NT - 19.11.1985, Blaðsíða 13

NT - 19.11.1985, Blaðsíða 13
 ÍTT ? Þriðjudagur 19. nóvember 1985 13 LlL Fréttir 12. þing VMSÍ: Þung undiralda en lygnt á yfirborðinu Meðalkaupmætti 1983 verði náð og ríkisstjórnin ábyrgist kaupmáttinn, megininntak kjaramálaályktun- ar ■ Hlustað af athygli á kjaramálaumræðuna. Lengst til hægri má sjá Hrafnkel A. Jónsson, frá Eskifírði, annan af flutningsmönnum tillögu um mun skarpari tón í kjaramálatillöguna. Hrafnkell er einn af fímm nýliðum í stjórn VMSI. Ríkisstjórnarábyrgð ekki nægjanleg - segir Kristján Thorlacius, formaður BSRB ■ 12. þingi VMSÍ lauk skömmu fyrir kvöldmat á sunnudag, með því að listi upp- stillingarnefndar í æðstu em- bætti, stjórn og varastjórn Verkamannasambandsins, var samþykktur með lófataki. Ekk- ert mótframboð barst og Guð- mundur J. Guðmundsson var endurkjörinn formaður sam- bandsins, Karl Steinar Guðna- son, varaformaður, Ragna Bergmann ritari og Jón Kjart- ansson gjaldkeri. Þó vindar hafi nætt innan og utandyra Loftleiðahótelsins þessa helgi tókst að lægja storm- sveipina innan Verkamanna- sambandsins þannig að ekki kom til neins uppgjörs. Þingfull- trúar voru samstíga í því að nú gilti samstaða, samstaða og aft- ur samstaða, enda ekki nema rúmur mánuður í að aðilar vinnumarkaðarins setjist við samningaborðið og leitist við að ná sem hagstæðustu samningum fyrir umbjóðendur sína. Aðalmál þingsins voru kjara- málin og mótun stefnunnar í komandi samningum, þá voru skipulagsmál samtakanna á dagskrá og sérmálefni fiskverk- unarfólks, en það er fjölmenn- asti hópur VMSÍ. Kjaramálin Tvær tilögur um kjaramála- ályktun komu fram á þinginu. Annars vegar tillaga frá kjara- málanefnd, sem byggði að megin- efni á ályktun sem formaður og varaformaður sambandsins höfðu sett saman fyrir þingið. Hinsvegar breytingatillaga frá Austfirðingunum Hrafnkeli A. Jónssyni og Jóni Guðmunds- syni. Tónninn í ályktun þeirra Hrafnkels og Jóns er mun harð- ari en tónninn í ályktun kjara- málanefndar. í henni er bent á að kaupmáttur hefur rýrnað um 40% síðan 1980 og þann ráns- feng beri skýlaust að endur- heimta. Þá er talið hugsanlegt að gerður verði heildarkjara- samningur til lengri tíma en með þeim ákvæðum að launa- liðir verði endurskoðaðir á 6 mánaða tímabili. Fór fram skrifleg kosning um breytingatillöguna og var hún felld með 91 atkvæði gegn 37, sex seðlar voru auðir. Tillaga kjaramálanefndar var svo samþykkt samhljóða eftir að nokkrar breytingar höfðu verið samþykktar á henni. í tillögunni segir að miða skuli kröfugerð í komandi samning- um við að ná meðalkaupmætti 1983, en í síðari áföngum kaup- mætti 1980. Ríkisstjórnin á að ábyrgjast kaupmáttinn. Þá er tekið fram í ályktuninni að ekki sé gerð krafa um gamla vísitölu- kerfið, hinsvegar sé ástand þar sem allt er verðtryggt nema vinnulaunin, óþolandi. Þá er vmsar félagslegar úr- bætur að finna í ályktuninni hugmyndir sem voru í lífskjara- tryggingu Þrastar Ólafssonar, einsog í húsnæðismálum, skattamálum o.fl. Með þessari ályktun fer VMSÍ fram á að þríhliða við- ræður, aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar fari fram við , gerð næstu samninga, hugmynd sem reyndar var í gangi sl. haust, en náði ekki fram að ganga þá. Skipulagsmálin Þegar óveðrið var hvað mest á föstudaginn þurfti að safna saman öllum fötum á hótelinu og setja þær undir lekann úr lofti Kristalssalarins. Varvitnað til ástandsins í umræðum um skipulagsmálin, „Samtökin eru hriplek eins og Kristalsalurinn,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, „það er bara spurning hvort málað verður aftur í sömu litum eða skipt um klæðningu.“ Flestir virðast sammála um að skipulag samtakanna verði að taka til gagngerrar endur- skoðunar. Háværar raddir vilja að VMSÍ verði deildaskipt, að fiskvinnslufólk myndi eina deild, bílstjórar aðra o.s.frv. VMSÍ yrði þá í raun bara ein deildin innan ASÍ. Verkalýðshreyfingin er of- skipulögð, heyrðist oft úr ræðustól. Grunneiningin er verkamaðurinn, sem er í verka- lýðsfélagi, sem er í fjórðungs- sambandi, sem er í VMSf, sem er í ASÍ. Þessi mikla yfirbygging gerir það að verkum að verið er að vinna að sömu hlutunum á mörgum stöðum samtímis. Að sama skapi nýtast fjármunirnir illa, þvf mörgum aðilum er borgað fyrir sama hlutinn. Þá þykir of mikill hluti félagsgjald- anna fara til ASÍ. Þrátt fyrir þessa óánægju með skipulagið var ákveðið að fresta öllum ákvörðunum um breyt- ingu. Var ákveðið að kjósa 5 manna milliþinganefnd að vinna að tillögum um skipulagsbreyt- ingu á samtökunum og leggja þær fyrir 13. þing VMSf, sem verður haldið 1987. Málefni fiskverkunarfólks 32% félagsmanna VMSÍ vinna innan fiskiðnaðarins, það lá því beint við að málefni þessa fólks yrðu mikið til um- ræðu á þinginu. Fiskverkunar- fólk býr við mikið atvinnuóör- yggi, hægt er að segja því upp með viku fyrirvara, auk þess sem bónuskerfið hefur verið mikið til umræðu og vilja flestir sem vinna undir bónus Iosna við hann. Á þinginu gerði Karl Steinar, varaformaður VMSÍ, grein fyrir samkomulagi sem nefnd á veg- um VMSÍ og VSf hefur verið að vinna að. í því samkomulagi er ráðgert að uppsagnarfrestur þeirra sem vinna við fiskverkun, verði 1 mánuður í stað viku einsog nú er. Þá er verið að vinna að ýmsum öðrum úrbót- um fyrir fiskverkunarfólk, sem miða að því að starfsþjálfun og námskeið sem fiskverkunarfólk sækir verði metin til launa. Mjög mikil óánægjá er með bónussamningana sem VMSÍ gerði í haust, sem gengur þvert á þær hugmyndir, sem fiskverk- unarfólk hefur viljað stefna að, að minnka vægi bónusins gagn- vart fastakaupinu. Ekki bætti það úr skák að nokkrum dögum fyrir þingið tókst Einingu á Ak- ureyri að semja fyrir sitt fólk og voru þeir bónussamningar mun hagstæðari en samningar fram- kvæmdastjórnar VMSI. Þung undiralda Alls tóku 43 til máls um kjaramálin og voru nokkur at- riði í kjaramálaályktuninni um- deild. Fyrir það fyrsta þótti hún ekki nógu beinskeitt og ekki beint líkleg til að vekja upp verkafólk í baráttu. I öðru lagi voru margir ósáttir við að ríkis- stjórnin eigi að tryggja kaup- máttinn, telja hana hafa sýnt að hún er ekki þess trausts verð. Þá þótti sumum óþarfi að vera að taka fram að verkalýðshreyfing- in gerði ekki að kröfu að gamla vísitölukerfið yrði tekið upp. Þá kom fram hugmynd um að ■ „Ábyrgð ríkisstjórnarinnar nægir ekki sem kaupmáttar- trygging,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, þegar NT spurði hann í gær, hvert hans álit væri á kjara- málaályktun Verkamanna- sambandsins. „Það sem þarf að koma til er sameiginleg ábyrgð ríkisstjórn- arinnar og allra heildar- launþegasamtakanna í landinu. Auk þess verður sá fyrirvari að vera í samningunum, að hann sé laus á þriggja mánaða frcsti og launþegar hafi því verkfalls- heimildina í bakhendinni." 22.()()() kr. lágmarkslaun yrðu í ályktuninni, en sú hugmynd fékk mjög lítinn hljómgrunn. Samkvæmt heimildum NT voru öll mótframboð gegn lista uppstillinganefndar börð niður. Það þarf því ekki endilega að þýða að einingin sé alger innan VMSÍ þó ekkert mótframboð hafi komið fram. Það er stutt í samninga og mjög mikilvægt fyrir verkamannasambandið að það geti sýnt samstöðu þegar að samningaborðinu kemur, að þar Kristján sagði að 8% kaup- máttaraukning gæti verið grundvöllur samninga, ef launa- misréttið í landinu yrði jafn- framt leiðrétt. Hann sagöist fagna því að öll heildarsamtök launafólks væru sammála því að kaupmáttartrygging væri for- senda samninga. Sagðist liann vonast til að forysta samtakanna færi að ræða saman og samræma kröfugerð sína, en kjara- málaályktun VMSÍ sýndist hon- um gera ráð fyrir því að hafnar yrðu þríhliða viðræður hið fyrsta, atvinnurekenda, laun- þega og ríkisvaldsins. séu menn sem liafa fullt umboð félaga sinna. Þrátt fyrir það aö menn sam- einuðust um að sýna samstöðu var þung undiralda á þinginu. „Verkalýðshreyfingin á í vök að verjast," einsogeinn þingfulltrú- inn komst að orði, „og hefur ekki fundið svar við því hvernig best er að snúa vörn í sókn. Niðurstaða þessa þings er að við ■ höldum áfram að verjast cn sóknin er ennþá fjarlægt takmark.“ Fiskvinnslan ræður ekki við kaupmátt- araukningu - segir Hjörtur Eiríksson, hjá Vinnumálasambandi Sambandsins ■ Hjörtur Eiríksson, hjá Vinnumálasambandi Sam- bandsins, telur að ályktun VMSÍ sé mjög athyglisverð, og fyllsta ástæða til að ræða hana nánar. Hinsvegar taldi hann þá kaupmáttaraukningu, sem rætt er um í ályktuninni allt of háa fyrir útflutningsat- vinnuvegina. Hjörtur sagði að rekstur fyrirtækja í sjávarútveginum hefði gengið mjög illa og taldi hann af og frá að fiskvinnslan bæri svo mikla kaupmáttar- aukningu, ncma að rekstrar- staða fyrirtækjanna yrði lagfærð. Þrátt fyrir það sagði hann að Vinnumálasambandiö væri tilbúiö í viðræður á þessum grundvelli. Hann lagði áherslu á að þríhliða viðræðum aðila vinnumarkaðarins og ríkis- stjórnarinnar yrði hraðað. Laugavegshátíðin: Tókst með af ■ brigðum vel - vart þverfótað fyrir mannf jölda ■ Nýi Laugavegurinn var formlega opnaður á laugardaginn var, við mikla viðhöfn. Hátíðin hófst kl. 10. með lúðrasveitaleik og kl. 11 opnaði Davíð Oddsson borgarstjóri götuna formlega fyrir umferð, og keyrði fyrstur manna niður hana. Upp úr hádegi hófust svo aðalhátiðahöldin, hljómsveitir spiluðu, brúðuleikhúsið var með sýningu og nýlistamenn voru með karnival uppákomur. Þótt veðrið væri ekki uppá sitt besta, var stemmningin góð og fjöldi manns lagði leið sína um götuna, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. ■ Fullorðna fólkið fór í versl- unarleiðangur, en allar versl- anir á þessu hluta Laugavegar- ins voru opnar og buðu upp á mikinn afslátt í tilefni dagsins. ■ Mikill mannfjöldi lagði leið sína um nýja Laugaveginn, sumir voru svo ánægðir með þessa breytingu á götunni, að þeirtókusláloft. NT-myndir: Róbcrt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.