NT - 19.11.1985, Blaðsíða 3

NT - 19.11.1985, Blaðsíða 3
 fíT Þriðjudagur 19. nóvember 1985 3 LL þetta myndi gilda um öll lán til húsnæðismála bæði í bönkum, sparisjóðum og húsnæðisstofn- unum, en þegar farið var að skoða þetta nánar þá kom í ljós að ekki væri hægt að lögþvinga hinar ýmsu peningastofnanir til að framkvæma þetta svona nema húsnæðisstjórn." Neituðu bankarnir þessu? „Ég vil ekki segja að þeir hafi neitað því en það var útilokað að iögfesta það. Endir þessa varð svo sá að þetta var lögfest á opinbera sjóði, þ.e. bygginga- sjóðina. Lífeyrissjóðirnir buðu það fram að þeir myndu taka tillit til þessa líka en ekki bartk- arnir. Það hefur hins vegar komið í ljós að greiðslubyrði vegna mis- gengis vísitalna er ekki eins mikil og menn héldu.“ Vaxtastefnan er að mínu mati röng Eru það vextirnir sem ráða mestu? „Erfiðleikarnir eru ekki vegna húsnæðisiánanna. Á þeim eru niðurgreiddir vextir. Pað eru ekki nema 1% vextir hjá Bygginarsjóði verkamanna og 3 >/2% vextir í byggingar- sjóðnum og ég hef staðið á því eins og hundur á roði að hækka ekki þessa vexti þrátt fyrir tillög- ur Seðlabankans og fleiri um að hækka þá. í því verðbólguþjóðfélagi sem við lifum í eru vextirnir miklu meiri áhrifavaldur í þess- um málum heldur en nokkuð annað. 50% af því fjármagni sem fólk hefur með höndum eru skammtímalán á háum vöxtum og það eru erfiðu lánin." Nú er rætt um vanda húsbyggj- enda sem eina heiid. Er ekki aðstaða þeirra misjöfn? „Ef þetta væri allt eins, væri kannski hægt að leysa þetta á einu bretti, en svo er alls ekki. Staða fólks er mjög misjöfn, og ég verð að segja alveg eins og er að þegar maður hlustar á full- yrðingar stjórnarandstæðing- anna sem hafa það eitt að mark- miði að æsa fólk upp gegn stjórnvöldum, þá verður maður undrandi þegar þessi mál eru skoðuð. Stærsti hlutinn af þess- um uppboðskröfum og vanda- málum fólks er tilkominn af öðrum hlutum en lánum á hús- næðismarkaðnum eins og t.d. vegna utanlandsferða, kaupa á hljómflutningstækjum og myndböndum o.s.frv. Þegar lögfræðingar fá .þessi mál til innheimtu leita þeir eftir bita- stæðu veði og þá oftast í fast- eign. Fjárnám leiðir svo til upp- boðsbeiðnar á fasteigninni og síðan er þetta allt flokkað undir húsnæðisvandamál. “ Hvað með fasteignamarkaðinn ? „Ég skipaði fyrir ári síðan sérstaka nefnd undir forystu Stefáns Ingólfssonar, verkfræð- ings, til að gera úttekt á fast- eignamarkaðnum og fasteigna- viðskiptum. Nefndin hefur skil- að miklu efni um þessi mál m.a. tillögum um greiðslujöfnun, sem er hvatinn að lögum um greiðslujöfnun fasteignalána. Þá gerði hún tillögu um húsnýting- arstefnu, þ.e. að auka lán til þeirra sem kaupa eldra húsnæði og einnig tillögu um nýjar reglur um útlán sem húsnæðisstofnun samþykkti og tóku gildi 1. júlí sl. og verða allsráðandi í sam- bandi við útlán næsta árs. Þar eru m.a. settar skorður um stærð húsnæðisen stærðarmörk- in voru komin út í öfgar. Þá verður fjármagnið fyrst og fremst ætlað þeim sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn eða þá að þeir hafi vegna sér- stakra aðstæðna þurft að kaupa eða byggja í annað sinn. Aðrir koma vart til greina.“ Unnið að því að fiýta lánum Hvað geturðu sagt fúlki sem er í erfíðleikum. Er von á úrbót- um? „Ég mun halda áfram innan ríkisstjórnarinnar að beita mér fyrir aðstoð við húsbyggjendur sem koma þeim að gagni. Við höfum þegar ráðgjafarþjónust- una og einnig greiðslujöfnunina og ég geri ráð fyrir að hluti af útlánum ársins verði til þess varið að veita einhverjar auka- fyrirgreiðslur og jafnvel ein- hverjir samningar við banka- kerfið. Þá verður einnig unnið að því að flýta lánum en hvort hægt verður að bæta við fjár- magnið get égekki sagt um. Það verður reynt.“ Nú er starl'andi sérstök milli- þinganefnd í húsnæðismálum. Hvað er að frétta af störfum hennar? „Stjórnarandstaðan fullyrti á síðasta þingi að hún vildi hefja umræður og aðgerðir í hús- næðismálum yfir alla pólitík. Ég greip þessa fullyrðingu þeirra og skipaði milliþinga- nefnd allra þingflokka sem hef- ur verið að störfum við þessi mál. Þar hefur verið vel unnið og stjórnarandstaðan lagt sitt af mörkum. Að vísu klauf Banda- lag jafnaðarmanna sig út úr nefndinni líklega til þess að leika pólitískan einleik." Hvað þarftu mörg ár til við- bótar sem félagsmálaráðherra til að koma hugmyndum þínum í framkvæmd? „Ég tel að ef ég hefði tvö ár til viðbótar þá myndi ég geta komið ýmsu í framkvæmd sem ég hef verið að vinna að. Það er sannfæring mín, að þörf sé á nýju húsnæðiskerfi, þar sem fjármagn til þessa málaflokks sé samræmt og aðgengilegt. Flér þarf átak, samvinnu banka, sparisjóða og lífeyrissjóða, jafnframt auðvelda sparnað ungs fólks, sem veitir því for- gang til lána. Ég er ákaflega spenntur að vita hvað kemur endanlega frá milliþinganefnd- inni. Það er svo margt gott í stefnu allra flokka í sambandi við húsnæðismál." ■ Alexander Stefánsson. Málefni fatlaðra þurfa aðhafavissanforgang Við gætum að sjálfsögðu rætt margt fleira um húsnæðismálin en það eru fíeiri málaflokkar sem félagsmálaráðherra annast. Einn af þeim er mál- efni fatlaðra. „Já það er fyrirferðamikill og vandmeðfarinn málaflokkur. Þegar ég tók við embætti félags- málaráðherra voru málefni fatl- aðra í mótun eftir nýjum lögum sem tóku gildi 1. janúar 1984 og kom því í minn hlut að móta framkvæmd laganna. Það verð- ur að segjast eins og er að það hefur verið ákaflega ánægjulegt við þetta að eiga. Ég hefi lagt áherslu á að þjónusta fyrir fatl- aða sé í öllum landshlutum þar sem þetta fólk á heima, þessari stefnu hefur tekist að fram- fylgja. Framþróunin hefur verið mikil og fjármagn sem varið hefur verið til þessara hluta skiptir hundruðum milljóna. Ég lagði á það áherslu, og voru allir því sammála, að þessi mála- flokkur ætti að hafa vissan for- gang og vinna þyrfti ötullega að því að búa fötluðu fólki þá aðstöðu aö það gæti tekið sem mestan þátt í þjóðlífinu með eðlilegum hætti." Stöðug framþróun Er erfíti fyrir fatlað l'ólk að fá atvinnu? „Já það hefur verið það, en á því er að verða breyting. Menn eru farnir að átta sig á því að hægt er að nýta kraíta þessa fólks. Þá eru komnir sérstakir verndaðir vinnustaðir en þeir þyrftu að vera fleiri og víðar. Öryrkjabandalagið hcfur á þessu sviði unnið alveg gífurlegt starf en auk þess eru fleiri og fleiri vinnuveitendur sem taka við fötluðu fólki í venjuleg störf. En aðalatriðið í mínum huga varðandi málefni fatlaðra er að það verði stöðug framþróun, og að tryggður verði rekstur allra þeirra stofnana sem vinna að málefnum þeirra. Það eru alltaf að koma nýir og nýir möguleikar til að þjálfa þetta fólk og virkja kraft í því sem menn hafa kannski á undanförnum árum haldið að væri ekki til. Þettá er málaflokkur sem ég hef mikinn áhuga á að drífa áfram og ég tel að vel hafi tekist til með framkvæmd laganna. Um næstu áramót tekur Greiningastöð ríkisins til starfa en hlutverk hennar er að rann- saka á hvaða stigi fötlunar ein- staklingar eru og hvaða meðferð þeir þurfa. Einnig að vera til aðstoðar foreldum og öðrum aðstandendum sjúklingsins. Þá er nú komin aðstaða fyrir fatlaða í öllum landshlutum, misjöfn að sjálfsögðu en allt stefnir þetta í rétta átt. í samvinnu við öflug samtök fatlaðra, Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp vinnum við að því að fatlað fólk búi við öryggi og það er aðalatriðið." Flutt í Br&utcarholt 3 (MJÖLNISHOLT 14) Sýnum 86 línuna í innréttingum frá INVTTA í nýju húsnæöi ELDASKÁLINN Nóatún BRAUTARHOLTI 3 • NÝTT SÍMANÚMER: 621420

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.