NT - 02.11.1985, Side 18

NT - 02.11.1985, Side 18
Lauqardagur 2. nóvember 1985 22 TÍMARITIÐ LÍFGEISLAR er fróölegt og fallegt tímarit er fjallar um fyrirbæri ýmisskonar: Drauma, hluldu- fólk, fjarskynjanir, miöilsfyrirbæri, lífið eftir dauðann, samband við íbúa ann- arra hnatta o.fl. Gerist áskrifendur. Utanáskrift: Lifgeislar, pósthólf 1159,121 Reykjavík. Áskriftasímar 91-40765 og 91-35683 á kvöldin. Til sölu Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, vegna vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar. 1. Volvo vörubifreið 22 tonna árgerð 1974. 2. Scania vörubifreið 22 tonna árgerð 1971. 3. M-Benz 609 sendibifreið árgerð 1974. 4. M-Benz 608 vörubifreið með 6 manna húsi árgerð 1972. 5. Volkswagen sendibifreið (rúgbrauð) árgerð 1978. 6. Volkswagen sendibifreið (rúgbrauð) árgerð 1978. 7. Hino vörubifreið meö 6 manna húsi árgerð 1980. 8. Hino vörubifreið með 6 manna húsi árgerð 1980. 9. Leyland vörubifreið með 6 manna húsi árgerð 1978. Bifreiöarnar verða til sýnis í porti vélamiöstöðvarinnar, Skúlatúni 1 mánudaginn 4. nóvember og þriðjudaginn 5. nóvember nk. kl. 08.00-16.00. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3 miðvikudaginn 6. nóvember kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR Fríkirkjuvtgi 3 — Simi 25800 Lesendur hafa orðió_ Úr einu í annað ■ Fyrir nokkrum árum flutti ungur lögfræðingur erindi í Út- varpið þar sem hann fór hneykslunarorðum um málfar og túlkun eldra fólks í fjölmiðl- inum í viðtölum og í þættinum „Um daginn og veginn“, sem Jón Eyþórsson og aðrir gerðu strax miöe vinsælan. Margt særir eyra þitt, ungur og upplýstur piltur. „Efnið sem hljódvarpið flytur er fárænt þvaður, og níræður þulur, fullkomnu flámæli villtur. fær þar að tróna, “ - Já, gott er að vera maður. Ekki alls fyrir löngu fann lög- spekingur það út, að stórhættu- legt og ámælisvert væri, að trúa afa og ömmu fyrir barnabarni sínu meðan foreldrarnir skryppu á kvöldskemmtun. Báðir þessi löglærðu menn virð- ast ekki gefa mikið fyrir þá kynslóð sem skapaði þeim til- veru og menntunarmöguleika. Hvort tveggja þetta nálgast, að slíkar persónur skyrpi framaní uppruna sinn og beri kenni- feðrum sínum í menntun óverð- ugt og ófagurt vitni. Fjarri er þetta algildur stimp- ill á lögfræðingastéttina. Það sanna lífs og liðnir sæmdarmenn þjóðarinnar. Við, Stranda- menn, höfum um langan tíma haft sýslumenn með ríka félags- hyggju, án fordóma. Eða með öðrum orðum sérstakt mann val. Og ekki dró niður lögfræð- ingastéttina sá þingmaður okkar og ráðherra er fékk viðurnefnið „Strandagoði". Hinsvegar minnumst við með hryggð slíkra sem Þorleifs Kortssonar. Hann var maður sinnar samtíðar og ötull við að draga á galdrabálið karla og konur er voru meðal annars fremri öðrum í framíðarsýn. Trúarofstækið var þá það vopn sem almúginn stóð berskjaldaður fyrir þar sem hinir bóklærðu réðu lögum og lofum. Þrátt fyrir það voru Strandir alltaf örugg- asta athvarf þeirra ofsóttu. Enda margar sagnir um slíkt. Peir sem hertir eru við ríka sjálfsbjargarhvöt og óblíð nátt- úruöfl láta ekki hlut sinn að óreyndu. NT sendi frá sér 2. okt. sér- stakt blað tileinkað atvinnulífi og samgöngum. Par er m.a. nokkuð drepið á samgöngur á Vestfjarðakjördæmi t.d. leiðina um Steingrímsfjarðarheiði. í sumar virðast framkvæmdir þar hafa verið með öðrum hætti en eðlilegt má telja. Vegur af Steingrímsfjarðarheiði niður Staðardal er greiðfær, en þaðan til Hólmavíkur sjálfsagt mesta torleiðið suður Strandasýslu. Fullyrt var fyrir ári, að þennan vegkafla ætti að taka fyrir nú í sumar. En í þess stað er byrjað á hinum enda Steingrímsfjarð- arheiðar, um Lágadal, sem kemur ekki að notum fyrr en endinn hefur verið tengdur að núverandi vegi, eftir óráðinn árafjölda að sögn. Hinum almenna vegfaranda virðist eðlilegra að notast við Þorskafjarðarheiðarveginn nið- ur í Langadal meðan verstu kaflar til Hólmavíkur eru bættir til fulls. Halda þá vegagerð niður af heiðinni að vestan þar sem heppilegast væri talið. Sjalfsagt yrði hlegið að bónda sem hefði nothæfa ökuleið að keldu báðum megin frá, en í stað þess að brúa ófæruna og komast leiðar sinnar legði hann kapp á að fullgera vegspottana og láta farartálmann bíða þar til síðar. í leiðinni'er rétt að geta þess, að verkfræðingur umdæmisins hefur ekki síðan 1981 ómakað sig á sýslufund Strandasýslu til upplýsinga og umræðna um samgöngumál í sýslunni. Ég hefi áður, á opinberum fundi um vegamál, ráðlagt honum að ferðast um Strandasýslu þegar vetrarríkið er mest til þess að sjá með eigin augum snjóalög á vegum og væntanlegum öku- brautum. Pótt ég miðaði þá við skíðagöngu, væri óefað þægi- legra og fíjótvirkara að líta yfir landið úr lofti með hóflegum hraða. Að lokum vil ég endurtaka þá skoðun mína, að farsælast sé fyrir sveitafélög og héruð, að leggja ríka áherslu á samgöngu- bætur innan byggðalagsins. Ekki hvað síst milli sveitabæja og þéttbýliskjarna í stað þess að eingöngu sé miðað við höfða- töluregluna. Þannig, að hinir afskiptu verði nánast einangrað- ir með samgöngumöguleika eins og dæmi eru um. Ingimundur á Hóli Tilboð Óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriöjudaginn 5. nóv. 1985 kl. 13.00-16.00 í porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7 og víöar. Range Rover 4x4 bensín árg. 1978 Toyota Landcruiser 4x4 díesel árg. 1981 DaihatsuTaft 4x4 diesel árg.1982 ScoutTérra 4x4 diesel árg. 1980 Volvo Lapplander 4x4 bensín árg. 1982 Willys CJ 7 4x4 bensín árg. 1979 ChervoletSuburban 4x4 bensín árg. 1979 Lada Sport 4x4 bensín árg. 1979-82 Subaru station 4x4 bensín árg. 1980-82 UAZ452 4x4 bensín árg. 1981-82 Mitsubishi píck up 4x4 bensín árg. 1982 GMC RallyWagon fólksog sendibifr. árg. 1982 ToyotaHiAce sendibifreið díesel árg.1982 Mitsubishi L300 sendibifreið árg. 1981 Ford Econoline sendibifreið árg. 1978-79 Mersedez Bens pallbifreið díesel árg. 1973 ChevroletMalibu Saab 900 GLI fólksbifreið árg. 1979 árg. 1982 Mazda929station árg. 1978-79 Mazda323 fólksbifreið árg. 1980 Ladastation fólksbifreið árg. 1982 Hjólhýsi (skemmt) Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Jörfa v/Grafarvog: 1 stk. Thames T rader yfirbyggður, vélalaus með dráttarstöng. 2 stk. Festivagnar til vélaflutninga. Hjá Véladeild Flugmálastjórnar Reykjavlkurflugvelli: 1 stk. Jarðýta Caterpillar D. 7 2 stk. Loftþjöppur Sullivan á vögnum Hjá Póst og síma Jörfi v/Grafarvog: 3 stk. Loftþjöppur Broom-wade 85 cup. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPftSTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844_ Notum ljós í auknum mæli — í ryki, regni.þoku og sól. t Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móöur minnar Sólveigar Júlíusdóttur frá Grindum Grundarstig 5b Guð blessi ykkur öll. Sigurlfna Hermannsdóttir. Skammist ykkar ■ Ástandið í dagvistarmálum er afleiðing af stefnu ákveðinna stjórnmálaflokka senr nú eru í meirihluta, bæði í ríkisstjórn og í borgarstjórn. Þessir stjórnar- herrar setja auðgildi ofar mann- gildi og eru óvinir barna, foreld- ra og mannsins yfirleitt. 1 stað þess að leysa vandann í dagvist- armálum hafa þeir aukið hann, og þetta er ekki eina vandamái- ið sem þeir liafa ekki leyst, því ekki hcfur ástandið batnað í húsnæðismálum, menntamálum eðahjáöldruðum. Síðurensvo. Ungt fólk flýr af landi brott og allt of margir svipta sig lífi. Það er skuggaleg staðreynd að íslandi er hæsta sjálfsmorðs- tíðni í Evrópu. Þessi stjórnvöld bera ábyrgð á þessu ómanneskju- lega ástandi og þess vegna segi ég: Þið í ríkisstjórn, skammist ykkar og þið í borgarstjórn, skammist ykkar. Þið eigið að koma ykkur í burtu áður en þið valdið meiri skaða. Manngildi ofar auðgildi Hér þarf að komast til valda flokkur (eða flokkar) sem setur manngildi ofar auðgildi. Stefna auðgildissinnanna sem nú sitja í meirihluta borgar- stjórnar er að hafa sem ódýrasta dagvistun. Að hafa eins fáa starfsmenn og hægt er að sleppa með og troða sem flestum börn- um inn á hvert heimili þannig að aðbúnaður barnanna verður lélegri með hverju ári. Stefna Flokks mannsins er að búa sem best að dagvistun því við tcljum það vera mannrétt- indi og forgangsatriði. Stefna auðgildissinnanna í skólamálum og heilbrigðismál- um er einnig að veita sem minnstu til þeirra og síðan ræðst hverjir njóta þess. Stefna FM er sú að allir eigi að hafa góða og ókeypis mennt- un og heilbrigðisþjónustu og við finnum leiðir til þess að fjármagna það. Stefna FM í dagvistarmál- um er i stórum dráttum: • Að allir hafi möguleika á dagvistarrými fyrir gjald sem þeir ráða við. • Að allir hafi laun sem þeir geta lifað af þannig að fólk sé ekki að flýja starfsgreinar sínar. • Að foreldrar sem vilja vera heima hjá börnunum sínum geti það og að þeir fái greiðslur fyrir sem samsvari heildarkostnaði fyrir barn á dagheimili. Það sem FM myndi gera strax er að hækka laun hjá starfs- mönnum dagvistarstofnana þannig að þeir geti lifað af launum fyrir 8 stunda vinnudag. Það þarf líka að breyta því viðhorfi hjá fólki að það séu foreldrar einir sem bera ábyrgð- ina á börnunum. Börnin eru framtíð þjóðfélagsins og því er það allt þjóðfélagið sem ber ábyrgðina á þeim. Sem betur fer eru borgar- stjórnarkosningar á næsta ári. Þá mun FM bjóða fram og þá getum við valið um hvort pen- ingunum okkar verði eytt í veisl- ur, utanlandsferðir, óþarfar byggingar og annað bruðl eða til þess að byggja upp framtíð þessa lands. Svanhildur Óskarsdóttir fyrrverandi fóstra og félagi í Flokki mannsins. Leiðréttingar ■ Meinleg prentvilla varð í Birtingaholti sendi blaðinu og vísu sem Sigurður Ágústsson í birtist s.l. miðvikudag. Rétt er vísan svona: Nú færíst húmið yfír græna grund,, nú gráta blómin dagsins liðna stund. En lengst í vetri gullinn geisli skín, þar geymist hulin vonarstjarnan mín. Sigurður segir höfund þessarar vísu vera Bjarna Skúlason Thorarensen, læknis á Móeiðarhvoli. í blaðinu misritaðist að höfundurinn væri læknir, en hann var sonur Skúla læknis. Lísa orðin 16 og komin í sambúð ■ Æskan sendir frá sér tvær bækur fyrir þessi jól. Þær heita Sextán ára í sambúð, unglinga- saga eftir Eðvarð Ingólfsson, og Kári litli í sveit, barnabók eftir Stefán Júlíusson. Sextán ára í sambúð er sjálf- stætt framhald metsölu- bókarinnar Fimmtán ára á föstu sem kom út í fyrra: Hún fjallar um sömu aðalpersónur, þau Árna og Lísu. Þau eru farin að búa þó að ung séu að árum og Lísa er ólétt. Sagan fjallar aðal- lega, eins og nafnið bendir til, um sambúð þeirra, einnig skóla- göngu og starf og eftirvænt- inguna sem tengist fæðingu barnsins. Þetta er sjötta bók Eðvarðs Ingólfssonar. Fimmtán ára á föstu var fá- dæma vel tekið. Hún seldist meir en nokkur önnur barna- og unglingabók og varð þriðja söluhæst allra bóka sem út komu í fyrra samkvæmt könnun Kaupþings hf. Kári litli í sveit er þriðja og síðasta bindið í hinum sígilda sagnaflokki Stefáns Júlíussonar um Kára. Hver bók er þó sjálf- stæð saga. Sagt er frá dvöl Kára í sveitinni hjá afa og ömmu í Holti. Hann unir þar vel og fær nóg að starfa enda eru jafnan næg verkefni fyrir tápmikinn hnokka. Og ævintýrin eru á næsta leiti, bæði þau sem Kári lendir í og þau sem lifa á vörum ömmu... Bókin er myndskreytt af lista- manninum Halldóri Péturssyni. Kára-bækurnar hafa margsinnis verið gefnar út og selst upp jafnharðan. Höfundur samdi þær á sérstæðan hátt - í sam- vinnu við nemendur sína, sjö og átta börn. Frásagnirnar af Kára áttu ekki einungis að vera skemmtileg saga heldur og tæki til að létta börnum lestrarnám. Stefán skrifaði þessar bækur „vegna barnanna sinna, með börnunum sínum og handa börnunum sínum“.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.