NT - 03.11.1985, Page 17
NT Sunnudagur 3. nóvember 1 7
hver öfl sem við ekki þekkjum, eitt-
hvað sem bara er þarna til staðar,
sem er þarna, eins og sagt er
stundum.
Þeir voru tímar að trúarbrögð voru
talin fáránleg. Tertullius kirkjufaðir
sem uppi var á þriðju öld lýsti því yfir
að hann tryði „af því trúin væri svo
fáránleg“. Og það má heyra bergmál
orða hans enn þann dag í dag.
Eðlisfræðingar og stærðfræðingar
eru á góðri leið með að koma sér upp
eigin dulhyggju, að minnsta kosti eru
þeir farnir að viðurkenna að flest á
jörðu hér megi teljast fáránlegt. Niels
Bohr sagði eitt sinn að afloknum
fyrirlestri sem hann hlýddi á: „Við
vorum allir sammála um að kenning
mannsins væri fáránleg, en spurnin
er um það hvort hún sé nógu fáránleg
til að geta staðist. Mín skoðun er sú
að kenningin sé alls ekki nógu fárán-
leg.“
Núorðið geta flestir samsinnt því
að náttúran sé ekki neitt skynsemis-
fyrirbrigði og það er vafamál hversu
vel okkur duga skynfærin til að skilja
heiminn. Voltaire ímyndaði sér
skepnu með þúsund skynfæri en
taldi vafamál hvort sú skepna gæti
nokkuð komist nær hinum eilífa sann-
leik um lífið en maðurinn með sín
fimm skynfæri.
Hver er kominn til að segja að þær
takmörkuðu upþlýsingar sem við öfl-
um okkur með aðstoð skynfæranna
skili okkur nokkru markverðu um það
sem lúrir þarna einhvers staðar úti?
Ætli draumar séu bara ekki jafn
marktækir í sókn okkar eftir sann-
leikanum, eða ímyndunin sjálf og
jafnvel deleríum tremens? Máski að
vitfirringin ein sé Ijósið sem nær að.
lýsa inn í þoku þess óþekkta?
h.v.