NT - 02.11.1985, Qupperneq 20
ð
Lóðaúthlutun
Fyrirhuguð er úthlutun lóða í nýju hverfi í
Suðurhlíð Digranesháls í Kópavogi. í hverf-
inu er áætlað að byggja megi rúmlega 600
íbúðir við göturnar Álfhólsveg, Álfaheiði,
Fagrahjalla, Heiðarhjalla, Hlíðarhjalla, Lækj-
arhjalla, Skógarhjalla og Trönuhjalla.
í fyrsta áfanga verður úthlutað sem hér segir:
Lóðum fyrir 15 hús með 1-2 íbúðum við
Álfhólsveg og Álfaheiði; Lóðum fyrir 25
einbýlishús við Álfaheiði; 5 lóðum fyrir hús í
þyrpingum við Álfaheiði með 5-8 íbúðum í
þyrpingu, sérbýli og sambýli, samanlagt
29-34 íbúðir. Úthlutað er alls lóðum fyrir
69-89 íbúðir.
Skipulagsuppdrættir eru til sýnis á skrifstofu
bæjarverkfræðings Kópavogs, Fannborg 2,
3. hæð, virka daga milli kl. 9:30 og 15. 00.
Umsóknareyðublöð ásamt skilmálum og
skýringum fást á sama stað. Umsóknarfrest-
ur er til mánudagsins 25. nóv. nk.
Kynningarfundir verða haldnir um skipulag í
Suðurhlíð.
a) Miðvikudag 6. nóvember kl. 20.30 í
Þingholtsskóla
b) Laugardag 9. nóvember kl. 14.00 í
Digranesi, íþróttahúsinu við Skálaheiði.
Samkeppni um
útilistaverk
Byggingamefnd flugstöðvar á Keflavíkur-
flugvelli efnir til samkeppni um gerð útilista-
verks sem staðsett verður við nýju flugstöðv-
arbygginguna.
Heildarverðlaunaupphæð er kr. 400.000.-
og verða 1. verðlaun kr. 200.000,-. Auk þess
er dómnefnd heimilt að verja allt að kr.
150.000.- til innkaupa.
Útboðsgögn eru afhent hjá trúnaðarmanni
dómnefndar Ólafi Jenssyni, Byggingaþjón-
ustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, gegn
kr. 500.- skilatryggingu.
Tillögum skal skila til trúnaðarmanns eigi
síðar en 12. febrúar 1986.
Byggingarnefnd flugstöðvar
á Keflavíkurflugvelli.
Útboð
Vegagerð ríkisins og flugmálastjórn óska eftir tilboðum í
snjómokstur á nokkrum vegum og flugvöllum í Vestur-
Skaftafellssýslu, Árnessýslu, Gullbringusýslu, Snæfellsnes-
sýslu, Dalasýslu, Vestur-ísafjarðarsýslu, Húnavatnssýslum,
Skagafjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu, Norður-Þingeyjarsýslu
og Suður-Múlasýslu.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík
(aðalgjaldkera), í Borgarnesi, á Isafirði, Sauðárkróki, Akur-
eyri, Reyðarfirði og Selfossi frá og með 4. nóvember n.k.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 11.
nóvember 1985.
Vegamálastjóri
Flugmálastjóri.
Spennum beltin
ALLTAF
- ekki stundum
/ V _
yujJEBOAB
Laugardagur 2. nóvember 1985 24
Ingólfur Davíðsson:
Helgi magri, sögur segja,
sigldi út að nema lönd.
Fyrsta hæ við fjörðinn-Eyja
forðum reisti á Árskógs-
strönd.
Það var fyrir þúsund árum!
En nú var gangnadagur á því
herrans ári 1985. Næturfrost,
snjór í fjöllum hið efra, heiður
himinn og sólskin aldrei þessu
vant í sumar, sögðu heima-
menn. Féð streymir í Stærra
Árskógsrétt og Hálsrétt. Land-
Nokkur atriði úr skýrslu Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
(WHO) um áfengisvandamál.
(Lögð fram á 62. fundi stjórnar
WHO 1979)
1. Óhætt er að fullyrða að þörf
er á baráttu gegn áfengisvand-
anum.
2. Þó að drykkjusýki sé alvarlegt
vandamál, sem gefa ber gaum,
er hún aðeins lítið brot af þcim
vanda sem áfengisneysla vcldur.
3. Tengsl áfengis og afbrota,
einkum ofbeldisglæpa, eru aug-
Ijós.
4. Fjárhagslegt tjón af völdum
áfengisneyslu rnun vera gífur-
legt í mörgurn löndum. (í
Bandaríkjunum t.d 25 milljarð-
ar dala á ári).
5. Áfengisvandamál fara vax-'
andi víða um heim, ekki síst í
þróunarlöndum.
6. Raunverð áfengis hefur farið
lækkandi í flestum löndum á
sama tíma og tekjur manna
hafa aukist.
7. Á árunum 1960-1972 jókst
vínframleiðsla í heiminum um
20%, brennivínsframleiðsla um
60% og ölgerð um 80%. Áfeng-
isneysla jókst um 30%-500%.
Alþjóðleg fyrirtæki, sem beita
háþróaðri tækni við framleiðslu
hafa staðið fyrir þessari aukn-
ingu.
8. Áfengisneysla er víða tákn
um frama og velgengni - og
áfengi er auðfengið deyfandi
efni.
9. Afleiðingar áfengisdrykkju
bitna þunglega á heilbrigðis-
þjónustunni. Fórnarlömb ölv-
unar í umferð, áfloga og drukk-
inna manna hrannast inn á slysa-
deildir og skurðstofur, lifrar-
sjúklingar liggja í sjúkrarúmun-
um og vaka þarf yfir sjúklingum
með áfengisæði. Þctta veldur
námsbærinn Hámundarstaðir
og Háls í Svarfaðardal eiga
upprekstur á Hálsdal sameigin-
lega. Það er fjölmenni í réttun-
um, féð litlu fleira en ungling-
arnir, sögðu gárungarnir, því að
búið var að hleypa fjölda fjár
inn í girðingu áður til fitunar, og
þarvarekkismalað. VísaJónas-
ar „Eins mig fýsir alltaf þó,
aftur að fara í göngur" o.s.frv.,
er sígild.
Nú er reisulega byggt á Ár-
auknu álagi á stofnanir sem
hafa alltaf of mikið á sinni
könnu.
10. Til lítils væri ef ekkert væri
hægt að gera nema lýsa því sem
nú er vitað um áfengisvandann.
Benda þarf á nauðsyn varna og
hjálparstarfs.
11. Ljós tengsl eru milli heild-
arneyslu áfengis og tjóns af
völdum neyslunnar. Þessi stað-
reynd gengur þvert á þá venju-
bundnu skoðun að drykkjusýki
sé eiginleiki ákveðinna einstakl-
inga en ekki vandamál sem
tengt sé því hversu mikið sé
drukkið.
Þessi tengsl benda á að með
því að draga úr áfengisneyslu
megi minnka tjónið, sem hún
veldur, verulega.
12. Meðal tiltækra ráða til að
draga úr áfengisneyslu eða
a.m.k. koma í veg fyrir aukn-
ingu hennar má nefna:
a) Hækkun áfengisverðs svo að
það fylgi a.m.k. verðbólgu og
auknum tekjum.
b) Kvótakerfi á framleiðslu.
c) Innflutningseftirlit.
d) Fækkun sölu- og veitinga-
staða.
í löndum, þar sem ekki er
auðvelt að komast yfir áfengi og
lífsviðhorf eru andstæð drykkju-
skap, getur algert áfengisbann
verið hagkvæmt.
13. Fræðslu er þörf til að skýra
fyrir fólki nauðsyn áfengismála-
stefnu sem beinist að því að
draga úr áfengisböli með for-
varnaraðgerðum.
14. Fráleitt er að telja mögu-
leikana á að minnka áfengistjón
skýjaborgir einar. Það sem
skortir er ópólitískur vilji til að
fara þær leiðir sem stuðla að
minni drykkju.
Áfengisvarnaráð
skógsströnd, það varð hvar-
vetna að byggja eftir Dalvíkur-
jarðskjálftana 1935. Túnin ná
saman á mörgum jörðum, ólíkt
því sem var, og kúahóparnir
stórir á flestum bæjum. Áður
þótt vel búið með þrjár kýr og
60-100 ær á bæ. Þá var blandað-
ur búskapur á öllum jörðum, en
nú er farið að sérhæfa þetta í
vaxandi mæli. Hross jafnan fá
því þarna er snjóþungt mjög.
Á flestum bæjum var einhver
sendur til sjóróðra, a.m.k. vor
og haust. Nú er þetta gerbreytt,
sérhæfingin ræður,sumirstunda
búskap en aðrir draga björg úr
sjó. Útvegsstaðir voru margir
áður en nú aðeins tveir Hauga-
nes og Litli-Árskógssandur. Þar
hafa myndast smáþorp og frá
„Sandinum" siglir ferja til Hrís-
eyjar, margar ferðir á dag.
Bæjaraðir eru tvær og á neðri
bæjunum bjuggu áður rnargir
þurrabúðarmenn sem aðallega
stunduðu sjó, en áttu þó sumir
eina kú og nokkrar kindur. Þeir
ræktuðu túnblett og fengu lánað
engi hjá bændunum. Það bú-
skaparlag er horfið. Mjólk er
keypt í samlaginu og heimsend.
Sömuleiðis smjör og skyr og
einnig brauð að mestu, lítið
bakað heima núorðið, og
heimaslátrun hætt. Breytingin
er mikil.
Berjaspretta var allgóð þó
löngum væri sólarlítið í sumar,
og aðalbláberjaskyr oft á
borðum, með rjóma, hvað sem
sumir læknar segja! „Blástur"
og votheysgerð björguðu heys-
kapnum, sem varð allmikill að
vöxtum. Bátar fara stækkandi,
svo hægt er að sækja lengra á
mið en áður. Hrefnur og rækjur
lagðar á land á Litla-Árskógs-
sandi.
Kaupfélagsverslun á Hauga-
nesi og þykir góð. Fljótlegt
einnig að skreppa til Dalvíkur
og Akureyrar nú á öld bílanna.
Búið að hækka veginn mikið,
svo nú mun oftast bílfært að
vetrinum.
Öflugt ungmennafélag hefur
lengi starfað á Árskógsströnd
og unnið að ýmsum góðum
málurn. Við Þorvaldsdalsá í
landareign Litla-Árskógar var
mér sýndur tjáreitur, sem félag-
ið kom á fót um 1950, en er nú
í umsjá skógræktarfélags sveit-
arinnar. Umsjónarmaðurinn
Kristján Vigfússon fræddi um
reitinn sem er allstór með vöxtu-
legu sitkagreni, lerki og birki.
Árssprotar víða 30-40 cm. jafn-
vel 50 cm á einstökum hríslum.
Þetta er góður vöxtur og njóta
trén auðsjáanlega hins góða
sumars í fyrra. Þrif rauðgrenis
og skógarfuru eru aftur á móti
léleg þarna.
Vænn trjáreitur er einnig á
Stóru-Hámundarstöðum og er
svipað að segja um vöxt trjánna
þar. Einnig mjög fallegur og
fjölbreyttur blómagarður, verk
Önnu Baldvinsdóttur, sem þar
var lengi húsfreyja, uns yngri
kynslóð tók við. Fagur skrúð-
garður er og hjá Soffíu frá
Brattavöllum, rétt ofan við
Sandinn, og þar í grennd er lítil
en mjög fjölbreytt gróðrastöð,
kennd við eigandann Ágústu.
Hún ræktar einkum fjölmargar
tegundir sumarblóma, ýmsar
þeirra sjaldgæfar, og hefur
blómasölu.
Það er bæði snæsamt og
vindasamt á Árskógsströnd, en
konurnar hafa sýnt að furðu
margt er samt hægt að rækta
með natni og dugnaði. í Litla-
Árskógi er listfengur garður,
rneð tjörn, gróðri og fögru
heimagerðu gosbrunnslíkneski,
enda eru tveir Litla-Árskógar-
bræðra Kristján og Hannes
kunnir listamenn. Eru mörg
verk þeirra í Minjasafninu á
Akureyri, og skírnarfontar í
nokkrum kirkjum eru verk
þeirra. Systirin Guðrún Vigfús-
dóttir er mikil listakona á sviði
vefnaðar.
Konurnar fyrrnefndu Anna
og Soffía eru liðtækar við fleira
en ræktun. Þær fara um fjöll og
dali að safna steinum, snuðra
mikið í fjörum og árfarvegum
og víðar þar sem steinasælt er.
Báðar eiga þær steinasöfn - og
þær vinna skrautflögur úr þeim,
með hjálp steinsagar, sem þær
eiga í félagi. Það eru undursam-
legir litir sem koma fram í
þessum steinaflögum, sem þær
setja saman úr jaspis, kvarsi,
glerhöllum, ópal, líparíti o.fl.
steinum. Slík plata er t.d. sett í
stofuhorn og ljós á bak við. Það
gefur sannkallaðan ævintýra-
ljóma, líkt og í álfabyggðum
þjóðsagnanna.
Það hefur jafnan búið vinnu-
samt fólk á Árskógsströnd,
enda harðbýl sveit. það varð að
duga eða drepast!
„Löngum sóttu langt á mið,
leitaði fanga skipalið.
Norður í höf aðhafísrönd,
hörkukarlar á Árskógs-
strönd. “
Menn þurfa að vinna meðan
þeir geta, annars koðna þeir
niður, sagði Baldvin bóndi.
Mamma sýslar við garðinn og
steinana, pabbi vinnur í trjáreit-
unum, bæði heimaog í Árskógi,
svona á það að vera. Á vetrum
er félagsstarfsemi, og heimafyr-
ir prjónað og lesið.
Afengisverð lækkar
en tekjur aukast