NT - 02.11.1985, Side 23
-
■ Webster og félagar hrósuðu sigri í gærkvöldi. Webster sjálf ur átti stórleik.
Nottingham Forest með nýja stjörnu:
Carr er efnilegur
- og hefur leikið frábærlega í síðustu leikjum - Allt Clough að þakka
■ Franz Carr hefur aðeins
leikið fjóra leiki með Notting-
ham Forest en nú þegar eru
menn byrjaðir að tala um hann
sem landsliðsútherja framtíðar-
innar. Tækni þessa 19 ára stráks
er mjög góð og hún fær sjálfsagt
að blómstra undir stjórn hins
snjalla Brians Clough, sem
þekktur er fyrir að koma sífellt
með óþekkta en góða leikmenn
fram á sjónarsviðið.
Carr hefur einnig styrkt liðs-
heildina hjá Forest verulega og
liðið er nú talið leika sína bestu
knattspyrnu síðan félagið var
Evrópumeistari 1979 og 1980.
Leikni þessa útherja kom vel í
ljós er liðið sigraði Arsenal um
síðustu helgi. Þá gætti Carrs
enginn annar en landsliðsbak-
vörðurinn Kenny Sansom sem,
þrátt fyrir reynslu sína, gat ekki
. komið í veg fyrir að ungi útherj-
inn legði upp öll marka Forest í
3-2 sigri.
Brian Clough keypti Carr frá
Blackburn og hljóðaði samning-
urinn upp á sem samsvarar 1,6
milljón íslenskra króna. Clough
segist nú hafa besta framherjapar
í landinu en auk Carrs leiðir
sonur Cloughs Nigel að nafni
sóknir liðsins.
Gary Birtles sem áður lék í
framlínunni hefur nú verið
færður í stöðu miðvarðar - ann-
að snjallræði af hálfu Cloughs-
og stendur sig þar vel.
Carr skoraði sitt fyrsta ntark
fyrir Forest nú í vikunni og var
það sigurmark liðsins á móti
nágrönnunum Derby County í
3. umferð deildarbikarins. For-
estleikur gegn W.B.A. ídagog
ætti að fara með sigur af hólmi.
M ? T c f « y v »■*" Træmnm gfT-yrr raigTtamvt'.r.x- ■}• :y.mrnr -r.m-m-Ærr g g-: y y v t
• * * M M * O * ♦ . ‘t M f ý f t^Tf * t.■' ? xt t 1 }irrt *fT-t í fjré * t f
♦ * i.í’íTr •f-l/' t * • ' * *f T * i h > » i f"i } > M H ( f * f M M » * • >
Laugardagur 2. nóvember 1985 27
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Lokakaflinn var
■ æsispennandi - Haukar sigruðu Njarðvíkinga með 82 stigum gegn 80
Frá Ólafi t>ór Jóhannssyni frétlarilara NT
■ Haukar sigruðu Njarðvík-
inga 82-80 í íþróttahúsinu í
Njarðvík í gærkvöldi í æsispenn-
andi leik. Staðan í leikhléi var
36-42 fyrir Hauka.
Lokamínútur leiksins voru
magnþrungnar og áhorfendur
risu úr sætum. Þegar 48 sekúndur
voru eftir var staðan 78-82 fyrir
Flauka og Njarðvíkingar reyndu
hvað þeir gátu til að jafna en allt
korn fyrirekki þeim tókst aðeins
að minnka muninn í 80-82.
Haukar byrjuðu leikinn betur
en Njarðvíkingar komast í 20-17
eftir tíu mínúta leik. Vörn
Haukann,a var hins vegar geysi-
sterk í lok fyrri hálfleiksins og
skoruðu Njarðvíkingar aðeins
úr vítum á þeim kafla og voru,
eins og áður sagði, undir í
leikhléi.
Njarðvíkingar jafna svo leik-
inn í byrjun síðari hálfleiks og
eftir það var liann mjög jafn,
oftast skildi aðeins eitt stig.
■ ...Werder Bremen
tapaði stórt fyrir Bayer
Leverkusen í þýsku
búndeslígunni en leikið
var í gærkvöidi. Leverk-
usen sigraði 5-1 og skor-
aði Suður-Kóreuhúinn
Bum-Kun Cha þrennu í
leiknum. Þá sigraði
„Gladbach" lið Borussia
Dortmund með þremur
mörkum gegn tveimur og
eru því komnir á topp
deildarinnar við hlið
Werder Bremen. Loks
sigraði Baycrn Múnchen
lið Kaiserslautcrn á úti-
velli 0-2...
...Frönsk stúlka hefur
tapað máli gegn íshokkífé-
lagi í Strasborg. Stúlk-
unni var ekki leyft að æfa
íþróttina og fór því í inál
en var hins vegar sektuð
af dómstólum vegna
ónauðsynlegrar máls-
höfðunar. Þessi dómur
styður reglur franska ís-
hokkísambandsins sem,
einhverra hluta vegna,
neitar konum þcim rétti
að iðka íþróttina. Jafn-
réttinu viröist því vera.
takmörk sett hjá Frans-
mönnum...
Staðan var 76-76 þegar lítið var
eftir en vítaskot Websters og
karfa Ólafs Rafnssonar þegar
aðeins tvær sekúndur voru eftir
á skotklukkunni gáfu Haukum
forskortið sem dugði þeim til
sigurs.
Bæði lið reyndu að stöðva
skæðustu menn andstæðing-
anna, þá Val og Pálmar. Hauk-
Frá Ingólfi Kjartanssyni, frétta-
ritara NT á Laugarvatni:
Einn leikur í 1. deildinni í
blaki fór fram hér á fimmtudags-
kvöidið. Víkingur kom í heirn-
sókn og sigraði H.S.K. í
„Ljónagryfjunni" 15-10,15-9 og
15-9.
Sigurinn var nokkuð öruggur
eins og tölurnar bera með sér.
Lið H.S.K. kom þó á óvart með
góðri baráttu en meiri samæfing
■ Byrjendanámskeið í glímu
er nú að hefjast hjá glímudeild
KR og verða æfingar sem hér
segir:
Þriðjudagar:
Kl. 19.00-19.50 12 ára og yngri.
Kl. 19.50-20.40 13-16 ára
Kl. 20.40-21.30 17 ára og eldri
Föstudagar:
KI. 19.00-19.50 12 ára og yngri
Kl. 19.50-20.40 13-16 ára
Kl. 20.40-21.30 17 ára og eldri
■ Nokkuð var um leiki í Evr-
ópukeppni í körfuknattleik í
þessari viku og var fátt um
óvænt úrslit. Hins vegar skeði
það í einum leiknum að körfu-
hringurinn datt dauður niður.
Franska liðið Olympiqe Ant-
ibes var þá að leika gegn SSV
Hagen frá V-Þýskalandi. í
franska liðinu er Bandaríkja-
um tókst að stöðva Val og
kannski réði það úslitum. Helgi
Rafnsson, 17 stig, Jóhannes
Kristbjörnsson, 16 og Kristinn
Einarsson, 15 skoruðu mest fyr-
ir heimamenn. Webster skoraði
20 stig fyrir Hauka. Pálmar var
með 19 og Ólafur með 17.
Webster hirti sand af fráköst-
er nauðsynleg. Liðið er að venju
mestu skipað strákum úr
íþróttakennaraskólanum og
Menntaskólanum. Má nefna
Ástvald Arthúrsson, sem að
vísu á við meiðsl að stríða um
þessar mundir, og Erling Krist-
jánsson.
Víkingur er með gott lið en
erfitt er að nefna einn mann
öðrum fremur. Hávörnin var
góð í leiknum ogskellirnirsann-
færandi.
Ólafsson og æfingarnar fara
fram í fimleikasal Melaskólans.
Öllum cr heimil þátttaka og
vonast er til að sem flestir láti
nú sjá sig. Þá eru gamlir glímu-
félagar hvattir til að liafa sam-
band við Rögnvald Gunnlaugs-
son (s: 16528) eða Elías Árna-
son (s:71062). Stofnfundur
styrktarfélags ku vera á
dagskrá.
maður að nafni Mike Harper og
telur hann eina tvo metra og
átta sentimetra. Á 9. mínútu
leiksins ætlaði kappinn að troða
kenttinum í körfu andstæðing-
anna með tilþrifum. Vildi þá ekíci
betur til en að kröfuhringur-
inn fylgdi með. Varahringur var
á staðnum en hann var ekki
löglegur svo ákveðið var að
hætta leiknum.
1. deild karla I blaki:
Víkingur vann
Glíman að lifna við:
Námskeið hefst
Pjalfari verður Rögnvaldur
Evrópukeppnin í körfu:
Tók hringinn
Utsölumarkaður
ULPUR, KR. 300,
ULPUR, KR. 495,
ULPUR, KR. 1490,
SKYRTUR, KR. 395,
SKÚLAGÖTU 26 - SÍM111728
o
GALLABUXUR, KR. 795,
SOKKAR KR.69,
BLÚSSUR, KR. 595,
BARNABUXUR, KR 395,
NÆRFÖT, KR. 65,
SAMFESTINGAR, KR 795,
PEYSUR, KR. 395,
PEYSUR, KR. 595,
VINNUFATABÚÐIN