NT - 20.10.1985, Side 9

NT - 20.10.1985, Side 9
NT Sunnudagur 20. október Máttur nakins manns Kirkjugaröar Reykjavíkur gegna svipuðu hlutverki og skemmtigaröar stórborganna, þeir eru griðarstaöur fyrir fólk meö afbrigðilega kyn- hneigð. Varö ég margsinnis var viö óvenjulegt hátterni manna á ferðum mínum um garðana. Oftast voru þetta meinleysisleg uppátæki sem ekkert illt höfðu í för með sér, en þó kom fyrir að þau drógu dilk á eftir sér eins og nú skal frá greint. Þar sem ég er á gangi um Fossvogskirkjugarð- inn á góðviðrisdegi sé ég skyndilega að nakinn maðu.r stekkur út úr runna og hleypur rakleiðis í áttina til mín. Líst mér ekki á blikuna því að maðurinn er heljarmenni að burðum og tek á rás og hieyp eins og fætur toga. Fylgir maðurinn æpandi fast á eftir og gengur svo á um stund. Brátt skilst mér þó að maðurinn hafi ekkert soralegt í hyggju því að ég þykist greina af hrópum hans að hann hafi orðið vitni að slysi. Nem ég þá staðar. Maðurinn kemur í fyrstu ekki upp orði sökum mæði en síðan biður hann mig örvæntingarfullum rómi að panta sjúkrabíl í skyndi. Hafði hann legið í sólbaði á einhverju leiðinu og blundað. Þegar hann vaknaði var gömul kona að koma blómum fyrir undir iegsteini þar skammt frá. Vissi hvorugt þeirra af hinu. Maðurinn hafði sest upp við dogg, teygt úr sér og sagt stundarhátt við sjálfan sig: „Ofsalega ér friðsælt hérna.“ Varð þá konunni svo mikið um að hún hneig örend til jarðar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.