NT - 27.10.1985, Blaðsíða 4

NT - 27.10.1985, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 27. september NT I Þögli helmingurinn Hugleiðingar þessar eru skráðar í skugga yfirvofandi kvennafrídags. Þegar stórt er spurt, verður lítið um svör. Eins og þegar vér karl- púngar af rætinni ertni viljum vita, hví svona dæmalaust fáar konur beri ábyrgð á meistaraverkum tón- bókmenntanna. Við segjum: Úr því tónsmíðar gera engar fýsískar kröf- ur líkt og sjósókn, hermennska og kraftlyftingar, hvað veldur því þá, að konur eiga enga fulltrúa á við Bach og Beethoven og varla heldur í „Kleinmeister" deildinni, t.d. á við Pfitzner, Grieg, Telemann? Ekki á ég svarið. En ég þykist strax heyra vissar mótbárur úr kvennahópi. „„Bera ábyrgð," sagðirðu! Sam- kvæmt hefðbundinni hlutverka- skiptingu kynjanna hefur það ávallt fallið konum í skaut að forða hús- bóndanum á heimilinu frá daglegu fjölskylduvafstri, frá matseld, hreingerningum o.fl. o.fl., svo að hann gæti gefið sig allan að hugðar- efni sínu. Þess vegna bera konur í rauninni ábyrgð á ótöldum meist- araverkum. Þannig voru þær útilok- aðar frá því að skapa þau sjálfar." „Það er alrangt, að kventónskáld verðskuldi ekki meiri athygli en þá sem þær hafa fengið. Þau hafa bara ekki hlotið sanngjarna umfjöllun, spilun, vegna þess að karlrembu- svínin sátu á öllu kerfinu. Sjáið til dæmis Clöru Schumann!" „Á okkar tímum hefur kventón- skáldum fjölgað sem aldrei fyrr. Thea Musgrave er t.d. af mörgum talin meðal fremstu tónsmiða i dag.“ Það er nú svo. Móðurhlutverk Úr andstæðri átt hefur maður svo heyrt tilgátur um, að skýringin sé fólgin í móðurhlutverki kvenna. Það að skapa barn sé svo mikil sköp- unarathöfn í sjálfri sér, að önnur mannaverk blikni í samanburði. Því hafi konur í raun minni þörf en karlar fyrir það að ala sér andleg afkvæmi. (Skyldi þetta annars vera runnið undan rifjum Freuds? En sá skepnuskapur!) Hvað sem þeirri kenningu líður, þá sjá menn í hendi sér, að hún gæti í bezta falli aðeins átt við um tónsköpun. í öðrum listgreinum verður varla þverfótað fyrir kvenfólki, t.d. í myndlist. Og jafnvel þó að við höldum okkur við heilaga Sesselju (sá dýrlingur er af einhverjum ástæðum kvenkyns), þá úir og grúir af mjaðmabreiðum túlk- endum í hljóðfæraleikarastétt. Hér á landi eru heilar hljóðfærafjölskyld- ur hálfeinokaðar af konum og fer vaxandi—blutur þeirra. Sjáið t.d. hvernig strengjadeild Sinfóníunnar og Islensku hljómsveitarinnar eru skipaðar. Það sem koma skal má sjá á Sinfóníuhljómsveit æskunnar, er nýlega hélt velheppnaða tónleika í Hamrahlíðarmenntaskólanum. Meira að segja í trompetafylking- una, frá fornu fari hljóðfæri hreysti, hernaðar og réttrar karlmennsku, var komin ein stelpa. Fjúka fer í síðasta skjólið. I tréblásurum voru þær út um allt, það þarf varla að nefna það. Eitthvað hefur breytzt frá því er steinaldarkonum var bannað svo mikið sem að heyra í sveiflutréi, kannski fyrsta hljóðfæri nakta apans. Þá vissu allir, að ef þær hlýddu ekki banninu, yrðu þærófrjó- ar.... Sem sagt: í hlutverki túlkandans eru konur ekki aðeins jafnokar karlmanna að fjölda; þær eru hugs- anlega að verða ráðandi. Kannski hefur kristna kirkjan átt sinn þátt í að bægja kvenfólki frá - tónlistariðkun. Páll postuli, sá er sumir kalla að hafi „fundið upp“ heilaga almenna kirkju, gekk hreint til verks: Hann bannaði konum að taka til máls, hvað þá væntanlega að syngja. Kirkjan skyldi frá upphafi vera vígi karlmanna, og það hefur haldizt fram á okkar tíma. Og með því að innan vébanda kirkjunnar verður til hljómfræði og kontra- punktur sem öll seinni tíma vestræn listmúsík byggir á, þá má kannski að sumu leyti skilja hví konur virðast hafa haldið sér svo mjög á mottunni. Kannski gengur mæðrum líka verr en feðrum að meðtaka kenningu kirkjunnar um lífið sem táradal, þar sem allt nema undirbúningur undir annað og markverðara líf sé hjóm eitt. Wagner (sem per se hlýtur að teljast með svæsnari karlrembu- svínum) vildi meina, að sú afstaða kirkjunnar væri sprottin af lífshatri og listfyrirlitningu. Væntanlega eru þær kenndir lítt samræmanlegar móðurhlutverkinu. Breyttir tímar I rauninni mælir margt með því að konur ættu að geta náð forystu í tónsköpun. Tónmenntakennarar vita vel, hversu ástatt er í yngri bekkjum grunnskólans. Stelpurnar eru yfirleitt miklu ólatari við að raula en strákarnir. Þegar ofar dregur, endast þær oftast lengur í hljóð- færanámi, meðan piltar hneigjast að úthverfari iðju eins og íþróttum, enda er haft fyrir satt, að stúlkur séu drengjum fremri að þroska á ca. 11—14 ára skeiðinu. Ef giftingarald- ur fer hækkandi, barneignum á fjöl- skyldueiningu fækkandi og jafnræði eykst meðal kynja í heimilisstörfum, eins og sumt bendir til, þá ætti að hilla undir stórkostlega aukningu á tónsmiðum kvenna. Að minnsta kosti ætti að verða færra um afsak- anir á borð við þær sem hingað til hafa verið bornar fram um slæleg afköst. Sjálfsálit En kannski er þetta umfram allt spurning um sjálfsálit. Það þarf visst lágmark af slíku til þess að bera á borð tónverk í dag. Rómant- íkin sá um að breyta tónskáldinu úr hallarþjóni í virtan samfélagsborg- ara, nafngreindan einstakling, lista- mann. Það er venja á okkar tímum að líta á tónskáld sem fólk er reiðir vitið í þverpokum, jafnvel umfram aðra listamenn. Sjálfsagt er það vegna þess hve tónlist, fyrirgefið: listmúsík, krefst mikillar sérþekking- ar og útheimtir framlag margra sérmenntaðra aðilja: Tónsmiðs, nótnaskrifara og útgefanda, hljóm- sveitarstjóra, hljóðfæraleikara og, liggur við, sérmenntaðra áheyr- enda. Tónskáldið sjálft er til alls fyrst og verður að uppfylla miklar og margvíslegar kröfur allra hinna. Það er því nauðsynlegt ekki aðeins að hafa þjálfun og þekkingu til að bera, heldur einnig sjálfsálit og tjáningar- þörf. Kennurum, gagnrýnendum og karlmönnum yfirleitt ætti að vera bæði Ijúft og skylt á þessum tíma- mótum að auðvelda konum að afla sér þess sjálfsálits sem til þarf með aukinni hvatningu. Okkur veitir ekki af þeirri fjölbreytni sem eflaust blundar með hinum helmingi þjóð- arinnar. Hvers ve Eitt af undrum munnmæla og sagna er hið merkilega mikilvægi, sem eplið hefur fengið í veraldar- sögunni. Meðan annarra ávaxta er svo ríkulega látið ógetið hefur þessi yfirlætislausi ávöxtur blæ sérstöðu og tignar. Veraldarsagan, saga manna og goðmagna, er í raun lítið annað en saga eplisins. Getur nokk- ur ímyndað sér hvernig segja mætti syndafallssöguna, ef forboðni ávöxturinn hefði verið segjum - sítróna? Skilningstré góðs og ills gat ekki borið nema einn ávöxt - eplið. Þannig tengist eplið á ein- hvern óskýranlegan - en óhjá- kvæmilegan hátt falli mannsins. Hið sama er uppi á teningnum í grískri 'goðafræði. Þar verður eitt epli til þess að velta stórveldi. Greinir sag- an frá því að í brúðkaup Peleifs Akkilesarföður og Þetisar sjávarg- yðju hafi öllum guðum og gyðjum verið boðið, að undanskilinni þræt- ugyðjunni Eris. Hún hefndi sín með því að mæta óboöin og varpa epli á jörðina, sem á var letrað: Til hinnar fegurstu. Þetta er sá ávöxtur, sem til okkar er kominn undir nafninu „þrætuepli". Þrjár velskapaðar og voldugar gyðjur gerðu tilkall til eplis- ins, Hera Seifsdrottning, Aþena hin vígamóða og Afródíta hin fagra. Til að skera úr um hver þeirra væri rétthafi eplisins fengu þær ungan og fagran fjárhirði til að dæma. Sá reyndist enginn annar en París, Príamssonur Trójukóngs. Af sínu hefðbundna forngríska fláræði, sem svo mjög er lofað í kviðum Hómers, reyndu þær allar að múta honum með miklum launum. Bauð Hera honum heimsveldi, Aþena stríðsframa, en Afródíta hét honum fegurstu konu heims og hugðust honum þau launin best. Snerust Hera og Aþena þá í afbrýði af heift gegn Trójumönnum. Eftirmálinn er öllum kunnur, um rán Parísar á Helenu fögru frá Menelási bónda hennar, umsátrið um hina breið- strætuðu Tróju, sem aðrir nefndu lllionsborg, og hið mikla hrun hennar. Ef til vill er þó kjarni sögunn- ar ekki eplið sem velti stórveldinu; öllu fremur er það valaðstaðan, þeir kostir sem maðurinn stendur frammi fyrir, en getur aldrei valið annað en rangt, því allir kostir eru í eðli sínu ókostir. Engu minna hlutverki gegnir eplið í hinni norrænu goðafræði. Þar átti gyðjan Iðunn ódáinsepli þau, er veittu ásum eilífa æsku. Gátu þeir því græskulausir unað við sitt, uns ógæfan skall á og jötnar - fyrir atbeina Loka - rændu eplunum. Þar með var fallið hafið; hrörnunin og Elli kerling var komin til sögunn- ar. Þessi goðsögulega tenging eplis- ins við fall mannsins endurspeglast enn fremur í ævintýrum. Þannig verður Mjallhvít, vammlaus í sínum Edensgarði, enn eitt fórnarlamb eplis, og hvílir í dauðraheimi, uns hún er vakin af kossi lausnara síns. Er sá kross að sjálfsögðu táknrænn fyrir koss lífsins og vissu mannsins um að einhvern tíma verði hann frelsaður úr álögum eplisins. En eplið á sér ekki eingöngu mikilvæga tilvist í hinum táknræna goðsögulega heimi; það gegnir eigi síður merkilegu hlutverki í hinni jarðnesku veröld. Eplið getur verið pólitískt tákn, líkt og í sögu hetjunn- ar Vilhjálms Tell, sem frelsaði þjóð sína undan oki erlendra kúgara. Hápunktur þeirrar sögu er að sjálf- sögðu það augnablik þegar hetjan skýtur ör af lásboga s ínum og klýfur með henni epli á höfði sonarins, án þess aðskaðadrenginn. Sáfjarlægi möguleiki er fyrir hendi að líta einnig á athöfnina sem kynferðis- lega táknræna - örina sem klýfur eplið - en eins og sjá má af fyrri sögnum tengist eplið goðsögulega undanteknigarlítið kvenkyni, s.s. Evu, grísku gyðjunum, Iðunni og Mjallhvíti, og aukinheldur einhverju Vísnaþáttur—Vísnaþáttur Lesendur góðir. Ég vil byrja á að þakka fyrir vísurnar sem mér hafa borist í þáttinn. Björn Guðmundsson frá Reyni- keldu á Skarðströnd orti eftirfarandi vísu: Frama glæstan flestir þrá og fórna sér í lífsins straumi. En einkar valt er upp að ná með undirferli og svik í taumi. Hér kemur svo sléttubandavísa eftir Þorstein Magnússon frá Gil- haga. Vísan breytir mjög um merk- ingu ef farið er með hana afturábak. Dyggðir geldur, fáum fer framhjá hreldum, þjáðum. Tryggðir heldur, aldrei er illum seldur ráðum. Næsta vísa er eftir Helga Jónsson úr Eyjafirði og er um tískuna en Helgi hefur að líkindum verið uppi um aldamótin síðustu. Títt hér rennur tískuflóð táp er spenna vill úr þjóð. Tildurmenning miður góð margan grennir dýran sjóð. Sigfús Kristjánsson úr Keflavík kvað eftirfarandi vísur: Undan straumi bátinn ber beint til grynninganna Gildir sjóðir glatast mér gullið minninganna. Stundum er ég blómum bjó besta skjól með óskum heitum Uxu njóli og arfakló allra best í þessum reitum. Kæra litla kertiskar hvað þinn logi er veikur kynslóðunum birtu bar boginn fífukveikur. Tíminn hefur tekið sitt telst mér bættur skaðinn Eitt er horfið árið mitt annað kom í staðinn. Maður að nafni Guðmundur fór í útreiðartúr með ungri stúlku um það var eftirfarandi vísa kveðin: Gummi út með Guddu reið gekk það eftir vonum. Foia sínum skellti í skeið skutust tár úr honum. Gísli Helgason frá Hlíðarhúsum orti eftirfarandi vísu en þar er harin vafalítið að kveða um skammdegið: Dagsins leynir Ijósið sér langar reynast nætur Það er mein að Eygló er allt of sein á fætur. ísleifur Gíslason á Sauðárkróki orti um mann er veiktist en batnaði aftur. Sóttu tveir um sálina sjúklingsins með takið Fjandinn þreif í fæturna en faðirinn hélt um bakið. Leikurinn þannig lengi stóð litlar fengust náðir Hvorugum sýndist sálin góð svo þeir slepptu báðir. Isleifur kvað um konu eina: Vorkenni ég veslings Ingu að verða að þagna í dauðanum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.