NT - 03.11.1985, Síða 14
14 Sunnudagur 3. nóvember NT•
GUÐ BIRTIST
Viðtal við Leo Smith trompetleikara og tónskáld
Leó Smith er kominn aftur!
Það eru svo góðir víbrar á fslandi,
segir hann. Auk þess sem vatnið er
svo gott, eins og sagt er: drekktu
vatnið klárt en þú ræður meö hverju
þú blandar það. Annars, ég drekk að
minnsta kosti tíu glös á dag, það
hreinsar kroppinn. Heima í Connect-
icut uppgötvuðu þeir að vatnið væri
fullt af sýklum og flýttu sér að demba
í það sýkladrepandi ólyfjan og lofuðu
að það yrði orðið gott að hálfum
mánuði liðnum. Auðvitað lifðu sýkl-
arnir það af og þá sturtuðu þeir bara
heilu tonnunum af kemískum efnum,
allt til að hreinsa vatnið. Lofuðu í það
sinn að það tæki ekki nema hálft ár
að drepa sýklana. Nú er vatnið heima
ódrekkandi en sýklarnir lifa sínu góða
lífi þrátt fyrir þaö.
Leo Smith, trompetsnillingurinn er
kominn til íslands í þriðja sinn og
ætlar að spila í menntaskólanum í
Hamrahlíð þann þriðja nóvember.
„Er það ekki húsið þar sem ég
lokaðist inni í.. ?“
Það man ég ekki.
„Kannski varstu jafn hátt uppi og
ég eða var það einhvers staðar
annars staðar?"
Leo Smith, þessi geöþekki, svarti
maður fæddist árið 1941 í Leland,
Mississippi og drakk í sig blúsinn
með móðurmjólkinni. Faðir hans var
frægur blúsg ítarleikari og heimilið
umferðarmiðstöð fyrir tónlistarmenn
af öllu tagi, þó aðallega blúsara og
jazzara. Leo Smith er ennþá í barna-
minni að B.B.King pikkaði á gitar-
strengi og þjóraði með viskí fram yfir
miönætti.
Trompetinu kynntist Leo Smith
fyrst þrettán ára, þá fékk hann eitt
lánað frá skólanum sínum. Hann fór
að blása í það og innan sex mánaða
frá fyrsta puffinu var Leo Smith farinn
að semja eigin tónlist. Þá lá leiðin að
sjálfsögðu í skólahljómsveitina og
hún spilaði á böllum. Þannig
áskotnaðist Leo Smith peningurtil að
kaupa sitt eigið trompet sem hann
fékk ódýrt í veðlánarabúllu.
Á herþjónustuárunum sem Leo
Smith eyddi í hinu goðsvolaða Viet-
nam, var trompetinn honum hand-
gengari en vélbyssan og þegar hann
var skyldusamlega búinn að blása
reveille og hergöngumarsa gat hann
æft sig að spila sína eigin músík.
Síðan í Vietnam hefur leiðin legið
fram á við, hærra og hærra. Leo
Smith bjó í Frakklandi, Þýskalandi,
Ítalíu auk þess sem hann nam tónlist
í eitt og hálft ár við Wesley háskóla.
Hann hungraði og þyrsti í tónlist og
varla til sú hefð eða stefna innan
tónlistarinnar sem honum var óvið-
komandi, hvort sem tónlistin var
evrópsk, átti sér rætur í Mississippi
eða komin frá austurlöndum nær og
fjær, Leo studeraði allt.
Leo Smith hefur allt frá byrjun verið
fremstur meðal jafningja og trompet-
leikur og tónlist hans varðað veginn
ásamt tónlist frægra kappa eins og
Richard Abrams og Anthony Brax-
tons í Art Ensemble of Chicago og
ekki má gleyma orkestranu Sun Ra.
Leo Smith hefur kunnáttuna og
hefðina í hendi sér og hann er
þekkláturgömlu meisturunum, Elling-
ton er sjálfur meistarinn í munni Leo,
þekking Leo Smith átónlistarsögunni
ásamt því upþeldi sem hann hlaut í
Mississippi, gerir manninn að einum
öruggasta og sjálfsmeðvitaðasta
hljóðfæraleikara sem hugsast má.
Er þá tónlistin ekki oröin meir í átt
við skynsemi en tilfinningar?
„Hún er hvor tveggja í ætt við
skynsemina og tilfinningarnar. Hver
einasta nóta sem ég blæs er blásin
vegna skynseminnar sem að baki býr
og af þeirri tilfinningu sem andartakið
krefst.“
Sem þýðir að þú spilar jazz?
„Ekki endilega jazz. Og þetta er
heldur ekki framúrstefnutónlist, avant
garde er nefnilega eitthvaö sem á sér
engar rætur, án hefðar. Ég hef kynnt
mér hinar ýmsu hefðir í tónlistinni og
þótt ég kjósi að spila þvert á allar
hefðir ef mér svo líkar, þá geri ég það
algerlega meðvitað. Semsagt, þá á
tónlistin sér rætur í hefðinni sem ég
er að brjóta."
Alveg eins og sá sem ekki kann að
yrkja hefðbundið Ijóð, bundið í Ijóð-
stafi og rímað, er varla maður til að
yrkja prósaljóö?"
„Ha?“
Ég meina, maður verður að kunna
skil á hefðinni til að geta leyft sér að
brjóta hana?
„Sko, frumleiki sem slíkur þarf
ekkert að hafa með æfingu eða
kunnáttu að gera. En ungir menn eru
fljótir að tileinka sér nýjungar og þeir
festa þær í sessi og fyrr en varir
verður nýjungin að hefð.“
Leo Smith er galopinn fyrir áhrifum,
ef það eru góð áhrif. Tónlist hans er
í sífelldri endurmótun og það getur
fleira haft áhrif á spilamennsku hans
en tónlistin ein. Leo Smith sem einu
sinni óskaði sér að verða predikari er
nú snúinn til fylgis við Rastafari-trúna.
Allir kannast við Rastafari, ef menn
kannast við Bob heitinn Marley hafa
menn heyrt á þessi trúarbrögö
minnst. Rastafari, það er Jamaica,
gras, Haile Selassie, reggae og hver
veit hvað. Að minnsta kosti erfitt fyrir
fermdan mann að átta sig á þessum
trúarbrögðum. En eitt er víst að
Rastafari trúin rekur rætur sínar til
Salomons konungs og það var ein-
mitt hann ásamt drottningunni af
Saba sem grundvallaði eþóópíska
keisaradæmið sem telur sögu sina
þrjú þúsund ár aftur í tímann, og allan
tímann sjálfstætt fyrir utan þaö stutta
tímabil á seinustu öld sem ítalir
þóttust ráða yfir því, plús heims-
veldisórar Mussolinis þegar Rómverj-
ar hinir nýju lögðu landið undir sig en
það hernám stóð ekki lengi, sjá
mannkynssögu.
En hvað sem líður Rastafari-trúnni
þá eru fylgjendur þessara trúar-
bragða auðþekkjanlegir á götu með
sitt „dreadlocks" hár sem kýlt er undir
skrautlega prjónahúfu. Leo Smith er
með mikið og dökkt hár sem fellur í
stöfum niður á axlir, svo er hann
skeggjaður, búskur á efri vör og
hýjungur á kinnum sem fer ágætlega
við kaffibrúnan hörundslit mannsins.
„Rastafari hófst með sköpuninni,
Rastafari hefur alltaf verið og ég hef
alltaf verið Rastafari þótt ég hafi ekki
alltaf vitað það. En þegar ég uppgötv-
aði það setti ég vínið mitt í nýja
belginn og frá þeirri stundu var Rast-
afari-laus fortíð mín aldrei til. Tónlist-
ina mína, ég kallaði hann alltaf
heimstónlist, kalla ég núna JAH til
heiðurs skaparanum, hinum eina
sem lifir. Allt annað er bara blekking.
Öll önnur trúarbrögð segja að guð sé
andi en Rastafari veit að guð lifði í
mynd Haile Selassie, keisara Eþíóp-
íu í fimmtíu og átta ár. Það er nú
talsvert að ríkja í fimmtíu og átta ár í
Afríkuríki. Haile Selassie lét margt
gott af sér leiða, hann setti á þing-
ræði, það var hans hugmynd að
stofna Einingarsamtök Afríku og þau
samtök eiga sér höfuðstöðvar í Addis
Ababa. Já, Bob Marley var eitt sinn
spurður, eitt sinn sem oftar, hvort
hann tryði því virkilega að Haile
Selasie væri guð. Auðvitað, svaraði
Bob, eða eigið þið erfitt með að
kyngja því að guð skuli birtast svartur
í þetta skiptið? Allir Rastafarar eru
endurholdgaður andinn frá Babylon
og sjálfur guð birtist mannkyninu í
Haile Selassie, það hafði guð ekki
gert síðan hann gekk á jörðunni og
kallaði sig Jesúm. Já, svo má ekki
gleyma að Haile Selassie skrifaði
sjálfsævisögu, hún kom út laust eftir
sextíu. Hann var fyrstur Afríkuþjóð-
höfðingja til að skrifa ævisögu sína.
Þessi bók var alltaf ófáanleg en svo
rakst ég á hana hérna á íslandi og
keypti hana. Svo það hefur ekki verið
meiningarlaus ráðstöfun JAH að láta
mig berast til íslands. Hérna er gott
að vera, ég kem aftur. Þetta er ekki
eins og í New York, veistu hvað er
krotað á vagnana í neðanjarðarlest-
inni þar? Nei? High Crimes 8-5, segir
þar. Enda þorir maður varla að ferð-
ast í New York, meira að segja
leigubílstjórarnir ræna mann. Agaleg
borg, ómanneskjuleg, eins og margt
annað í Bandaríkjunum. Kjör fá-
tækra, þá sértaklega svartra fátæk-
linga eru eins slæm og þau hafa alltaf
verið. Að vísu eru blökkumenn núorð-
ið ekki hengdir upp í næsta Ijósastaur
fyrir að blístra á eftir hvítri konu en
fjest annað er óbreytt eða verra.
Ástandið í heilbrigðismálum er geig-
vænlegt og milljónir manna þjást af
næringarskorti. Fólkið hefur ekki efni
á að borga og þá má það deyja
drottni sínum. Það eru þúsundir
heimilislausra manna í New York,
aðallega gamlar konur, margar svart-
ar og þeim fer fjölgandi. Það er talið
að eftir um það bil tíu ár verði þessir
umkomuleysingjar orðnir fimmtíu
þúsund. Sofa á götunum, stjórnin
gerir ekkert, frelsi einstaklingsins í
hávegum haft.“
Úr því að minnst er á Haile Selassie,
hvernig líkar ykkur Rastaförum við
eftirmann hans, Mengistu?
„Mengistu? Ó, þú meina þennan
sem gerði byltinguna? Haile Selassie
valdi hann úr hópi gáfuðustu mann-
anna til að gera byltinguna. Fyrsta
byltingartilraunin fór út um þúfur en
svo heppnaðist byltingin. En Meng-
istu og félagar gerðu ekkert nema í
samráði við keisarann og hann reyndi
ekkert að stööva þá í ásetningi þeirra.
Ef fólkið vill revólúsjón þá vil ég aö
það fái hana var viðkvæöi Haile
Selassie. Ef það verður til að bæta líf
fólksins þá er ég fylgjandi byltingu.
Þannig fórst honum."
En JAH-tónlist þín, heimstónlistin,
hvað með hana?
„Já, veraldartónlistin, my World
Music. Hún byggir á því að tónlist-
armaðurinn sé bæði höfundur og
flytjandi þeirrar tónlistar sem hann
ber á borð fyrir áheyrendur. Heims-
tónlistarmaðurinn leikur á hljóðfæri,
hann kann að syngja og hann getur
dansað. Heimstónlistarmaðurinn
reynir ekki að spila þjóðlega tónlist
ákveðinna ianda en hann kynnir sér
þjóðlega tónlist og lærir hvernig hún
er uppbyggð og hvaða lögmál búa í
henni. Hver sá tónlistarmaður sem
nýtir sér þrjár eða fleiri hefðir innan
tónlistarinnar má teljast heimstón-
listamaður, hann spilar „total“ tónlist
- alheimstónlist. Þannig færir hann út
og víkkar svið tónlistarinnar, ég til
dæmis, notfæri mér kannski jazz-
strúktúra í tónlist minni án þess þó að
tónlistin mín sem slík teljist verajazz.
En auðvitað lítur hver tónlistina frá
sínum bæjardyrum. Þótt ég notist við
Afríkuhefðir og afrísk hljóðfæri lít ég
samt ekki tónlistina þá sömu augum
og Afríkumaður myndi gera.“
En hvernig tónlist setur þú á fóninn
þegar þú ert aleinn heima hjá þér?
„Alls konar, ég er sértaklega hrifinn
af Mussorsky. Svo er Debussy einnig
í miklu uppáhaldi hjá mér. En ég er
alæta, get þess vegna hlustað á
óperu í hálftíma og skipt svo yfir í
griska þjóðlagamúsík eða skellt Billy
Holiday á fóninn, svo á ég gott safn
af Afríkutónlist. Ég lifi í veraldartón-
listinni, núorðið sit ég bara heima og
ferðast á vængjum tónlistarinnar, það
er ekki bara Mississippi í mínum
æðum. Ég sinni ekki lengur beiðnum
frá öllum heimshornum, ég bara sit
heima, ég er að ganga í gegnum
mikið breytingaskeið, raunverulega
veit enginn hvað ég hef fyrir stafni."
Leo Smith er að minnsta kosti
farinn að syngja. Á nýjustu plötunni
hans, Human Rights - mannréttindi,
syngur hann um þjáningar negranna
í Suður-Afríku. Þetta er kraftmikil
plata, að hluta tekin upp á hljómleik-
um í Japan og Leo Smith notast við
hárafmagnaða gítara og vælir á syn-
þesæser. Þú lætur þér annt um fólkið
í Suður-Afríku?
„Það ríki er við það að falla, ég spái
að það verði fallið innan hálfs árs.
Þeir verða að fá að stjórna sér sjálfir.
Allir eiga að hafa réttinn til að ráða sér
sjálfir og gera það sem þeim líkar,
jafnvel þótt allt fari í hund og kött hjá
þeim, menn verða að hafa frelsi."
Er þetta ekki bara hræsni hér á
Vesturlöndum að láta svona út í
Suður-Afríku, viðskiptabann og allt
það? Er Suður-Afríka nokkuð frá-
brugðin öðrum kúgunarríkjum að
öðru leyti en því að þarna eru þeir
kúguðu svartir og þess vegna svo
auðvelt að sjá þá, hvað með kúskað-
ann verkalýðinn í A-Evrópu? Þjáist
hann ekki eins og þeir svörtu í Afríku?
„Vissulega eru þeir kúskaðir,
verkalýður er alls staðar kúskaður og
vissulega er erfiðara að sjá kúgarana
þegar þeir eru eins á litinn og þeir
kúguðu. En það verður að muna að
það er kerfið í Suður-Afríku sem er
svona voðalegt. Hvað gerir ekki
pólskur verkamaður sem flyst til Suð-
urAfríku? Hann gengur inn í kerfi þar
sem hann verður strax stuðnings-
maður kúgaranna, þarna suðurfrá
býður kerfið upp á baráttu milli svarta
og hvítra. Svona er þetta. Heimurinn
er spilltur, byggist annars ekki velferð
verkamannsins á norðurhveli jarðar
á arðráni þriðja heimsins? Bandaríkin
og Evrópa eru byggð af tuttugu
prósentum mannkyns en fellur ekki
þessum tuttugu prósentum áttatíu
prósent af framleiðslu heimsins í
skaut?"
Einmitt það. Svo við breytum um
umræðuefni. Ætlarðu að spila sóló í
Hamrahlíðinni þann þriðja nóvem-
ber?
„Nei, það verður veraldartónlistin.
Með mér verða Sigtryggur úr Kuklinu,
Abdou, Þorsteinn Stania á gítar og
auk þess Skúli Sverris á bassanum.
Þetta verður alheimskvintett. við
erum þegar byrjaðir að æfa.
Endir
Hafliði Vilhelmsson.
NT-mvnd: Sverrir