NT - 25.10.1985, Blaðsíða 14
fítr Fðstudagur 25. október 1985 14
LJJ Sjónvarp
Laugardagur
26. október
16.00 Móðurmálið - Framburður
Endursýndur annar þáttur.
16.10 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.30 Enska knattspyrnan
19.20 Steinn Marcó Pólós (La Pietra
di Marco Polo) Fimmti þáttur.
ítalskur framhaldsmyndaflokkur
fyrir börn og unglinga. Þættirnir
gerast í Feneyjum þar sem nokkrir
átta til tólf ára krakkar lenda í
ýmsum ævintýrum. Þýðandi Þurið-
ur Magnúsdóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Staupasteinn (Cheers) Annar
þáttur Bandariskur gamanmynda-
flokkur sem gerist á meöal gesta
og þjónustuliðs á krá einni í
Boston. Þýðandi Guðni Kolbeins-
son.
21.05 Þjófur í París (Le Voleur)
Frönsk biómynd frá 1967. Leik-
stjóri Loúis Malle. Aðalhlutverk:
Jean-Paul Belmondo, Genevieve
Bujold og Charles Denner. Á öld-
inni sem leið gerist ungur maður
þjótur til að hefna fyrir rangindi
sem hann hefur verið beittur. Þetta
tekst svo vel að ungi maðurinn
stundar áfram gripdeildir og verður
þessi iðja með tímanum aö óvið-
ráðanlegri ástriðu. Þýðandi Úlöf
Pétursdóttir.
23.05 Handagangur í öskjunni.
Endursýning (High Anxiety)
Bandarisk gamanmynd frá 1977.
Leikstjóri Mel Brooks. Aöalhlut-
verk: Mel Brooks, Madeline Kahn,
Ron Carey, Cloris Leachman og
Harvey Korman. Sálgreinir nokkur
tekur aö sér forstöðu geðsjúkra-
húss þar sem ekki er allt með
telldu og æsilegir atburðir gerast.
Myndin er öðrum þræði skopstæl-
ing á verkum Alfreds Hitchcocks.
Þýðandi Jón Gunnarsson. Áður
sýnd í Sjónvarpinu á nýársnótt
1985.
00.40 Dagskrárlok
Sunnudagur
27. október
17.00 Sunnudagshugvekja Séra
Ólafur Jóhannsson flytur.
17.10 Á framabraut (Fame) Fimmti
þáttur Bandariskur framhalds-
myndaflokkur um æskufólk í lista-
skóla í New York. Aðalhlutverk:
Debbie Allen, Lee Curren, Erica
Gimpel og fleiri. Þýðandi Ragna
Ragnars.
18.00 Stundin okkar Barnatimi Sjón-
varpsins með nýju sniði. Efni
„Stundarinnar'1 er nú eingöngu
innlent og ætlað yngstu áhorfend-
unum. Umsjónarmenn: Agnes
Johansen og Jóhanna Thorstein-
son.
18.30 Fastir liðir „eins og venju-
lega“ Endursýndurfyrsti þáttur.
Léttur fjölskylduharmleikur i sex
þáttum eftir Eddu Björgvinsdóttur,
Helgu Thorberg og Gisla Rúnar
Jónsson sem jafnframt er leikstjóri.
19.00 Hlé
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Sjónvarp næstu viku
20.55 Glugginn Þáttur um listir,
menningarmál og fleira. Umsjónar-
menn: Árni Sigurjónsson og Örn-
ólfur Thorsson. Stjórn upptöku
Tage Ammendrup,
21.50 Verdi Annar þáttur. Framhalds
myndaflokkur i níu þáttum sem
ítalska sjónvarpiö geröi i samvinnu
við nokkrar aðrar sjónvarpsstöövar
i Evrópu um meistaraóperutónlist-
arinnar, Giuseppe Verdi (1813-
1901), ævi hans og verk. í söguna
er auk þess fléttað ýmsum aríum
úr óperum Verdis sem kunnir
söngvarar flytja. Aðalhlutverk Ron-
ald Pickup, Þýðandi Þuríður Magn-
úsdóttir.
23.10 Dagskrárlok
Mánudagur
28. október
19.00 Aftanstund Endursýndur þátt-
ur frá 23. október.
19.25 Aftanstund. Barnaþáttur.
Tommi og Jenni, Hananú, brúðu-
mynd frá Tékkóslóvakíu og Dýrin
í Fagraskógi, teiknimyndaflokkur
frá Tékkóslóvakiu.19
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Móðurmálið - Framburður.
Þriðji þáttur: Um hljóömyndanir
við góm, hv-kv og fleira. Umsjónar-
maður: Árni Böðvarsson. Aðstoð-
armaður: Margrét Pálsdóttir. Skýr-
ingamyndir: Jón Július Þorsteins-
son. Stjórn upptöku: Karl Sig-
tryggsson.
20.50 Listin að lifa (Survival - The
Graceful Art of Success) Bresk
dýralifsmynd um antilópur í Afríku.
Þýðandi og þulur Jón O. Edwald.
21.15 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson..
21.50 Prómiþeifur klipptur. (Prom-
eteus í saksen) Danskt sjónvarps-
leikrit eftir Ernst Bruun Olsen sem
einnig er leikstjóri. Aðalhlutverk:
Inge Sofie Skobo, Björn Watt Bo-
olsen, Lily Weiding og Torben
Jensen. Ung menntakona kemur
ráðherra i klípu i útvarpsumræð-
um svo að hann verður að grípa til
bellibragða til að biða ekki álits-
hnekki. (Nordvision - Danska sjón-
varpið). Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir.
23.20 Fréttir í dagskrárlok.
Þriðjudagur
29. október
19.00 Aftanstund. Endursýndurþátt-
ur frá 21. október.
19.25 Ævintýri Olivers bangsa. Ní-
undi þáttur. Franskur brúðu- og
teiknimyndaflokkur i þrettán þátt-
um um viðförlan bangsa og vini
hans. Þýðandi Guðni Kolbeinsson,
lesari með honum Bergdis Björt
Guðnadóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20 40 Nýjasta tækni og vísindi.
Umsjónarmaður Sigurður H.
Richter.
21.20 Vargur í vélum (Shroud for a
Nightingale) Fjórði þáttur. Bresk-
ur sakamálamyndaflokkur í fimm
þáttum gerður ettir sögu P.D.
James. Aðalhlutverk: Roy
Marsden, Joss Ackland og Sheila
Allen. Adam Dalgliesh lögreglu-
maður rannsakar morð sem framin
eru á sjúkrahúsi einu og hjúkrunar-
skóla. Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
22.10 Kastljós. Þáttur um erlend
málefni. Umsjónarmaður Ög-
mundur Jónasson.
22.45 Fréttir i dagskrárlok.
Miðvikudagur
30. október
19.00 Stundin okkar. Endurflutt frá
27. október..
19.25 Aftanstund. Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni. Sögu-
hornið, Gunnhildur Hrólfsdóttir
segir sögu sina um Friðu og litla
bróður. Maður er manns gaman
og Forðum okkur háska frá -
teiknimyndaflokkur frá Tékkósl-
óvakiu um það sem ekki má i
umferðinni. Sögumaður: Sigrún
Edda Björnsdóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Akstur í myrkri. Fræðslumynd
frá Umferðarráði.
20.50 Maður og jörð. (A Planet for
the Taking) Nýr flokkur -1. Herra
sköpunarverksins. Kanadískur
heimildamyndaflokkur i átta þátt-
um um tengsl mannsins við upp-
runa sinn, náttúru og dýralíf og
firringu hans frá umhverfinu á
tækniöld. Þýðandi og þulur Óskar
Ingimarsson.
21.50 Dallas. Slysið. Bandariskur
framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi
Björn Baldursson.
22.35 Úr safni Sjónvarpsins. Gulla
- fórnarlamb fíkniefna. Sann-
söguleg mynd um fikniefnanotkun
unglinga i Reykjavik. Umsjón:
Sigrún Stefánsdóttir. Áður sýnd
17. september sl.
22.55 Fréttir í dagskrárlok.
Föstudagur
1. nóvember
19.15 Á döfinni Umsjónarmaður
Maríanna Friðjónsdóttir.
19.25 Norsk æska Tvær barna- og
unglingamyndir frá Noregi sem
heita Hár og Bjarni og tónlistin.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
(Nordvision - Norska sjónvarpið).
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
2Q.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Þingsjá Umsjónarmaður Páll
Magnússon.
20.55 Kastljós Þáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður Einar
Örn Stefánsson.
21.25 í þjónustu föðurlandsins
(Diplomatix) Norskur gamanþáttur
um utanríkisþjónustuna og starfs-
menn hennar heima og erlendis.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson. (Nord-
vision - Norska sjónvarpið)
22.05 Derrick Þriðji þáttur. Þýskur
sakamálamyndaflokkur. Aðalhlut-
verk: Horst Tappert og Fritz
Wepper. Þýðandi Veturliði Guðna-
son.
23.00 Kóngur í ríki sínu (The King
of Marvin Gardens) Bandarískbíó-
mynd frá 1972. Leikstjóri Bob Ra-
felson. Aðalhlutverk: Jack Nichol-
son, Bruce Dern, Ellen Burstyn og
Julia Anne Robinson. Vinsæll út-
varpsmaður tekur sér frí frá störf-
um og dvelst með bróður sínum
um hríö. Bróðirinn hefur komist í
kast við lögin en hyggst nú stofna
spilaviti á Hawaii. Þýðandi Björn
Baldursson.
00.45 Fréttir í dagskrárlok.
Umsögn
■ Meðfylgjandi mynd er af vinnuhópi og kennaratalsnefnd. Efri röð frá vinstri: Jón Gíslason,
Hanna B. Sigurbjarnardóttir, Stefanía Björnsdóttir, RagnhildurHarðardóttir, Kristján Thorlacius,
Þorgeir Baldursson. Fremri röð: Indriði Indriðason, Elín Harðardóttir, Sigrún Harðardóttir,
Vilbergur Júlíusson. Á myndina vantar Óla V. Einarsson og Loft Magnússon.
10 þúsund kennarar
í stéttartali
Kennaratal í 2. útgáfu
■ Út eru komin þrjú hindi
annurrar útgáfu KENNARA-
TALS Á ÍSLANDI. Fyrstaog
annað bindi er Ijósprentuð út-
gáfa á 1. útgáfu, en þriöja
bindiö liefur að geyma 1498 ný
æviágrip 797 kvenna og 701
karls. lJá er viðbætir við ágrip
í fyrstu útgáfu um 1029
kennara og að auki lágniarks-
upplýsingar um 131 kennara,
sem ekki sendi inn upplýsing-
ar, og eru því alls upplýsingar
um 2658 manns í þriðja bindi
Kennaratalsins. Af þeini 1498
kennurum sem ný æviágrip eru
um. fylgja ljósmyndir. nerna af
25 einstaklingum, seni ekki
tókst að útvega myndir af.
Sem fyrr segir koma nú út þrjú
bindi Kennaratalsins, en alls
verða bindin fimm, og verður
þar að finna æviágrip meira en
10 þúsund karla og kvenna og
er Kennaratalið því lang-
stærsta stéttartal, seni út hefur
verið gefið á íslandi, og um
leið eitt stærsta mannfræðirit,
sem hcr hefur verið gcfið út.
Unnið er að útgáfu fjórða og
fimmta bindis, og er áformað
að fjórða bindi komi út þegar
á næsta ári.
Sigrún Harðardóttir kennari
er ritstjóri verksins, en með
henni staríar vinnuhópur og
kennaratalsnefnd. í vinnu-
hópnum eru: Elín Harðardótt-
ir, Hanna Birna Sigurbjarn-
adóttir, Kristín Þórarinsdóttir,
Ragnhildur Harðardóttir,
Stefanía Björnsdóttir og Vil-
bergur Júlíusson. Kennaratals-
nefnd skipa: Elín Harðardótt-
ir, lndriöi Indriðason, Kristján
Thorlacius, Loftur Magnús-
son, Óli V. Einarsson, Sigrún
Harðardóttir og Vilbergur
Júlíusson.
Kennaratal kom á sínum
tíma út í heftum er mynduðu
tvö bindi, á árunum 1956 til
1964. VarÓlafur Þ. Kristjáns-
son skólastjóri ritstjóri verks-
ins og helsti frumkvöðull að
vinnslu þess og útgáfu, en
upphaf Kennaratals á íslandi
má rekja til þess að þegar
Ólafur var ritstjóri mennta-
mála á árunum 1944 til 1945,
birti hann þar ská yfir alla
starfandi kennara.
Kennaratal á Islandi hefur
alla tíð veriö talið í hópi vand-
aðri rita sinnar tegundar, enda
Ólafur heitinn kunnur fræði-
maður og ættfræðingur. Ritið
hefur allt frá því það kom út
þótt ómissandi uppsláttarrit í
fyrirtækjum, stofnunum og
fjölmiölum, og það náði einnig
mikilli útbreiðslu meðal al-
mennings. Seldist það því fljót-
lega upp og hefur verið ófáan-
legt uni langa hríð. Ný útgáfa
bætir því úr brýnni þörf.
Ólafur heitinn Kristjánsson
hafði unnið að hinni nýju út-
gáfu í allmörg ár, er hann lést.
Varð þá að ráði, að tvær dótt-
urdætur lians tækju upp
þráðinn, þær Sigrún og Elín
Harðardætur, og er verkið nú
komið út undir ritstjón Sigrún-
ar og mcð aðstoð fjölda manna
úr kennarastétt.
Prentsmiðjan Oddi hf. gefur
Kennaratalið út eins og áður,
en þeir Ólafur Þ. Kristjánsson
og Baldur heitinn Eyþórsson
forstjóri Odda höfðu um árabil
nána samvinnu um útgáfuna.
Kennaratal á íslandi verður
til sölu í bókaverslunum um
allt land, en kennarar og aðrir
geta einnig gerst áskrifendur
að verkinu beint frá útgefanda.
Gagnleg endurútgáfa
■ Sveinbjörn Beinteinsson:
Bragfræði og háttatal (2. út-
gáfa),
Hörpuútgáfan, Akranesi,
1985.
Það vill svo til að þessi bók
Sveinbjarnar Beinteinssonar
er gamall kunningi hjá mér.
Hún kom fyrst út 1953, og
einhvern tíma þegar ég þurfti
að greina í sundur nokkra
rímnabragarhætti varð ég mér
úti um eintak. Bókin reyndist
mér þá notadrjúg, og allar
götur síðan hef ég átt hana
uppi í hillu og litið þó nokkuð
oft í hana.
Þessi nýja útgáfa er Ijós-
prentun hinnar, með nýrri
kápu. Eitt verður þó að gagn-
rýna, sem er að endurprentun-
in hefur alls ekki tekist eins vel
og skyldi. í eintaki því, sem ég
fékk í hendur, er áferðin víða
grá og einstakir stafir daufir.
Með nútíma prenttækni er
hægt að vinna mun betur en
þarna hefur verið gert.
Líka er það galli á bókinni
að aftast í henni hefur verið
bætt við nokkrum leiðrétting-
um höfundar. Slíkt hefði verið
sjálfsagt mál að fella inn á
viðeigandi stöðum í meginmál-
inu. Það er ekki það mikið
fyrirtæki að setja upp örfáar
línur og líma þær inn áður en
heil bók er endurprentuð.
Núna þurfa notendur bókar-
innar hins vegar að byrja á því
að færa þessar lagfæringar inn
á viðeigandi staði framar í
bókinni.
Þessi bók Sveinbjarnar fell-
ur í tvo hluta. Sá fyrri er
bragfræði, og tekur hún fyrst
og fremst mið af rímum og
lausavísum, en getur þó komið
að gagni við skoðun á öðrum
kveðskap. Síðari hlutinn er
háttatal, ort af Sveinbirni. Það
er 450vísur,skiptí20bragar-
háttaflokka eða rímur og eru
engar tvær vísur ortar undir
sama afbrigði.
Ég sé ekki betur en þessi
kveðskapur gegni vel því hlut-
verki að kynna fólki einstök
afbrigði af vísnagerðarlist
þeirri sem rímnaskáldin þró-
uðu hér í aldanna rás og jafn-
hliða blómstraði í lausavísum.
Þetta er ekki veigamikill skáld-
skapur, enda ekki sanngjarnt
að heimta slíkt. Hér er það
bragfræðilegt notagildi sem sit-
ur í fyrirrúmi.
Annars er það sannast sagna
að áhugi á vísum og vísnagerð
er enn furðu mikill og má
rekast á dæmi þess hjá ótrúleg-
asta fólki. Það er enginn efi á
því að þessi bók getur orðið
áhugamönnum um það efni
drjúg fróðleikslind. Af þeim
sökum var það fyllilega tíma-
bært að gefa hana út að nýju.
Bragfræðikaflinn er líka að-
gengilegur og hentar vel byrj-
endum. Eins og gengur má
setja þar út á ýmislegt, og
annað vekur til umhugsunar
um það að enn er ótal margt
órannsakað í íslenskri brag-
fræði. Það eru til dæmis atriði
er snerta stuðlasetningu og
hrynjandi skálda á ýmsum
tímum. Égsaknaþesstildæmis
að Sveinbjörn skuli ekki geta
þess að lengi fram eftir öldum
gat bókstafurinn j stuðlað á
móti sérhljóðum. Það er til
dæmis nokkuð víða hægt að
sjá þetta í Passíusálmunum,
þar sem séra Hallgrímur stuðl-
ar nafn Jesú á móti orðum sem
hefjast á sérhljóðum. í fornum
skáldskap er þetta líka algengt.
Einnig gefur Sveinbjörn þá
reglu þarna að orð sem hefjast
á sp-, st-, sk-, sl-, sn-, og sn-, geti
einungis stuðlað innbyrðis en
ekki við önnur orð sem byrja á
s-, þ.e. sp- á móti sp-, st- á móti
st-, og svo framvegis. Ég þekki
þessa reglu vel að því er varðar
þrjú fyrst nefndu hljóðasam-
böndin, og hún er held ég
algild í íslenskum skáldskap
frá upphafi og út átjándu öld.
Á þeirri nítjándu fóru menn
síðan að slaka á kröfunum um
þetta.
Hins vegar er ég ekki jafn-
viss um að það sem hann segir
um sl-, sm- og sn- sé rétt. Ég
veit að þetta var oft gert, en
ekki alltaf. Til dæmis rak ég
mig við fljóta leit á tvö dæmi
þess að Égill Skallagrímsson
stuðlaði sn- á móti s-, og eru
þau í 15. og 33. vísu Egils sögu
fyrir þá sem skoða vilja. En
þetta er hins vegar eitt af þeim
atriðum íslenskrar bragfræði
sem eftir er að rannsaka.
■ Sveinbjörn Beinteinsson.
Líka notar Sveinbjörn orðin
„hljómstig" og „lágstig" um
það þegar bragliðir með mis-
jafnlega þungri áherslu skipt-
ast reglubundið á í vísuorði.
Ég er vanari því að talað sé um
„hákveður" og „lágkveður" í
þessu sambandi og sé satt að
segja ekki nauðsynina á að
taka upp önnur orð um þessi
fyrirbæri.
Þrettánda ríma háttatalsins
er undir bragarhætti sem ég
hef lengi verið hrifinn af, en
það eru stikluvik. Þessi háttur
var mikið notaður á lausavísur
hér á öldum áður, og satt best
að segja minnir hann mann
dálítið á limrurnar sem margir
eru farnir að spreyta sig á að
yrkja í seinni tíð. Ég læt fljóta
hér með í lokin 295. vísuna úr
háttatali Sveinbjarnar. Þaðeru
hringhent stikluvik, og geta nú
áhugasamir vísnasmiðir
spreytt sig á að yrkja eftir
þessari fyrirmynd:
Lýsti hróðurorðum í
yndisgóðum svanna,
munaglóðin hæg og hlý
hitar Ijóðamálin ný.
Eysteinn Sigurðsson