NT - 03.11.1985, Síða 9

NT - 03.11.1985, Síða 9
NT Sunnudagur 3. nóvember 9 Vísnaþáttur Heilir og sælir lesendur góðir. Ég þakka bréf og símhringingar og skora ég á ykkur að vera ekki feimin við að senda vísur í þáttinn. Pétur Stefánsson Skeljagranda 1, Reykjavík sendi mér nokkrar vísur eftir langafa sinn Björn Pétursson Sléttu Skagafirði. Björn var eitt sinn spurður hvort hann hefði í sig og á. Hann svaraði. Ég hef nóg af björg og brauði breytist vart sá hagurinn. Þangað til að doktor dauði dregur úr slíðrum brandinn sinn. Eitt sinn réði Björn sig í þriggja daga vinnu á bæ, meðan bóndi skrapp erinda sinna til Reykjavíkur um kaupið höfðu þeir samið og átti það að vera borgað í brennivíni en er bóndi var ekki kominn heim eftir þrjá daga, fór Björn til húsfreyjunnar og krafðist launanna. En konan sem var fanatísk á vín neitaði um borgun. Þá kvað Björn. Brúkaðu ekkert bölvað þras bágt er þig að aga. Ég vil landa á lítið glas í laun fyrir þessa daga. Björn hafði mjög fallega rithönd. Einhverntíma þegar hann var orðinn gamall, var verið að hrósa honum fyrir rithöndina. Þá kvað Björn. Ellin skæð með afglöp sín örmum vill mig spenna. Hálfáttræða höndin mín heldur illa á penna. Pétur Stefánsson endar bréf sitt með þessari vísu. Mæli ég af munni fram miðlungs góða stöku. Eftir mikið andans þramm og eina næturvöku. Kona í Hafnarfirði hringdi í mig og bað mig að spyrja um höfund að eftirfarandi vísu. Láttu ekki leiðast þér lífið ofstutt til þess er. Leitaðu eftir Ijósi og yl svo lífið verði geislaspil. Eyjólfur Jónasson í Sólheimum Dalasýslu kvað um kunningja sinn. Hann er eins og sumarsól síhækkandi stjarna. Jafnvígur á háð og hól helvítið „a“ tarna. Þorsteinn Guðmundsson bóndi á Skálpastöðum Borgarfirði kvað við reiðhest sinn. Veit ég að mér væri það veigamestur auður. Ef þú gætir gert mig að góðum manni Rauður. Sigmundur Benediktsson á Akra- nesi orti eftirfarandi vísu. Geta ennþá tóninn teigt traustir menn við sukkið. Allt sem brennur upp er reykt allt sem rennur drukkið. Þorsteinn Ásgrímsson frá Ás- brekku Vatnsdal kom of seint í af- mælisveislu og heilsaði húsbónda með þessari vísu. Þótt komi ég seint í vingarðinn vinur minn verða mun Ijóst efsöguna dálítið könnum. Lausnarinn mælti við lýðinn eitthvert sinn laun verða sömu elleftustundarmönnum. Sigurður Jónsson frá Brún fór með eftirfarandi vísu, ekki veit ég hvort hún sé eftir hann. Víða snörótt viðskiptin vefur pörótt sálin. Því er örótt ásýndin eftir görótt málin. Halla á Laugabóli hlýddi á konu vera að baknaga mann. Halla kvað Alveg genguryfir mig hvað aðgangsharður svanni. Rembist við að rífa í sig rass afeinum manni. Og bróðir Höllu, Heiðar E. Geirdal kvað um hjónaerjur. Ég gat ekki stillt mig að hlægja að þeim hjónum til himins í vandræðum góndann. Er húsfreyjan öslaði á skítugum skónum með skammirnar ofan-í bóndann Sigríður Beinteinsdóttir á Hávarðs- stöðum orti um reiðhryssu bónda síns. Mjúk í gangi merin sling makkan hringar Jóns í fang. Grasið angar grænt í kring grjótið springur fróns um vang. Maður einn Valgeir að nafni orti í orðastað manns er ekki var talinn rétt feðraður. Pabbi minn hjá mömmu bjó mettur sæll og ríkur. Undarlega er ég þó öðrum manni líkur. Ingibjörg Björnsdóttir kennari í Reykjavík benti mér á að vísan sem ég birti í síðasta þætti Lítið drottinn lét í té líkamsfegurð minni. Von er því að sálin sé svipuð umgjörðinni. er ekki eftir Þuru í Garði heldur eftir Dýrólínu Jónsdóttur í Fagranesi Skagafirði og er hún hér eins og hún birtist í II hefti Stuðlamála en ég hafði hana dálítið vitlausa í síðasta blaði. Ég bið hlutaðeigendur velvirðingar á þessum mistökum. En hér kemur önnur vísa eftir Dýrólínu en hún orti hana um önug- an og ertinn karl. Gvendi tærist tryggðin smá treginn grær í sinni. Engin mær vill ástir Ijá úfnu gæruskinni. Hreiðar Eyjólfsson Geirdal kvað svo um líkfylgd. Röltir fólk með ríkra ná raunirþjaka sinni. Þegar snauður fellur frá fylgdin verður minni. Og um reiðhest föður síns kvað Hreiðar. Hestar sprettinn hika við hryggir stara á veginn. Þegar fram á sjónarsvið svona klár er dreginn. Og bróðir Hreiðars, Stefán Eyjólfs- son bóndi á Kleifum í Dalasýslu kvað. Þó að tapist tafl og spil tímana hina og þessa. Þá er alltaf eitthvað til að ylja manni og hressa. Guðrún Ólafsdóttir frá Þórustöður í Bitru orti um mann að nafni Elías og var sá að gifta sig konu eina er Ragnheiður hét, en Guðrún var ógift. Eg er glaðvær eins og fyr þó annarar hlypi á snæri. Það eru eftir þúsundir þó hann Elli ifæri. Hugsi hver um sjálfan sig og sína egin pjönku. En hví gastu ekki elskað mig eins og hana Rönku. Látum þetta duga að sinni. Stefán Jóhannesson Kleifum, Gilsfirði 371 Dalasýslu sími 93-4772 Líður þér illa í svartasta skammdeginu? Lausnin er Bláalónið Bláalónið, sími 92-8650. Já, þeir eru margir íslendingarnir sem eru búnir að fá nóg af stressi og orðnir steinuppgefnir á öllu. Bláalónið er 1. flokks hvíldarhótel og stendur við hið frábæra Bláalón. Dvöl þar hressir, bætir og kætir alla. 1. flokks herbergi með baði og nuddsturtu, sjónvarpi og vídeói á öllum herbergjum. Allar veitingar á lágu verði. Gott útivistarsvæði í nágrenninu tilvalið til göngutúra og þess háttar. Sundsprettur í Bláalóninu gerir öllum gott. Þú færð bót í Bláalóninu. Magnús Blöndal Jóhannsson leikurá píanóföstudag, laugardag og sunnudag. Munið hlaðborðið á sunnudögum. Viðar Gunnarsson syngur við undirleik Selmu Guðmundsdóttur sunnudaginn 3. nóv. kl. 16.00. Tilboð: Sólarhringspakki m/öllum máltíðum kr. 1750.- pr. mann. Gullfalleg frönsk /eikföng 30 óra reynsla hefur kennt okkur afl velja afleins þafl besta. Vifl einir bjóflum í heildsölu merki eins og: Superjouet — Kiddikraft — Knoop — Ceji — Eko — Demusa — Lone Star — auk rit- fanga frá Asahai — og úrval gjafavara — postulins og kerta. Hvergi meira úrval. BUI o dORA CASTOB o berchet Þú færist aldrei of mikið í fang, sértu með leikfang frá Ingvari Helgasyni hf. Erum að fá frábœra sendingu af frönskum gœðaleikföngum og nú dugar ekki að drolla því jafnvel heitar lummur renna ekki eins vel út. Innkaupastjórar Hafið samband í síma 91-37710 eða komið og skoðið úrvalið. INGVAR HELGASON HF. VONARLANDI V/SOGAVEG, SÍMI 37710. Heildverslun með eitt fjölbreyttasta úrval leikfanga á einum stað.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.