NT

Ulloq

NT - 02.11.1985, Qupperneq 16

NT - 02.11.1985, Qupperneq 16
 T B Laugardagur 2. nóvember 1985 20 IVI Hjónaminning Guðríður Benediktsdóttir og Albert Sigurðsson Fæddur 20. mars 1919 Dáinn 26. október 1985 Fædd 26. júní 1915 Dáin 20. september 1978 í dag verður jarðsettur frá Bú- staðakirkju í Rvík faðir okkar Albert Sigurðsson, sem lést að- faranótt 26. þ.m. á Landspítalan- um eftir langvarandi veikindi. Hann var fæddur á Seyðisfirði 20. mars 1919 og einn af ellefu systkinum. Sonur hjónanna Guð- bjargar Eyjólfsdóttur og Sigurðar Gunnarssonar sjómanns. Eiginkona hans og móðir okkar var Guðríður Benediktsdóttir, dóttir Jósefínu Leifsdóttur og Benedikts Jónssonar bónda að Vöglum í Vatnsdal Austur-Húna- vatnssýslu. Hún var ein fjögurra systkina. Okkur er Ijúft að minnast for- eldra okkar á þessum tímamótum því söknuðurinn er mikill og minningarnar margar og kærar. Systkinahópurinn var stór, en það heimili sem foreldrar okkar bjuggu okkur var alltaf sá staður sem vænta mátti huggunar, ástar og umhyggju. Þar var oft margt um manninn, þar sem faðir okkar hafði marga menn í vinnu og því stundum óvíst hversu marga munna þurfti að metta. Sumir þessara manna urðu miklir heimil- isvinir og margir okkur kærir en þó sérstaklega einn þeirra sem varð þeim síðar sem sonur og okkur sem bróðir. Erlendur Helgason bjó hjá þeim frá unglingsárum og þar til hann kvæntist. Þessi ár voru okkar upp- vaxtarár. Foreldrar okkar voru að mörgu leyti ólík en persónuleiki þeirra skemmtileg blanda, sem féll vel saman. Hún var gædd mikilli hlýju, stolti og ábyrgðartilfinningu, en hann sló á léttari strengi með glaðværð sinni, ástúð og virðingu til hennar. Þannig styrktu þau hvort annað í blíðu og stríðu. Verkefnin voru næg jafnt innan heimilis sem utan en frístundirnar vel nýttartil samvista með börnun- um. Slíkar stundir líða seint úr minni. Við krakkarnir tíndumst að heiman eitt og eitt eins og gengur og gerist og voru það eflaust mikil viðbrigði fyrir þau. Þó komu þeir tímar sem þau gátu sinnt meira sínum hugðarefnum og þau höfðu meiri tíma fyrir hvort annað. Þá kom best í ljós hversu samhent og hjartfólgin þau voru hvort öðru. Þá kom fyrsta reiðarslagið, sem var vitneskja um þann sjúkdóm sem átti eftir að verða banamein föður okkar. Engan hefði þá grunað að það yrði hann sem þyrfti að stíga þau þungu spor scm lágu að banabeði konu hans. Banalega hennar var löng og ströng og erfið öllum ástvinum hennar, ekki síst honum. Hún lést þann 20. sept. 1978. Hvc vildi ég, móðir minnasl þín en má þrí sitja hljríður. mér finnst sem tungan fjrítrist mín, mér finnst hver hugsun minnkast sín, því allt er minna mríður. Þú varst mér ástrík. einlæg, sönn, mitt athvarflífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn, hann traust mitt var í hvíld og önn, í sæld og sorg og þrautum. Ég veit þú heim crt horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæl og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndisl þú. ég veit þú látin lifir. Þetta atvik olli straumhvorfum í lífi pabba. Fráfall mömmu sætti hann sig aldrei við, þó hann hafi reynt áfram að sinna sínum áhuga- málum. Söknuðurhansvarmikill. Ég, minnist kvríldsins erfórstu frá mér þá fannst mérlífið svogrimmt og kalt. Ég hað þig vina að vera hjá mér Ég var svo einn, þú skildir allt. I’ú sagðir aðeins ég ann þér vinur með ástúð straukstu mitt Ijósa hár. Ég hugsa til þín er hríðin dynur. Þá héla gluggar, frjrísa tár. Ég veit þú híður þótt vctur hylji hvern vcg sem liggur frá mér til þín. Og mundu vina þótt vegir skilji vorið kcmur og ég til þín. Óskar Þórðarson Hann lést 26. okt sl. sáttur við dauðann, því hann trúði á fram- haldslíf þar sem þau myndu hittast að nýju. Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu honum tryggð og vin- áttu á þessum erfiðu tímum, þá sérstaklega Sigmundi Magnússyni lækni, eiginkonu hans og sam- starfsmanni, ásamt Sigurði Árnas- yni lækni. Börnin Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Hánefsstöðum Fædd 25. nóvember 1907 Dáin 24. október 1985 Hinn 24. okt. sl. andaðist Sigríður Vilhjálmsdóttir á 'sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Sigríður frænka mín var fædd á Hánefsstöðum í Seyðisfirði 25. nóv. 1907. Foreldrar Sigríðar voru hjón- in Björg Sigurðardóttir og Vil- hjálmur Árnason, bóndi og út- gerðarmaður á Hánefsstöðum. Hánefsstaðaheimilið var mynd- arlegt heimili og mjög fjölmennt. Hvort tveggja var, að systkinin voru fimm bræður og ein systir og fóstursonur auk Sigríðar, svo og fjöldi annarra heimilismanna. Á sumrin bjuggu þarna tugir manna og unnu að fjölþættum sveita- og sjávarverkum. Það var jafnan létt yfir þessu heimili en agi og festa undir niðri. Sigríður átti þess vegna því láni að fagna að alast upp við góðar aðstæður á rammíslensku heimili, sem í senn var sveitaheimili, blandað sterkum áhrifum frá sjávarsíð- unni og nálægum kaupstað. Haustið 1930 fór Sigríður að Hallormsstað. Þá var hús- mæðraskólinn settur þar í fyrsta sinn. Einar Stefánsson frá Mýr- um í Skriðdal vann þá við bygg- ingu húsmæðraskólans. Þau felldu hugi saman og giftust árið 1932. Mér er það í barnsminni, þegar Hjálmar Vilhjálmsson, föðurbróðir minn og bróðir Sig- ríðar gaf þau saman heima á Hánefsstöðum. Þetta voru glæsileg hjón. Einarfríðurmað- ur og föngulegur og hvers manns hugljúfi. Sigríður fríð- leikskona, full af þrótti og æsku- fjöri. En það var einmitt þrótt- urinn og dugnaðurinn, sem ein- kenndi hana öðru fremur. Hjónaband þeirra var bæði far- sælt og hamingjuríkt. Árið eftir hófu þau búskap á Hafranesi við Reyðarfjörð. Ég var þar hjá þeim ógleymanlegan sumarpart 1934. Þau áttu þegar vistlegt og myndarlegt heimili á Hafranesi, þar sem þau bjuggu góðu búi í fjögur ár. Vegna þess að þau fengu ekki jörðina keypta, nema gegn staðgreiðslu, brugðu þau búi 1937 og fluttu til Reyð- arfjarðar. Einar vann við smíð- ar og fleiri störf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, en Sigríður veitti gistihúsi Kaupfélagsins forstöðu um tíma. Síðan lá leiðin upp á Fljótsdalshérað, þar sem Einar vann við smíðar og byggingar- störf, en Sigríður var m.a. ráðs- kona á Eiðum. Einar varð svo byggingarfulltrúi fyrir Múla- sýslur og A-Skaftafellssýslu. Árið 1945 byggðu þau íbúðar- hús, þar sem nú er Egilsstaða- kauptún. Þau fluttu í hús sitt, sem þau skírðu Laufás, 1. des- ember og bjuggu þar æ síðan, en Einar lést 7. september 1978. Laufás var eitt af alfyrstu húsum nýrrar byggðar, sem sennilega verður fjölmennasta byggð á Austurlandi. Þau voru því í hópi frum- byggja Egilsstaðakauptúns. Laufásheimilið var á margan hátt sérstætt. Það var í senn íslenskt, fallegt og hlýlegt. Þar var alla tíð ákaflega gestkvæmt, enda rómað fyrir gestrisni og myndarskap. Sigríður var ann- áluð dugnaðarkona og að sama skapi myndarleg húsmóðir. Ég minnist óteljandi heimsókna á þingmannsárum mínum. Einar sótti mig alltaf á flugvöllinn. Síðan beint heirn í Laufás, en þar beið hlaðið veisluborð hjá Sigríði. En ég var ekki einn um þetta. Víðfræg gestrisni þeirra hjóna veitti öllum, sem að garði bar, allt það besta, sem hægt var að veita. Mjög mikill gestagang- ur var á heimilinu. Ég dvaldi þar um skemmri og lengri tíma og minnist varla máltíðar án einhverra annarra gesta. Auk mikils gestagangs rak Sigríður greiðasölu um nokkur ár. Þegar á þurfti að halda, leituðu margir næturgistingar í Laufási. Þau Sigríður og Einar eignuð- ust tvo syni, Vilhjálm skóla- meistara á Egilsstöðum, heims- frægan íþróttamanna á sínum tíma, og Stefán verkfræðing, sem er búsettur í Gautaborg. Kona Vilhjálms er Gerður Unn- dórsdóttir og eiga þau sex myndarlega syni. Einn þeirra, Einar, er einnig heimsfrægur íþróttamaður. Stefán er kvænt- ur sænskri konu, Birgittu, og eiga þau þrjá mannvænlega syni. Fóstursonur Sigríðar og Éinars er Baldur Kristjánsson, sálfræðingur í Keflavík, sonur Guðbjargar dóttir Þórhalls heit- ins bróður Sigríðar. Kona hans er Svala Björgvinsdóttir og eiga þau saman eina dóttur, Sigríði. Sigríður var félagslega sinnuð, vann mikið starf fyrir Slysavarnafélagið og var virkur meðlimur kvenfélagsins svo dæmi séu nefnd. Þá vann hún mikið að saumaskap og hafði á seinni árum yndi af að gera myndir úr íslensku grjóti. Hún var hugmyndarík og sýnt um margs konar hagræðingu, og var að ýmsu leyti á undan sinni samtíð. Seinustu árin átti Sigríður við mikla vanheilsu að stríða. Segja má þó, að hún hafi lengst af verið andlega ern, þótt líkams- kraftar væru að þrotum komnir. Þegar nú Sigríður frænka mín er öll, er mér og öllum ættmönn- um hennar og fjölskyldum efst í huga þakklæti fyrir elsku og vinsemd hennar og allar þær óteljandi samverustundir, sem við nutum með henni og þeim báðum. Þær minningar eru dýr- mætar og ógleymanlegar. Blessuð sé minning hennar. Tómas Árnason Umsjón: Þorsteinn G. Gunnarsson Roger Daltrey lætur í sér heyra ■ Roger Daltrey. ■ Hér er plötufrétt fyrir þá sem komnir eru yfir miðjan aldur, eða svo. Roger Daltrey, söngvari The Who, hljómsveit- arinnar sálugu er nýbúinn að senda frá sér sólóplötu sem ber nafnið Under a Raging Moon. Titillagið er samið af John Parr og í laginu spila hvorki fleiri né færri en átta trommu- leikarar, þeir Martin Chamb- ers (Pretenders), RogerTaylor (Queen), Stewart Copeland (Police), Mark Brzezicki (Big Country), Cozy Powell, Carl Palmer og Zoe Starkey. Auk þessara trommuleikara koma fram á plötunni aðrir meðljmir hljómsveitanna Big Country og Pretenders, ásamt liðsmönnum hljómsveitarinn- ar sem lék með þeim félögum ogfóstbræðrum, Hall & Oates. Meðal lagahöfunda á plöt- unni eru Pete Townshend, Bryan Adams og Daltrey sjálfur. Ugglaust eru gamlir grá- hærðir rokkarar þegar farnir að bíða eftir plötunni og von- andi verða þeir ekki fyrir von- brigðum. Paul Hardcastle Nýtt lag, ný plata ■ Þaðmáörugglegalifagóðu lífi það sem eftir er æfinnar en manni tekst að selja lag í tæplega 4 milljónum eintaka. Það tókst Paul Hardcastle að gea rneð laginu „19“. Og nú á að gera betur, því Paul Har- dcastle er ekki maður sem vill gleymast allt of fljótt. Nýverið sendi hann frá sér 12 tommu með nýju lagi sem nefnist „Just for the Money“. Titillagið er ekki skírskotun til lífsviðhorfa Pauls, heldur fjall- Velkomin um borð ar lagið um tvo stóra glæpi í heimssögunni. Að sjálfsögðu notar Paul mikið effekta í nýja laginu og í því heyrast raddir tveggja leikara. Ánnar þeirra er Laur-> ence Oliver, en hann varð að eigin sögn ákaflega snortin af laginu „19“ og láir honum enginn. Um miðjan næsta mánuð er síðan von á LP plötu frá Paul Hardcastle og er það vissulega tilhlökkunarefni. Paul Hardcastle. ■ Nú styltist heldur belur i tónlistarhátíðina í M.H. en hún verður annað kvöld. Ef að líkuni lætur veröa einhverjar uppákoniur í skólanuni fyrir tónleikana. en salurinii verður opnaður stundvíslega klukkan 20.30 og þá slcndur hljónisveitin Vonbrigði væntanlega á svið- inu. Eftir aö hljóinsveitin hefur lokið leik sínum lesa þau Ijóð, Jóhamar og Björk, en síðan leikur Leo Smiíli og hljómsveit hans, Nevv Dalta Ahkri. Eftir hlé verður hljómsveit- in Skclcton Crew einrað i M.H. Þá er hara að skella sér i tónleikagallann.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.