NT - 19.11.1985, Blaðsíða 17

NT - 19.11.1985, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 19. nóvember 1985 17 Handknattleikur 1. deild: Mulningsvél Valsmanna Sterk 6-0 vörn tryggði sigur á KA ■ Valsnienn sigruðu lid KA í 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn mcd 20 mörkuin gegn 16 og var sá sigur aldrei í hættu. Það sem geröi útslagið i þessum leik var sterk 6-0 vörn Valsmanna með Þorbirnina Jensson og Guömundsson afar sterka. Einnig voru þcir Geir og Júlíus, ellegar Jón Pétur, þar fyrir og því var möguleiki KA- manna að ógna yllr þcssa vörn ósköp lítill. Það var helst að Erlingur gæti farið upp og sakn- ar liðiö greinilega Jóns Krist- jánssonar, bróður Erlings, en hann er enn meiddur. í samein- ingu hcfðu hræðurnir kamiski getað hrellt vörn Valsmanna á laugardaginn. Valur náði fljótlcga 3-4 marka forystu og leiknuni og bættu frekar forskot sitt en hitt. Júlíus Jónsson skoraði tvö falleg mörk úr uppstökkum eftirgóðar fléttur - lilutur sem sest ekki alltof oft - og Valdimar Gríms- son var iðinn í hraðaupp- hlaupunum. Staðan í hálfleik var 14-8. í síðari hálfleik skoruðu bæði lið þrjú mörk á fyrstu 20 mínút- unum. Ástæðan fyrir svo lágu skori var sterkur varnarleikur Valsmanna og góð - rcyndar mjög góð - markvarsla Sigmars Þrösts í marki Norðanmanna. KA náði aðeins að minnka mun- inn undir lok leiksins, aðallega fyrir tilstilli Erlends Hermanns- sonar sem skoraði grimmt með skotum sem Ellert Vigfússon í marki Vals náði ekki að komast í takt við. Liðsheildin var sterk hjá Val. Ellert varði ágætlega, vörnin var geysistcrk og nógu margar sóknir gehgu upp. Sigmar Þröst- ur átti stórleik í marki KA og varði cin tuttugu skot. Erlingur og Erlendur voru bestir úti- leikmanna.' Mörkin: Valur: Valdimar 6, Jakob 4, Julius 4(2), Geir 2, Theódór 2, Þorbjörn J. 1 og Jón Pétur 1. KA: Erlondur 6, Erlingur 4, Gudmundur 2, Pétur 1, Logi 1, Anton 1, og Þorleifur 1. Handknattleikur 2. deild: ÍR kærir Blika - vegna ólöglegs leikmanns ■ Aðalsteinn Jónsson Bliki missir hér knötfinn vegna galdra Guðmundar Þórðarsonar ÍR-ings sem lyftir höndum í galdramannastíl. NT-mynd: Róbert. islandsmótið í handknattleik 1. deild: Öruggur Stjörnusigur - á KR-ingum sem þó fer fram - Brynjar varði vel - Gunnar með KR-ingum á ný ■ Stjaman sigarði KR í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik á sunnudaginn í Digra- nesi. Þegar upp var staðið var staðan 23-19 fyrir Stjömunni en á timabili höfðu heimamenn yfir 21-14 eða sjö mörk. KR-ing- ar léku maður á mann í lokin og náðu að skora síðustu mörkin. Staðan í leikhlé var 13-10 fyrir Stjörnunni. Þessi leikur var einn af betri leikjum KR á þessu íslandsmóti til þessa. Þar skipti nokkru máli að Gunnar Gíslason spilaði nú með liðinu og hann veitir því meiri ógnun en áður var. Þá átti ungur markvörður liðsins ágæt- an leik. Stefán Arnarson, mark- vörður úr Val, er nú kominn í stöðu stjórnanda liðsins og hann stóð sig þokkalega. Bjartara framundan hjá KR. Stjarnan er í góðu formi þessa stundina og þó enginn sem Hannes Leifsson sem er mjög góður í vörn og sókn. Þá er Gylfi Birgisson nánast eina stór- skyttan hér á landi í dag. Þá má ekki gleyma Brynjari Kvaran sem varði 18 skot í leiknum og er í stuði í hverjum leik. Stjarnan náði forystu strax í upphafi leiksins og komst í 6-3 um miðbik fyrri hálfleiks. Stað- an í hlé er síðan 13-10. í seinni hálfleik hélst þessi munur um tíma en rétt eftir miðjan hálfleikinn kemur atleit- ur kafli hjá KR og staðan verður skyndilega 21-14. KR skoraði þá ekki mark í 10 mín. Ekki þurfti að spyrja að leikslokum eftir þetta. Hannes skoraði 7 (1) mörk fyrir Stjörnuna en Gylfi gerði 5. Hjá KR skoruðu Stefán og Haukur Geirmundsson 4 hvor en Haukur Ott. og Gunnar Gíslason gerðu 3 hvor. Dómgæsla var í kæruleysis- legum höndum Óla Ólsen og Gunnlaugs Hjálmarssonar. ■ Breiðablik sigraði Í.R. í 2. deild Islandsmótsins í hand- knattleik á laugardaginn með 27 mörkum gegn 22. Hins vegar er ekki Ijóst enn hvort Blikar fá stigin út úr viðureigninni þar sem Magnús Magnússon, leikmaður Breiðabliks, var í banni en sat samt á bekknum í viðureigninni. Það er bannað og munu Í.R.-ingar hafa ákveð- ið að kæra lcikinn. Blikarnir voru sterkari aðil- inn á leiknum og höfðu yfirleitt sannfærandi forystu. Þó áttu Í.R.-ingar möguleika á að jafna metin þegar staðan var 16-15. Það gerðu þeir ekki, Blikar sigldu vel fram úr og sigruðu örugglega. Björn Jónsson skor- aði 12 mörk og Kristján Hall- dórsson 7 fyrir Breiðablik. Will- um Þórsson var atkvæðamestur Í.R.-inga með 7 mörk og Bjarni Bessason gerði 6. Hitt Kópavogsliðið H.K. sigr- íslandsmótið í handknattleik 1. deild: Fimm í fyrri hálfleik Handknattleikur 1. deild: Of mikill munur - á Þrótti og FH og FH vann létt KA gerði aðeins fimm mörk í fyrri hálfleik og því fór sem fór gegn Víkingum ■ Hvað skeður ef lið skorar ekki nema fímm mörk í fyrri hálfleik en mótherjarnir eru með ellefu stykki? Jú, yfírleitt tapar það. Svo fór fyrir liði K.A. gegn Víking í 1. deildinni í handbolta á sunnudaginn í HöUinni. Þrátt fyrir mjög góða spilamennsku síðasta hluta leiksins tókst K.A.-mönnum ekki að jafna metin og töpuðu 20-18. Steinar Birgisson, Páll Björg- vinsson og Guðmundur Al- bertsson komu Víking í 3-0 og hélst þessi munur fram í miðjan hálfleikinn. Þá var staðan 7-4 en Víkingar gerðu síðustu fjögur mörkin í hálfleiknum á meðan allt mistókst sem mistókst gat hjá Norðanmönnum þ.á.m. tvö hraðaupphlaup þar sem menn einfaldlega gripu ekki boltann. Hefði mátt halda að K. A.-menn hefðu hoppað öfugu megin út úr rúmum sínum í höfuðborg- inni. í síðari hálfleik hélst munur- inn til að byrja með. Erlingur Kristjánsson sá um mörkin fyrir K.A. en þeir Páll og Steinar skiptu Víkingsmörkunum á milli sín. Þá taka K.A.-menn uppá að taka mann úr umferð og við það ruglaðist spil Víkinga verulega. Norðanmenn minnk- uðu muninn snarlega og þegar 6 mínútur voru eftir var staðan 19-17. En vítaskot Páls rataði rétta leið og leikreynsla Víkinga skilaði þeim sigrinum. Steinar Birgisson og Páll Björgvinsson voru bestir Vík- inga og Kristján átti góðan leik í markinu að venju. Erlingur Kristjánsson var yfirburðamað- ur í liði K.A. og einnig átti Þorleifur Ananíusson góða spretti. Mörkin: Víkingur: Póll Björgvinsson 9 (5), Steinar Birgisson 7, Guðmundur Al- bertsson 2, Guðmundur Guðmundsson 1 og Bjarki Sigurðsson 1. K.A.: Erlingur Kristjánsson 8 (3), Þorleifur ananíusson 4, Erlendur Hermannsson 3, Hafþór Heimisson 1, Pétur Bjarnason 1 og Sig- urður Pálsson 1 víti. Frá Leifí Garðarssyni fréttaritara NT: ■ F.H. sigarði lið Þróttar í 1. deildinni í handknattleik á laug- ardaginn með 28 mörkum gegn 16 eftir að staðan hafði verði 13-9 í hálfleik. Leikurinn reis sjaldan uppúr meðalmennsk- unni og spenna var yfirleitt ekki fyrir hendi - til þess voru yfir- burðir F.H.-inga of miklir. Þróttarar héldu þó í við heimamenn til að byrja með og sáust tölur eins og 6-6. í byrjun síðari hálfleiks var staðan 15-12 F.H. í vil en þá skildu Hafnfirð- ingar við Þróttara og komust í 21-12. Eftir það var ekki spurt að leikslokum (og hafði raunar aldrei verið spurt frá því flautan gall í byrjun leiks). Guðmundur Á. Jónsson í marki Þróttar var besti maður síns liðs og varði oft á tímum mjög vel. Áðrir náðu sér ekki á strik og aðalmenn liðsins, þeir Birgir Sigurðsson og Konráð Jónsson, fengu báðir rautt spjald fyrir brot. Hjá F.H.-ing- um kom Héðinn Gilsson vel út og átti m.a. nokkrar góðar línu- sendingar á Þorgils Ottar. Mörkin: F.H.: Þorgils Óttar 7, Guðjón 6, Óskar 5 (3), Jón Erling 3, Héðinn 3, Valgarð 1, Stefán 1, Finnur 1 og Pétur 1. Þróttur: Konráð 5 (3), Birgir 3, Haukur 2, Benedikt 2, Gísli 2 víti, Brynjar 1 og Atli 1. aði Þór frá Vestmannaeyjum 30-22 og er nú komið í annað sæti deildarinnar. Hörður Sig- urðsson með 8 og Björn Björns- son og Stefán Halldórsson með 5 hvor skoruðu mest fyrir H.K. en Sigurbjörn Óskarsson og Páll Scheving voru atkvæðamestir Eyjamanna. Sigurbjörn skoraði 7 mörk og Páll gerði 6. Bæði liðin léku tvisvar um helgina. Þór tapaði fyrir Aftur- eldingu 27-17 en H.K. sigraði Gróttu með 27 mörkum gegn 21. Þá sigraði Afturelding lið Hauka á föstudagskvöldið með 27 mörkum gegn 17. Fram vann naumt ■ Aðalviðureignin í blakinu um helgina var slagur KA og Fram á Akureyri. Framarar sluppu með skrckkinn í leiknum og fögnuðu erf- iðum sigri 3-2. KA vann fyrstu tvær hrinurnar 15-8 og 15-12. Mikil barátta varð svo í þriðju hrinu en Fram tókst að knýja frain sigur 15-13. Sama var uppá teningnum í fjórðu lirinu en þá sígraði Fram 15- 10. Lokahrinan var æsispennandi en þegar upp var staðið voru Framarar sigurvegarar 16- 14. Af öðrum leikjum er það helst að HSK mætti ekki í leik gegn HK. Þróttur vann Víking 3-0. Loks spiluðu IS og HK og sigraði ÍS 3-0. I kvennaflokki vann Vík- ingur sigur á UBK 3-1 og á Þrótti 3-1. Staðan í handknattleiknum: 1. DEILD: 2. DEILD: Víkingur .. ..980 1 222-161 16 Breiðablik .. .8701 203-167 14 Valur ..970 2 176-166 14 HK .8602 217-176 12 Stjarnan .. ..961 2 215-181 8 Ármann .... .7601 168-152 12 Fram ..840 4 188-181 8 ÍR .8413 187-180 9 FH ..940 5 218-215 8 Afturelding . .8224 203-195 6 KA . 10 4 0 6 203-209 8 . Haukar .9306 189-206 6 KR .. 9 2 1 6 186-210 5 Þór.Ve .8206 166-191 4 Þróttur .... ..800 8 168-249 0 Grótta .8016 148-204 1 I’úrmundur Berasson (ábm.) óa Hcimir Berasson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.