NT - 15.10.1985, Qupperneq 23
+ i'% ÍT1Í7 Þriðjudagur 15. október 1985 23
LlIÍ Útvarp — sjónvarp
Rás 2, kl. 10.
■ Ragnar Sær Ragnarsson, stjórnandi þáttar fyrir yngsta fólkið,
„Kátra krakka".
Útvarp kl. 11.10:
Anuga matvæla-
r • •
Viðtöl, þula,
og ævintýri
- í Kátum krökkum
■ Kátir krakkar er dagskrá
fyrir yngstu hlustendurna frá
barna- og unglingadeild út-
varpsins, flutt mánudags- og
þriðjudagsmorgna á Rás 2.
Stjórnandi er Ragnar Sær
Ragnarssson og í þættinum í
dag ætlar hann að spjalla við
tvo níu ára krakka af skóladag-
heimili, þau Ástríði Elínu Ás-
geirsdóttur og Sólmund Smára
Sólmundsson. Spjallið mun
snúast um hvernig síðasta sum-
ar var hjá þeim og' hvernig
þeim líkar í skólanum.
Ragnar mun svo fara með
þulu sem byrjar á „Þumalfing-
ur er mamma" og endar á .
„ósköp væri gaman í þessum
heimi ef öllum kæmi sarhan
jafn vel og þeirn," og ættu því
flestir að vita um hvað þulan sú
fjallar.
Loks mun Viðar Eggertsson
lesa ævintýrið um grísina þrjá
og stóra ljóta úlfinn.
Sjónvarp kl. 20.55:
■ Fylgst verður með lifnaðarháttum Kyrrahafsrostunga í
þættinum í kvöld.
gv
i Orkustofnun erlendis hf.
Framkvæmdastjóri
Orkustofnun erlendis hf., hlutafélag sem
stofnað er með lögum nr. 53/1985 til að
markaðsfæra erlendis þá þekkingu, sem
Orkustofnun ræður yfir á sviði rannsókna,
vinnslu og notkunar jarðhita, vatnsorkurann-
sókna og áætlanagerðar í orkumálum, aug-
lýsir starf framkvæmdastjóra laust til um-
sóknar. Umsónarfrestur er til 1. des 1985.
Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólapróf
í verkfræði, eða sambærilega menntun, og
reyslu í erlendum samskiptum er varða
markaðsfærslu erlendis á þeim sviðum sem
að ofan eru tilgreind. Hlutastarf kemur til
greina fyrst um sinn.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf skulu stílaðar á stjórn Orkustofn-
unar erlendis hf., en sendar starfsmanna-
stjóra Orkustofnunar, Grensásvegi 9,
Reykjavík. Með umsóknir verður farið sem
trúnaðarmál.
VÉLSLEÐAÞJÓNUSTAN
Viðgerðaþjónusta fyrir vélsleða og minni háttar snjóruðningstæki
FRAMTÆKNI s/f
Skemmuveg 34 N - 200 Kópavogur
Simi 6410 55
symngin
- á Iðnaðarrásinni
■ Úr atvinnulífinu - Iðnaö-
arrásin. er á dagskrá útvarps í
dag. Stjórnendur eru Gunnar
B. Hinz, Hjörtur Hjartar og
Páll Kr. Pálsson.
Þátturinn verður að þessu
sinni helgaður hinni heims-
þekktu matvælasýningu, An-
uga í Köln, sem stendur ein-
mitt yfir þessa dagana. Sýning
þessi er haldin annað hvert ár
og taka þátt í henni matvæla-
framleiðendur frá öllum
heimshornum, eða 5200 fyrir-
tæki frá 86 löndum. í fyrsta
skipti taka nú íslendingar þátt
í sýningunni, þarna sýna Sól
hf. ogSölustofnun lagmetisins.
Tveir stjórnendur þáttarins,
þeir Gunnar og Páll, eru stadd-
ir í Köln, og fá hlustendur að
heyra viðtöl sem þeir tóku við
Davíð Scheving Thorsteinsson
hjá Sól hf. og Theodór Hall-
dórsson hjá Sölustofnun Lag-
metisins þarna úti.
Þess má geta að á þessari
sýningu eru nú staddir um 250
íslendingar, þar af 40-50 iðn-
rekendurogum 100—150 heild-
salar, þar sem þeir eru að
kynna sér nýjungar og nýjustu
tækni í matvælaframleiðslu.
Rostungur í
ríki sínu
- um Kyrrahafsrostunginn
■ Sjónvarpið sýnir í kvöld
bresku dýralífsmyndina Rost-
ungur í ríki sínu. I myndinni er
fylgst með lifnaðarháttum rost-
unga austur í Beringshafi,
einnig á eyju út af Alaska,
Round Island, en eyjan sú er
ein af fáum griðastöðum sem
rostungurinn á enn.
Rostungum er yfirleitt skipt
í tvær greinar, Kyrrahafsrost-
ungurinn, sem við fylgjumst
með í kvöld, og Atlantshafs-
rostunginn sem lifir t.d. nálægt
íslandi, og í norðanverðu
Atlantshafinu. Þótt rostungur-
inn sé ekki beinlínis í útrým-
ingarhættu enn sem komið er,
er mikið farið að ganga á báða
þessa stofna, og mikið er nú
lagt í að vernda þá fáu staði
þar sem hann heldur sig í dag.
Þýðandi og þulur er Óskar
Ingimarsson.
Þriðjudagur
15. október
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Morgunvaktln.
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Veöurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Sætukoppur" eftlr Judy Blume
Bryndis Víglundsdóttir les þýöingu
sína (14).
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar.
Tónleikar, þulur velur og kynnir.
9.45 Þingfréttir
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál Endurtekinn þátt-
ur Guðvarðar Más Gunnlaugsson-
ar frá kvöldinu áöur.
10.10 Veðurfregnir.
10.40 „Ég man þá tið“ Hermann
Ragnar Stefánsson kynnir lög frá
liðnum árum.
11.10 Úr atvinnulífinu - lönaðarrás-
in Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjörtur
Hjartar og Páll Kr. Pálsson.
11.30 Úr söguskjóðunni - Hreinlæti
í aldamótabænum Reykjavík Þór-
unn Valdimarsdóttir cand. mag.
stjórnar þætti sagnfræðínema.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Tónleikar.
13.301 dagsins önn - Heilsuvernd
Umsjón: Jónína Benediktsdóttir.
14.00 Miðdegissagan: „Á strönd-
inni“ eftir Nevil Shute Njörður P.
Njarðvík les þýðingu sína (17).
14.30 Miðdegistónlelkar Sinfónía
nr. 6 í F-dúr op. 68 („Pastorale")
eftir Ludwig van Beethoven. Franz
Liszt raddsetti fyrir pianó. Cyprien
Katsaris leikur.
15.15 BariðaðdyrumUmsjón:Einar
Georg Einarsson.
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Hlustaðu með mér - Edvard
Fredriksen. (Frá Akureyri)
17.00 Barnaútvarpið Stjórnandi:
Kristín Helgadóttir.
17.40Tónleikar.
17.50 Síðdegisútvarp - Sverrir
Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál Sigurður G. Tóm-
asson fiytur þáttinn.
19.50 Tónleikar.
20.00 Úr heimi þjóðsagnanna -
„Stúlkurnar ganga sunnan með
sjó" Anna Einarsdóttir og Sólveig
Halldórsdóttir sjá um þáttinn. Les-
ari með þeim: Arnar Jónsson. Val
og blöndun tónlistar: Knútur R.
Magnússon og Sigurður Einars-
son.
20.30 „Saga úr stríðinu", smásaga
eftir Jónas Guðmundsson
Baldvin Halldórsson les.
20.50 „Dagskrá kvöldsins" Kristján
Kristjánsson les úr óprentuðum
Ijóðum sinum.
21.05 íslensk tónlist Tríó fyrir fiðlu,
selló og píanó eftir Hallgrím Helga-
son. Þorvaldur Steingrímsson,
Pétur Þorvaldsson og höfundur
leika.
21.30 Útvarpssagan: „Saga Borg-
arættarinnar" eftir Gunnar
Gunnarsson Helga Þ. Stephen-
sen les (4).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags-
ins.
22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins.
22.25 Nemendatónleikar f út-
varpssal Framhald á efni sem var
útvarpað á alþjóðlegum tónlistar-
degi æskufólks 1. október. Kynnir:
Ýrr Bertelsdóttir.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
15. október
10:00-10:30 Kátir krakkar Dagskrá
fyrir yngstu hlustendurna frá
barna- og unglingadeild útvarps-
ins. Stjórnandi: Ragnar Sær Ragn-
arsson.
10:30-12:00 Morgunþáttur Stjórn-
andi: Páll Þorsteinsson.
14:00-16:00 Blöndun á staðnum
Stjórnandi: Sigurður Þór Salvars-
son
16:00-17:00 Frístund Unglingaþátt-
ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson.
17:00-18:00 Sögur af sviðinu
Stjórnandi: Þorsteinn G. Gunnars-
son.
Þriggja minútna fréttir sagðar
klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og
17:00.
Þriðjudagur
15. október
19.00 Ævintýri Olivers bangsa Átt-
undi þáttur. Franskur brúðu- og
teiknimyndaflokkur í þrettán þátt-
um um víðförlan bangsa og vini
hans. Þýðandi Guðni Kolbeinsson,
lesari með honum Bergdis Björt
Guðnadóttir.
19.25 Aftanstund Endursýning
þáttarins 9. október.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kvikmyndahátið Listahátfð-
ar kvenna. Kynningarþáttur.
Umsjón: Margrét Rún Guðmunds-
dóttir og Oddný Sen. Stjórn upp-
töku: Kristín Pálsdóttir.
20.55 Rostungur f rfki sínu Bresk
dýralifsmynd. Þýðandi og þulur
Óskar Ingimarsson.
21.30 Vargur í véum (Shroud for a
Nightingale) Annar þáttur. Breskur
sakamálamyndaflokkur í fimm
þáttum gerður eftir sögu eftir P.D.
James. Aðalhlutverk: Roy
Marsden, Joss Ackland og Sheila
Allen. Adam Dalgliesh lögreglu-
maður rannsakar morð sem framin
eru á sjúkrahúsi einu og hjúkrunar-
skóla. Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
22.20 Stjórnmálaástandið við upp-
háf nýs þings Umræða i beinni
útsendingu með þátttöku for-
manna eða fulltrúa allra stjórn-
málaflokka á Alþingi. Umsjón Páll
Magnússon.
23.20 Fréttir í dagskrárlok.
Continental
Betri barðar undir bílinn allt árið hjá Hjólbarða-
verslun Vesturbæjar að Ægissíðu 104 í Reykja-
vík. Sími 23470.
FRAMTÆKNIs/f
Vélsmiðja Skemmuveg 34 N 200 Kópavogur
Járnsmíði- Viðgerðir lceland
Vélaviðgerðir - Nýsmíði Tel. 91-641055
t
Móöir mín
Sólveig Júlíusdóttir
fyrrum húsmóðir að Grindum Skagafirði sfðast til heimilis að
Grundarstfg 5B, Reykjavik
lést að Borgarspítalanum þann 13. október.
Slgurlína Hermannsdóttir.
t
Móöir okkar,
Valgerður Guðmundsdóttir
hjúkrunarkona
lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 12. október.
Jakob Tryggvason
Bjarney Tryggvadótir
Jónína Tryggvadóttir
Faöir okkar, tengdafaöir, fósturfaöir, afi og langafi
Eyjólfur Þórarinn Jakobsson
er lést laugardaginn 12. október verður jarösunginn frá
Fossvogskirkjugaröi mánudaginn 21. þ.m. kl. 13.30.
Guðbjörg Eyjólfsdóttir
Magnús Eyjólfsson
Ólöf Eyjólfsdóttir
Rúna Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Axel Eiríksson
Alda Þ. Jónsdóttir
ElíasEinarsson
Jón ÞórRagnarsson