NT - 19.11.1985, Blaðsíða 9
Magnús Ólafsson Sveinsstöðum:
Fjölþætt atvinnu-
líf byggir
á landbúnaðinum
■ „Við þyrftum nauðsynlega
að hafa blómlega sveit hér í
kring. Hún myndi styrkja
byggð í þorpinu okkar veru-
lega. Pá hefðu þorpsbúar
mikla atvinnu við þjónustu-
störf vegna sveitarinnar og
jafnvel störf við úrvinnslu á
iandbúnaðarvörum". Þessi orð
sagði sveitarstjóri í allstóru
útgerðarþorpi við mig fyrir
mörgum árum síðan. t þorpinu
hagaði svo til að atvinnan var
á einn eða annan hátt tengd
sjónum. Að vísu blöstu miklir
möguleikar við á sviði útgerð-
arinnar enn um sinn, en sveit-
arstjórinn hafði gert sér grein
fyrir því að þjónustustörf við
sveitirnar og úrvinnsla úr land-
búnaðarvörum skapaði mikla
vinnu og efldi byggð í fjöl-
mörgum þéttbýlisstöðum um
land allt. Honum þótti það
mjög miður að landfræðilegar
ástæður ullu því að hans þorp
átti ekki möguleika á að eflast
og vaxa á þessu sviði. Hann
óttaðist að þorpið yrði á eftir
nágrannaþorpunum vegna
sinnar stöðu og hann hafði
áhyggjur af einhæfu atvinnu-
lífi.
Menn þurfa aðeins að horfa
á þorp og bæi um allt land til
þess að sjá hve víða hafa
byggst upp þróttmiklir þéttbýl-
isstaðir vegna þess að sveitirn-
ar kalla á mikla þjónustu og
úrvinnsla úr landbúnaðarvör-
um skapar mikla atvinnu. Við
getum litið á Selfoss, Egilsstaði
og Akureyri. Hvað væru þessir
staðir ef í þeirra næsta ná-
grenni væru ekki öflugar sveit-
ir. Fjölmarga smærri þéttbýl-
isstaði mætti einnig benda á,
raunar nær því sérhvert þétt-
býli hringinn í kringum landið,
ef undan eru skildir nokkrir
staðir á Vestfjörðum, Aust-
fjörðum og Reykjanesi.
Reykjavik er ekki undanskilin
þegar talað er um þéttbýli, þar
sem íbúarnir hafa miída at-
vinnu af þjónustu við sveitirnar
á einn eða annan hátt, eða þá
úrvinnsla úr landbúnaðarvör-
um er verulega atvinnuskap-
andi. I Reykjavík eru fjöl-
margir, sem lifa á því að í
landinu sé þróttmikill landbún-
aður.
Raunar væri mjög nauðsyn-
legt að gera á því raunhæfa
úttekt hve mikla atvinnu land-
búnaðurinn í landinu veitir í
einni eða annarri mynd. Ég
hygg að hver ein fjölskylda í
sveit, sem hefur framfæri sitt
af landbúnaði skapi þremur
eða fjórum fjölskyldum í þétt-
býli lífsviðurværi. Þessari
kenningu hefur oft verið á lofti
haldið og henni hefur aldrei
verið mótmælt með rökum.
Því má glöggt sjá hve mikil
undirstaða landbúnaðurinn er
undir atvinnulíf þjóðarinnar.
Nú er allt kapp lagt á að
draga sem mest úr framleiðslu
á landbúnaðarvörum. Meðþví
á að minnka þörfina fyrir út-
flutningsbætur; en talað er um
að fénu eigi að verja til þess að
efla nýjar atvinnugreinar í
sveitum og styrkja byggðina
þar. Sumir eru svo stórhuga í
þessum samdráttaráformum
að þeir vilja helst minnka fram-
leiðsluna og fækka þá væntan-
lega bændum um þriðjung eða
jafnvel helming frá því sem nú
er.
Aðalástæðan fyrir þessum
samdráttaráformum er sú að á
undanförnum árum hefur
mikill, skefjalaus og órök-
studdur áróður verið rekinn
gegn landbúnaðinum og þó
sérstaklega gegn hvers konar
stuðningi við hann. Nú er svo
komið að íslenskur landbúnað-
ur er minna styrktur en land-
búnaður í nokkru nágranna-
landi. Mikill samdráttur blasir
því við og enn er allt í lausu
lofti um raunhæfar aðgerðir til
þess að efla og styrkja nýjar
búgreinar til þess að þær geti
komið í stað þeirra gömlu. Þá
er enn allt á huldu um það á
hvern hátt þessar nýju búgrein-
ar geti orðið undirstaða at-
vinnulífs í þéttbýlinu á svipað-
an hátt og hefðbundinn land-
búnaður er. Það er því fram-
undan mikil óvissa hvort þétt-
býlið geti haldið áfram að efl-
ast vegna þeirrar framleiðslu,
sem í sveitunum er.
Ég óttast að sá samdráttur,
sem nú er leynt og ljóst boðað-
ur leggi ýmsar sveitir í auðn.
Fari svo er hætt við að sitthvað
fylgi á eftir. Hvað verður t.d.
um ullar- og skinnaiðnaðinn,
sem fram að þessu hefur verið
vaxtarbroddurinn í íslenskum
Raunar væri mjög nauðsynlegt að gera á
því raunhæfa úttekt hve mikla atvinnu
landbúnaðurinn veitir í einni eða annarri
mynd. Ég hygg að hver ein fjölskylda í
sveit, sem hefur framfæri sitt af landbún-
aði skapi þremur eða fjórum f jölskyldum í
þéttbýli lífsviðurværi
Þriðjudagur 19. nóvember 1985 9
útflutningsiðnaði. Erekki hætt
við að svo kunni að fara að
stórátak þurfi að gera til þess
að efla atvinnu í fjölmörgum
aðtil útflutningsbóta- og fram-
leiðslustyrkja nýtist sem best.
Þar koma margar leiðir til
greina.
Hins vegar má ekki láta órókstuddan áróð-
ur örfárra manna kippa grundvellinum
undan f jölmörgum byggðalögum og mikilli
framleiðslu, sem á undanfömum ámm
hefur verið vaxtarbroddurinn í íslenskum
útflutningsiðnaði
þéttbýlisstöðum? Er ekki
raunhæft að áætla að byggð í
heilum landshlutum kunni að
standa mjög höllum fæti?
Hér er því ástæða til þess að
staldra við. Blómleg byggð í
sveitum er ekkert einkamál
þeirra er þar búa. Það mál
varðar þjóðina alla. Það er því
ástæða til þess að fara að með
gát við þær breytingar, sem nú
eru boðaðar. Vissulega er á-
stæða til þess að skoða mjög
rækilega á hvern hátt það fé,
sem hingað til hefur verið not-
Hins vegar má ekki láta
órökstuddan áróður örfárra
manna kippa grundvellinum
undan fjölmörgum byggðalög-
um og mikilli framleiðslu, sem
á undanförnum árum hefur
verið vaxtarbroddurinn í ís-
lenskum útflutningsiðnaði.
Það verður dýrara að byggja
nýja framleiðslu upp frá
grunni, en lagfæra og betrum-
bæta það sem við höfum þegar
fyrir hendi.
Magnús Ólafsson,
Sveinsstöðum.
hneykslinu svo mánuðum
skiptir og ákjósanlegast hefði
forystumönnum Sjálfstæðis-
flokksins þótt að þögnin yrði
ekki rofin að sinni.
En hver hafa tengslin svo
helst verið? Albert Guð-
mundsson núverandi iðnaðar-
ráðherra og fyrrverandi
fjármálaráðherra var, eins og
flestum er kunnugt, hvort
tveggja formaður bankaráðs
Útvegsbankans og stjórnarfor-
maður Hafskips hf. á árunum
1981-1983. Formaður banka-
raðs Útvegsbanka íslands nú
heitir Valdimar Indriðason og
er þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins. Flestir af helstu
stjórnendum skipafélagsins
hafa beint eða óbeint verið
orðaðir við stjórnmálastarf
innan flokksins. Er það furða
þó að renni á menn fleiri en ein
gríma? Er það furða þótt að
Ellert sé sár og pirraður?
Fótvitsframkvæmdir
Staðreyndin er nefnilega sú
að rúmlega hálfu ári áður en
kosið verður til borgar- og
sveitarstjórna mun Sjálfstæðis-
flokkurinn þurfa að súpa seyð-
ið af enn einni fótavitsfram-
kvæmdinni hans Alberts
Guðmundssonar. Var þó nóg
sopið áður. En höfuðverkur
flokksins og meðfylgjandi sár-
indi einstakra flokksmanna
yfir opinberri.umræðu um or-
sök kvalanna varðar íslenska
launþega ekki um. Það er
annað og meira sem skiptir
máli.
Það sem er sannarlégur
áhyggjuvaldur er það að tæp-
lega hálfur milljarður króna
mun að öllum líkindum lenda
á ríkissjóði þegar skuldir Haf-
skips verða gerðar upp. Þetta
er ekki einungis gífurlega mik-
ið fé heldur himinhrópandi
upphæð þegar niðurskorið
fjárlagafrumvarp liggur fyrir
og frekari sparnaður á útgjöld-
um ríkisins er fyrirsjáanlegur.
Einkennileg
samskipti
Heiðarleiki, opinber
rannsókn, lausn frá þinghelgi,
þvíumlíkt og annað eins lét
iðnaðarráðherra sér um munn
fara í umræðum á Alþingi
þegar hans hlutur í einkenni-
legum samskiptum bankans og
skipafélagsins barst í tal. Sem
sagt, það sem nefnt er „conflict
of interest“ er víðs fjarri sann-
leikanum að hans mati. Getur
einhver nefnt dæmi þess frá
nágrannalöndum okkar að
fjármálaráðherra í embætti
hafi tekið að sér fundarstjórn
á aðalfundi sjálfstæðs hlutafé-
lags? Það gerðist nefnilega
ekki alls fyrir löngu að Albert
Guðmundsson sat aðalfund
Hafskips hf. sem fundarstjóri
og varð vitni að því að hluthaf-
ar voru fullvissaðir um vel-
gengni félagsins og fengnir til
að demba 80 milljónum króna
í viðbót í hítina. Umvandanir
DV-ritstjórans ættu að beinast
í rétta átt.
Sturla Sigurjónsson.