NT - 25.10.1985, Blaðsíða 19

NT - 25.10.1985, Blaðsíða 19
Sjónvarp kl. 23. Leppurinn - Woody Allen mynd ■ í helgarútvarpinu í dag ætl- ar stjórnandinn Vernharður Linnet ad fylgjast með borg- arstjórnarfundi unglinga. Tónlistarkrossgátan ■ Tónlistarkrossgátan verð- ur á dagskrá Rásar 2 á sunnu- daginn í umsjón Jóns Gröndal. í þættinum er hlustendum gefinn kostur á að svara einföld- um spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða kross- gátu í leiðinni, en sú krossgáta birtist hér. Lausnir skulu sendast í um- slagi merkt Tónlistarkrossgát- an, Ríkisútvarpinu Rás 2, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík. Borgarstjórnarfund- ur unglinga í gær - í helgarútvarpi barnanna ■ Helgarútvarp barnanna verður á dagskrá útvarps í dag í umsjón Verharðs Linnet. Vernharður ætlar að þessu sinni að helga þáttinn borgar- stjórnarfundinum sem ungl- ingar úr öllum félagsmiðstöðv- um í borginni héldu í gær kl. 17.00 í sal Borgarstjórnar. Þar var haldinn fundur þar sem 21 ræðumaður. nokkrir frá hverri félagsmiðstóð, héldu ræðu og hver fékk sinn titil, eins og t.d. borgarfulltrúi eða borgar- stjóri. Síðan báru unglingarnir upp mál sem rædd voru frá öðrum sjónarhól en venjulegir borgarfulltrúar gera yfirleitt. Vernharður mætti á staðinn, tók viðtöl við unglingana og hlustaði á umræðurnar. Hlust- endur geta því heyrt hvað fór fram á þessum sérstæða borg- arstjórnarfundi í gær, en hann á sér líklega ekki margar liliðstæður. ■ Leikstjórinn, leikarinn og síðast en ekki síst, grínistinn Woody Allen, verður á skján- uni í kvöld. ■ Leppurinn (The Front), heitir bandarísk gamanmynd frá árinu 1976, sem sjónvarpið sýnir í kvöld. Leikstjóri er háðfuglinn Woody Allen og með aðalhlut- verk fara hann sjálfur ásamt Zero Mostel og Andrea Mar- covicci. Myndin gerist á árum kalda stríðsins í Bandaríkjunum þegar ýmsir rithöfundar voru teknir til bæna fyrir stjórn- máiaskoðanir sínar. Hovvard nokkur Frince, seem Woody Allen leikur, set- ur nafn sitt á verk höfunda á svarta listanum gegn ágóðahlut, og eftir það vex vegur hans skjótt. Þýðandi er Kristmann Eiðs- son. Rás 2 sunnudag kl. 15. Föstudagur 25. október 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Baen. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Hættuferð í frumskógum Afr- íku Þórir S. Guðbergsson lýkur lestri frásagnar sinnar. 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.0 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þátt- ur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dag- blaðanna. 10.40 „Ljáðu mér eyra“ Umsjón: Málmfriður Sigurðardóttir. (Frá Ak- ureyri). 11.10 Málefni aldraðra Umsjón: Þórir S. Guðbergsson. 11.25 Morguntónleikar Konsertfyrir hörpu og hljómsveit op. 74 eftir Reinhold Moritzovitsh Gliére. Osi- an Ellis leikur. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurlregnir. Tilkynningar. Tónieikar. 14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir skref“ eftir Gerdu Antti Guðrún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (4). 14.30 Upptaktur Guðmundur Ben- ediktsson. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar 17.00 Helgarútvarp barnanna Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.30 Alþjóðlegt handknattleiks- mót í Sviss: island - Austur- Þýskaland. Ingólfur Hannesson lýsir síðari hálfleik frá bænum Winterthur. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál Guðvarður Már Gunnlaugsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Islensk örnefni Baldur Pálmason les Ijóð eftir Þór- odd Guðmundsson frá Sandi. b. íslensk rímnalög eftir Jón Leifs Magnús Sigmundsson og Ólafur Þórðarson syngja. c. Kynleg hundgá og neyðaróp Úlfar K. Þorsteinsson les úr Grímu hinni nýju. 21.30 Frá tónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags- ins. 22.15 Veöurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Kvöldtónleikar 22.55 Svipmynd Þáttur Jónasar Jón- assonar. (Frá Akureyri) 24.00 Fréttir. 00.05 Jassþáttur-Tómas R. Einars- son. 01.00 Dagskrárlok. NæturútvarD á RÁS 2 til kl. 03.00. Föstudagur 25. október 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Ásgeir Tómasson og Páll Þorsteinsson 14:00-16:00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir 16:00-18:00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 oq 17:00. HLÉ 20:00-21:00 Hljóðdósin Stjórnandi: Þórarinn Stefánsson. 21:00-22:00 Kringlan Tónlist úr öllum heimshornum. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 22:00-23:00 Nýræktin Þáttur um nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 23:00-03:00 Næturvaktin Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá Rásar 1. Föstudagur 25. október 19.10 Á döfinni Umsjónarmaður Maríanna Friðjónsdóttir. 19.25 Svona gerum við Tvær sænskar fræðslumyndir. Önnur sýnir hvernig rólukeðjur eru búnar til en hm salerni. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. (Nord- vision - Sænska sjónvarpið) 19.40 Bjarni fer á bókasafnið Norsk- ur barnamyndaflokkur i fjórum þáttum. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. (Nordvision - Norska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Þingsjá Fréttaþátturfrá Alþmgi. Umsjónarmaöur Páll Magnússon. 20.55 Kastljós Þáftur um innlend málefni. Umsjónarmaður Einar Sigurðsson. 21.25 Skonrokk Umsjónarmenn Har- aldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 22.00 Derrick Annar þáttur. Þýsl " sakamálamyndaflokkur. Aðalhlut- verk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Veturliði Guðna- son. 23.00 Leppurinn (The Front) Banda- rísk gamanmynd frá 1976. Leik- stjóri Woody Allen. Aðalhlutverk: Woody Allen, Zero Mostel og And- rea Marcovicci. Myndin gerist á árum kalda striösins i Bandaríkj- unum þegar ýmsir rithöfundar voru teknir til bæna fyrir stjórnmála- skoðanir sinar. 00.35 Fréttir i dagskrárlok Föstudagur 25. október 1985 19 Vel gerð og spenn- andi Flashpoint ★★★ % ■ Aðalhlutverk: Kris Kristofferson, Treat WiII- iams, Rip Torn, Kevin Conway, Tee Harper. Leikstjóri: William Tannen Lengd: 90 mínútur Bandaríkin 1984 Bönnuð yngri en 16 ára í þessari dágóðu spennu- mynd leika töffararnir Kris Kristofferson og Treat Wil- liams tvo verði á landamær- um Bandaríkjanna og Mex- íkó. Þeir finna fyrir tilviljun jeppa, grafinn í miðri eyði- mörkinni. í honum finna þeir beinagrind, ferðatösku fulla af peningum, veiðistöng og riffil. Þeir velta vöngum yfir fundinum, en ákveða loks að hirða peningana og hafa það gott í ellinni. En fyrst hafa þeir hugsað sér að kanna uppruna herfangsins. Hjá beinagrindinni finna þeir tvö símanúmer, en þessi símanumer koma til með að valda þeim félögum miklum vandræðum. Þegar fundurinn spyrst út mætir alríkislögreglan á staðinn með hóp manna. Nú fyrst skynja vinirnir þá hættu sem þeir eru í vegna þess að þeir hafa hróflað við sönnunargögnum sem yfirvöldum er mikið í mun að halda leyndum. Ég segi ekki meira, utan það að látni maðurinn var á leið frá Dallas í nóvember 1963 þegar slysið varð. Fyrir utan þá spennu sem haldið er uppi í seinni hluta myndarinnar hefur hún margt til síns ágætis. Má þar nefna landslagið, en það er ævintýralega fallegt og stórbrotið. Myndataka er með miklum afbrigðum og mikil og góð notkun á filterum gerir atriðin í eyðimörkinni enn magnaðri. Handrit, sem samið er eftir sögu G.L. Fountaine er verulega gott og leikarar standa sig með mikilli prýði. Flashpoint er ekki stórkostlegasta mynd sem gerð hefur verið en hún kemur afar vel út á myndbandi. Því mæli ég eindregið með henni. MJA ■ „Hér er ég.“ Treat Williams í einu besta atriði myndarinnar. KfiiS KfilSTOFFEfiSON TREAT WltUAMS Nei takk ég er á bílnum ||UMFEROAR RÁO

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.