NT - 25.10.1985, Blaðsíða 12

NT - 25.10.1985, Blaðsíða 12
flokksstarf Föstudagur 25. október 1985 12 Vestur Húnvetningar Stefán Guðmundsson, alþingismaður verður til viðtals í Félagsheimili Hvammstanga föstudaginn 25. þ.m. kl. 16-19. Suðurnes Svæðisráð framsóknarmanna á Suöurnesjum verður með hádegisverðarfund á Glóðinni Keflavík sunnudaginn 27. okt. n.k. kl. 12-14. Guðmundur Bjarnason alþingismaður mætir. Allir velkomnir. S.F.S. Framsóknarvist Framsóknarfélag Reykjavikur heldur Framsóknarvist n.k. sunnudag, 27. október, að Hótel Hofi kl. 14. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Aðgangseyrir er kr. 200 og eru kaffiveitingar innifaldar i því verði. Jón Helgason dóms- og landbúnaðarráðherra flytur stutt ávarp í kaffihléi. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Reykjavik S.U.F. - Miðstjórn Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna, haldinn á Blönduósi 2. og 3. nóvember 1985. Dagskrá: Laugardagur: 1. Kl. 13:00 - Setning. Formaður S.U.F., Finnur Ingólfsson. 2. Kl. 13:10 - Kosnir starfsmenn þingsins. a) Fundarstjóri. b) Fundarritari. 3. Kl. 13:15 - Skýrsla stjórnar og umræða um hana. 4. Kl. 13:45 - Framsögur. a) Jafnrétti milli landshluta. Þórður Ingvi Guðmundsson. b) Heilbrigðis- og tryggingamál. Magnús Ólafsson. c) Menntamál. Bolli Héöinsson. 5. Kl. 14:30 - Umræður og fyrirspurnir. 6. Kl. 15:30 - Nefndarstörf. 7. Kl. 18:00 - Fundi frestað. Sunnudagur: 1. Kl. 10:00- Nefndir skila áliti. 2. Kl. 12:00 - Önnur mál. Húnvetningar - m 1 i miðstjórnargestir FUF A-Hún. heldur upp á 45 ára afmæli sitt láugardaginn 2. nóvember kl. 21 í Félagsheimilinu Blönduósi, dagskrá: 1. Kaffiveitingar 2. Avörp, Steingrímur Hermannsson og Finnur Ingólfsson formaður SUF. 3. Jóhann Már Jóhannsson syngur við undirleik Sigurðar Daníelssonar 4. Óvæntar uppákomur o.fl. Veislustjóri verður Björn Magnússon, bóndi Hólabakka, hljómsveitin Rót frá Sauðárkróki leikur fyrir dansi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórn FUF A-Hún. Viðtalstímar ' Halldór E. Sigurðsson verður til viðtals 'jt á skrifstofu félagsins að Rauðarársríg , • ý«. 18, mánudaga til fimmtudags ' kl. 13.30- 15.30, fyrst um sinn. Framsóknarfélag Reykjavíkur. t&Sá Kjördæmisþing á Vesturlandi Kjördæmisþing framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi verður haldið í Hótel Borgarnesi þann 1. og 2. nóvember. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Konur A-Skaftafellssýslu Landssamband framsóknarkvenna heldur námskeið á Höfn í Hornafirði fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið verður haldið dagana 25., 26. og 27. október n.k. og hefst það kl. 20.00. Veitt verður leiðsögn I styrkingu sjálfstrausts, ræðumennsku, fundarsköpun og framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbein- endur veröa Unnur Stefánsdóttir og Þórdís Bergsdóttir. Þátttaka tilkynnist til Erlu í sima 97-8286 og Agnesar í sima 97-8580. Konur eru eindregið hvattar til að nota þetta sérstaka tækifæri. L.F.K. Viðtalstími borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa Næst komandi laugardag verða til viðtals á Rauðarárstig 18 milli kl. 11 og 12, þau Gerður Steinþórsdóttir og Sveinn Grétar Jónsson. Gerður á sæti í félagsmálaráði og fræðsluráði og Sveinn í íþróttaráði. Menntamálanefnd SUF Fundur verður haldinn í menntamálanefnd SUF mánudaginn 28. október n.k. kl. 17.30. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin Kjördæmisþing í Suðurlandskjördæmi Kjördæmisþing framsóknarmanna i Suðurlandskjördæmi verður haldið föstudag og laugardag 8. og 9. nóvember n.k. og hefst kl. 17.30 stundvíslega á föstudeginum i Félagsheimil- inu Hvoli Hvolsvelli. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ræða: Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. 3. Ræða: Framsóknarflokkurinn störf og stefna. Guðmundur Bjarnason alþingismaður. 4. Ávarp gesta landssambanda. 5. Umræður og fyrirspurnir. 6. Þingslit kl. 17.30 á laugardeginum. Gisting og matur á Hótel Hvolsvelli á frábærum kjörum. Félög og einstaklingar tilkynnið þátttöku sem fyrst. Stjórnin Siglfirðingar - Sauðkrækingar Landsamband framsóknarkvenna heldur námskeið í fram- sóknarhúsinu við Suðurgötu fyrir konur og karla á öllum aldri. Námskeiðið verður haldið dagana 15., 16. og 17. nóvember n.k. og hefst það kl. 20.00 15. nóv. Veitt verður leiðsögn í styrkingu sjálfstrausts, ræðumennsku, fundarsköpum og fram- komu í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbeinendur verða þær Inga Þyrí Kjartansdóttir og Guðrún Jóhannsdóttir. Þátttaka tilkynn- ist hjá Halldóru í sima 96-71118 og Guðrúnu í síma 96-5200. Fólk er eindregið hvatt til að nota sér þetta sérstaka tækifæri. L.S.K. Aðalfundur framsóknarfélaganna á Snæfellsnesi verður haldinn í Safnaðarheimilinu Grundar- firði föstudaginn 25. október kl. 21.00 Stjórnin Afmælis- gleði Félags framsóknarkvenna í Reykjavík FFR heldur uppá 40 ára afmæli félagsins 31. október kl. 17 að Hótel Hofi. Formaður félagsins Sigrún Magnúsdóttir situr samkomuna en samkomustjóri verður Sigrún Sturludóttir. Á dagskrá eru ýmsar uppákomur: Söngur, glens og gaman. Heitur pottréttur með öllu tilheyrandi. Félagskonur mega taka með sér gesti. Tilkynnið þátttöku til Þórunnar sem fyrst í síma 24480. Ólafsvík og nágrenni Aðalfundur framsóknarfélags Ólafsvikur og nágrennis verður haldinn I Mettubúð sunnudaginn 27. október kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Skipulag bæjarstjórnakosninga. 3. Önnur mál. Allt framsóknarfólk er hvatt til að mæta á fundinn. Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélags Mýrarsýslu verður haldinn í Snorrabúð þriðjudaginn 29. október kl. 21. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 3. Önnur mál. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra og Davíö Aðal- steinsson alþingismaður mæta á fundinn. Stjórnin. Akranes - Aðalfundur Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna á Akranesi verður haldinn í Framsóknarhúsinu miðvikudaginn 30. október kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Blárefur hf. Krísuvík Þeir sem ætla að fá lífdýr hjá okkur í ár staðfesti pantanir sem fyrst. Blake Mundell verður til staðar frá 30. október til 5. nóvemb- er. Upplýsingar í síma 92-1933 og 77495. Við seljum til verslana af lager, hin vinsælu VIKING stígvél. Mikið úrval. Mjög hagstætt verð. Andrés Guðnason heiidversiun Smiðjuvegi 8, Kópavogi Simi 76888

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.