NT - 15.10.1985, Qupperneq 15
Nú sjást þau í
fyrsta skipti
saman á hvíta tjaldinu
Jack Nicholson og Anjelica Huston undir
stjórn Johns Huston \ Heiður Prizzis
■ Eftir margra ára samsafn
af misheppnuðum kvikmynd-
um hefur leikstjóranum John
Huston tekist að sanna enn
einu sinni, að þó að honum séu
mislagðar hendur, eru það þó
fáir sem standast honum snún-
ing þegar honum tekst best
upp-
Það er kvikmyndin „Prizzi’s
Honor” (Heiður Prizzis), sem
hefur sannað það enn einu
sinni að John Huston, sem nú
er orðinn 78 ára gamall, getur
enn gert myndir á borð við
Afnkudrottninguna og Möltu-
fálkann, sem hann á heiðurinn
af. Heiður Prizzis með þeim
Jack Nocholson og Anjelica
■ Jack Nicholson var áður
fyrr mikið upp á kvenhöndina
og voru margar fagrar og
þekktar konur bendlaðar við
hann. Þ.á m. má nefna (t.f.v.)
Diane Keaton, Faye Duna-
way, Karen Black, Jessica
Lange og Candice Bergen, auk
þeirra Margaret Trudeau og
Karólínu Mónakóprinsessu (í
efri röð).
Huston, dóttur leikstjórans,
hefur að undanförnu farið sig-
urgöngu í bandarískum kvik-
myndahúsum og nú eru hafnar
sýningar á henni hér á landi.
Það hefur áreiðanlega ekki
skaðað myndina, að þessi „þrí-
hyrningur", John, Jack og
Anjelica á sér langa og sant-
ofna sögu. Anjelica var að vísu
ekki nema 7 ára gömul, þegar
foreldrar hennar skildu, en
hún hefur alltaf séð pabba sinn
í hálfgerðum dýrðarljóma og
átt við hann samstarf fyrr. Og
samkomulag þeirra Johns og
Jacks hefur verið með ágætum
þau 12 ár, senr náið samband
.lacks og Anjelicu hefur
staðið. Virðing þeirra er gagn-
kvæm og John sér enga ástæðu
til að setja það fyrir sig að þau
Jack og Anjelica hafi enn ekki
séð ásætæðu til eða fundið sér
tíma til að fá opinbera blessun
á samband sitt.
„Það er sjaldgæft að sjá tvo
einstaklinga virða hvor annan
eins mikið og þau gera. Þau
gera það bæði í einkalífi og
eins kemur það fram í kvik-
myndinni. Þau erú nú þegar
búin að þola saman sætt og
súrt í heil 12 ár. Það er lengri
tími en nokkurt þessara fimm
hjónabanda sem ég var í
entist!” segir John Huston.
í fáum orðum sagt er sögu-
þráðurinn í Heiður Prizzis á þá
leið að Mafíumaður nokkur
(Jack Nicholson), sem vílar
ekki fyrir sér að sjá sér far-
borða með manndrápum og
öðrum skuggaverkum, gengur
að eiga fagra konu, sem stund-
ar sömu atvinnugrein í lausa-
mennsku (Kathleen Turner).
Þau komast fljótlega að því að
meðal samningsbundinna
verkefna þeirra er að sjá um að
hjónabandið leysist upp - á
ítalska vísu! Anjelica fer hins
vegar með hlutverk Mafíu-
prinsessu sem leggur ofurást á
Jack, en hefur ekki erindi sem
erfiði í viðureigninni við fyrr-
greint atvinnukvendi.
Þau Anjelica Huston og
Jack Nichoíson þykja líkleg til
að verða tilnefnd til Óskars-
verðlauna fyrir leik sinn í
Heiður Prizzis.
Þriðjudagur 15. október 1985 15
flokksstarf
Akranes
Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akranesi
verður haldinn miðvikudaginn 16. okt. n.k. kl. 20.30 í
Framsóknarhúsinu, Sunnubraut 21, Akranesi.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga 1986.
3. Önnur mál
Stjórnin
Konur Árnessýslu
Aðalfundur Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu verður
haldinn að Flúðum fimmtudaginn 17. október og hefst hann
kl. 21.00. Framsöguerindi: Drífa Sigfúsdóttir, ræðir um
framboðsmál. Kosnar verða konur á kjördæmisþing. Nýir
félagar velkomnir. Mætum allar eldhressar.
Stjórnin.
Seltjarnarnes
Aðalfundur framsóknarfélags Seltjarnarness verður haldinn í
sal tónlistarskólans fimmtudaginn 17. okt. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Bæjarmál.
Félagar fjölmennið, nýir félagar velkomnir.
Stjórnin
Framsóknarfélag Miðneshrepps
Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 17. október kl. 8.30
í Verkalýðshúsinu. Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþingið 19. október
3. Sveitastjórnarmál
4. Önnur mál.
Stjórnin.
Fulltrúaráðið í Kópavogi
Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Kópavogi
verður haldinn fimmtudaginn 17. okt. kl. 20.30 í Hamraborg
5. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Kjördæmisþing á Reykjanesi
Kjördæmisþing framsóknarmanna i Reykjaneskjördæmi
verður haldið í Garðaholti laugardaginn 19. okt.
Dagskrá auglýst síðar.
Stjórnin.
Húnvetningar -
miðstjórnargestir
FUF A-Hún. heldur upp á 45 ára afmæli sitt laugardaginn 2.
nóvember kl. 21 í Félagsheimilinu Blönduósi, dagskrá:
1. Kaffiveitingar
2. Ávörp, Steingrímur Hermannsson og Finnur Ingólfsson
formaður SUF.
3. Jóhann Már Jóhannsson syngur við undirleik Sigurðar
Daníelssonar
4. Óvæntar uppákomur o.fl.
Veislustjóri verður Björn Magnússon, bóndi Hólabakka,
hljómsveitin Rót frá Sauðárkróki leikur fyrir dansi. Allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Stjórn FUF A-Hún.
Gjaldkeri
Gjaíakera vantar nú þegar eða í síðasta lagi
15. nóvember. Æskilegt er að viðkomandi
hafi verslunarmenntun og/eða reynslu í skrif-
stofustörfum. Allar nánari upplýsingar um
starfið gefur aðalgjaldkeri eða kaupfélags-
stjóri.
Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi