NT - 19.11.1985, Blaðsíða 12

NT - 19.11.1985, Blaðsíða 12
Grandi hf.: Framleiðsla hafin - bjartsýnn á framtíðina, segir Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri nýja fyrirtækisins ■ Grandi hf., nýja fyrirtækið sem Bæjarútgerðinni og ísbirn- inum hf., var steypt saman í, hóf formlega starfsemi sína á sunnudag en í gær hófst fram- leiðsla á öllum vinnslustöðvum fyrirtækisins. Öllu starfsfólki gömlu fyrirtækjanna hefur verið boðið starf hjá hinu nýja nema yfirstjórninni og skrifstofufólk- inu sem hefur verið sagt upp með 3ja mánaöa fyrirvara. Grandamenn hafa augastað á húsnæði þar sem hægt yrði að koma fyrir þeirri starfsemi sem fram hefur farið í húsnæði BÚR á Meistaravöllum og gamla ís- bjarnarhúsinu á Seltjarnarnesi. Borgarsjóöur yfirtók fyrra húsið við sameininguna en hið síðara er nú til sölu. Brynjólfur Bjarnason fyrrum framkvæmdastjóri BÚR og nú- verandi framkvæmdastjóri Granda hf. sagði í samtali við NT að það hcfði þurft að huga að ótal mörgum atriðum í gær svo nýja fyrirtækið gæti orðið starfhæft. Sjálfur sagðist hann hafa rabbað við starfsfólk scm hefði verið mjög jákvætt í garð santeiningarinnar. Ljóst væri að hluti skrifstofufólksins sem sagt hefur verið upp yrði endurráð- inn en hins vegar lægi ljóst fyrir að um einhverja fækkun á skrif- stofufólki yrði að ræða, en ekki væri útséð um það enn hversu mikil fækkunin yrði. „Ég er bjartsýnn með nýja fyrirtækið. Því var ýtt úr vör sem öflugu fyrirtæki og nú er það okkar allra sem hjá því störfum að spreyta okkur. Og þótt rekstrargrundvöllurinn sé í dag ekki nógu góður sjáum við fram á bjarta tíma,“ sagði Brynjólfur að lokum. ■ Það er búið að merkja bíla nýja fyrirtækisins og búið að merkja hús gömlu fyrirtækjanna, Bæjarútgerðarinnar og ísbjarnarins hf. Óllu skrifstofufólki gömlu fyrirtækjanna hefur veriö sagt upp ásamt allri yfirstjórninni. Eitthvað af þessu starfsfólki verður endurráðið en Ijóst er þó að um einhverja fækkun starfsfólksins verður að ræða. NT-mynd: svemr. Þriðjudagur 19. nóvember 1985 12 Kröftugt þing - segir Guðmundur J. Guðmundsson. formaður VMSÍ ■ Guðmundur J. Guð- mundsson var endurkjörinn formaður Verkamannasam- bandsins, á þingi þess sl. sunnudag, með lófaklappi. NT hafði samband við Guðmund og spurði hann hvað honum hefði fundist merkast við þetta þing. Guðmundur sagði að sér hefði fundist merkilegast hversu kröftugt þingið hefði verið og þátttakan almenn. Sagði hann að 138 þingfulltrú- ar hefðu mætt en 142 átt rétt til setu á þinginu. Þá sagði Guðmundur J. að kjaramálaumræðurnar hefðu verið mjög líflegar og komið fram mjög skiptar skoðanir á meðal manna um ýmis atriði hennar. í fyrsta lagi væru menn mjög efins um að hægt væri að treysta ríkisstjórninni til að ábyrgjast að sá kaupmáttur sem um semst varðveitist. Þá voru margir andvígir því að fella niður kröfuna um gömlu vísitöluna og um lágmarks- laun. Þrátt fyrir að skoðanir væru skiptar, þá komu menn mjög drengilega fram að áliti Guð- mundar J. og tók hann sérstak- lega til orða Hrafnkels A. Jónssonar, þegar hann sté í pontu eftir að ljóst var að tillaga hans og Jóns Guð- mundssonar var felld, og hvatti menn til að sýna samstöðu um tillögu kjaramálanefndar. Þá taldi Guðmundur að sá samningur um réttindi fisk- verkunarfólks, sem Karl Stein- ar kynnti á þinginu, ætti eftir að marka þáttaskil. Sagði hann að vonast væri til að gengið yrði endanlega frá honum í desember. Enn væru viss ágreiningsefni óútkljáð, en í samningnum er gert ráð fyrir að uppsagnafrestur fiskverk- unarfólks verði lengdur í mánuð. Þá er í samningnum gert ráð fyrir einu stærsta verk- menntunarátaki þjóðarinnar, því námskeiðin sem á að meta til launa, munu verða sótt af fleiri þúsund manns. Að lokum vildi Guðmundur J. geta þeirrar nýjungar að taka fyrir ákveðna grein, í þessu tilfelli fiskiðnaðinn, og leyfa fulltrúum atvinnurek- enda að kynna hana. Þeir Árni Benediktsson frá Sambandinu og Magnús Gústavsson frá Coldwater héldu erindi og svöruðu fyrirspurnum og kom- ust færri að en vildu með fyrirspurnir. Guðmundur var spurður að ■því hvort kjaramálaályktun kallaði ekki á samræmingu kröfugerða allra launþega- samtakanna og sagðist hann gera ráð fyrir því, en eflaust yrði erfitt að ná samstöðu hjá samtökunum að þeir lægst launuðu bæru mest úr býtum, einsog ályktunin gerir ráð fyrir. Það yrði þó að reyna slíkt til þrautar. Nokkrar aflafréttir ■ Loðna hefur verið brædd fyrir norðan og austan og síld fryst fyrir austan og sunnan land. Víðast hvar hafa togarar og stærri bátar borið nokkurn bolfiskafla á land en gæftaleysi hamlað veiðum smábáta fyrir vestan þó skárra ástand hafl verið á Austurlandi. Veiðibanni smábáta sem hófst á föstudag, fylgdi eins og kunnugt er ofstopaveður, og hefur það ýtt undir sögusagnir um bein tengsl ráðherra við veðurguðina. Hér fara á eftir nokkrar aflafréttir víðs vegar af landinu. Vesturland Sáralítill bolfiskur barst í fiskverkunarstöðvar á Vestur- landi síðastliðna viku. Togar- inn Krossavík landaði 122 tonnum af blönduðum fiski á Akranesi, og var það eini afl- inn þar, alla vikuna. Runólfur landaði í Grundarfirði á laug- ardag, en hafnarvogin hafði ekki fengið upplýsingar um hversu mikið skipið var með, þegar NT hafði samband vest- ur í gær. Enginn bolfiskur hefur borist til Stykkishólms síðustu viku, en þar eru þrett- án bátar á skelfiskveiðum. Fjórtán bátar frá Ólafsvík höfðu samtals landað 23 tonn- um alla vikuna. Mestur meiri- hlutinn af þeim afla var þorskur, og eru menn undr- andi hversu lítið er af kola á þekktum veiðislóðum í grennd við Ólafsvík. Svipað ástand mun vara á Rifi og Hellissandi, lítill sem enginn bolfiskafli. Vestfirðir Togarinn Guðbjartur frá ísafirði landaði sl. þriðjudag um 130 tonnum af blönduðum afla, og aftur í gær um 70 tonnum, aðallegagrálúðu. Um 25 tonn af því fóru í gáma. Guðbjörgin landaði í gær 150 tonnum af blönduðum afla, þar af fóru 35 tonn f gáma. Lítið hefur veiðst hjá minni bátum á ísafirði vegna veðurs. I Hnífsdal landaði togarinn Páll Pálsson rúmlega 108 tonn- um af blönduðum afla í gær. Einnig landaði hann sl. mánu- dag þá um 50 tonnum og fór, hluti af því í gáma. Togarinn Framnes á Þing- eyri landaði á mánudag 84 tonnum af þorski. Afli línubát- anna þriggja á Þingeyri var samanlagt um 7'A tonn af þorski. í Bolungarvík landaði togar- inn Dagrún 125-130 tonnum af þorski og grálúðu, af þvf fóru um 60 tonn í gáma. Sólrún, rækjutogari Bolvík- inga, landaði á föstudag 3-4 tonnum af úthafsrækju, þótti það léleg veiði enda veður slæmt. Togarinn Heiðrún land- aði í gær 75 tonnum, þar af 30 tonn grálúða, og fóru um 24 tonn af heildaraflanum í gáma. Línubáturinn Flosi í Bol- ungarvík fór alls 5 róðra í síðustu viku og fékk mest 8'A tonn í róðri. Um 1135 tonnum af loðnu var landað í síðustu viku í Bolungarvík. Ógæftir hafa annars verið fyrir minni báta þar vegna slæms veðurs. Togarinn Bersi í Súðavík landaði sl. mánudag 70 tonnum. Þar af fóru ca. 24 tonn á gáma. Bersi landaði í gær 55 tonnum af grálúðu og þorski, fóru24 tonn afaflanum í gáma. Á Flateyri landaði togarinn Gyllir í gær rúmlega 60 tonnum af blönduðum afla og fóru um 24 tonn í gáma. Línubáturinn Jónína fór í tvo róðra í síðustu viku og veiddi samanlagt 7Vi tonn. Byr á Flateyri, sem er 16 tona línubátur. fór einnig tvisvar út og fékk samanlagt 4,6 tonn. Norðuríand Togarinn Sléttbakur kom inn til Akureyrar á mánudag í síðustu viku með 105 tonn, þar af 70 tonn af grálúðu og 35 af þorski. Togarinn Kaldbakur kom inn með 125 tonn á mið- vikudag í síðustu viku með 125 tonn, þaraf95 tonn af karfaog 30 tonn voru sitt lítið af hverju. I Grenivík landaði línubát- urinn Núpur tæplega 28'A tonni mest þorski og sami bát- ur landaði einnig á Siglufirði 22 tonnum af þorski. Smábátar lönduðu samtals 11 tonnum í Grenivík í síðustu viku. Togarinn Ólafur Bekkur landaði 119 tonnum í Ólafs- firði og var það blandaður fiskur. Þar hefur ekki gefið á sjó fyrir minni báta. Hjá Þormóði Ramma á Siglufirði landaði togarinn Sól- berg tæplega 87 tonnum af grálúðu og þorski og eins og áður segir línubáturinn Núpur l'rá Grenivík 22 tonnum. Til Hríseyjar kom togarinn Snæfell með 52 tonn af þorski. Eyborgin landaði þar um 23 tonnum og Sólfellið, sem er rækjubátur, landaði um 1500 kg af þorski og smábátar lönd- uðu samtals um 6 tonnum. Hjá Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur landaði togarinn Kol- beinsey (í síðasta sinn) rúm- lega 161 tonni mest af þorski. í Grímsey hefur verið bræla undanfarið og þar hafa smá- bátar landað um 26 tonnum, mest af ufsa. Á Raufarhöfn er heldur fátt um fína drætti, þar var landað 2-3 tonnum af smábátum. Togarinn er í siglingu og ekki væntanlegur fyrr en 26. nóv- ember. Á Skagaströnd landaði togarinn Arnar 121 tonni af þorski en þaðan róa ekki smá- bátar nema á sumrin. Dragnótarbátarnir Fagra- nes, Geir og Litlanes frá Þórs- höfn lönduðu þar samtals 20,1 tonni eftir 4 róðra í síðustu viku og 6 trillur lönduðu sam- tals 7 tonnum. Á Kópaskeri hefur ekki ver- ið landað síðan í ágúst og er atvinnuástand þar fremur bágt. Austurland Gæftir voru sæmilegar síð- astliðna viku þannig að al- mennt má segja að Austfirð- ingar hafi farið nokkuð vel út úr því ofstopaveðri sem gekk yfir landið. Söltun síldar er víðast hvar lokið eða að ljúka þannig að mest af þeirri síld sem berst á land fer í frystingu. Mikið af loðnu berst á land alls staðar þar sem á móti henni er tekið og því peningalykt víða þar sem bræðslur er að finna. Á Höfn í Hornafirði var landað tæpum 450 tonnum af síld í frystingu og bolfiskafli smábáta var rúm 5 tonn. Á Djúpavogi var 60 tonnum landað af síld til frystingar og þar af landaði Sigurður Bjarnason um 160 tonnum. Smábátar lönduðu um 4 tonn- um af bolfiski en veiðitímabili þeirra er nú lokið eins og annars staðar. Landað var um 83 tonnum af síld á Breiðdalsvík sem öll fór í frystingu. Sumpart heil- fryst í beitu og annað flakað til verkunar. Smábátar komu með um 3 tonn af bolfiski. Á Stöðvarfirði bárust rúm 200 tonn af síld á land í vikunni og fór hún bæði í salt og frystingu en bolfiskafli af smá- bátum nam tæpum tíu tonnum. Hjá Pólarsíld á Fáskrúðs- firði var tekið á móti 170 tonnum af síld til frystingar en söltun er lokið á staðnum. Togarinn Hoffell landaði í vik- unni 88 tonnum af bolfiski, aðallega þorski eftir 8 daga veiðiferð, en Ljósafell er að fiska til siglingar á England. Snæfugl frá Reyðarfirði lagði af stað áleiðis til Eng- lands nú í vikunni með 125 tonn af þorski og grálúðu. I Neskaupstað kom togar- inn Birtingur með 112 tonn að landi í vikunni og um helming- ur aflans þorskur. Auk þess mun tri'llu- og smábátaafli hafa verið um 30 tonn. Hjá síldar- vinnslunni fengust þær upplýs- ingar að tæp 5700 tonn af loðnu hafi borist á land í vikunni og nokkuð á þriðja hundrað tonn af síld til fryst- ingar. Síldarsöltun er nú að ljúka á Seyðisfirði, en enn er landað síld til frystingar. Otto Wathne selur afla sinn í Englandi í dag, þriðjudag en.fyrirsjáanlegt er að lítið verður um bolfisk- landanir fram að áramótum þar sem skip eru að ljúka við kvóta sína eða komin í veiði- bann. Afli smábáta í vikunni mun hafa verið rúm 30 tonn. Vopnafjörður: I vikunni landaði Brettingur 115 tonnum af þorski og grálúðu og Ey- vindur Vopni um 55 tonnum af þorski. Auk þessa lönduðu skelfiskbátar um 50 tonnum af hörpudiski en afli annarra smá- báta mun hafa verið 10 til 15 tonn. Mikið hefur verið um ferðir flutningaskipa til og frá Eski- firði að undanförnu eins og víða frá Austfjarðahöfnum, að sækja unnin sjávarafla. Landanir síðastliðna viku voru aðallega frá loðnuskipunum Jóni Kjartanssyni, Helgu Þorkelsdóttur, Eldborgu og Júpiter, en ekki tókst að afla upplýsinga um heildarmagn, en flest skipanna voru með fullfermi. Suðurland í Vestmannaeyjum hefur afla- og atvinnulífið snúist fyrst og fremst um síld og aftur síld að undanförnu, en þangað hafa borist 3.200 tonn af síld s.l. tvær vikur, sem að mestum hluta hefur farið í frystingu. Bátamir landa nær öllum sínum afla í gáma, nema hvað smá- vegis barst til frystihúsanna af línufiski.Togararnir eru einnig töluvert farnir að landa í gáma, en til vinnslu heima lönduðu þeir sem hér segir í síðustu viku: Sindri rúm 100 tonn, Vestmannaey um 75 tonn, Bergey um 35 tonn og Gideon um 33 tonn. Þrátt fyrir óveðrið voru síld- ajbátar að koma að austan á sunnudag, m.a. tveir sem ætlað höfðu til Grindavíkur en brugðu á það ráð að fara inn til Vestmannaeyja og landa þar. Ógæftir og óveður hafa bitn- að illa á Þorlákshafnarbúum eins og öðrum síðustu vikuna. Þorlákur landaði þó í gær um 110 tonnum af fiski, aðallega ýsu og ufsa og fyrr í vikunni landaði Jón Vídalín 75 tonnum, þar af um 50 tonnum af þorski. Bátarnir hafa sáralít- ið getað verið að, en fjórir línubátar lönduðu þó um 30 tonnum samtals yfir vikuna. Auk þess landaði einn drag- nótabátur rúmum 42 tonnum nær eingöngu kola, sem fór til flökunar hjá Glettingi. Sjö bátar lönduðu síld í Þorlákshöfn í vikunni. Höfr- ungur III var aflahæstur með 183 tonn. Von hafði verið á fleiri bátum, en einhverjir brugðu á það ráð að leita fremur inn til Vestmannaeyja. Á Eyrarbakka hefur síldin einnig verið uppistaðan að undanförnu. Búið er að taka þar á móti um 500 tonnum til frystingar og flakasöltunar og von var á tveim síldarbátum í gærkvöldi, að austan. Minna hefur verið um fisk, enda ein- dæma ógæftir í síðustu viku. Þó er nokkuð um að frystihúsið fái togarafisk að „sunnan" - frá Reykjavík og Hafnarfirði, annað hvort keyptan eða í skiptum upp á sama. Næg vinna er sögð á Eyrarbakka. r

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.