NT - 25.10.1985, Blaðsíða 7

NT - 25.10.1985, Blaðsíða 7
0*1 Sameinuðu þjóðirnar: Neyðaraðstoð vegna Mexíkó jarðskjálfta Róm-Reuter: ■ Matvæla- og landhúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna ákvað í gær að veita 4.2 milljón- ir dollara (175 milijónir ísl. kr.) neyðaraðstoð til að bægja frá hungursneyð á jarðskjálfta- svæðum í Mexíkó og til að kaupa matvæli handa flótta mónnum Honduras og Rwanda. Um helmingur aðsloóarinnar verður notaður til að fæða um 150.000 fórnarlömb jarðskjálft- anna í Mexíkó í seinasta mánuði ■ Einfættur maðurstal 15.000 franka (80.000 ísl. kr) gervifæti úr búð gervilimasmiðs í París í fyrradag að sögn frönsku lög- reglunnar. Maðurinn hafði mátað á sig sem búa á afkekktum svæðúm. Um það bii ein milljón doliara (41 milljón ísl. kr.) er ætluð til hjálparstafs í Honduras þar sem fjöldi flóttamanna frá El Salva- dor, Guatemala og Nicaragua búa í flóttamannabuðum. Af- gangurinn verður sendur til Miö-Afrikuríkisins Rwanda til að hjálpa flóttamönnum frá Ug- anda og Rwandamönnum sem hafa snúið aftur til heimalands síns eftir að hafa flúið til ná- grannaríkja. fótinn í búðinni. Pegar í Ijós kom að fóturinn passaði honum ágætlega labbaði hann sig út úr búðinni á honum án þess að borga. Svo var flýtirinn mikill að hann skildi meira að segja eftir sig buxur. El Salvador: Skæruliðar sleppa for- setadóttur San Salvador-Reuter ■ Skæruliðar í El Salva- dor létu í gær lausa dóttur Jose Napoleons Duartes forseta 44 dögum eftir að þeir rændu henni. Ines Duarte Duran, sem cr 35 ára gömuþvar látin laus eftir að stjórnvöld féllust á aö sleppa nokkr- um skæruliðum sern voru fangar í fangelsunr stjórn- arinnar. Skæruliðar slepptu henni og 23 ára vinkonu hennar Ana Cec- ilia Villeda skammt fyrir austan höfuðborgina San Salvador. Vinstrisinnaðir skæru- liðar hafa á undanförnum mánuðuni hert mjög bar- áttu sína gegn stjórninni í E1 Salvador. Þeir hafa m.a. rænt 33 bæjarstjórum og öðrum embættismönn- um. Ekki var vitað hvort einhverjum þeirra hefði einnig verið sleppt úr haldi í gær en stjórnin gerði upphaflega kröfu um að fá bæjarstjórana einnig lausa í skiptum fyrir fanga. Nú eru liðin sex ár frá því að skæruliðarnir hófu byltingarbaráttu sína í El Salvador. Einfættur Parísar- búi stelur fæti París-Reuter. ■ Tæki sem Frakkar nota við kjarnorkutilraunir sínar á Muraroa. Þeir láta mótmæli Kyrrahafsþjóða við tilraunirnar sem vind um eyrun þjóta og hafa sýnt að þeir eru tilbúnir til að beita hervaldi gegn kjarnorkuandstæðingum. Kyrrahafsátök: Frakkar taka skip af grænf riðungum vilja fá frið fyrir kjarnorkusprengjur London-IMuraroa-Reuter ■ Sérsveitir í franska hernum réðust um borð í Vega, skip grænfriðunga, og tóku það á sitt vald í gær eftir að skipið sigldi inn á svæði við Muraroa-eyjar í Kyrrahafi sem Frakkar höfðu lýst bannsvæði vegna fyrirhug- aðrar kjarnorkutilraunar. Grænfriðungar ákváðu að sigla skipinu inn á bannsvæðið til að reyna að koma í veg fyrir kjarnorkutilraun sem Frakkar gerðu síðar í gær. Frakkar höfðu áður hótað því að beita valdi til að hindra allar skipa- ferðir um svæðið. Mikill fjöldi franskra stór- menna var samankominn á Muraroa til að fylgjast með kjarnorkutilrauninni sem var gerð neðanjarðar mörg hundr- uð metra undir gömlu eldfjalli sem er á eyjunni. Laurent Fabi- us forsætisráðherra Frakka og Pau! Quiles nýskipaður varn- armálaráðherra komu til ey- Unnar fyrr í vikunni og frétta- menn fengu leyfi til að fylgjast með tilrauninni. Mikil andstaða er við kjarn- orkutilraunir Frakka á Kyrra- hafi. Ríkisleiðtogar við Suður- Kyrrahaf hafa margoft mótmælt tilraununum og beðið Frakka um að gera þær frekar heima hjá sér í Frakklandi ef þær eru jafn hættulausar og frönsk stjórnvöld hafa haldið fram. Náttúruverndarsamtök græn- friðunga hafa verið framarlega í baráttunni gegn kjarnorkutil- raunum Frakka á Kyrrahafi nú að undanförnu. Friðarfloti grænfriðunga á Kyrrahafi, sem er á siglingu nálægt Muraroa, hefur vakið mikla athygli, sér- staklega eftir að franskir leyni- þjónustumenn gerðu sprengju- árás á skip þeirra, Rainbow, þar sem það lá í höfn á Nýja Sjá- landi fyrr í sumar. Skipið sökk og einn áhafnarmeðlimur drukknaði. Föstudagur 25. október 1985 7 Sameinuðu þjóðirnar: Reagan vill nýtt upphaf - í samskiptum stórveldanna Sameinudu jijoOirnar-Reuter: ■ Reagan Bandaríkjaforseti sagði í ræðu, sem liann hélt á þingi Sameinuðu þjóðanna í gær, að hann vonaðist til þess að fundur hans og Gorbachevs So- vétleiðtoga í Genf í næsta mán- uði yrði upphafið að nýjum samskiptum þjóða þeirra. Reagan varði geimvarnar- áætlun Bandaríkjamanna og sagði að íbúar heimsins ntyndu sofa betur ef langdrægar kjarna- flaugar yrðu gerðar gagnslausar og vestrænum og rússneskum vísindamönnum tækist að loka geimnum fyrir umferð gjöreyð- ingarvopna. Hann sagði að frið- ur sem byggöist á gagnkvæmum ótta, væri ckki raunverulegur friður. Reagan sagði aö tillögur Gor- bachevs um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna væru athygl- isverðar og að Bandríkjamenn heföu þær til gaumgæfilegrar athugunar. Ilann lagði samt mun mciri áherslu á mikilvægi þess að Sovétmenn og Banda- ríkjamenn ræddu leiðir til að binda enda á átökin í Afganist- an, Kambodíu, Eþíópíu. Ang- óla og Nicaragua. Öll þessi ríki eiga það sameiginlegt að stjórn- ir þeirra hafa vinsamlegt sam- band við Sovétmenn og njóta hernaðarlegs stuðnings þcirra í misjafnlega miklum mæli. Bandríkjamenn styðja hins veg- ar skæruliða sem berjast gegn stjórnum þeirra. ■ Reagan er sannfærður um siðferðislega yfirburði Banda- ríkjanianna. Reagan sagði nauðsynlegt að fá stríöandi aðila í þessuni fimm ríkjum til samningaviðræðna. Jafnframt því yröu Bandaríkja- menn og Sovétmenn að ræða óformlega saman og aðstoða deiluaðila viðaðfinnasameigin- lega lausn. Tækist þetta væri hægt að bjóða þessi ríki aftur velkomin í hagkcrfi heimsins. Ræða Rcagans cr sögð sýna að hann tclji mun mikilvægara að ræða um málefni Afghanist- ans, Kambódíu, Eþíópíu, Ang- óla og Nicaragua við Gorbachcv en urn fækkun kjarnorkuvopna þótt hann hafi ckki ncitað mikil- vægi slíkra viðræðna. Heimsmeistaramótið í bridge: Brasilíumenn í sviðsljósinu ■ Brasilíumenn voru í sviös- Ijósinu í báðum flokkum á Heimsmeistaramótinu í bridgc í gær þegar undankeppnin var hálfnuð, því þeir voru efstir í karlaflokki og brasilíska kvennalandsliðið vann þaö bandaríska með yfirburðum, 24-6 í 7. umferð. I karlaflokki voru Brasil- íumenn efstir með 135 stig eftir að hafa fengið I8 stig fyrir yfirsetu og ísraelsmenn komu næstir með 118 stig eftir að hafa unniö Argentínu, 16-14. Arg- entína var í 3. sæti með 115 stig. Venuzela vann Nýja-Sjá- land 24-6 og Kanada og Ind- ónesía gerðu jafntefli, 15-15. I kvennaflokki náðu Argen- tínumenn forustu með H8 stig en B-lið Bandaríkjanna var í 2. sæti með 117 stig. Ástralía og Taiwanvoru jöfn á 3.-4. sæti með 110 stig. Þar vann Argentína Ástralíu, 16-14, Bretland vann Indland 21-9 og Taiwan vann Venezuela 19-11. Fyrstu tvær umferðir seinni hluta undankeppninnar voru spilaðar í gærkvöldi og nótt. Þá áttu Indónesar og ísraelsmenn að spila saman en eins og komið hefur fram í NT voru yfirvöld Indónesíu ekki of ánægð með að þessar þjóðir skyldu spila saman fyrr í mótinu. Bretland: íhaldsmenn eru ennþá óvinsælir London-Rculer. ■ Tvær skoðanakannan- ir, sem birtar voru í brcsk- um blöðum í gær,sýna að breskir íhaldsmenn eru ennþá fremur óvinsælir meðal kjósenda þráttfyrir 'nýafstaðið flokksþing sem fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Verkamannaflokkurinn fékk meira fylgi en íhalds- flokkurinn í báðum könnunum. í annarri könnuninni var Verka- mannaflokkurinn með 38% atkvæða en 34% í hinni. íhaldsflokkurinn fékk hins vegar 32% at- kvæða í báðum könnun- um. Bandalag frjáls- lyndra og jafnaðarmanna fékk 28% í annarri könnuninni en 32% í hinni. NEWSIN BRIEF OKTOBER 24, REUTER UNITED NATIONS - President Reagan ann uunced proposals for end- ing U.S: - Soviet tension in the Third World and said constructive super- power relations depended on the resolution of reg- ional conflicts. Diploiuatic sources said he was trying to move the focus of his forthcoming niccting with Gorbachev away from arms control and on to Soviet iniluence in the world. • UNITED NATIONS - Soviet Foreign Minister Eduard Shevardnadze made two new concessions towards Western arms control concerns while renewing a verbal ons- laught on Prcsident Reag- an's „Star Wars“ Space defence programme. He offered a freeze on SS-20 missilcs in Asias and app- UJ arent closer verification of tjr arins control accords. CQ • ^ MURUROA-Thegreen- (yj peace protest yacht Vega Sfc was intercepted b\ a Uj Frencli Warship after it ^ entered a forhidden zone around Mururoa atoll shortly before a nudear test was due, French Def- ence Minister Paul Quiles said. The crew was arrest- ed. • SAN SALVADOR - The daughter of Salvadorean Presidcnt Jose Napoleon Duarte was freed 44 days after she was kidnapped by leftíst gucrrillas, diplo- mats who wilnesscd tlic u releasc said. s cc THE HAGUE - The Dutch parliament appro- ^ 'cd a draft accord with j/j Washington on deploying Cruise missiles in the Net- UJ herlands. The cabinet will ^ make a llnal decision on November I but the acc- ord specifles that the Unit- ed States will not launch a missile without consulting the host government. • STRASBOURG. France I - The European Par- liament called for a Palest- inian hoineland and cond- emned the United States for responding to „illegal sca piracy witli illegal air piracy“ in the aftermath of the hijacking of the Italian liner Achille Lauro. It also condemned Palcstinian groups for U- seizing the ship. S KARACHI - Pakistan’s military authoritics de- ^ tained at least four leading jO opposition politicians and banned others from Kar- achi, where a major meet- ing was planned to discuss an attempt by prcsidcnt Zia legitimise his eight years in power. • LONDON - OPEC sho- I uld conisider rcplacing its I present system of fixed prices for crude oil with a I more flexible approach, I Indonesian Oil Minister Subroto said. • REYKJAVÍK - Iceland’s President joined thous- ands of womcn employees and housewives who walk- ed of the job in a 24-hour protest against what the called male privilcgc - but she signed an order send- ing striking air hostesses back to work. newsinbriefA

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.