NT


NT - 15.10.1985, Side 16

NT - 15.10.1985, Side 16
Þriðjudagur 15. október 1985 16 rí¥7 / r IMMVriW LkJL IFIHIl 11U Þúrmundur Bcrgssun (ábm.) og Heimir Bergsson Handknattleikur 1. deild: Naumt hjá KR - Ólafur Lárusson þrumaði inn tveim stigum í lokin ■ KR-ingar unnu mjög naum- an sigur á KA í 1. deild Islands- mótsins í handknattleik á sunnu- daginn í Laugardalshöll. Loka- tölur leiksins uröu 22-21 eftir að KR hafði leitt í hléilO-9. Þetta var mikill hörkuleikur og spenn- andi eftir því. Handknattleikur var ekki í hæsta gæðaflokki en honum brá þó fyrir á köflum. Liðin skiptust bróðurlega á að skora mörkin og komu þau jafnan í gusum. A síðustu mín- útu var staðan 22-21 er KR-ing- ar fá boltann. í stað þess að halda honum þá óð einn KR- ingurinn innúr horninu í lélegu færi og Sigmar Þröstur í marki KA varði. Boltinn barst út og Þorleifur Ananíasson óð upp völlinn. Hann reyndi markskot á punktalínu en Ólafur Lárus- Guðmundur Víkingur reynir hér markskot. Miklar líkur eru á að Islandsmótið í handknattleik 1. deild: Ellert hafi varið skotið. ellert var maður leiksins, varði 22 skot. NT-mynd: Sverrir Ellert varði og varði Hann var frábær í sigri Vals á Víkingum 21-17- Varði alls 22 skot - Valsmenn ósigraðir ■ Valsmenn standa nú uppi scm eina liðið í 1. dcild karla á íslandsmótinu í handknattlcik sem ekki hefur tapaö leik. Vals- menn unnu Víkinga í hörkuleik í Laugardalshöll á sunnudaginn með 21 marki gegn 17. Það var markvarsla Ellcrts Vigfússonar sem stóð á bak við þcnnan sigur. Ilann fór á kostum í leiknum og varði 22 skot þar al' tvö víti. Hann var fráhær og þó kollegi hans í Víkingsinarkinu hefði líka staðið sig vel og variö 13 skot komst hann ekki nálægt Ellert. Annar þáttur í þessum sigri Valsmanna var varnarleik- ur liðsins. Ilann var frábær á köflum og sérstaklega í seinni hálflcik. Sigur Valsmanna var sanngjarn. Þeirra lið virðist vera það heilstcyptasta í deildinni og þessi sigur á Víkinguni ber þá langa leið að titlinum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en Valsmenn þó ávallt í forystu þó sjaldan meira en eitt til tvö mörk. Staðan í leikhléi var svo 11-10 fyrir Val. Sá handknatt- leikur scm sást í fyrri hálfleik var mjög góður og greinilegt að bæði liðin eru í góðri æfingu. Markverðir beggja liða vörðu líka vel í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik helst sami munur á liðunum fram undir miðjan hálfleikinn. í stöðunni 17-15 fyrir Val þá ver Kristján Sveinsson varamarkvörður V ík- inga vítakast frá Valdimar. Ell- ert svarar hinum megin með þvt að verja vítakast og tvö önnur skot áður en Valdimar kemur Val í 18-15. Siggeirskorar 18-16 og nú er tveimur Valsmönnum vísað af vclli. Ellert tekur þá upp merki þeirra beggja og ver víti. Þorbjörn Guðmundsson brýst innúr horninu og skorar 19-16 og nú virtist leikurin úti. Víkingar skutu framhjá í næstu tveimur skotum enda hefði Ell- ert varið ef þeir hefðu liitt markið. Sigur Vals var síðan 21-17 að lokum. Það var allt í þessum leik sem sjást á í handknattleik. Að vísu stóð dásamleg markvarsla Ell- erts uppúr. Júlíus fór á kostunr í fyrri hálfleik en Karl vargóður hjá Víkingum svo og Kristján í markinu. Sanngjarn sigur Vals. Mörkin: Valur: Valdimar 7 (4), Júlíus 5, Geir og Þorbjörn Guðmundsson 3, Þor- björn Jensson 2 og Jakob 1. Vikingur: Karl 6 (4), Hilmar 4, Páll 2, Guðmundur Gudmundsson 3, Guðmundur Albertsson og Siggeir Magnússon 1 hvor. Dómarar voru Kristján Örn og Ævar og áttu ekki sinn besta dag. Þaö bitnaði þó ekki frekar á öðru liðinu en hinu. I HNOT- SKURN KR-KA................. 22-21 Baráttuleikur sem var mjög köflóttur. Gat farið á hvorn veg. KR-ingar voru heldur agaðri. ólafur Lárusson átti góðan leik bæði i vörn og sókn. Haukur Geirmundsson byrjaði vel og endaði vel. Hjá KA var Sigmar góður í markinu en aðrir jafnir. Vantaði línuspil. Dómarar voru Þorgeir og Guðmundur og áttu þokkalegan dag. I HNOT- SKURN Valur-Víkingur......... 21-17 Hörkuleikur sem lengi verður í minnum hafður vegna frábærr- ar markvörslu Ellerts i Vals- markinu. Hann varði 22 skot og lokaði markinu langtímum saman. Vörn Vals var líka sterk í síðari hálfleik. Víkingar ekki langt undan en komust ekki fram hjá Ellert. Greinilega tvö bestu liðin á íslandi í dag. son, sem virkilega var kominn á skrið í lok leiksins, kom hendi fyrir knöttinn og úr varð horn. Það klúðraðist og leikurinn var úti. Norðanmenn byrjuðu betur í þessum leik og komust í 5-2 þá kom KR-kafli og staðan varð 6-5 fyrir KR. KA-menn náðu sér saman aftur og komust yfir 8-6. KR-ingar áttu síðan síðasta kaflann í fyrri hálfleik og höfðu yfir 10-9. Upphafið á seinni hálfleik gaf til kynna að KR-ingar hefðu fundið inná Norðanmenn. Stað- an varð fljótlega 17-11 fyrir KR og hálfleikurinn nær hálfnaður. Þá klúðruðu KR-ingar tveimur vítum í röð og skyndilega var staðan orðin 17-17. Ótrúlegt. Nú var komið að kafla Ólafs Lárussonar hann sendi tuðruna með ógnarkrafti í netið í þrí- gang og hélt KR-ingum inní leiknum. Staðan varð síðan 22- 20 í lok leiksins en þá var farið að hitna á fjölum hallarinnar. Logi Einarsson lét þá reka sig útaf fyrir tóma vitleysu og það líkaði hinum júgóslavneska þjálfara KA alls ekki. Hann rak Loga umsvifalaust í bað með láturn. Sigur í þessum leik gat lent hvoru megin sem var. KR-ingar voru heldur agaðri í leik sínum og héldu haus í lokin þó naunt- lega væri. KA-menn voru lélegir þegar þeir voru lélegir en áttu síðan góða kafla á milli. Þá má segja að í lok leiksins varði Pétur Hjálmarsson í marki KR mjög vel en Sigmar Þröstur hjá KA varði vel allan tímann. Mörkin: KR: Ólafur Lárusson 10 (5), Haukur Geirmundsson 5 (2), Jóhannes Stefánsson og Haukur Ottesen 2, Ragnar Hermannsson, Páll ólafsson og Friðrik Þorbjörnsson 1 hver. KA: Erlingur Krist- jánsson 9(5), Þorleifur Ananiasson 4, Logi Einarsson, Sigurður Pálsson, Guð- mundur Guðmundsson og Pétur Bjarna- son 2 hver. Sigurður eitt úr víti. þh Islandsmótið í handknattleik 1. deild: Jens átti stórleik - þegar Fram lagði KA 20-18 í spennandi leik - Varði 20 skot Kvennalandsliðið í handknattleik: Töpíöllumleikjunum - á sterku móti í Hollandi - Ungverskar í sérflokki ■ íslensku landsliðskonurnar í handknatfleik töpuðu fyrir B- landsliði Hollendinga 19-20 í síðasta leiknum í alþjóölegu móti er haldið var í Hollandi í síðustu viku. íslenska liðið fékk þar með ekki stig í mótinu en veruleg batamerki voru þó á leik þeirra gegn Hollendingum. Sóknar- STADAN Staðan í 1. deild handboltans: Valur......... 5 5 0 0 123-99 10 Víkii.gur ... 6 5 0 1 138-122 10 Stjárnan ... 6 3 1 2 141-133 7 Fram ........ 6 3 0 3 129-132 6 KR ........ 6 2 1 3 132 -135 5 KA ......... 6204 121-127 4 FH .......... 6 2 0 4 140-150 4 Þróttur..... 5 0 0 5 110-146 0 Markahæstu menn: Vaidimar Grímsson, Vai ... 42/16 Þorgils Óttar, FH.........38/10 Konráð Jónsson, Þrótti.....36/8 Gylfi Birgisson, Stjörnunni.. 34/1 nýtingin fór upp í 37% en hafði komist svo langt niður sent 19% í einum leiknum. Margrét Theodórsdóttir var atkvæða- mest í síðasta leiknum og var t.d. með 100% nýtingu úr vítum. Markvarslan var góð og vörnin einnig og þessir þættir stóðu reyndar fyrir sínu mótið út í gegn. Ungversku stúlkurnar voru með yfirburðalið á mótinu en þær norsku sýndu ágæta leiki og lentu í öðru sæti. ■ Fram sigraöi KA mcð 20 mörkum gegn 18 í 1. dcild íslandsmótsins í handknattleik en leikur þessara liða fór fram í höfuðborginni nú um helgina. Viðureignin var jöfn og skemmtileg á að horfa þrátt fyrir að bæði liðin hefðu gert sig sek um of mörg mistök í leik sínum. Jens Einarsson, þjálfari og markvöröur Framara var í hörkustuöi. Hann varði 21 skot í leiknum - mörg hver erfið skot af línu og úr hraöaupphlaupum og geta Framarar þakkað hon- um framar öðrum sigurinn á norðanmönnum. Fyrri hálfleikurinn einkennd- ist nokkuð af óvönduðum hraðaupphlaupum, sérstaklega til að byrja nteð. Lítið gekk að skora, staðan var t.d. 3-2 KA í vil eftir 15. mínútna leik en þá sigu heintamennirnir framúr og voru yfir 9-7 í hálfleik. Ragnar Hilmarsson sýndi góða takta sent leikstjórnandi í liði Frant auk þess að vera sterkur í vörn og kom sér það vel fyrir Fram því Agnar náði sér alls ekki á strik í fyrri hálfleiknum en vana- lega er það hann sem stjórnar fléttum Framliðsins. í síðari hálfleik héldu Fram- arar förystunni en gestirnir voru ávallt skammt undan með Jón Kristjánsson, sinn öflugasta mann í ágætu formi. Jón minnk- aði einmitt ntuninn niður í eitt mark. 17-16, er stutt var til leiksloka en tvö mörk frá Agn- ari tryggðu Fram stigin tvö. Jens átti stórleik og Ragnar kom á óvart með ágætum Ieik. Hjá KA var Jón góður og það var einnig Guðmundur Guð- mundsson. Mörkin: Fram: Agnar 5, Ragnar 5, Egill 4 (2), Hermann 2, Andrés 1, Dagur 1, Tryggvi 1, Jón Árni 1. KA: Jón 5, Guð- mundur 4, Þorleifur 3, Sigurður 3 (1), Erlingur 2, Pétur 1. HB Handknattleikur 1. deild: Stjörnuskin - í Firðinum er FH steinlá ■ Það hefur einhverntíma leikurinn var úti. Aðeins forms- ÍR-ingar á toppinn ■ Um helgina fóru fram tveir leikir í 2. deildinni í handknatt- leik og ennþá harðnar toppbar- áttan í þeirri keppni. Í.R. sigraði Þór frá Vest- mannaeyjum með 26 mörkurn gegn 21 og skelltu sér þar nteð á topp deildarinnar með 9 stig. Bjarni Bessason skoraði 7 mörk og Frosti Guðlaugsson 6 fyrir fríska Í.R.-inga. Ársæll Haf- steinsson skoraði 4 mörk og I.R.-ingar undir stjórn Guð- mundar Þórðarsonar byrja deildina af krafti. Páll Scheving var einna atkvæðamestur Eyja- manna. Þá sigraði Breiðablik lið Ármenninga í hörkuleik 25-24. Blikar voru undir þegar tvær mínútur voru til leiksloka en góður endasprettur tryggði þeim sigurinn. Þessi lið fylgja l.R. fast á eftir, eru bæði með 8 stig. I HNOT- SKURN Fram-K.A............. 20-18 Skemmtilegur leikur, bædi lid- in með hugmyndaríkar fléttur þó ekki gengi alltaf vel að koma þeim í framkvæmd. Jens Einars- son var fróbær í markinu hjá Fram og Sigmar Þröstur varði einnig prýðilega hinum megin. Flestir útileikmenn áttu þokka- legan dag en Egill og Dagur i liði Fram geta þó mun meir. Kristján Örn og Ævar dæmdu og áttu góðan dag. Leikmenn Fram voru útaf í samtals 8 minútur en leik- menn K.A. í samtals 6 mínútur. þótt saga til næsta bæjar að heyra að FH tapi fyrir Stjörn- unni. Sú saga flýgur núna og er sönn. Stjarnan kom í íþrótta- húsið í Hafnarfirði og slátraði heimamönnum 28-19. Sigurinn var í stærra lagi en leikur FH var fyrir neðan allar heilur á tímabili og Stjarnan gekk svo sannarlega á lagið. Brynjar Kvaran varði vel í inarki Stjörnunnar alls 14 skot - sum erfið. Þá fór horna- maðurinn snjalli Sigurjón Guðinundsson á kostum og skoraði 8 mörk. Til að byrja með var leikurinn jafn. Stjarnan heldur sterkari og | komst í 4-2. Þá hrundi leikur FH og er mönnum í Firðinum ekki minnisstæður jafn slakur leik- ur, jafnvel ekki elstu mönnum. Staðan breyttist skyndilega í 16-6 fyrir Stjörnuna í hálfleik og atriði að Ijúka honum. FH náði að minnka muninn í 18-23 en síðan kom rothöggið og lokatöl- ur urðu 28-19 Garðbæingum í vil. Mörkin: FH: Óskar Ár- mannsson 6(3) Þorgils 5. Héð- inn Gilsson 4, Stefán Kristjáns- son 3 og Finnur 1. Stjarnan: Sigurjón 8, Gylfi 5(1) Hermund- ur 5 (3), Hannes 3 (2), Skúli 5 og Einar 2. LG/ÞB HNOT- SKURN FH-Stjarnan ....... ... 19-28 Algjört burst. Sérstaklega á kafla í fyrri hálfleik. Allt gekk upp hjá Stjörnunni en ekki FH. Sigurjón Brynjar og Gylfi góðir.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.