NT - 27.10.1985, Síða 19

NT - 27.10.1985, Síða 19
Magnús Pálsson Fæddur 25. des. 1929 Narn leikmyndateiknun í Birmingham, Reykjavík og Wien á árunum 1949-1956 og starfaði við íslensk leikhús af og til fram á síðustu ár. Síðan 1960 hefur hann einkum fengist við skúlptúr af ýmsu tagi en jafnframt stundað myndlistarkennslu hér á landi og erlendis. Hér er gerð grein fyrir ýmsum þeim verkum hans þar sem sameinast mynd og hljóð. Lúðurhljómur í skókassa Lúðurinn opnast inn í kassann og fyllir hann hljómi þegar blásið er. í stað hljómsins er sett fast efni, gips. Hljóðverk fyrir 12 rafmagnstæki Til minningar um látinn vin sem át eitt hús á Akureyri og spilaði blús á sköflung sinn. Sett upp í Rauða húsinu á Akur- eyri 1982. 12 mismunandi háværum raf- magnstækjum var raðað í hálf- hring við enda sýningarsalarins og girt fyrir framan með röð af smáhlutum úr gleri og kristal. Tækin voru höfö í gangi sam- tímis þann sunnudag allan sem verkið stóð. Þjóðníðingakonsertinn (The Anti Society League Concert) Framkvæmt í listasafninu í Norrköping 1982 í tengslum við sýninguna „Musik“ Punk-grúppa hélt konsert í litlu herbergi. Tónlistin var stöðvuð á augnabliki og hljóðrýmið í herberginu og umhverfis flytjendur, eins og þeir stóðu, fyllt með gipsi.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.