NT - 27.10.1985, Blaðsíða 8

NT - 27.10.1985, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 27. september NT Þorgeir Kjartansson: Hver er Kibbi? Hugleiðingar um íslenska menningu IV Kibbi er pósitífur. Kibbi er sá sem er til í tuskið, þangað til á reynir, - þá þarf hann að gera „eitthvað annað“. Þá fer Kibbi heim og kúldr- ast inní sjálfan sig, vorkennir sér og finnst að hann hafi á réttu að standa. Kibbi er aðalmaðurinn. Kibbi er hress. Kibbi þroskast ekki. Kibbi er stikk frí. Kibbi er íslendingur. Hann byggir öll sín samskipti við annað fólk á yfirborðslegu samkomulagi, þar sem hugtök á borð við „fórn“ og „ákall“ eru framandi. Kibbi ertöffari. Það er bara tímaspursmál hvenaer hjónabandið hans Kibba splundrast og þarf að senda hann í meðferð. Ollum sem vilja vita er Ijóst að íslensk menning er komin á slysa- varðstofuna. fyieginástæðan er sú, að menn hafi snúið baki við einföld- urri frumsannindum sem um aldir hafa haldið lífinu í þjóðinni, og falskar hugljómanir háværra manna komið þeirra í stað. Fyndnu kallarnir og „kosmópólítanarnir." Útblásin egóismi hefur drottnað og ýtt af sviðinu þeirri háleitu andlegu leit sem er í rauninn kjarninn í íslenskri menningu. íslendingar kunna ekki að vera þeir sjálfir. Vita í rauninni ekki hvernig þeir eigi að vera ef þeir vilja vera þeir sjálfir. Hvernig er íslend- ingur? Hvað er það? Þessi þjóð er búin að eiga í hatrammri ídentítets- krísu í bráðum hálfa öld, og þess- vegna eiga nú nýjar dellur og tísku- fyrirbæri svpna greiðan aðgang að hjörtunum. íslendingar stæra sig af þessu við útlendinga, óafvitandi um meinlegan aðhlátur. Á þessum síðustu og hlægileg- ustu tímum, þegar allir eru að rembast við að vera heimsborgarar, flykkjast til útlanda, „skoða sig um í heiminum“ eða „nema erlendis", gerir fólk unnvörpum sama axar- skaftið. Það áttar sig ekki á sjálfu sér, uppruna sínum og þetta áttleysi kemur m.a. fram í snobbi fyrir „heimslistinni", sem er misskilning- ur á heimslistinni, af því list er sköpuð til að vekja dýpri hughrif og önnur viðbrögð en snobb. í minnimáttarkennd gagnvart út- löndum hefur fólk gengist rótleysinu á hönd, og nú hefur islendingum tekist aö flytja inn stórborgarfirringu í eitthundraöþúsund manna krumma- skuð, sem er áreiðanlega heims- met. Hér er sök listamanna og menningarvita hvað stærst, því það eru þeir sem hafa í hendi sér að skapa andrúmsloftið; þeir slá þann hljóm sem mótar allt andlegt líf þjóðarinnar. Hér er alltaf beðið eftir „línunni að utan", og síðan reynt að dansa á henni í von um heims- frægð. Allt raunverulegt originalítet á erfitt uppdráttar, því helvítis vanmetakenndin skelfist sannan frumleika. Menn þurfa að gera sér Ijóst, að það er reginmunur á þjóðrembu og hljóðlátrí virðingu fyrir því lífi sem hér hefur verið dregið fram öld eftir öld, - og ávöxtum þess. Ef einhver skyldi ekki hafa tekið eftir því, þá búum við hér, þjóð ein smá í skratti stórbrotnu umhverfi og höfum í höndunum ansi magnað sprengi- efni sem kallast „menningararfur". Þetta eru rætur okkar og sú stað- reynd verður ekki umflúin, hvað sem líöur öllu þessu gaspri. Þetta efni á ekki að umgangast með þurshætti eða bægslagangi: Þá vöknar í púðrinu. Ekki heldur með þessari andsk. djöf. krónísku vanmetakennd. „Djassgeggjararnir" hafa t.d. aldrei Endurfæðingin sem hófst á Ítalíu á 15. öld, táknaði gagngera umbyltingu á öllum viðhorfum manna og upplifun þeirra á siálfum sér og stöðu sinni í sköpunarverkinu; þá varð til það sem kallað er húmanismi; lífsgleði og tilfinningar fengu stóraukið svigrúm frá þvi sem áður var. Kibba finnst Fæðing Venusar eftir Botticelli sæt mynd. Bráðum fær hann að upplifa önnur eins menningarleg hamskipti, og reyndar enn djúptækari. Þessa hressilegu mynd málaði Þorvaldur Skúlason á þeim árum þegar Islendingar voru að stökkva inní nútímann. Hvort ætli eigi meira erindi við aörar þjóðir, verk á borð við þetta, eða smekklega stofugrafíkin hans Kibba? komist lengra en að hræra saman einhverjum væmnum og skaplaus- um skandinavískum útþynningum á íslenskum þjóðlögum. Hvað eru þessir menn að hugsa? Mér sýnist þetta vera það sem ágætur maður kallaði „hin sérís- lensku vettlingatök". Það er eins og þjóðin hafi ofsoðn- að við að fá hitaveitu. Og þetta er neyðarlegt. Á meðan Evrópa er smám saman að kafna í mengun og vonleysi, hefur „framsækni geirinn" í rokkinu og málverkinu svo til eins og hann leggur sig hamast við að apa eftir desperasjón kollega sinna ytra, - í von um frægð. Sem ekki kemur, því þarna ytra er fólk ekki desperat að gamni sínu. Þarna er fólk desperat af því það fæðist inní vonlausar aðstæður; Þetta er upp til hópa lágstéttarfólk sem fæðist inní möguleikasnauðan heim, hafandi ekkert annað en atvinnuleysi og auðmýkingu fyrir höndum. Hér er aíturmámóti ekki flóafriður fyrir upp- vöðslusömum millistéttarkrökkum í hermikrákuleik. Þetta fólk þarna úti gapir yfir svona feiki og vildi gjarnan býtta um hlutskipti. En hér hefur um árabil ríkt sú stemmning að það þykir „hallæris- legt" að tala um íslenska menningu. „Gamla ísland" er horfið og kemur ekki aftur, tautar Kibbi og hengir Matisse uppá vegg hjá sér: gamla Frakkland. Aldrei tekst Kibba að feisa sjálfan sig, og að hláturinn er vopn litla mannsins þegar hann er minntur á uppruna sinn. Einna algengust ein- kenni á íslenskum menntamönnum er frasadýrkun og hugsanaleti; þessvegna verður aldrei nein um- ræða hér af viti, og þar af leiðandi enginn jarðvegur fyrir framsækinni hreyfingu í menningunni. Menn verða að geta horfst í augu við þá frumstaðreynd að list er sköpuð allsstaðar í heiminum þar sem eru lifandi og leitandi manneskjur, og byggir jafnan á þeirri hefð, sækir í þá rót sem fyrir er, á íslandi jafnt sem annarsstaðar. Hið eina sem kemur til að lifa er sú list sem ekki er smituð af vanmetavírusnum. En það smit er því miður óhemju útbreitt, og alltaf er jafn pínlegt að horfa uppá menn herma eftir fasi, stíl og almennri atmósferu megin- landsins eða Ameríku; búraskapur- inn og sveitamennskan skína svo átakanlega í gegn; nefni sem dæmi kvikmyndagengin með sólgleraug- un. Liðið. Þetta er misheppnuð leiksýning; gagnsæ gervi. Vegir liggja til annarra átta. Dr. Helgi Pjeturss fékk margar brilljant hugmyndir, sem flestar hafa reynst of brilljant fyrir þröngskorð- aöa fordómahausa íslenskra menntamanna. Ein þeirra var sú, að gera island að einskonar alþjóð- legri menningarstöð, þar sem allir væru velkomnir hvaðanæva úr heiminum, til andlegrar endurnýjun- ar. Ýmsum þykir það nú vænlegri kostur en sú framtíðarsýn sem viss öfl vilja berja í gegn: ófrjáls og menningarsnauð þjóð, hrærandi í súráli í risafabrikkum meðan eitur- gufur leggjast yfir landið. Þessi hugmynd er sáraeinföld í framkvæmd. Svo framarlega sem íslendingar líta uppúr prósentuþrefi og fjölmiðlaþvargi og setja í sig svolítinn manndóm til tilbreytingar, komast til smá þroska. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, stefnir allt í stóraukna ásókn útlendinga hingað til lands; nú hefur ísland verið tvö ár í röð það land í heiminum þar sem mest fjölgun ferðamanna hefur orðið. Samtakamáttur er margs megnug- ur. En þetta tekur tíma. Kibbi er latur að hugsa og flæktur inní sér. Við lifum hér í samfélagi Kibbanna sem allir eru að keppa hver við annan og gera í því að flækja lífið hver fyrir öðrum. Vanþakklát óþjóð í efnahags- vanda og sálarkreppu, sagði ein- hver. Þetta endar með ósköpum. Kibbi trúir á mátt auglýsinganna, en ekki mátt sinn og megin. Máttur listarinnar er honum náttúrlega framandi hugtak. Við kynnum ERICSSON PC Aðrar komast ekki með tærnar....... i ansnoiaflaaaaöfiwal t aiaaMannnnMaainra aa Ericsson PC er einstak- lega vönduð einkatölva. Hún er IBM-samrœmd (compatible), sem þýðir að sami hugbúnaður gengur á þessum tölvu- gerðum. Skjárinn er mjög skýr, með gulu letri á brúnum grunni, - heppi- legasta samsetningin fyrir augun. Laustengt lykla- borðið er létt og lipurt, og stjórnlyklum betur fýrir komið, en maður á að venjast. Tölvan sjálf ernœrþví hljóðlaus, sem skiptir ótrúlega miklu mali. Tölvusamskipti eru sérgrein Ericsson, þó að tölvukerfin séu að ólíkum gerðum, svo sem Digital eða IBM. Hér er fátt eitt upp talið, og því bjóðum við þér að koma og kynnast Ericsson einkatölvunni, og ráðfœra þig við sér- frœöinsa okkar. rTIKRISTJÁN Ó [Lj sk agfjörð hf ERICSSON Hólmaslóð4,101 Reykjavík, s. 24120

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.