NT - 20.10.1985, Blaðsíða 22

NT - 20.10.1985, Blaðsíða 22
22 Sunnudagur 20. október NT Hjörtur Hjartar þáverandi forstjóri skipadeildar SÍS. Stýrimaður prófar dælukerfi Hamrafells. um helmingur alls innflutnings til landsins. Nú hefir eitt af heimsins stórveldum tekiö aö sér aö sjá um innflutning á þessum vörum. Á mælikvaröa hinnar stóru veraldar er hinn helmingur innflutningsins ogþó við væribættöllum útflutningi okkar, hreinir smámunir. Ekki væri fráleitt að hugsa sér, að eitthvert nágrannaríki okkar eöa jafnvel einn eöa tveir „skipakóngar“ byöu íslensku ríkisstjórninni, aö taka alla þessa flutninga aö sér, meö þvi er viö fyrstu sýn- viröist, sæmi- legum kjörum. Efíslenskrikisstjórn fengi slíkt tilboð færibeturá því, að hún samþykkti ekki það í fljótræði. Slíkt samþykki mætti kannski rök- styöja með þvi aö í bili spöruöust nokkrar krónur. Hins vegar gæti þaö lika fylgt, að íslenski kaup- skipaflotinn biöi þess vart bætur. Sagan hefur kennt okkur, að snarþáttur sjálfstæðisbaráttu þjóö- arinnar felst í því, áö viö getum sjálfir annast siglingarmál okkar. Þetta þurfum viö áfram aö muna og gæta þess, aö láta ekki stundarfyr- irbrigöi og annarlega verslunar- háttu, raska ró okkar og meqin- stefnu. “ „SÍS með afarkosti" Strax daginn eftir birtust viöbrögð við greininni í blöðunum. Tíminn stóð að sjálfsögðu með samvinnuhreyf- ingunni, Þjóðviljinn taldi Hamrafells- málið sýna Ijóslega nauðsyn samein- ingar skipafélaganna undir forsjá ríkisins svo samkeppnisaðilar gengu ekki að hvor öðrum dauðum og Morgunblaðinu þóttu það váleg tíð- indi ef kommúnistaríkið Rússland var komið með fingurna í íslenska at- vinnuþróun. 20. nóvember birtist síð- an leiðari í Vísi sem var kröftugt andsvar gegn röksemdum Hjartar. Þar sagði meðal annars: ,,Grein forstjóra Skipadeildar SIS, sem birtist í Tímanum i fyrra- dag, hefur vakið mikla furöu vegna einsýns málflutnings. Var í grein- inni kvartað um þaö aö í nýgeröum olíusamningum viö Sovétrikin skuli þeim faldirolíuflutningarnir, enskip SÍS, Hamrafell, ekki látiö sitja fyrir þeim. Segirhann aö flutningstilboö fíússa sé „dumping“ (óraunhæf undirboö) og þannig ekki í sam- ræmi viö raunverulegan kostnaö flutninganna. Vegna þessara rang- færslna hefur viðskiftamálaráðu- neytið séö sig tilneytt til aö gefa út yfirlýsingu um málið i gær. Kemur þar fram aö SÍS kraföist miklu hærra farmgjalds fyrir olíuflutning- ana meö Hamrafellinu en fíússar buöu og íslensku oliufélögin töldu sig geta samþykkt. Er þess vegna erfitt aö sjá hvers vegna skylda heföi átt olíufélögin tilþess aö flytja oliu og bensín til landsins fyrir miklu hærra verð en fáanlegt var- verö sem liggur verulega yfir m heimsmarkaösveröi olíufarm- gjalda. SÍS stóö til boöa aö láta Hamrafelliö annast flutningana nú eins og á árunum 1958-1963 fyrir samkeppnishæft verö, og reyndar voru olíufélögin fús til þess að greiöa nokkru hærra verö veana þess öryggis sem i því felst afiata íslensk skip annast flutningana. En tilboö SÍS var svo langtum hærra en markaösverö, aö fráleitt hefði veriö aö taka því. Þpss veana ergrein skipaforstjóra SIS torskilin í Ijósiþessara staöreynda. Að öðru jöfnu er rétt og sjálfsagt aö íslensk skip annist flutninga tillandsins. En þjóöin getur ekki gengiö að neinum afarkostum í þvi efni. Þaö væru sannarlega annarlegir viöskifta- hættir. “ í grein sem „samvinnumaður" skrifar í Tímann tveim dögum síðar kom upp á yfirborðið undiralda sem kraumaði alltaf undir öllum málflutn- ingi þeirra sem.tóku þátt í deilunum. Hann segir: „Samvinnusamtökin áttu olíuskipiö, þess vegna á aö stööva þaö. Ef samkeppnismenn hefðu átt annaö olíuskip, keypt á sama tíma, þá heföiallt veriö íbesta lági. Þá heföi báöum skipunum veriö skömmtuð þau farmgjöld, sem þurfti til þess aö standa undir rekstri þeirra og viö heföum sjálfir annast nær alla okkar oliuflutn- inga. “ Ríkisstjórnirt sek Hjortur Hjartar skrifaði aðra grein í Tímann þann 24. nóvember og dró niðurstöður sínar saman í fimm liði: „ 1. Ríkisstjórnin er samningsaöili um kaup og flutning olíunnar frá Rússlandi til islands. 2. Olíufélögin hafa með höndum framkvæmd samnings þessa í umboði viökomandi ráðu- neytis. 3. Rússar buðust nú til aö flytja alla olíuna til íslands. Það voru þeirhins vegarófáanlegir til aö gera á seinasta ári en flutningsgjald þeirra er langt fyrir neöan markaösfragt. 4. Þegar þaö lá fyrir, aö Rússar voru ófáanlegir til aö flytja nema 60% clean olíunnar til islands á yfirstandandi ári, voru flutningarnir tryggöir á þann hátt, aö gerður varsamn- ingur viö Hamrafell um að flytja mismuninn fyrir sömu fragt og heimsmarkáöur sýndi. 5. Eigendur Hamrafells buöu nú, aö hafa skipið í þessum flutn- ingum á árinu 1965 á sama grundvelli og á yfirstandandi ári eöa fyrir sömu meöalfragt og greidd er nú - þaö er, almenna heimsmarkaösfragt eins og hún hefir veriö 1964. - Þeir treystu sér hins vegar ekki til aö flytja olíuna fyrir sömu fragt og gilti í„dumping“ tilboði Rússa. - Þaö var ríkis- stjórnin sem taldi, aö réttara væri aö semja viö Rússa en hinn íslenska samningsaöila. “ Daginn eftir birtu blöðin tilkynningu viðskiftaráðuneytisins frá 18. nó- vember aftur til áréttingar. Þar kam fram eins og áður sagði að olíufélögin sjálf voru umboðsaðilar viðskifta- ráðuneytisins við samningana og þau því sjálf hafnað tilboði eigenda Hamrafells. Einnig kom þar fram að sú fragt sem Hamrafellið fékk árið 1964 var í fyrsta skifti í sögu flutning- anna á hærra verði en það verð sem Rússar tóku. Vísir birti grein á forsíðu til árétting- ar því að forsvaranlegt hefði verið að taka tilboði Rússa þar sem tilboð þeirra hafi verið stórum hagstæðara. „Spurning um siglingaröryggi“ Þessu svarar Hjörtur Hjartar stuttu síðar í Tímanum og segir meðal annars: „Þaö er útaf fyrir sig rétt, aö samningsgerö við Hamrafell heföi leitt til smávegis hækkunar eöa litiö eitt yfir þrjá shillinga á tonn miöaö viö heildarmagh clean oliunnar, sem samiö var um. DeiÞ an stendur hinsvegar ekki ein- göngu um þetta, heldur eigi aö síöur hitt, hvort rétt sé, aö grafa undan öryggi því, sem íslenski kaupskipaflotinn skapar og hvort þeim aöilum, sem ábyrgir eiga að teljast beri ekki skylda til aö skoöa mál frá fleiru en einu sjónarmiði, þegar þýöingarmiklar ákvarðanir eru teknar. Síðan tekur Hjörtur dæmi af Bandaríkjamönnum og segir: Rekstur kaupskipa undir banda- riskum fána er mjög dýr. Laun og almennur kostnaður er miklu hærri en gerist í Evrópu og almennt gildir hjá stærstu siglingarþjóðunum. Bandarísk flutningaskip eru ekki samkeppnisfær á frjálsum mark- aði. Til verndar og viöhalds skipa- rekstri hafa stjórnvöldin aöallega gripiö til tvennskonar ráðstafana. Annarsvegar er bandariskum skip- um gefinn forgangsréttur aö vissu marki til flutnings á vörum þeim, sem út eru fluttar og hins vegar eru skipafélögunum greiddir beinir styrkir. Dæmiþessu til staöfesting- ar má taka frá viöskiftum íslands og Bandaríkjanna frá 1961. Þá voru keyftir tveir farmar af olíu frá Ameríku og andviröiö greitt af svokölluðum ICA gjaldeyrisreikn- ingi. Leitaö var eftir kaupskipi á frjálsum markaði til að taka annan þessara farma og varþaö fáanlegt fyrir fragt, sem nam $3.16 pr. tonn. Á sama tima bauöst einnig ame- rískt skip, en þaö kraföist $6.32 i fragt... eöa tvöfalda fragt á við hið fyrrgreinda. Amerísk yfirvöld kröfö- ^ust þess áö þeirra skip yröi notaö, tyrstpaö hafðiekkiannað verkefni. Það var liöur i þeirra pólitík til aö viöhalda siglingaröryggi sínu. Og þeir tóku á sig aö greiða mismun flutningagjaldsins, sem á þessum eina farmi var £48.538,05 eöa rúmlega 2 milljónir króna. “ Eftir þessa grein Hjartar hljóðnuðu deilurnar um Hamrafellsmálið í bili. Annað slagið birtust í blöðunum fréttir þess efnis að erfiðlega gengi að útvega skipinu verkefni. Það rættist þó úr stuttu fyrir áramótin 1964-65 og fyrirsjáanlegt var að skipið hefði næg verkefni að minnsta kosti hálft hið nýbyrjaða ár. Horlið var frá því að selja skipið og það var í siglingum fyrir ýmsa aðila allt árið 1965, meðal annars tók það að sér að flytja hingað til lands olíu frá Rúmeníu og Ameríku. Eftir samningaviðræður við Rússa um olíuviðskiftin fyrir árið 1966 var Ijóst að engin stefnubreyting yrði í sambandi við olíuflutningana. Enn sem fyrr sáu Rússar um alla olíuflutn- inga. Olíuþurrð I febrúar 1966 dregur aftur til tíðinda á forsíðu Tímans. Þar er birt 4. þess mánaðar flennistór fyrirsögn: Rússar standa ekki viö geröa samninga um olíuafgreiðslur. Hamrafell fengið tilaö ná í olíufarm til Aruba. í fréttinni kemur fram að dregist hafi úr hömlu að afgreiða hingað umsamda olíufarma frá Sovétríkjun- um og hafi Rússar í fyrstu afsakað sig með því að þeir hefðu ekki næg skip til að flytja olíuna en síðan hefði komið í Ijós að um olíuskort hafi verið að ræða. Hafi þá öll olíufélögin reynt að fá keyfta farma annarsstaðar og Olíufélaginu einu tekist og hafi það fengið Hamrafellið til flutninganna. Hjörtur Hjartar segir í viðtali við blaðið að þarna sannist enn einu sinni hversu mikilvægt það sé þjóð- inni að eiga sitt eigið olíuskip og geta með því verið óháð öðrum um oiíu- flutningana. Hjörtur lætur þess einnig getið að nú sé Hamrafellið á söluskrá því eftir samninga ríkisstjórnarinnar við Rússa um olíuflutningana hafi endanlega verið kippt fótunum undan rekstri skipsins. Reynt að koma höggi á ríkisstjórnina Stuttu síðar birti Alþýðublaðið við- tal við Gylfa Þ. Gíslason, viðskiftaráð- herra, um Hamrafellsmálið. Þar segir hann meðal annars: „Allir kunnugir munu hafa rekið upp stór augu, þegar þeir sáu það ■ á föstudaginn, aö Tíminn taldi ástæöu til aö segja frá því meö fimm dálka fyrirsögn á forsíðu, aö Hamrafelliö skuli eiga aö sækja olíufarm til útlanda. Ennþá meiri furðu mun þaö þó hafa vakiö hjá öllum kunnugum, að í langri grein um málið er ekki sagt frá því, fyrir hvaöa flutningsgjald þaö ætlar aö flytja olíuna frá Aruba. Flutnings- gjaldið sem skipadeild SÍS hefur leigt Hamrafellið fyrir er $3,57 pr. tonn, en þaö svarar til 25 '/2 shill- inga. Nú getur Hamrafellið m.ö.o. flutt olíu frá Aruba fyrir svo aö segja sama verö og Rússar flytja sína olíu hingað og þaö um hávet- ur, þegar flutning'sgjöldin eru yfir- leitt hæst. En þegarskipadeild SÍS bauöst til þess aö flytja olíu frá Rússlandi fyrir rúmu ári, taldi hún skipiö þurfa 33 shillinga. Raunar ekkert undarlegt, þótt Hamrafelliö hafi boöist til þess aö annast þessa flutninga fyrir $3,57, þar eö tilboö lá fyrir frá norsku olíuflutningaskipi um flutninginn fyrirþaö verð svo aö allt og sumt, sem skipadeild SÍS gerði, var aö ganga inn í þaö tilboð. “ Síðan sþyr blaðamaður Gylfa hver ástæðan kunni að vera fyrir hamaganginum í Timanum. Gylfi svarar: Ætli skýringin sé ekki einfaldlega sú, aö Timanum er nokkurnveginn sama um staöreyndir, ef hann heldur sig geta komiö höggi á ríkisstjórnina. Auðvitaö ber að harma þaö, ef Hamrafell verður selt úr landi. Og þá er um að gera aö reyna aö koma ábyrgöinni af því yfir á ríkisstjórnina. En þaö er ekki ríkisstjórnin, sem selur Hamrafelliö, ef af því verður. Og ríkisstjórnin erreiöubúin tilþess aö greiöa fyrir því, að Hamrafellið fái aðstöðu til þess að flytja olíu til íslands, ef flutningsgjöld þess eru nokkurn veginn sambærileg þeim flutningsgjöldum, sem vitað er aö hægt er aö fá um lengri- tima. Rikisstjórnin erjafnvel reiöubúin til

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.