NT - 03.11.1985, Blaðsíða 3

NT - 03.11.1985, Blaðsíða 3
NT Sunnudagur 3. nóvember 3 ! „Búinn,“ sagði Geiri. Hann lagði reyfið á réttarvegginn og leysti bandið af ánni. Hún varð frelsinu fegin og þaut jarmandi yfir að dilknum. „Mikið var,“ ansaði ég. „Ég hélt að þu ætlaðir að vera að þessu í allan dag. Ég er búinn að rýja þrjár á meðan þú hjakkar af einni.“ „Er það furða, klippurnar eru vita bitlausar." Ég teygði mig eftir brýninu og dró j það eftir skásettum fletinum á klipp- unum, horfði á meðan yfir réttina. Þetta var býsna laglegur hópur. Það hafði verið tekið undan flestum ánum fyrir nokkrum dögum. Og með því veður var þurrt og hlýtt höfðum við Geiri ákveðið að reka saman í girð- ingunni og taka af nokkrum skjátum. Geiri var hjá mér í sveit annað sumarið. Býsna duglegur var hann af ekki eldri krakka. Ég kallaði hann kaupamanninn þegar ég gat því við komið. 12 ára strák finnst það mikið í munni, enda þótt hann léti lítið á því bera. „Það er til lítils að vera kaupamað- ur og fá ekkert kaup,“ sagði hann stundum, En ég vissi aö hann var ánægður. Einhvern veginn höfðaði sveitalífið til hans. Hann grúskaði talsvert í vélum og hafði gaman af skepnum. Mér varð litið upp til hlíðar- innar. Hún var búin að missa sumar- litinn og Blátindur skartaði hvítu. Þetta var einn af þessum yndislegu haustdögum sem komið geta. Stilli- logn og sólskin og hitinn eins og á sumardegi. Það hefði mátt vera svona fyrir viku þegar við smöluðum í norðan strekkingi og slydduélin byrgðu sýn framan af degi. Ég rétti kaupamanni klippurnar. „Þú getur tekið hana Kráku næst," sagði ég og benti á svarta á sem stóð við vegginn rétt hjá okkur. „Hún er róleg...“ Geiri ætlaði að grípa í hornið á henni en hún beygði hausinn eld- snökkt og vék til hliðar. Það var rúmt í réttinni og ærin hafði nóg svigrúm. Geiri elti rolluna og sagði Ijótt, missti af henni hvað eftir annað. „Mér þykir hún vera fjörug í dag,“ sagði ég. „En það er von að hún snúi á þig. Hún hefur nefnilega mannsvit." Það hnussaði í Geira. „Hún hefur að minnsta kosti meira vit en ég.“ „Hún þarf nú ekki að hafa mannsvit fyrir það,“ sagði Geiri. Hann erdálítið naskur að svara fyrir sig, sá stutti. „Ég get sagt þér sögu sem sannar að hún skilur mannamál." Geiri lét sem hann heyrði ekki en gerði nú mikinn aðsúg að rollunni, náði að króa hana af í einu horninu og náði traustu taki á rúbakkanum. Það fór eins og ég vissi. Hún hreyfði sig ekki eftir að einu sinni var búið að handsama hana. Það var ekki fyrr en um kvöldið er við sátum og hvíldum lúin bein að Geiri sagði. „Hvernig var sagan?“ „Já, hún. Það er sko dálítið merki- leg saga. Ég held helst að rollufjand- inn hafi skilið það sem ég sagði.“ „Ef þú ætlar að fara að Ijúga einhverju upp geturðu alveg eins haldið þér sarnan." Það var naumast að strákurinn var farinn að taka upp í sig. Líklega var ég búinn að kenna honum helst til margt. „Nú, ef þú vilt ekki heyra söguna þá...“ „Blessaður, láttu ekki svona,“ sagði Geiri. „Nú hlustaðu þá. Þegar Kráka var tvævetur var hún tvílembd. Átti stór lömb og það var feikna júgur á henni. Ég gerði mér góðar vonir um að hún yröi metskepna. Þetta var eitt af köldu vorunum. Að minnsta kosti báru ærnar á húsi. Einn morgun snemma þegar ég kom til að líta eftir ánum var annað lambið dautt. Lá bara steindautt í krubbunni, og ekki hægt að sjá nein merki um að það hefði verið veikt." „Mikið að eitthvað gerist í sög- unni,“ lumaði Geiri út úr sér. „Ég þreifaði undir ána,“ sagði ég og þóttist ekki hafa heyrt athugasemdina. „Það var dálítill stálmi í júgranu en ekki gat ég séð merki um júgurbólgu. Og ég hugsaði að það væri svo sem nóg fyrir tvævetru að hala eitt lamb. En tveim dögum síðar eða svo, var sýnilega eitthvað að því lambinu sem eftir lifði..." „En ekkert að hinu,“ hrökk út úr Geira. „Þegiðu nú einu sinni smástund. Varst þú ekki að biðja um þessa sögu. Nú, ég snaraðist upp að Odda- stöðum til að spyrja Guðbjörn ráða og fá hjá honum lyf. Hann er svo glúrinn karlinn og á alltaf fullan skáp að meðalasulli. Hann hélt helst að þetta væri út af mjólkinni og lét mig hafa töflur. Það passaði til, þegar ég kom heim aftur var lambið að drepast. Mér fannst þetta fjári skítt. Ekki þorði ég að venja undir ána, en ég man að ég sagði upphátt við hana. Þú verður sko ekki sett á vetur. Svona skepnu sendi ég beint í sláturhúsið." Ég þagnaði. „Hvað svo,?“ spurði Geiri. „Um haustið voru góðar heimtur, en Kráka kom ekki að í fyrstu göngu. Ekki heldur í þeirri síðari. Og í þriðju leitum, þegar reynt var að ná öllum eftirlegukindum, sást hún ekki heldur. Þaö var komið fram í miðjan nóvember og ég var búinn að afskrifa rolluna. Hún hafði sjálfsagt potað sér ofan í einhvers staðar. Ég átti sem sé ekki einu sinni að fá kjötið af henni. Fyrr mátti nú vera óhappaskepnan. En viti menn. Einn daginn hringir bóndi úr næstu sveit. Það var hann Guðmundur á Þver- brekku. Þú veist hvað er langt þangað, einir 40 kílómetar. „Heyrðu," sagði hann. „Þú átt svarta rollu hjá mér. Ég er búinn að sjá hana upp í girðingu í viku en hélt að hún væri frá næsta bæ.“ Nú, slátrun var löngu lokið svo það var ekki um annað að gera en setja Kráku á vetur þvert ofan í þaö sem ég hafði hótað henni um voriö.“ „Heldurðu að það sé eitthvað skrít- ið þó rollan hlypi þetta lamblaus," sagði Geiri og lét sem honum þætti sagan lítið merkileg. „Kannski ekki. En hún kom hvergi til réttar. Og það sem meira er. Alltaf síðan hefur hún smalast heim í fyrstu göngu. Og aldrei misst lamb. Þær eru ekki dónalegar, gráu gimbrarnar, sem hún var með í réttinni í dag.“ „Já, þetta er skrítin tilviljun," sam- sinnti Geiri. „En þú færð mig aldrei til að trúa því að hún skilji mannamál, jafnvel þó hún hafi meira vit en þú.“ Og hann var þotinn áður en ég náði í hann til að dusta hann til. Sigrún Björgvinsdóttir. BRUGGIÐ ÖL Ath! Kostnaður á flösku, 0,33 I, aðeins 8—9 krónur. ÞAÐ'BESTA •»¥ IWICXN FRÁ ENGLANDI ÞAÐ BESTA FRÁ DANMÖRKU TILBOÐSVERÐ Á BYRJENDASETTUM. SENDUM í PÓSTKRÖFU. - KREDITKORTAÞJÓNUSTA. Suðurlandsbraut30, sími 35320. EKTA v

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.