NT - 20.10.1985, Síða 6
6 Sunnudagur 20. október NT
Viðtal við Vilhjálm Vilhjálmsson, 12 ára nemanda í
Álftamýrarskóla og áhugamann um íþróttir
Vilhjálmur Vilhjálmsson varð dálítið hissa þegar ég
hringdi í hann og bað um viðtal. Honum hefur sjálfsagt
fundist hann ekki hafa afrekað nóg um ævina til þess að
einhver blaðamaður gæti fengið áhuga á honum. En
þegar ég sagðist kæra mig kollóttan um það gaf
Vilhjálmur sig og við mæltum okkur mót niður á Hressing-
arskála. Þar sagði Vilhjálmur frá því hvernig dagurinn
líður hjá honum yfir glasi af kóki.
Þar sem ég vildi fara rétt að öllu og byrja á byrjuninni
spurði ég Vilhjálm fyrst að því hvenær hann vaknaði á
morgnana.
Hálf átta og svo fer ég í skólann.
Byrjar skólinn klukkan átta?
Nei, korfer yfir.
Og hvað ertu lengi í skólanum?
Ég er alltaf allavega til tuttugu
mínútur í eitt, tólf fjörutíu, þá er ég
búinn nema tvo daga í viku, þá er ég
eftir hádegi í eðlisfræði, íþróttum og
aukatímum.
Hvað erþað sem þú lærir í skólan-
um?
Reikna, skrifa, lesa, móðurmál,
stafsetningu, kvæði, líffræði, ensku,
dönsku, íþróttir, tónmennt og landa-
fræði.
Ekki hefurðu lært allt þetta frá því
þú byrjaðir í skólanum?
Þetta er þriðji veturinn min í ensku
og fyrsti í dönsku.
Það er öfugt við þegar ég var í
skóla.
Það er líka svoleiðis í flestum
skólum.
Er erfitt að læra tungumál?
Nei, nei.
Og kanntu mikið?
Já, já.
Hvað er skemmtilegast í skólan-
um?
Landafræði, íslenska og enska.
Síðan reikningur.
Afhverju er þetta skemmtilegast?
Bara. Mér finnst skemmtilegast að
læra það.
En hvað er leiðinlegast?
Ekkert sérstakt.
Er bara gaman i skólanum?
Já, mér finnst það.
Hvað lærir þú í landafræði sem er
svona skemmtilegt?
Við erum að læra um Evrópu.
Og hvað lærirþú um Evrópu?
Bara um Evrópulöndin, Frakkland
og þau lönd. Við lærum um landið og
um landshætti og atvinnuvegi.
Veistu þá meira núna en áður?
Jáhá.
Hvað gerirþú í móðurmálstímum ?
Við erum fimm daga í viku í
móðurmáli. Það er verið að kenna
okkur greini og lýsingarorð og sagn-
orð og svoleiðis. Líka efsta stig,
miðstig og neðsta stig og fyrstu
persónu, aðra persónu og þriðju
persónu.
Síðan skrifum við upp eftir kennar-
anum. Og við eigum að breyta þátíð
í nútíð og svoleiðis. Síðan gerum við
stafsetningaræfingar einu sinni í viku.
Svo eru töfluæfingar. Þá er keppni
milli raða. Það eru svo margir í
dyraröð, þeir eru jafn margir og bæði
miðröð og gluggaröð til samans,
þannig að dyraröð keppir alltaf við
hinar raðirnar saman. Kennarinn býr
svo til orð eða setningu og þá fer einn
og einn uppá töflu og skrifar þar, en
hinir sem sitja í sætunum skrifa í
bækurnar. Ef það er einhver villa þá
fær röðin ekkert stig en ef það er
engin villa þá fáum við eitt stig. Það
var svona keppni líka í fyrra og þá
vann dyraröðin.
Ert þú í dyraröð?
Já. Við erum bestir.
En hvernig eru enskutímarnir?
Þar erum við með lestrarbók og
vinnubók. Og líka glósubók sem við
skrifum í orðin og hvað þau þýða.
Það er líka svoleiðis í dönsku.
Lærirþú ekki líka að tala ensku og
dönsku?
Jú, við lesum upphátt. Svo hlustum
við líka á spólur í dönsku og lesum
fyrst öll saman og síðan einn og einn
smákafla.
Gerir þú ekki stundum eitthvað
annað í skólanum en sitja í tímum?
Jú, við gerðum videómynd. Við
erum búin að gera sittáhvað eitthvað.
Við áttum að gera eitthvað grín í
hittifyrra og í fyrra áttum við að lesa
kvæði.
Hvernig grín gerðuð þið?
Það var umræðuþáttur.
Um hvað?
Hann var bara um allt. Einn átti að
stjórna umræðunum, einn átti að
vera með hundahaldi og hinn á móti
hundum í Reykjavík. Síðan kom
bara einhvernveginn útúr þessu.
Voruð þið þá að apa eftir sjónvarp-
inu.
Já.
En kvæðið í fyrra?
Við áttum að lesa Ijóð og síðan
voru spurningar. Eftir hvern er kvæð-
ið og svoleiðis.
Með hvaða kvæði fórstþú?
Ég man það ekki. Ég man bara að
ég var með fjórðu spurninguna. En
ég man ekki eftir kvæðinu né hvaða
höfund ég var með.
En er ekki stundum bekkjarkvöld í
skólanum?
Nei.
En skákklúbbur eða...
Það er alltaf eftir jólin. Annars varð
ég skákmeistari Alftamýrarskóla í
yngri flokknum í fyrra.
Teflirðu mikið?
Já, já. Ég á skáktölvu og æfi mig oft
á henni. Ekki á hverjum degi, kannsi
þrjár skákir á viku. En eftir jólin þegar
skólaskákin byrjar þá eru örugglega
allir á hverjum degi að tefla. í fyrra þá
fórum við þrír úr bekknum heim til
einhvers og héldum bara mót, alli'r
tefla við alla.
Gerðir þú einhver verkefni í um-
ferðarvikunni?
Já, við vorum að athuga hvort
bílstjórar tækju tillit til gangbrauta og
hvort fólk færi rétt yfir götu. Svo
skrifuðum við það niður á blað.
Hvað kom útúrþví?
Flest var nei.
Tóku þá bílstjórarnir ekkert tillit til
gangbrauta?
Nei. Og síðan voru flestir ekki með
bílbelti. Eg held að það hafi verið jafn
margir sem tóku tillit til gangbrauta og
þeir sem ekki tóku tillit.
Er það slæmt?
Já, en það gengu líka ofboðslega
margir skakkt yfir götu þegar gang-
braut var mjög nálægt.
Bæði fullorðnir og börn?
Bæði. Börnin voru þó ennþá
skárri
Er fullorðið fólk óþekkt?
Já. Ekki alveg elsta fólkið, heldur
svona tuttugu ára til fimmtíu ára.
Eru gagnfræðadeildir í Aiftamýrar-
skóla?
Já.
/ sama húsinu.
Já, en það er annar inngangur.
Svo er líka blindradeild í skólanum.
Er hún aðskilin frá öðrum bekkjum
i skólanum?
Já. En það er stelpa í mínum bekk
sem sér mjög illa og hún er alltaf í
blindradeildinni á daginn þegar skól-
inn er búinn.
Býrðu einn með mömmu þinni?
Nei, eldri bróðir minn sem er tutt-
ugu og eins árs býr líka heima.
Vinnur mamma þín allan daginn?
Hún er á barnaheimilinu og stund-
um er hún búin háif fjögur til fjögur.
Hvað gerir þú þá þegar þú kemur
heim úr skólanum og enginn er
heima?
Ég fer oftast út eða fer að læra það
sem ég þarf að gera heima.
Eldarþú hádegismat?
Ég elda méraldrei neitt í hádeginu,
fæ mér bara yogurt og svoleiðis.
Þarftu að læra mikið heima?
Á mánudögum þá eigum við að
læra kvæði og þá gerum við líka
móðurmálsæfingar, reiknum og ger-
um heimaverkefni fyrir ensku. Á
þriðjudögum eru alltaf einhverjar
móðurmálsæfingar og enska,
danska, liffræði og allt það bætist
síðan við eftir því hvaða dagur er.
Oghvað ertu lengi að læra heima ?
Þegar ég þarf að læra kvæði er ég
stundum klukkutíma, annars er ég
svona fjörutíu mínútur.
Hvað gerir þú þegar þú ert ekki í
skólanum eða að læra heima?
Ég æfi handbolta og fótbolta með
Fram.
Hvað er það oft í viku?
Það eru komnar innanhússæfingar
í fótboltanum og við æfum á sunnu-
dögum frá níu fjörutíu til ellefu tutt-
ugu. Síðan eru handboltaæfingar á
sunnudögum klukkan ellefu tuttugu
til svolítið yfir tólf og líka á þriðjudög-
um.
Ferðu fyrst í fótbolta á sunnudags-
morgnum og svo strax á eftir á
handboltaæfingu?
Já.
Ertu ekki þreyttur eftirþetta?
Svolítið, stundum.
Keppið þið við önnur lið?
í handbolta erum við búnir að
keppa einn leik og eigum svo aö
keppa annan leik um þessa helgi.
Hvar spilarðu á vellinum?
Ég er fyrir utan á miðjunni.
Ertu í A-liðinu?
Já. Ég byrjaði inná síðast en ég
veit ekki hvernig það verður núna.
Er mikil samkeppni um að komast
í lið?
Já, hjá þeim sem eru á eldri árinu.
Þeir sem eru á yngra árinu komast
allavega ekki í fjórtán manna hópinn.
Það eru bara þrír á yngra árinu sem
eru í A-liðinu. Svo eru bara þrír sem
byrja alltaf inná. Þeir eru svo stórir og
góðir. Það er einn á yngra árinu sem
er ofboðslega stór, hann byrjar alltaf
inná.
Erþá raðað i liðið eftir stærð?
Nei, þeir eru svo skotfastir.
Hvað gerir þú þegar þú ert hvorki í
skólanum né í íþróttum?