NT - 19.11.1985, Blaðsíða 1

NT - 19.11.1985, Blaðsíða 1
Stjórnarfrumvarp: Skattur á versl- unar- og skrif- stofuhúsnæði ■ Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, lagði í gær fram stjórnarfrumvarp um sér- stakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Hefur slíkt frumvarp verið flutt árlega allt síðan 1979, að skattur var fyrst lagður á. Það hefur verið stefna Sjálf- stæðisflokksins að afnema þennan skatt. NT hafði sam- band við Þorstein í gær og spurði hann hvort alger sam- staða væri innan Sjálfstæðis- flokksins um að hann flutti þetta frumvarp núna. Þorsteinn sagði að alger sam- stæða væri um það, þar sem Svíar heiðra Sigurð ■ Sigurður Guðmunds- son, myndlistarmaður sem starfað hefur í Hollandi sl. ár, verður í dag sæmdur sænsku Prins Eugen orð- unni fyrir list sína. Áður hafa þrír íslenskir lista- menn fengið orðu þessu, þeir Kjarval, Erro og Einar Jónsson. Þá er komin út í Hollandi bókin With Landscape, með svartkolsmyndum Sig- urðar. Útgefandi er Bifr- ons útgáfan. Bókin verður kynnt í Bókaverslun Snæ- bjarnar á morgun milli 17.00 og 18.00. aðstæður nú í ríkisfjármálum gerðu ráð fyrir skattinum. „Hins- vegar mun flokkurinn keppa að því að koma þessum skatti fyrir kattarnef, enda felur hann í sér mismunun milli atvinnu- greina." Þorsteinn sagði að þegar nú- verandi ríkisstjórn tók við þá hafi skatturinn verið lækkaður um helming. í endurskoðaðri tekjuáætlun fyrir 1985 er gert ráð fyrir að skatturinn muni skila ríkissjóði 90 milljónum króna. í tjárlagafrumvarpi fyrir 1986 er gert ráð fyrir framhaldi á þessari skattlagningu og að skatthlutfallið haldist óbreytt. ÞingVMSÍ: Fagnar fegurð- ardís ■ Ping Verkamannasambands íslands samþykkti s.l. laugar- dag, með dúndrandi lófaklappi, tillögu um að þingið sendi ný- kjörinni fegurðardrottningu heimsins - Hólmfríði Karlsdótt- ur - heillaskeyti í tilefni glæsilegs sigurs í keppninni í London. Samkvæmt heimildum NT hafði skeytið þó enn ekki verið sent um sólarhring eftir samþykkt tillögunnar. Flutningsmaður tillögunnar var Dagsbrúnarmaðurinn Sveinn Gamalíelsson. Spurður í gær kvaðst hann ekki draga í hinn minnsta efa að löngu væri búið að senda skeytið. Astæðu tillögu sinnar sagði hann a.m.k. tvíþætta. Annars vegar hafi hann ennþá - og vonandi þar til yfir ljúki - næmt auga fyrir kvenlegri fegurð og yndis- þokka. Hins vegar efaðist hann ekki um - á þessari auglýsinga- öld - að sigur íslenskrar fegurð- ardísar í alheimskeppni ætti eft- ir að verða milljónavirði fyrir íslensku þjóðina - ekki síður en hundruð tonna af þorski eða loðnu. Pjóðin hefði því öll mikla ástæðu til að fagna þessum sigri af heilum hug. - Sjá nánar af þingi VMSÍ á bls. 12-13. NEWS SUMMARYIN ENGUSHQ SEEP. 6 Byggðasjóður athugar rekstur Skagaskeljar ■ Byggðasjóður er um þessar mundir að rannsaka stöðu og rekstrargrundvöll fyrirtækja á Hofsósi. Beinist rannsóknin að fyrirtækinu Skagaskel. sem verkar hörpuskelfisk, útgerð- arfyrirtækinu Þórðarhöfða, sem gerir út bátinn Hafliorg á skel- ina og einnig frystihúsið í bænum. Fyrirtækið Skagaskel er þriggja ára og leggur höfuðá- herslu á vinnslu hörpuskeljar. Hefur fyrirtækið fengið itiikla lánafyrirgreiðslu til að byggja upp hús undir vinnsluna svo og til tækjakaupa. Árið 1984 fékk fyrirtækið 900 þúsund krónur úr Byggðasjóði og í ár fékk það 500 þúsund úr Byggðasjóði, bæði lánin voru ætluð til bygg- ingar húsa og vélakaupa. Þá fengu nokkrir einstaklingar í kauptúninu lán upp á 1 milljón úr Byggðasjóði í vor, til hluta- fjáraukningar í félaginu. Þá hefur NT heimildir fyrir því að Fiskveiðasjóður hafi veitt heimild til láns upp á 2,5 millj- ónir króna til fyrirtækisins. Útgerðarfyrirtækið Þórðar- höfði er í eigu sömu aðila og keypti það 54ra tonna bátinn Hafborg, til að gera út á skelina. Fékk Þórðarhöfði lán úr Byggðasjóöi upp á 193 þúsund krónur fyrr á árinu. Öll þau lán sem hér hafa verið talin upp eru tryggð með lánskjaravísitölu auk þess sem 2% vextir eru á þeim, og eiga að borgast upp á 8-10 árunt. Hörpuskelin er ný atvinnu- grein og hefur verð á skelfiski verið mjög lágt á erlendum nrörkuðum. Munu söluverð- mæti varla hafa staðið undir framleiðslukostnaði í fyrra. Eitthvað mun verð þó fara hækkandi á hörpuskelinni á mörkuðum erlendis á þessu ári. Umferðin: Ekið ábörn ■ Ellefu ára stúlka varð fyrir bíl í gærdag, á Nýbýlavegi í Kópavogi. Slysið varð um klukkan 17 í gær. Þegar NT hafði samband viö lögregluna í Kópavogi í gær, var ckki vitað hversu alvarleg nteiðsli hennar voru. Skömmu síðar var til- kynnt til lögreglunnar í Hafnarfirði, að níu ára drengur hefðiorðiðfyrir bíl á Reykjanesbraut. Talið er að meiðsli lians hafi ekki verið stórvægileg. ■ Veðrið sem gekk yfír landið um hcigina skildi víða eftir sig merki. Svo mikill var vindhraðinn, að hin stærstu tré rifnuðu upp með rótum, og heilu jarðstykkin fylgdu með. NT-mjnd: Róinn. íslenska skipafélagið tekur við eignum Hafskips: Atlantshafsleiðin seld eða gerð upp Óljóst hversu mikið af skuldum Hafskips fellur á Útvegsbankann ■ Hafskip hf. fékk í gær heim- ild til þriggja mánaða greiðslustöðvunar.en áður en sú heimild var veitt, stofnaði stjórn félagsins nýtt skipafélag, ís- lenska skipafélgið hf., sem keypti skip Hafskips og aðrar eignir sem tilheyra íslandssigl- ingum þess. Ekki fékkst upp gefið í gær- kvöld hvert kaupverð íslands- siglinganna hefði verið, né held- ur hversu mikill hluti skulda Hafskips við Útvegsbanka íslands, sem metnar eru á tæp- lega 800 milljónir króna, meðan eignir Hafskips voru metnar á um 250 milljónnir króna, fylgdu með í kaupunum. Hið nýja skipafélag tók við eignum þessum og rekstri í gær, en af starfsemi Hafskips er eftir Atlantshafssiglingaleiðin, en samkvæmt heimildum NT er mikill hluti skulda Hafskips til kominn vegnaþeirrarstarfsemi. Jón G. Zoéga, einn stjórn- armanna Íslcnska skipafélagsins sagði í samtali við NT í gær- kvöldi, að þessi skipting væri til að greina formlega í sundur Atlantshafsdeildina og aðra starfsemi relagsins, og þannig liðka til fyrir samvinnu við önn- ur skipafélög, en í dag verður væntanlega rætt á stjórnarfundi SÍS um hvort gengið verður til samninga við lslenska skipafé- lagið um sameiningu við skipa- deild SÍS. Framtíð Atlantshafssigling- anna er mjög óljós: „Ef ekki tekst að selja það sem nothæft er, t.d. viðskiptavild, verður þetta dæmi gert upp,“ sagði Jóhann Einvarðsson, einn bankaráðsntanna Útvegsbankans. NT í gærkvöld. Jóhann vildi ekki skýra frá því hversu miklu bankinn myndi tapa á slíku uppgjöri.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.