NT - 27.10.1985, Qupperneq 2
Umsjón:
Arnaldur Sigurðsson
Gunnar Smári Egilsson
Útlit:
Ólöf Nordal
Teikningar:
Jón Axel Björnsson
Forsíða:
Myndin er af Jóhannesi Jós-
efssyni frá Borg er lagði heiminn i
að fótum sér með íslenskum
glímubrögðum fyrr á öldinni.
Hver ber þetta hár?
Svör sendist til
Hárrétt!
NT-Helgarblað
Síðumúla 15
108 Reykjavík
Hárrétt
Mörg rétt svör bárust og var dregið úr réttum lausnum. Upp kom nafn
Sigurbjargar Guðmundsdóttur frá Öxl í Sveinsstaðahreppi, A-Húnavatns-
sýslu. Hún fær rófu-sekkinn sendann með hraði.
Ekki hittu allir á réttu svörin og var stungið uppá jafn ólíkum manneskjum
og Ragnhildi Helgadóttur, Helga Péturssyni, Gilitrutt og Bob Geldof.
Við höldum áfram að leggja þrautir fyrir lesendur og nú er spurningin:
Rétt svar við getrauninni í síðustu viku var:
Davíð Oddsson borgarstjóri
Hún amma mín er furðuleg
persóna. Hún brosir að öllu. Hlær
að öllu. Hún er ekki að gera grín.
Það er bara eins og henni finnist allt
6vo skemmtilegt. Þegar hún kemur
á morgnana og veðriö er gott segir
hún.
„Þetta er nú meiri dýrðarblíðan,"
og Ijómar öll.
Ef veðrið er hins vegar leiðinlegt
er hún vís með að segja:
„Árans hryssingur er þetta, en
það verður sjálfsagt betra á
rnorgun," og brosir. Eins og okkur
verði nokkuð hlýrra í 10 stiga frost-
inu í dag þó það verði frostlaust á
morgun.
í gær þegar ég kom heim í
rigningunni til að borða hafði ein-
hver fábjáni ekið framhjá mér á
skellinöðru. Hann gat auðvitað ekki
ekið á malbikinu. Hann rótaðist í
vegkantinum og sletturnar gengu í
allar áttir. Það var ekki sjón að sjá
nýju, hvítu buxurnar mínar. Ég varð
bálreið. Það er ekki á hverjum degi
sem maður kemur í nýjum buxum í
skólann. Og stelpurnar höfðu orðið
grænar af öfund. Þegar ég var búin
aö óskapast yfir þessu og nota
mörg vægast sagt vafasöm orð, þá
sagði amma.
„Blessuð vertu, heldurðu að það
sé ekki hægt að þvo buxurnar.
Skiptu bara um.“ Ég verð að segja
að ég varð hálf gröm út í ömmu í
það skipti. Það vildi nefnilega svo til
að ég átti engar hreinar buxur nema
svo ferlega Ijótar að engin 14 ára
stelpa getur látið sjá sig í þeim. En
ef amma hefði orðið reið og sagt til
dæmis: „Þér var nær að vera ekki
að asnast í hvítum buxum út í þetta
veður.“ Ja, þá veit ég ekki hvað
hefði gerst. Kannski hefði ég farið
að orga af reiði.
Ég spurði ömmu einu sinn af
hverju hún væri alltaf í svona góðu
skapi.
„0, maður lærir af lífinu," saqði
hún.
Það finnst mér skrítið. Ég veit
nefnilega að það hafa svo hræðileg-
ir atburðir orðið í hennar lífi að ég
þori ekki einu sinn að hugsa um þá,
hvað þá skrifa. Ég veit ekki hvort ég
get lært af lífinu eins og amma. Ég
hef víst nóg með það sem ég þarf
að læra, í skólanum. En ég vona
samt að ég geti lært af ömmu að
vera alltaf í góðu skapi. Og ég er
fegin að hún passar okkur á meðan
mamma er að vinna. Annars hefði
ég aldrei kynnst henni og góða
skapinu hennar.
Það var til dæmis í sumar þegar
amma ætlaði til sólarlanda. Hún
hlakkaði rosalega mikið til. Hún
hafði átt stórafmæli og börnin henn-
ar ætluðu að gefa henni ferðina í
afmælisgjöf. Börnin hennar, þaö er
sko pabbi og systkini hans. Mér
finnst hálfhallærislegt að kalla þau
börn, því pabbi er orðinn dálítið
gamall. En amma kallar þau krakk-
ana sína. Það er nú ennþá verra.
Jæja, þau ætluðu sem sagt að gefa
ömmu þessa ferð. Hún ákvað að
reyna að fá frænku sína með sér.
Það er lítið gaman að fara í stórum
hópi, þekkja engan. Það skildi ég
vel. En þá var frænkan lasin og
treysti sér ekki á sólarströnd. Amma
tók þessu með jafnaðargeði.
„Jæja, þá fer ég bara til Porto
Rose,“ sagði hún. „Ég hef komið
þangað áður.“ Og hún hringdi í
ferðaskrifstpfu til að panta. Þetta
var í apríl. Ég man að ég var komin
í páskafrí.
„Ja, nú fór illa fyrir mér,“ sagði
hún þegar hún kom úr símanum.
„Allt upppantað," og svo hló hún
eins og þetta væri eitthvað fyndið.
Ég hefði orðið grautfúl.
bæklingum.
„Ég dett ofan á eitthvað, blessuð
verið þið,“ sagði hún þegar við
vorum að vorkenna henni. Og viti'
menn. Einn daginn dettur ómerki-
legur auglýsingapési inn um bréfal-
úguna. Þar var auglýst 14 daga
hópferð til Noregs. Það átti að sigla
með Norröna og aka um Noreg
þveran og endilangan í rútu. Eini
gallinn var sá að ferðin var farin úr
fjarlægu þorpi þar sem amma þekkti
engan.
„Vissi ég ekki,“ sagði amma.
„Þarna kemur draumaferðin.11
Og hún hringdi í vinkonurnar.
Tvær voru til með að fara en ein
treysti sér ekki í siglingu. Þá hættu
hinar við, og amma var aftur orðin
ein síns líðs.
„Þetta er allt í lagi. Þetta er
áreiðanlega ágætisfólk allt saman,“
sagði hún. „Ég verð ekki lengi ein á
báti.“
Og nú gekk allt eins og í sögu.
Þátttakan var næg, það var borgað
inn á ferðina og amma keypti gjald-
eyri. Einn daginn, viku fyrir brottför,
kom amma til okkar og var eitt
sólskinsbros.
„Hugsið ykkur,“ sagði hún. „Hún
Hanna ætlar með mér. Ekki hefði
ég getað fengið betri ferðafélaga."
Og þannig komst amma loks í
utanförina með vinkonu upp á arm-
inn og þessa ódrepandi bjartsýni.
Líklega er það besti förunauturinn
sem nokkur getur átt. Amma sagöi
að þarna hefðu forlögin áreiðanlega
verið að verki því þetta hefði verið
eins og ævintýri. Énnþá er hún að
segja mér sögur úr ferðalaginu.
Þær eru allar um eitthvað skemmti-
legt. Hafi eitthvað miður gott borið
við hefur hún amma áreiðanlega
gleymt því strax. Hún sér aldrei
nema björtu hliðarnar.
Sigrún Björgvinsdóttir.
„Hvað geriröu þá?,“ spurði ég.
„Þá reyni ég bara annars staðar,"
sagði hún.
Svo var farið að rýna í bæklinga
og auglýsingar. Þar fann hún ferð
sem henni leist vel á. Það var til
Rimini. Hún sagði að það væri á
Ítalíu. Það var æðislega spennandi
að hugsa til þess að amma færi til
ftalíu. Þar er Róm og skakki turninn,
þið vitið. En þegar til kom var ekki
laust far til Rimini nema í júlí.
„Ég held að ég nenni ekki að fara
á þeim tíma,“ sagði amma. „Ég
kæri mig ekki um að koma eins og
brenndur snúður heim.“ Og nú
skellihló hún.
„En amma,“ sagði ég, „ferðu þá
ekki?“
„Jú jú, ég fer einhverntíma,11
svaraði hún hress í bragði eins og
einhverntíma væri strax á morgun.
Það var komið fram í maí þegar
hún frétti að fyrirhuguð væri Nor-
egsferð fyrir aldrað fólk. Það átti að
dvelja á hóteli og fara þaðan í styttri
og lengri skoðunarferðir. Öllum
fannst að þetta væri einmitt fyrir
ömmu, og hún var himinlifandi. Hún
pantaði far og allt var í himnalagi.
Það kom í Ijós að frænkan sem ekki
vildi fara á sólarströnd vildi endilega
fara í þessa ferð. Hana hafði alltaf
langað til Noregs. Áður en langt um
leið voru þær orðnar fjórar vinkon-
urnar sem ætluðu saman. Það var
talað um Noreg seint og snemma.
Svo leið að þeim tíma þegar átti að
borga inn á ferðina. Þá kom babb í
bátinn. Það var ekki nægileg þátt-
taka. Þeir voru hreinlega hættir við
ferðina. Við vorum alveg miður
okkar en amma hló.
„Ja, nú dámar mér ekki,“ sagði
hún. „Þetta fer að verða skemmti-
legt.“ Ég sá nú ekkert skemmtilegt
við þetta.
Og amma hélt áfram að grúska í