NT - 20.10.1985, Blaðsíða 16

NT - 20.10.1985, Blaðsíða 16
1 6 Sunnudagur 20. október NT Danvægt 205 handstýrð (lóðavog) ....... ca. kr. 18.550.- Danvægt 205 E tölvustýrð............... ca. kr. 37.700.- Danvægt fjárvogin er stöðug og hljóðlát. Ærnar eru því rolegar og aflesturinn er nákvæmari og gengur fljótar fyrir sig. Bændur, sauöfjárræktarfélög, kynnið ykkur nánar eiginleika Danvægt fjárvoganna. G/obus? LÁGMÚLI 5, SIMI 81555 DANVÆGT FJÁRVOGIR BÆNDUR Graskögglarnir eru góður kostur, ódýrt og kjarnmikið íslenskt fóður # Vekjum sérstaka athygli að graskögglum blönduðum innlendum fóðurefnum, svo sem meltu, fiskimjöli og byggi. # Leitið nánari upplýsinga í verslunum og hjá söluaðilum Heilir og sælir lesendur góðir. Enn vil ég minna ykkur á að senda mér efni í þáttinn. Þura í Garði var landskunnur hag- yrðingur, eitt sinn var hún á gangi í lystigarðinum á Akureyri og fann þá buxnatölu á jörðunni. Þá kvað Þura. Morgungolan svalar svalar syndugum hugsunum. Sínu máli talar talar talan úr buxunum. Og einnig orti Þura þessa vísu. Gaman er að gifta slg gefi saman prestur. Þó er fyrir fleiri en mig frestur á illu bestur. Jóhannes Stefánsson á Kleifum í Dalasýslu kvað um bónda einn er tímdi ekki að hafa hest tengdaföður síns á húsi en ráðgerði oft að byggja yfir hann lítinn kofa. Litinn bónda langar mest lítinn kofa að byggja. Yfir litinn lipran hest sem lítið þarfað tyggja. Jón S. Bergmann var landsþekktur hagyrðingur á sínum tíma, hann hefur væntanlega kunnað þá list að gera sig ánægðan með lítið ef dæma má af eftirfarandi vísu. Þó að bregðist hyllin há hæfir ekki að kvarta. Meðan ég hefylinn frá einu kattarhjarta. Og um þéringar kvað Jón. Auður dramb og falleg föt fyrst af öllu þjérist. Og menn sem hafa mör og kjöt meir en almennt gerist. Umsjónarmaður þáttarins sendi vini sínum er þá rak svínabúskap suður á landi eftirfarandi vísur í jólakortum. Drottinn sem að uppi er engu gleymir svíni. Hann um jólin hygli þér helst með brennivíni. Þessi jólin þér svo hæfi þrjóti ei vín á kútunum. Vona ég þín verði ævi í vetur sem hjá hrútunum. Löngum hefur Bakkus karlinn og fiaskan orðið mönnum að yrkisefni. Ekki veit ég um höfund að næstu vísu sem er um brennivínsflöskuna. Ég fer með þig eins og ég ætti og uni mér best hjá þér fer ekki fyr en ég hætti og færi ekki þó að ég mætti og hætti ekki fyr en ég fer. Baldur Eyjólfsson Skagapóstur (Á Skaga hinum nyrðri) orti: Bakkus mætur herðir hug hreint upprætir trega Vínið bætir drengjum dug drukkið gætilega. Mig vantar höfund að næstu vísu. Lífs úr bætir brasinu bjartar næturstundir að eiga glætu á glasinu og góða fætur undir. En menn geta orðið býsna háðir Bakkusi gamla samanber næstu vísu: Efst í hausnum augun sjást illskufull og lostaþrútin. Festþau hafa ofurást við Ákavítis flöskustútinn. Bogi Sigurðsson var kaupmaður í Skarðstöð á Skarðsströnd kringum aldamótin síðustu. Það bar eitt sinn til að bóndi nokkur sem staddur var í búð hans bað hann að gefa sér snærisspotta til að binda fyrir poka. Kaupmaður svarar af bragði „notaðu úr þér helvítis rassgörnina". Bónda varð svarafátt en Jón Jónatansson á Máskeldu sem þarna var nærstaddur vék sér að bónda og sagði „hefði ég verið í þínum sporum núna hefði ég svarað svona“: Bíddu hægur Bogi minn bónina vek ég hina að úr þér reki andskotinn alla rassgörnina. Sagan segir að kaupmaður hafi rétt rjólbita að Jóni til að hann segði ekki meira. ísleifur Gíslason á Sauðárkróki kvað um kaupmann einn: Yfir bárur ágirndar elligrár og slitinn réri árum rógburðar rann af hári svitinn. Hannes Blöndal kvað þessi vafa- sömu eftirmæli: Nú er N.N. fallinn frá fáirgráta kauðan. Auður stór en æra smá eftir fannst hann dauðan. Þurftamanns hann þoldi kvein þykkt var náðareyra. Hann gaf aldrei hundi bein hvað þá nokkuð meira. Hyggjan var af ráðum rík refja til og pretta. Sálin eins og saurug fiik saga hans erþetta. Guðmundur E. Geirdal orti eftirfar- andi vísu um konu eina: Daðureygð og opinmynnt álkuteygð og snúin. Axlareygð og illa kynnt út sig leigði frúin. Og þessa orti Guðmundur líka: / niðamyrkri næturinnar næ ég oftast Ijóssins til. En í sorta sálar þinnar sé ég ekki handaskil. Rósberg G. Snædal kvað: Settu upp hattinn hnepptu frakkann hafðu á þér fararsnið. Mér finnst betra að horfa í hnakkann heldur en sjá í andlitið. Þessa fallegu hringhendu kvað Sigurður Breiðfjörð: Norður loga Ijósin há lofts um boga dregin himins vogum iða á af vindflogum slegin. Ekki veit ég hver orti næstu vísu. Inn um bæinn eins og skass æðir þessi kona. Fleiri hafa fætur og rass en flíka því ekki svona. Eggert Stefánsson frá Kleifum orti í orðastað manns nokkurs er varð það á að eignast barn í lausaleik: Sumum hefnist furðu fljótt fyrir að iðja og vaka. 0 að þessi eina nótt yrði færð til baka. Hér koma nokkrar gamlar vísur, gaman væri ef einhver þekkti til höfunda þeirra og tilefni að þeim: Raun er að þvi Ránka mín rækall má það heita. Að enginn skuli enn til þín yngispiltur leita. Ingibjörg er aftandigur og örmjó framan. Skyldi ekki mega skera hana sundur og skeyta hana saman. Finnast ekki fljóðin mörg fróns um grundir breiðar. Eins og þessi Ingibjörg til áburðar og reiðar. Hreinn Guðvarðarson úr Fljótum kvað: Ragnars örlög eru þúng eftir því sem ég hef frétt. Ánginn hefur engan púng á honum er klofið slétt. Þessi er ófeðruð: lllt er að brúka í ástum' kák ekki er gott að vaða reyk efað svanninn segir skák svo er mát í næsta leik. Og um mann að nafni Agnar var þetta kveðið á skákmóti: Opnar frúarvæng uppá gátt Agnar með leiftursóknum og vinnur svo oftast á einhvern hátt endataflið með hróknum. Látum þettá duga að sinni. Stefán Jóhannesson Kleifum 371 Dalasýslu sími 93-4772

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.