NT - 27.10.1985, Blaðsíða 22

NT - 27.10.1985, Blaðsíða 22
22 Sunnudagur 27. september NT Á síðastliðnum laugardegi bar svo við að nýnæmi sást í íþróttaþætti sjónvarpsins. Þá áttu áhorfendur þess kost i beinni útsendingu að fylgjast með Norðurlanda-mótinu i karate sem haldið var í Laugardalshöll. Karate er tiltölulega ung keppnisiþrótt (fyrsta keppnin var haldin í Japan á 6. áratugnum). Þrátt fyrir það hefur karate verið til í þúsund ár á eyjunni Okinawa undan Japansströndum og enn lengur í Kína. Það var ekki fyrr en um miðja þessa öld sem Vesturlandabúar lærðu karate af Japönum. Japanar höfðu þá sjálfir ekki þekkt karate svo ýkja lengi. Það var á fyrri hluta þessarar aldar sem nokkrir meistarar frá Okinawa héldu til Japan til þess að kynna þarlendum karate. Hver þessara meistara, og eins þeir sem á eftir komu, kenndu sína aðferð við karate-iðkun. Þess vegna eru í dag til margir mismunandi stílar í karate. Einn þessara manna, Chojun Miyugi, útnefndi japanskan mann, Gogen Yamaguchi, sem eftirmann sinn og þar með meistara goju-stílsins í Japan. Yamaguchi er einn af fáum „gömlu meistaranna" sem enn er á lífi. Einn nemanda hans, Ingo de Jong, er nú yfirkennari goju-iðkenda i Evrópu og þar með á íslandi. Hann var staddur hér á landi nokkru fyrir Norðurlandamótið við kennslu. Ég hitti hann þá að máli með það fyrir augum að fræöast um karate, uppruna þess og eðli. Karate hefur tapað þeirri dulúð er lék um austurlensku sjálfsvarnarkerfin eftir að það varð keppnisíþrótt. Ég spurði því Ingo de Jong fyrst að þvi hvað karate væri, er það vísindi, list, íþrótt eða heimspeki? / ber aö fara eftir á æfingum en þeim verður kennarinn líka aö hlíta, öfugt viö herinn. Þær eru til þess aö kennslan gangi greiðar fyrir sig og til þess aö hjálpa nemandanum og kennaranum að vinna saman en ekki til þess aö brjóta niður vilja nemand- ans. Ég geri nemendur mína ekki að andlausum leikbrúöum. Ég trúi því aö karate hafi mjög jákvæö áhrif ef þaö er kennt rétt. Eru karate-kennarar á Vesturlönd- um starfi sínu vaxnir? Nei, því miður. í Svíþjóö og víðar, þar sem ég þekki til eru til kennarar sem ekki eru starfi sínu vaxnir, hvorki andlega né líkamlega. í karate er gert ráö fyrir því aö kennarinn geti framkvæmt allt það sem hann ætlast til af nemendum sínum. En margir kennarar hafa ekki fariö þá leið sem þarf til aö verða hæfur kennari. Samt kenna þeir og sýna almenningi það kín^ersku kerfunum, mikið af „mjúk- um hringlaga hreyfingum" í bland viö beinar og harðar hreyfingar. Upp- runalega kerfið frá Okinawa byggöi hins vegar meira á beinum og hörö- um hreyfingum líkt og önnur kerfi í dag sem eru minna undir kínverskum áhrifum. Síðan hefur verið þróun í gujo. Hún verður hvort sem menn búa sér til sitt eigið kerfi eða ekki. Gujo hefur breyst hjá mér. Japanskt gujo er ekki nákvæmlega einsog það sem ég kenni á Norðurlöndum. Kate-æfing- arnar eru að vísu þær sömu og hreyfingarnar eru þær sömu, en á Vesturlöndum notum við meira af háum spörkum, enda fer það Vestur- landabúum vel að sparka. Kerfið hefur því aðlagast líkamsbyggingu Vesturlandabúa og það hefur qefist mjög vel. Japanar eiga í mestu vand- ræðum með að hafa við okkur. Iþrótt, list, heimspeki og vísindi Ingo de Jong leiðbeinir ístenskum nemendum sínum í kata. NT-mynd: Sverrir. Karate er þetta allt og meira til. Iðkendur geta lagt áherslu á einstaka þætti en allt er þettatil staðar í karate. Einum líkar íþróttin eða bardaginn en öðrum hentar betur að nálgast karate sem listgrein líkt og í „kata“ (kata er sóknar- og varnartækni sem fram- kvæmd er í ákveðinni röð líkt og í dans). En um heimspekina gegnir öðru máli. Heimspeki karate verður ekki tjáð með orðum. Ef menn eru að leita að heimspeki orða þá er miklu nær að lesa Schopenhauer eða Kant fremur en að leggja stund á karate. Til þess að skilja heimsþeki karate verða menn að iðka karate. Menn öðlast skilning á henni með því að framkvæma hana, þ.e. karate er heimspeki athafna. Á vissan hátt má segja að slík heimspeki sé sannari en heimspeki orða, þar sem hún tekur til einstaklingsins alls, bæði sálar og líkama á meðan að heim- speki orða höfðar einungis til hugar- starfseminnar. Karate inniheldur óumflýjanlega þroskun sálar og lík- ama og ef menn leggja ofurkapp á annan þáttinn á kostnað hins þá eru þeir ekki að stunda raunverulegt karate Er þetta viðhorf ríkjandi hér á Vesturlöndum eða æfa menn hér karate einsog hverja aðra keppnis- íþrótt? Þetta þýðir auðvitað ekki að ég geri alla að englum. En ég geri mitt besta til þess að mönnum sé að minnsta kosti treystandi fyrir þeirri kunnáttu sem ég læt þeim í té. Verður þroskun persónuleikans undir þegar ofurkapp er lagt á keppni? Það veltur á kennurunum. Ég hef kennt mörgum meisturum, bæði á íslandi og útí heimi, sem eru topp- menn á öllum mótum. En það þýðir ekki að þetta fólk séu einhverjar skepnur, það ber enn fulla virðingu fyrir öðru fólki. Ég held að það hafi ekki farið á mis við kjarnann í karate, þ.e.a.s. þá innri þjálfun sem þar er að finna. Þegar ég er að tala um innri þjálfun í karate þá á ég ekki aðeins við að fólk verði betra í samskiftum sínum við aðra. Ég trúi því einnig að fólk verði betur í stakk búið að fást við eigið líf. í gegnum þjálfun í karate verða menn jákvæðari gagnvart hlut- um í daglega lífinu. Þeir fá sterkari vilja og ögun til þess að nýta sér hann. Menn öölast innri afl til þess að fást við vandamál sem mæta þeim frá degi til dags, bæði í einkalífinu og í vinnunni. Ég held að karate sé gott bæði fyrir einstaklinginn og samfélag- ið allt. Áttu þá við að karate geri menn að hlýðnum og góðum borgurum líkt og heragi gerir hermenn að hlýðnum og góðum hermönnum, m.ö.o. geri menn samlita og leiðitama? Nei, slíkt væri þveröfugt við tilgang karate. í karate á einstaklingurinn að þroskast. Aginn kemur innan frá og það er sjálfsagi og virðing, en ekki heragi sem þvingaður er fram af yfirvaldi. Það eru að visu reglur sem sem þeir kalla karate. Þetta er mjög sorglegt og það er hætt við að karate fái á sig slæmt orð sökum þessa. Það er orðið tímabært að koma á einhverskonar heildar- samtökum sem halda uppi eftirliti og gefi út kennararéttindi. Voru kennarar þá betri hér áður í Austur/öndum þar sem karate hafði þróast um aldir? Þaö hefur ábyggilega, líkt og nú, verið mismunandi eftir hverjum og einum. Það eru til sögusagnir um karatesérfræðinga sem voru algerar skepnur, börðu og limlestu fólk án þess að depla auga. En það eru líka til sögur af mönnum sem sýndu þveröfuga hegðun og komu fram við alla af kurteisi og hæversku þrátt fyrir yfirburði sína í bardagalist. Þetta veltur á því hversu vel þeir hafa skilið listina og þetta á ekki einungis við um karate heldur hvaða: „do“ sem er („do“ þýðir vegur eða aðferð). Hefurkarate breystmikið ígegnum árin. Breyttist það til dæmis við það að fara frá Kína til Okinawa ogþaðan tilJapan? Það er alltaf einhver þróun með hverjum meistara, t.d. með Miyugi sem er stofnandi goju kerfisins. Hann lærði fyrst „hörðu“ aðferðina á Okin- av/a en fór síðan til Kína þar sem hann lærði „mjúku" aðferðina. Hann setti þær síðan saman í einn stíl og kallaði hann goju (go þýðir h'art og ju þyðir mjúkt). Gujo er því mjög líkt Hvernig varð nútíma keppnis-kar- ate til? Á fyrri hluta aldarinnar þróaði Gog- en Yamaguchi kerfi þar sem menn gátu barist án þess að drepa hver annan. Áður kepptu menn ekki hvor við annan án þess að berjast upp á líf og dauða. Þá var ekki hætt fyrr en annar dó eða var ófær um að halda áfram að berjast. Eftir að Yamaguchi þróaði þetta kerfi gátu menn æft og reynt sig I bardaga nær hættulaust. Út frá þessu þróaðist nútíma keppnis- karate. Erkarate betri bardagalist en áður? Það er erfitt að fullyrða um það. Ég held að við séum léttari og sneggri nú en áður. Þegar ég var að byrja þá voru menn mun harðari. Og ég held að við séum tæknilega betri í dag. Hvað með innra-karate. Á sérstað einhver þróun þar eða hefur eitthvað glatast? Ég get náttúrlega einungis talað út frá minni reynslu sem kennara. Ég reyni að varðveita gamla karate- andann. T.d. verða menn að keppa tuttugu viðureignir stanslaust til að sanna viljaþrek sitt áður en þeir fá svart belti. Ég kenni íhugun og alltaf öðru hvoru eru tímar þar sem við setjumst niður og ræðum um karate sögu þess og merkingu. Það veltur að verulegu leyti á kenn- urunum. Vissulega er mikill þrýsting- ur á menn að vinna til verðlauna en það má vel gera án þess að missa sjónar af öðrum markmiðum. Það kostar andlega ögun að vinna til verðlauna. Menn verða að leggja á sig erfiðar æfingar og mikinn tíma og þann hluta af andlegri hlið karate framkvæma keppnismennirnir að minnsta kosti. En það er til æðri tegund heimspeki’ í karate en heimspeki verðlauna- peninga. í karate setjum við okkur hærri markmið; þroskun persónuleik- ans. Það er auðveldara að gera menn að hæfum keppnismönnum en að betri mannverum. Til þess að slíkt sé mögulegt verður við- komandi að geta litið í eigin barm. Slíkt nám byggist á samvinnu kennara og nemanda, allt þar til nemandinn hefur vaxið kennara sín- um yfir höfuð og þarf sjálfur að vega, meta og leiðrétta sjálfan sig. Þess vegna reynir góður kennari að inn- ræta nemendur sýna hæfileikanum til sjálfsskoðunar. Hvernig er hægt að gera menn að betri mannverum með því að kenna þeim að berjast við og beita aðra menn ofbeldi? Þaö kann að vera að manni sem sér karate í fyrsta skifti virðist það ofbeldiskennt að sjá menn sparka og kýla hverí annan: En það er ásetn- ingurinn á bak við hreyfinguna en ekki hreyfingin sjálf sem ræður úrslit- um um það hvort um ofbeldi er að ræða eða ekki. Ef ég ætla að sparka í höfuðið á einhverjum og fylgja sparkinu eftir þá er ásetningur minn illur. Ef ég hins vegar sparka af fullum krafti en stöðva höggið 1 cm frá höfði mannsins þá er ekkert ofbeldi á ferðinni. Þetta er list, fullkomin stjórn á líkamanum og engar illartilfinningar því fylgjandi. Ofbeldi er innra með hverjum og einum. Þeim sem ekki tekst að útiloka það úr huga sínum er nánast ómögu- legt að stunda karate. En kennarinn getur aldrei verið 100% öruggur og því er hættan á misnotkun alltaf fyrir hendi og ég reyni því að vera varkár þegar ég gráða fólk. (Gráður fá menn með því að sanna hæfni sína í því sem þeir hafa þegar lært og sanna þar með að þeir eru tilbúnir að halda lengra.) Eg gráða fólk ekki eingöngu á grundvelli líkamlegrar getu heldur reyni ég einnig að meta andlegt gjörvi þeirra og afstöðu og met útfrá því hvort það er tilbúið undir frekari kennslu í karate.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.