þá er von til að
menn viti ekki alltaf hvor end-
inn snýr upp eða niður - eða
hvort færa eigi fram vinstri fót
eða þann hægri til að komast
eitthvað áleiðis.
Ekki er hægt að skiljast við
hugleiðingar um tövluþróun án
þess að nefna sérstaklega
heimilistölvurnar. Á undan-
förnum mánuðum er eins og
flóðgátt hafi opnast. Alls kon-
ar fyrirtæki bjóða alls konar
tölvur frá alls konar fram- g| Tölvur eru m.a. notaðar til sjúkdóinsgreininga og hver veit
leiðendum til alls konar heim- nema að brátt þurfi heimilislæknarnir ekki að fara heim til
ilisnota. Yfirleitt eru þetta góð sjúklinga til að líta á þá.
■ Því miður getur þessi maskína ekki komið í þinn stað,
Jónatan, en hún getur orðið einhvers konar fríholt á milli okkar.
Ofmat-Vanmat
Mikið ber á því að tölvur séu
ofmetnar. Þeir sem lítið til
þeirra þekkja sjá þær gjarnan
í rómantískum hillingum og
tala um að skella hinu eða
þessu úrlausnarefninu í tölvu
og sjá hvað kemur út. Þetta
viðhorf er á undanhaldi því æ
fleiri læra um tölvur og þekkja
því betur möguleika þcirra og
takmarkanir.
Á hinu ber líka töluvert að
tölvur séu vanmetnar. T.a.m.
tengja menn gjarnan tölvuleiki
við leiktækjasali þar sem iðju-
lausir unglingar eru sagðir
koma saman. Það skyldi ekki
gleymast að þótt tölvur séu dýr
tæki og öflug eru þær líka
leikföng. Tölvuleikir eru
margs konar en sameiginlegt
með þeim er að þeir þjálfa hug
og hönd og geta þroskað rök-
hugsun og ályktunargáfu.
En samt - og þrátt fyrir
allt...
Framleiðendur heimilis-
tölva, sem og annarra tölva,
heyja harða samkeppni inn-
byrðis og því er tæknin sú að
misjafnt. Alltítt er að nokk-
urra mánaða heimilistölvur séu
auglýstar til sölu í dagblöðum.
Þetta bendir til þess að tölu-
verður hópur fólks kaupi kött-
inn í sekknum. Það situr því
■ Símtengdar tölvur gegna miklu hlutverki og munu stuöla að
því að margir þurfa ekki aö fara út af hcimilinu til vinnu.
uppi með eitthvað annað en
það leitaði að eða taldi sig vera
að kaupa. Það er nefnilega svo
að þótt tölvan geti gert margt
þá gildir það sama hjá einstakl-
ingum og fyrirtækjum: að vita
til hvers skal nota tölvuna og
hvernig skal fara að því að láta
hana vinna fyrir sig. í samb-
andi við það síðastnefnda ber
að Itafa í huga að tölvur eru
tæki sem þarf að læra á og eru
fjarri því að vera jafneinfaldar
í notkun eins og skæri eða
hjólbörur (þó svo að þær geti
verið það).
T ölvusel jendur - Athugið!
í lokin skal lögö á það
áhersla að á herðum íslenskra
tölvuseljenda hvílir þung
ábyrgð. Hún er sú að standast
þær kröfur sent gerðar eru til
þeirra í sambandi við gerð
íslensks hugbúnaðar. Tækin
selja fyrst tölvuna sjálfa þótt
hugbúnaðinn og ýmis jaðar-
tæki vanti að töluverðu leyti.
Framleiðendur hugga kaup-
andann með því að það sem á
vantar sé á leiðinni, þetta sé
bara spurning um fáeinar
vikur. Reyndin virðist hins
vegar oft verða önnur. Sömu-
leiðis er alltítt að tölvan sjálf
sé alls ekki dýr en þegar búið
er að bæta við diskadrifi, jaðar-
tengjum og skjá þá hefur verð-
ið stigið þrefalt til fjórfalt. Svo
það borgar sig að reikna dæmið
til enda áður en budda er
opnuð.
Engar tölur eru tiltækar unt
það hve margar heimilistölvur
eru til hér á landi en óhætt er
að gera ráð fyrir því að þær
skipti þúsundunt, kannski tug-
um þúsunda. Ástæðurnar fyrir
kaupunum eru sjálfsagt mjög
margar og hagnýtt gildi þeirra.
■ Heimilistölvur verða ekki auðveldar í notkun fyrr en búið er
að læra á þær.
eru til reiðu á heimilunum en
það vantar í þær hráefnið eins
og íslenskt ritvinnslukerfi, ís-
lenskt forritunarmál fyrir börn
(LOGO), hugbúnað (aðlagað-
an og frumsaminn) í greinum
eins og sögu, landafræði og
tungumálum.
A næstu árum, eða jat’nvel
næstu mánuðum, verður nefni-
lega gerður skýr greinarmunur
á þeim tölvuseljendum sem
standa sig í framleiðslu og
innflutningi á vönduðunt og
fjölbreytilegum hugbúnaði fyr-
ir einstaklinga og heimili - og
hinum sem standa sig hreint
ekki.
Ingi Bogi.
um heimilað að eiga hlut í
fyrirtækinu. Heildarkaupverð
var 9,5 milljónir og greiðslum
skipt niður á sjö afborgarnir á
einu ári. Þegar kom að því að
greiða kr. 1,350,000 í fyrri
viku reyndust kr. 300.000 vera
í pyngjunni. Þessar fjárvana
konur fóru bónarleið til Al-
berts á réttri stundu og gengu
út af fundi hans með tvær
ntilljónir skattgreiðendakróna
í vasanum. Af hverju?
Þegar Hlaðvarpakonur
keyptu menningarmiðstöð við
Vesturgötu var þeim fyllilega
ljóst að erfitt yrði að afla
tæplega tíu milljóna króna til
fyrirtækis af því tagi. Lítill
árangur fjársöfnunnar til síð-
ustu afborgunar staðfestir
það svo ekki verður um villst.
Hvernig verður málum háttað
þegar kemur að næstu gjald-
dögum? Hvað verður tekið til
bragðs þegar greiða á reikn-
inga af viðhaldi og rekstri
kvennamenningarinnar? Það
læðist ósjálfsrátt að manni sá
ljóti grunur að títtnefndar kon-
ur daðri við hinn alræmda
pilsfaldakapítalisma af mikilli
ákefð og hafi alla tíð ætlað
Pétri og Páli að glíma við
reikningana.
Forgangsröðun menning-
arlegra kvenna
Öll sérstaða er dýr en með-
algengi á sama hátt „billegt",
hvort heldur mælistikan er
gerð úr peningum eða öðru.
Með því að sníkja opinbert fé
eru Hlaðvarpakonur hvort
tveggja að bregðast eigin sér-
stöðu og svo þeim fjölmörgu
sem þurfa að borga brúsann.
Það er oft og einatt talað um
að raða málum í forgangsröð.
Athyglisvert væri að heyra álit
Helgu Thorberg á fjárveiting-
um til dagvistarmála, en hún
sagði í samtali við NT um
helgina að „það væri hraust-
lega gert af fjármálaráðherra"
að veita tveimur milljónum til
Hlaðvarpans. Hversu margar
ætli að þær séu konurnar sem
eru santmála forgangsröðun
mcnningarlegra kvenna?
Svo er það annað í þessu.
Þær Hlaðvarpakonur eru ekki
svo skyni skroppnar að þær
þekki ekki embættisferil Al'-
berts Guðmundssonar. Þær
eru ekki svo utan gátta við það
sem er að gerast í íslenskri
pólitík að þær viti ekki hvernig
málum hefur verið háttað
undanfarið. í stað þess að þvo
hendur sínar af siðleysi sern
felst í pólitískum blekkingum
og sóun á almannale, þá not-
færðu þær sér aðstæður. Þær
veita viðtöku fé sem þær eiga
ekki frekar tilkall til en t.d.
íþróttahreyfingin, sern ku þríf-
ast takk bærilega þessa dag-
ana, af sömu ástæðum vitandi
vits að féð er veitt á vafasöm-
um forsendum og á vafasaman
hátt. Vonandi er kinnroði al-
gengur meðal kvenna í menn-
ingarmiöstöðinni við Vestur-
götu um þessar mundir. Slíkur
vottur um sómatilfinningu væri
alla vega dulítil huggun von-
sviknum skattgreiðanda.
Sturla Sigurjónsson
r