NT - 03.11.1985, Page 6

NT - 03.11.1985, Page 6
6 Sunnudagur 3. nóvember NT ÁFENGI ER Jón, það var haft eftir þér fyrir skömmu að áfengi dræpi hið guðlega í manninum. Ég orðaði þetta nú öðruvísi heldur en hatt var eftir mér i blöðum, í réttu samhengi hljómar þetta svona: Breytni okkar í daglegu lífi í samræmi við kenningar kirkjunnar eru grund- vallaratriði til að okkur takist að skapa hér aðstæður í þjóðfélaginu, þannig að til velfarnaðar leiði. Tillitssemi, umburðarlyndi, velvilji og samhjálp eru þar nokkur einkunnarorð. Þjóðin verður ekki langlíf í landinu ef ands- tæður þeirra; öfund, úlfúð, metingur og skefjalaust kapphlaup eftir lífs- gæöum ráða hér ríkjum, en þetta eru þær hvatir sem viröist vera of auðvelt að sá í mannlegt eðli. Sérstaklega eru þessar hvatir áberandi þegar hið guðlega eðli mannsins hefur verið kæft með neyslu áfengis og annarra vímuefna og þá bætist jafnan við hefnigirni og ofbeldi. Geturðu útskýrt nánar hvað þú átt við með hinu guðlega eðli? Ég á þar m.a. við samvisku og réttlætiskennd, sem allir hljóta að viðurkenna að er ekki lengur fyrir hendi, þegar í ölæði eru framin hin verstu voöaverk, sem við höfum svo ótal dæmi um og menn iðrast síðan sáran, þegar þeir hafa aftur fengið ráð og rænu. Ef við snúum okkur að jarðbundn- ari efnum eins og veitingu vinveit- ingaleyfa, er nokkur hreyfing á þeim málum? Eins og þú veist kannski hef ég veitt fleiri vínveitingaleyfi en nokkur annar ráðherra, þannig að það er ekki hægt að segja annað en að hreyfing hafi verið á þeim málum. Hinsvegar gerðist það í vor að Sam- band ísl. sveitarfélaga boðaði til ráð- stefnu, og frá henni kemur það við- horf að dómsmálaráðuneytið hafi veitt of mikið af leyfum og það þurfi að spyrna við fótum. Ég taldi þá að eðlilegt væri að taka mark á Sam- bandi ísl. sveitarfélaga og því viðhorfi sem þaðan kemur. Beinlínis leit ég á það sem kröfu sveitarfélaganna í landinu að breytt yrði um stefnu. í framhaldi af því taldi ég eðlilegast að málin verði afgreidd í hverju sveitarfé- lagi fyrir sig. Menn nái samstöðu um stefnu um veitingu vínveitingaleyfa þar. Mér sýndist því vænlegast að leita í ríkari mæli til þeirra trúnaðar- manna sem sveitarstjórnirnar hafa valið til að vera ráðuneytinu sérstak- lega til ráðgjafar á þessu sviði. Þú átt sem sagt við aö áfeng- isvarnanefndir verði settar ofar við- komandi bæjarstjórnum? Ég taldi eðlilegt úr því að ráðstefna Samb. ísl. sveitarfélaga taldi það ekki rétta stefnu sem ég hafði fram- fylgt með því að fara eftir áliti viðkom- andi sveitarstjórna, þá væri næsta skref að leita til þessara trúnaðar- manna. Hinsvegar hafa margar sveit- arstjórnir ekki tekið beina afstöðu í umsögnum sínum þ.e. í svari sínu ekki mælt með leyfi heldur ekki lagst gegn, þannig hafa t.d. svör borgar- stjórnar Reykjavíkur verið. Er ekki eðlilegra að ákveðnar regl- ur gildi, ef menn uppfylla tiltekin skilyrði fái þeir sjálfkrafa vínveitinga- leyfi? Mér finnst eðlilegt að heimamenn meti það hvað þeir vilja og þeir trúnaðarmenn sem sveitarstjórnirnar hafa valið sérstaklega fjalli um þessi mál. I framhaldi af þessu, ef við lítum á áfengislöggjöfina og tilgang hennar, er sú skylda lögð á dómsmálaráðu- neytið að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu og útrýma því böli, sem henni er samfara. A áðurnefndri ráðstefnu lagði fulltrúi Þjóðhagsstofn- unar fram áætlun um það tjón sem þjóðfélagið verður fyrir af áfengis- neyslu, en það er á bilinu 4-6 milljarð- ar og það sýnir hversu stór baggi þetta er fyrir ríkið og þjóðfélagið. Er beint orsakasamhengi milli framboðs á áfengi og ofneyslu? Já, allar erlendar rannsóknir benda þess. Nú er óviða erfiðara að nálgast áfengi en á ístandi, en samt virðist áfengisvandamál há Islendingum umfram aðrarþjóðir. Ég held að það sé að einhverju leyti blekking að vandamálin séu hér meiri en annars staðar - þó að þau séu ærin - ef litið er í skýrslur erlendis frá eru þar gríðarleg vanda- mál á ferðinni, í Sovétríkjunum hafa L

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.