NT - 25.10.1985, Blaðsíða 2

NT - 25.10.1985, Blaðsíða 2
Jfn Í7 jy y Fréttir Fóstudagur 25. október 1985 2 ■ Konur sáu um allar útsendingar á rásinni í gær. Ragnheiður Þórðardóttir, útvarpsstjóri rásarinnar í gær, og Arnþrúður Karls- dóttir, dagskrárgerðarmaður, skömmu áður en útsendingar hófust eftir hádegi. ■ „Dagfeðurnir“ Ari og Guðmundur Óli stjórna umferðinni á kaffistofu NT... „Hvað eru þessir krakkagríslingar margir?“ Karlkynssetjarar NT gerðust dagfeður í gær „Konurnar hafa lagt undirsigmiðbæinn<(! ■ Kristín Jónsdóttir, kennari ásamt börnum sínum: „Fyrir mér er þetta bara byrjunin á einhverju öðru og meiru. Þetta er ekki frí heldur verkfall. Áratugurinn hefur skilað mikilli vitundarvakningu, hugarfarsbreyting hefur átt sér stað. Fólk gerir sér betri grein fyrir lélegri stöðu kvenna en í reynd hefur áratugurinn ekki skilað miklu í verki.“ NT*myndir: Árni Bjarna. neinn mun á því hvort menn væru karlar eða konur. hinsveg- ar þyrftu bæði kynin að sækja sameiginlega fram til bættra kjara. I Seðlabankamusterinu upp á Arnarhóli hafa konur innréttað kvennasmiðju, sýningu um störf kvenna í þjóðfélaginu. Hvar eru konurnar? spurðum við í bílageymslunni. „Þær hafa lagt undir sig miðbæinn" var okkur svarað af dyraverðinum, sem reyndar var karlkyns, síðan sagði hann okkur til vegar. „Við viljuni fá karla til að þjóna okkur,” sagði ung stúlka, sem hafði spurt hvar hægt væri að fá kaffi og við höfðunt bent henni niður á Mensu, en þar þjónuðu svuntuklæddar stúlkur til borðs, enda lítið verið að gera undanfarið eftir að túrist- arnir hurfu með farfuglunum og því bæði eigandi og starfsfólk ánægt mcð aðsóknina. Aðsóknin á Mensu var þó ekkert í samanburði við aðsókn- ir í kvennasmiðjunni. Mýgrútur af konum fróðleiksfúsar um störf kynsystra sinna flögraði frá einum bás til annars. „Ég hef það á tilfinningunni að ég sé ísbjörn og stalla mín í básnum við hliðina sé Ijón og þetta sé Sædýrasafnið," sagði Rannveig Rist eina konan sem er vélvirki á íslandi. Sagðist hún vera þarna til að sýna konum að vélstjórastarf sé framtíðarstarf fyrir konur, þetta væri snyrtileg vinna, sem gæfi góðar tekjur og vinnutíminn væri hagstæður. Töivuskjárinn hefur leyst smuroliuna og tvistinn af hólmi í þessu starfi og sæi hún því ekkert til fyrirstöðu að konur fjölmenntu í starfið. Hún kvaðst hinsvegar dauðleið á þessu kvenna hitt og kvenna þetta. Nánar verður fjallað um kvennasmiðjuna í NT seinna enda margt forvitnilegt áseyði þar, t.d. gefa blaðakon- ur(menn) út dagblað í smiðj- unni. Þegar aftur var komið út var byrjað að rigna en allan daginn á meðan á fundinum stóð, héldu veðurguðirnir hlífiskildi yfir konunum. Eftir rigningatíðina undanfarið, rofaði skvndilega til og sólin glotti jafnt frarnan í konur og karla þessa eyríkis í norðurhöfum. sem enn einu sinni hafði tekist að komast í heimsfréttirnar, á alþjóðadegi kvenna. -Sáf. ■ ...á meðan Pála Klein, Anna Helgadóttir og Guðný Krístjánsdóttir vinna við umbrot blaðsins. NT-mvndir Róbeu. ■ „Hvað cru þessir krakkagríslingar margir“ drundi í Guðmundi Óla Ólafssyni prentara á NT í gær urn leið og hann lagði af stað út í sjoppu að kaupa kók, en í prentsal NT tóku konurnar völdin og teikn- uðu, settu og brutu um blaðið meðan karlkyns- setjarar sátu frammi á kaffi- stofu og gættu barna. Á öðrum deildum blaðs- ins lögðu margar konur nið- ur vinnu og því raskaðist starfsemin nokkuð, m.a. munu nokkur óvenjuleg símtöl hafa átt sér stað meðan ritstjórinn og dreif- ingarstjórinn glímdu við skiptiborðið. NT á ferð í Reykjavík á kvennafrídaginn ■ „Hreyfill, skiptiborö 13," þrumaði crgileg karlmannsrödd í símann, við upphaf feröar blaðamanns og Ijósmyndara NT á dömufrídaginn í gær. Leiðinni var heitið upp á rás 2, en þar höfðu konur gert sér lítið fyrir og tekiö völdin í sínar hendur. Karlarnir höfðu verið sendir hcim og sáu konur bæði um dagskrárgerð og tæknivinnu. Ragnheiður Þórðardóttir, út- varpsstjóri í gær, sagði að kon- urnar á rásinni Itefðu tekið þessa ákvörðun fyrir tveim mánuðum og sagðist hún bara vonast til að þetta mæltist vel fyrir hjá konum, að mcð þessu væru þær ekki að ganga möti kvennafrí- inu, heldur hefði þeim fundist rétt aö sýna að þær réðu algjör- lcga við þetta sjálfar. Frani að Itádegi hafði allt gengið eins og vcl smtirð vél cnda konurnar engir nýgræðingar í faginu, hvorki þær sent sátu á bakvið upptökutækin ogsnéru tökkum, né heldur Itinar sem sátu við hljóðnemann. Eini dagskrár- maðurinn, scnt ekki hafði áður séð um þáttagerð, en þó alvön því að magna röddina upp með hljóðnema, varsöngkonan Ellý Vilhjálms, sem hljóp í skarðið fyrir Svavar Gests, eiginmann sinn, um kvöldið. Arnþrúður Karlsdóttir sá um Morgunútvarpið. Kom hún til landsins sl. þriðjudag, reyndar ekki í þeini eina tilgangi að sjá um Morgunþátt rásarinnar í gær, hcldur er hún hér stödd til að taka upp bárna- og unglinga- efni fyrir norska útvarpið. Þegar NT yfirgaf nýja út- varpshúsiö var Heiðbjört Jó- hannsdóttir að ræskja sig áður en hún sendi rödd sína út á öldum Ijósvakans í fullu fjöri kl. tvö, í sömu mund og fundurinn á Lækjartorgi var scttur. Gríðarlegur kvennafans hafði safnast saman á torginu og sögðu tölfróðar að þátttakan væri síst minni en fyrir tíu árunt. Voru flestar konur sent NT ræddi við á því að þó þetta væri lokaáfangi svokallaðs kvenna- áratugs, þá væri þetta bara upphafið að kvennabaráttunni. Sögöu þær að árangurinn af áratugnum væri vissulega þó nokkur, fyrst og fremst hefði átt sér stað viðhorfsbreyting, en enn væri þó langt í land, því launamisréttið væri gífurlegt þó eitthvað licföi áunnist. „Ég held að þær séu eitthvað klikkaðar þessar kerlingar," glumdi úr hátölurunum og hlát- urgusan breiddist yfir lit- skrúðugan hópinn á torginu. Sctning þcssi er gripin úr leik- þætti eftir Helgu Thorberg, um samtal tveggja karlrembusvína sem fluttur var af höfundi ásamt Rösu Þórsdóttur á pallinum fyr- ir framan Útvegsbankann. Á pallinum voru flutt ávörp fulltrúa hinna ýmsu starfsstétta hefðbundinna kvennastarta og stýröi Guðríöur Elíasdóttir, varaformaður ASÍ, fundinum sköruglega að hætti formæðra okkar. Mcöan á þessu gekk utandyra sátu karlmenn inni í bankanum í gjaldkcrastólum og ýmsum öðrum sætum sent konur eru vanar að vernta. Sögöu karlarn- ir að þeir réðu við þetta, enda væri mun minna að gera en undir venjulegum kringumstæö- um. Sögðust þeir ekki bjóða í það ef sama traffík hefði verið og venjulega. Þegar aftur var komið út undir bert loft tók á móti þjóð- legur söngur Bergþóru Arna- dóttur. Reyndar stóð karlmaður við ltlið hennar og fletti texta- blaðinu en fyrir framan sviðið dilluðu sér ungar sem aldnar í takt við hljóðfallið. Baksviðs var í óða önn verið að taka við skilaboðum unt börn sem höfðu orðið viðskila við mæður sínar enda erfitt að missa ekki sjónar á fylgdarkonum sínunt í öllu mannhafinu. Bláklæddur stúlknahópur skar sig úr fjöldanum. Þetta voru starfsmcnn ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Sögðust þær ekkert vera yfir sig hressar með áratug- inn cn töldu þetta vera byrjun á einhverju enn betra. Hinsvegar gátu þær vart dulið ánægju sína nteð að framkvæmdastjórinn þyrfti að sitja við skiptiborðið þennan dag. Töldu honum það þó til Itróss að ekki hefði þurft að kcnna honum á það. Ekki höfðu þó allar konur lagt niður vinnu. Á tollstofunni voru nokkrar konur önnum kafnar við aö afgreiða karla. Vildu fæstar þeirra tjá sig um daginn og veginn og vísaði hver á næstu, þar til loksins var staðnæmst viö þá scm sat yst í röðinni, og þegar ekki lengra var komist vegna járnbentrar steinsteypu tollstöðvarhússins fékkst loksins viðtal. Inga Haf- steinsdóttir taldi að eitthvað annað en aö leggja niður vinnu hefði betur átt við, sagði hún að nær hefði verið að gefa körlun- um frí. Sagðist hún ekki sjá

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.