NT - 27.10.1985, Blaðsíða 11

NT - 27.10.1985, Blaðsíða 11
UÐINN vængi úr blöðum sólblómsins og reyndi að fljúga til himins en það kviknaði i vængjunum og hann féll til jarðar. Þannig segir Olebis að hann hafi sjálfur dæmt sig til dauða með orðum sínum og upp frá því deyja allir menn. Á meðal eskimóa á Grænlandi er önnur útgáfa af þessari sögu: I upp- hafi voru hvorki til sól né dauði. Gömul kona sagðist vilja fórna dags- birtunni ef hægt væri að sigra dauö- ann en önnur mótmælti því og sagði að lífið væri óhugsandi án sólarljóss - því yrði þetta tvennt að fylgjast að. Þetta minnir aftur á goðsögnina um þrætuna og afleiðingu hennar, dauð- ann eins og fyrr var minnst á. Blæ- fegurðin í tveim síðasttöldu sögnun- um virðist einkennandi fyrir þjóð- flokka N-Ameríku - þar kemur fram - í sögn frá indiánum af Svarthöfðaætt, þræta milli fyrsta ættföðurins og ætt- móöurinnar. Gamli maðurinn þráði ódauðleikann en konan áleit að þá yrði fólkið á jörðinni of margt og auk þess - ef það dæi myndi því þykja vænna hvoru um annað. Þau verða NT Sunnudagur 27. september 11 síðan ásátt um að láta nautsbein skera úr um málið og fleygja því í tjörn - og ef það flyti myndu þau biðja um ódauðleika, en sykki það myndu þau biðja um dauða. En gamla konan kunni töfra og breytti beininu í stein og uppfrá því deyja allir menn. f Oceaniu stendur baráttan á milli tveggja yfirnáttúrulegra anda þar sem annar kýs líf en hinn dauða og sigrar sá síðarnefndi. Stundum kemur fyrir að annar guðanna er illviljaður og á Bank-eyjum er sú saga sögð að góði guðinn Quat hafi búið til líkneski úr tré og gætt það lífi með því að dansa og berja trumbur. En guðinn fyiarawa sem bæði var illur og afbrýðisamur kom og brenndi líkneskjuna. Kjötbúr dauðans En sumar sögur tilheyra ekki nein- um flokki fyrrnefndra sagna. Frum- byggjar í Astralíu af flokki Aranda álíta að fyrstu mennirnir hafi komið úr klettum. Menn öfunduðu og hötuðu foringjann vegna þess að hann gat valið um konur svo að þeir sendu honum galdur. Hann féll þá í dá og gaf upp andann og var jarðaður. Hann var þó ekki alveg dauður því hann stakk hausnum upp úr moldinni. Þá birtist töfrafuglinn Ubuna og stakk hnífi í hausinn og sagði honum að vera kyrrum á dánarheimi. Hitt fólkið breyttist í fugla sem kvökuðu sorgarljóð á grein en hefði Urbuna ekki komið til skjalanna hefði allt farið vel. Ef til vill kemur einkenni- legasta sagan frá Ewe-þjóðflokknum í Vestur-Afríku. Kóngulóin Yiyi (eitt dæmiö um hinn kæna og gráðuga jötunn sem finna má í mörgum goð- sögnum) fékk eitt sinn kjöt að éta hjá dauðanum meðan hallæri var. Dauð- inn átti nóg kjöt því hann hafði sett veiðigildrur í skóginn. Að launum fyrir kjötið gaf Yiyi dauðanum dóttur sína fyrir konu. Dauðinn bannaði konunni að fara í gegnum skóginn til að sækja vatn en dag einn fór hún þangað og festist í gildru. Þegar Yiyi sá hvað skeð hafði réðist hún á dauðann og hljóp í skelfingu inn í þorpið með dauðann á hælunum. Dauðinn hafði aldrei fyrr komið til þorpsins og á meðan hann lá í leyni og beið eftir Yiyi skemmti hann sér við að skjóta konurnar um leið og þær komu niður að ánni að sækja vatn. Þá sá dauðinn að hann hafði nóga bráð og þurfti ekki að leggja gildrur i skóginum. Persónugerving dauðans Ein fyrsta tilraunin til að lýsa þeirri skelfingu sem dauðanum fylgir fannst við Catal Huyuk, aðsetursstað ný- steinaldarmanna frá 7. árþúsundi f. Kr. Hann birtist þar í mynd ógnvekj- andi svartra hrægamma sem nærast á mannshræjum. Fyrsti ritaði vitnis- burðurinn um slíka persónugervingu kemur frá forn-Egyptum og Mesopot- amiu Osiris, hetjan guðdómlega sem síðar varð tákn mannsins í útfararsið- um Egypta, var drepinn af hinum illa guði Seth. Á myndum er Seth í dýrslíki með oddhvöss eyru, horn og langt trýni og rófu sem klofin er í tvennt. Hann var þó aldrei álitinn vera dauðaguðinn og í egypskri list er heldur enginn slíkur guð. Þó sýnir eftirfarandi texti frá ca. 2160-1580 f. Kr. greinilega hvernig Egyptar persónugerðu dauðann: „Bjargið mér úr klóm hans sem tekur það sem honum þóknast. Lát eigi hinn glóandi anda hans nema mig brott.“ Ekki erólíklegt aðágrísk-róm- verska tímabilinu í Egyptalandi hafi guðinn með sjakala-höfuðið, Anubis, sem oft kemur fram í útafararsiðum ásamt Osiris, hafi verið gerður að guði eða leiðsögumanni hinna fram- liðnu. Engill dauðans í Mesopotamíu til forna kölluðu Babyloniumenn dauðaguðinn Uggga, þótt hann hafi sjaldan komið fram með því nafni. Dauðinn tók á sig ógnvænlegt gervi í þeirra augum. I hinu fræga söguljóði Gilgamesh, dreymir Enkidu, ógæfusaman vin söguhetjunnar, um eigin dauða þegar óttaleg ófreskja nær honum á sitt vald: „Hann umbreytti mér og armar mínir uröu sem fuglshamur þaktir fiðri. Hann lítur til mín og leiðir mig inn í hús myrkursins til bústaðar Irkalla þaðan sem engum er undankomu auðið." í texta frá Assyriu 650 f. Kr. er þessum erkióvini lýst í frásögn af undirheimum og er í líki ófreskju með mannshendur og slöngufætur. En persónugervi dauðans birtist þó í margbreytilegri mynd og í öðrum assýruskum texta er að finna leið- beiningar handa þeim sem gyðja hinna dauðu kallar til sín. Og í goðsögnum frá Mesopotamiu birtast alls kyns ófreskjur úr undirheimum. í hebreskum bókmenntum er guð álitinn eiga sök á dauða manna enda þótt hann samkvæmt sköpunarsög- unni sé afleiðing af synd. Þar kemur fram að þeir álíta Yahweh vera öðrum þræði sjitinn úr tenglsum við daglegt líf manna, þó það sé hann sem sendir mönnum dauðann. í seinni tima þjóðsögum gyðinga er engill dauðans nefndur Sammael en það merkir bikar guðs. Því var trúað að sverðsoddur dauðans væri vættur galli og hundar geltu við komu hans. í goðafræði írana eru dauðinn og tíminn fyrirbæri og þannig var Zun/a konungur tímans um leið tákn dauð- ans. í fornum persneskum texta má finna eftirfarandi: Engin lækning er til hjá Zurva og enginn getur flúið dauð- ann. ímynd Zurva var tvöföld í huga Persa því það var til annars konar tími -tími fallvaltleikans sem bundinn var eðli mannsins, hrörnun hans og dauða. Þessi hugmynd um Zurva eða Ahriman öðru nafni, sem varguð hins illa, tilheyrði Mithratrú og birtist í musterum Persa í líki ófreskju með Ijónshöfuð og skreytt táknum tímans. í Vedabókmenntum Indverja er guð dauðans nefndur Yama. Sam- kvæmt Rig-Veda var hann sonur Vivasvant og fór fyrstur dauðlegra manna til undirheima. í seinni ritum verður Yama dómari hinna dauðu og í því hlutverki kemur hann fram í búddismanum, bæði í Tíbet, Kínaog Japan. Samkvæmt trú Kínverja nefn- ist hann Yen-to-wang og ræður ríkj- um á fimmta sviði helheima. Hann er vinsæll innan japanskrar listar og ber þá nafnið Emma-0 og situr í hásæti ægilegur ásýndar klæddur klnversk- um dómarabúningi. í hindúatrú birtist dauðinn með öðru móti; hann nefnist þar Mara eða Mrtyu og kemur fram í mannsgervi. Það er líka áberandi í goðafærði búddismans þótt hann sé þar frekar tákn hins illa eða „papman". Hindúaguðinn Shivasem talinn er hafa tvíþætt eðli, er í senn Bhaurava „hinn ógurlegi tortimandi" og sér um líkbrennslu. Hann ber hálsfesti úr hauskúpum manna og slöngur skríða á höfði hans. Enn sérkennilegri er hugmyndin um eyðingarmátt Shiva sem birtist í líki gyðjunnar Kali eða Durga. Kali (sem merkir tími) er hræðileg ásýnd- um, hún er svört og ber sveig úr sundurskornum mannshöfðum og hefur margar hendur sem halda um tákn hennar, sverð dauðans, og eil- ífðarblómið sem tákn um hina enda- lausu hringrás lífs oa dauða. Þýð.: Esther Vagnsdóttir VAXANDIEFTIRSPURN IMT dráttarvélarnar hafa fengið frábærar viðtökur og seljast eins ört og við getum afgreitt þær. PÖTTINGER heyhleðslu- vagnar. Ótrúlegt en satt, við fáum sendingu vikulega. Nokkrum óráðstafað úr næstu sendingu 29/10. Jarðtætarar fyrirliggjandi 60" og 70". Þeir ódýrustu á markaðnum. Frá kr. 34.500.- |v.:y ;? ....TfeSviy PÖTTINGER sláttu- vélar. Örfáum óráð- stafað. V.br. 1,65 m. Verð aðeins kr. 46.500.- STOLL heyþyrlur. Vinnslubreidd frá 5m - 7,20 m. _v. ■ >■!** ' .Jí'iVí,' v '••• v’ ' • , ... SÆNSKAR LOFTRÆSTIVIFTUR í GRIPAHÚS VÆNTANLEGAR - SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA. Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.