NT - 27.10.1985, Blaðsíða 9

NT - 27.10.1985, Blaðsíða 9
•t í •H Maðurinn með Ijáinn Kirkjugarðar Reykjavíkur auglýstu jafnan eftir sláttumönnum á sumrin til þess að slá gras þar sem vélum varð ekki við komið. í starf þetta réðu sig ýmsir merkir menn eins og t.d. Skeggi Ásbjarnarson sem landskunnur varð fyrir barna- tíma sína í Ríkisútvarpinu. En flestir voru sláttumennirnir gamlir uppflosnaðir bændur. Einn þeirra var afar ófrýnilegur ásýndum en einstakur Ijúflingur. Það var einhverju sinni í dumbungs- veðri að við Ólafur Þorsteinsson verkstjóri geng- um fram á hann þar sem hann brýndi Ijáinn af mikilli eljusemi. í sömu andrá heyrðisttregabund- inn hljómur útfararklukknanna. Þá gaut gamli maðurinn augunum til okkar frá Ijánum, tannlaus munnurinn rifnaði í gleiðu glotti, og sagði: „Það er alltaf nóg að gera.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.