NT - 25.10.1985, Blaðsíða 5
flT? Föstudagur 25. október 1985 5
Ll Sjávar síðan
Bolfiskur:
Gæftaleysi
víðast á
landinu
- gott verð á Þýskalandsmarkaði
■ Gæftaleysi hefur mjög hamlað
veiðum víðast hvár á landinu það sem
af er vikunni, og hafa aðeins stærri
bátar og togarar farið á sjó. NT hafði
samband við nokkra staði á landinu í
gærog spurði frétta um bolfiskveiðar.
Norðurland: Á Akureyri lönduðu
Svalbakur 220 tonnum á mánudag og
í gær var Harðbakur að landa um 245
tonnum. Bæði skipin voru með
blandaðan afla. Kolbeinsey kom til
Húsavíkur með 120 tonn af þroski og
ufsa í vikunni og Sigurbjörg kom með
110 tonn af grálúðu og þorskflökum
til Ólafsfjarðar. Smábátaafli hefur
verið lítill.
Vestfirðir: í gær landaði rússneskt
skip 400 tonnum af rækju úr Barents-
hafi á ísafirði og mun rækjan fara í
niðursuðu, en rækjulaust var orðið á
staðnum.
Landað var í 5 eða 6 gáma á ísafirði
og var sá fiskur úr fjórum togurum.
Togaraaflinn hefur verið frekar rýr
og eru skipin á skrapi. Einna mestu
landaði Guðbjartur eða um 90
tonnum.
Sléttanesið landaði um 103 tonnum
á Þingeyri s.l. þriðjudag og voru
rúmlega 130 kassar af því fluttir til
Flateyrar til vinnslu. Samvinna hefur
verið milli staðanna um að miðla fiski
ar þörf er.
Bolungavík eru þrír bátar á
þorskanetum, einn á línu og nokkrir
á síldveiðum í lagnet. Þangað komu
47 tonn í vikunni. Annars hefur lítill
afli verið hjá smábátum og sunts
staðar enginn afli borist á land, t.d. á
Patreksfirði.
Vesturland/Suðurland: Illa hefur
gefist til sjósóknar á Vesturlandi í
vikunni og lítið fiskihljóð í mönnum.
Svipaða sögu er að segja af suður-
landi, og hefur t.d. sjaldan verið eins
dauft í Vestmannaeyjum.
Austflrðir: Gæftir á Austurlandi
hafa ekki verið eins slæmar fyrir
smábáta og á Vesturlandi þó ekki geti
þær kallast góðar. Annars hefur meg-
in áherslan fyrir austan verið á síld-
og loðnuveiði en bolfiskveiðar stund-
aðar af trillum þegar gefst og torgar-
arnir siglt með sinn afla. Hólmanes
og Hólmatindur frá Eskifirði gerðu
mjög góðar sölur í Þýskalandi.
Hólmanesið seldi í Cuxhaven á
þriðjudag 180 tonn af ufsa og karfa
fyrir 8,2 millj., sem gefur meðalverð-
ið 46,20 kr. Hólmatindur seldi í
Bremenhaven á mánudag, 161 tonn
af ufsa og karfa fyrir 7,4 milljónir, en
það gefur meðalverðið 46,08 kr. Otto
Wathne frá Seyðisfirði var á leið til
Grimsby með fullfermi.
Á Djúpavogi eins og víðar var allt
undirlagt af síld en þar kom Sunnu-
tindur með 14 tonn af rækju í vikunni.
Á Neskaupstað kom Barðinn með
110 tonn af þorski, og þar hefur afli
línubáta verið góður þegar veður og
bönn hafa ekki hamlað veiðum.
Vestfirðir:
„Orðin tóm
duga skammt"
segja fiskideildir Vestfjarða
■ Á fjórðungsþingi fiskideildanna á
Vestfjörðum, sem haldið var um
helgina, kom fram hörð gagnrýni á
stefnu stjórnvalda í sjávarútvegsmál-
um og meðal annars samþykkt eftir-
farandi ályktunarorð.
„Fjórðungsþing fiskideildanna á
Vestfjörðum minnir á að stjórnmála-
menn úr öllum stjórnmálaflokkum
hafa þráfaldlega lýst vilja sínum til
þess að rétta hlut sjávarútvegsins í
landinu, en orðin tóm duga skammt.
Á þessum haustmánuðum mun koma
í ljós hvort hugur fylgir máli. Fjórð-
ungsþingið hvetur alla þá sem hags-
muna eiga að gæta til þess að fylgjast
vel með framvindu mála og láta
hvergi deigan síga í baráttunni fyrir
bættum hag sjávarútvegsins og starfs-
fólks hans.“
Tíu þúsund fisk-
kassartilKanada
Framsóknarvist
Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur Framsókn-
arvist n.k. sunnudag 27. október, að Hótel Hofi kl.
14.
Veitt veröa þrenn verðlaun karla og kvenna.
Aðgangseyrir er kr. 200 og eru kaffiveitingar innifaldar í því verði.
Jón Helgason dóms- og landbúnaðar-
ráðherra flytur stutt ávarp í kaffihléi.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Reykjavíkur.
Flutnmgsbönd fyrir
rækju og fisk
framleidd úr
ryðfriu stáli
meö plastreimum.
BUNAÐUR FYRIR
HRAÐFRYSTI-
HÚS
Ponnulistar
úr áli
fyrir grálúðu
Blikksmicja
ERLENDAR
SINDRAGATA 10 - SIMAR 94-4488, 944091.
400 ÍSAFJÖRÐUR - PÓSTHÖLF 173.
■ Fyrirtækið Plasteinangrun hf. á
Akureyri var að fá pöntun á tíu
þúsund 90 lítra fiskkössum frá kana-
dískum aðila.
í nýútkomnum Sambandsfréttum
segir að pöntunin verði afgreidd í
lok þessa árs og í janúar á næsta ári.
Þar segir einnig að þessir kanadísku
aðilar eigi 40 skip og eru þeir
núna að hefja kassavæðingu á skip-
um sínum í fyrsta sinn og telja
Sambandsfréttir að þessi viðskipti
gætu orðið upphafið að öðru og
meiru.
Þá segir einnig í fréttunum að í
Plasteinangrun hf. á Akureyri sé nú
unnið á vöktum allan sólarhringinn
alla sjö daga vikunnar og svo mun
verða áfram til að geta staðið við
þessa stóru pöntun.