NT - 19.11.1985, Blaðsíða 7

NT - 19.11.1985, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. nóvember 1985 Útlönd Stórveldaafstaðaátoppfundinum í Genf ■ Tveir voldugustu leiðtogar heims, Mikhail Gorbac- hev, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, funda í dag og á morgun í svissnesku borginni Genf. Þetta er fyrsti fundur þessara leiðtoga og hefur mikið verið rætt og ritað um hvaða áhrif fundur þeirra kann að hafa á samskipti risaveldanna Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna. Báðir hafa lagt fram tillögur um takmörkun vígbúnað- ar og fækkun kjarnorkuvopna en ólíklegt er talið að þeir nái samkomulagi um slíka fækkun þar sem mikill munur er á tillögum þeirra. Báðir segjast þeir vilja fækka árásarvopnum um helming en þá greinir á um það hvaða vopn teljist árásarvopn. Eins og sjá má á greinunum, sem hér eru birtar, er mikill munur á afstöðu Bandaríkjamanna og Sovét- manna til viðfangsefnis toppfundarins. Ekki er því búist við heimsögulegum ákvörðunum á honum. 7 Sjónarmið Sovétmanna Sovéski fréttaskýrandinn Spartak Beglov,sérlegur fréttaritari í Genf lýsir afstöðu Sovétmanna ■ Genf. Þrjú þúsund hlaða- menn frá öllum lieimshornum bíða í Genf komu Mikhails Gor- bachjovs, aðalritara miðstjórn- ar KFS og Ronalds Reagans, Bandaríkjaforseta, er þeir koma til áttunda leiðtogafundar Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna á 26 árum. Á meðan eru blaðamennirnir sem hafa að- stöðu í alþjóðlegu blaðamanna- miðstöðinni í Genf að skoða upplýsingar og fréttir frá öllum heimshornum. Markmiðiðerað finna út hvers almenningur í heiminum væntir af komandi viðræðum. Næstunr alls staðar er svarið hið sama. Rajiv Gandhi, for- sætisráðherra Indlands segir að fundur leiðtoganna eigi að beina athyglinni að málefnum afvopn- unar. í frétt frá Hamborg segir að 30 fyrrverandi leiðtogar ríkja og ríkisstjórna hafi hvatt Mikhail Gorbachjov og Ronald Reagan til að gera áhrifaríkar ráðstafanir til að takmarka víg- búnað, að staðfesta að þeir skuldbindi sig til að fara strang- lega eftir samningum um eld- flaugavarnir og frysta þróun gagngervihnattavopna. í nýlegu ávarpi til sovéska og bandaríska leiðtogans lögðu leiðtogar Al- kirkjuráðsins í Genf áherslu á þörfina á að stöðva allar tilraun- ir með kjarnorkuvopn og koma í veg fyrir að vopn fari út í geiminn. Sömu kröfur koma fram í ávarpi Pugwash-hreyfingarinn- ar sem hefur aðsetur í Genf og í öðrum áköllum víðs vegar að úr heiminum. Það er sláandi hversu líkar skoðanir eru á því hvaða mál eigi að hafa forgang og að nauðsynlegt sé að gera sáttmála sem markar leið til afvopnunar. Það er varla sá pólitíski frétta- skýrandi í Genf, sem vill ekki að árangur verði af þessum fundi. En það er erfitt að finna bjartsýnismann, sem er tilbúinn að vcðja á góðan árangur. Allir skilja þetta þegar borin er sam- an afstaða Sovétríkjanna og Bandaríkjanna fvrir viðræðurn- ar. Mikill meirihluti þeirra sem fylgjast með viðurkenna hið mikla átak sem gert hefur verið af hálfu Sovétríkjanna til að koma á grundvelli fyrir sam- þykktir til að draga úr vígbúnað- arkapphlaupinu. Sovétríkin hafa sett á hjá sér einhliða frystingu á allar kjarnorku- vopnatilraunir, skuldbundið sig til að setja ekki að fyrra bragði upp vopn í geimnum og lýst sig reiðubúin til að fækka um helm- ing kjarnorkuvopnum Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna sem ná til landsvæðis hvor annarsef hönnun geimárásarvopna verð- ur bönnuð. Þau hafa cinnig sett fram aðrar tillögur, t.d. til þess að snúa við aftur vígbúnaðar- uppbyggingu í Evrópu. Afstaða Sovétríkjanna til leiðtogafundarins kom skýrt fram í svari Mikhail Gorbac- hjovs við ávarpi leiðtoganna sex, sem stóðu að Delhi-yfirlýs- ingunni: „Fyrir okkar leyti erum við fylgjandi því að það náist raun- hæfur og áþreifanlegur samn- ingur á fundinum, sem mundi " efla öryggi og traust í heiminum og opna möguleika á að stöðva sívaxandi þróun vígbúnaðar- uppbyggingar og endurbætur á því sviði.“ Hvað Bandaríkjunum við- kemur eru stjórnmálafrétta- skýrendur hræddir vegna æ fleiri vísbendinga um að ríkisstjórn Reagans langi lítt til að gera samkomulag í Genf, sem yrði til að hvetja til afvopnunarsátt- mála. Það er aðeins ein skýring á þessu: Moskva veit vel að menn þar vilja stöðva kapp- hlaupið en fylgismenn Reagans vita ekki hvað þeir vilja. Banda- ríkin vilja ekki hafna áætlun sinni um hervæðingu geimsins og stöðva áætlun um hönnun nýtísku strategískra vopna. Upplýsingar hafa lekið til press- unnar trá Washington, sem gefa til kynna að nýjustu tillögur Bandaríkjanna í viðræðunum í Genf snerti ekki stýriflaugar í sjó og kjarnorkuskotpalla sem eru á færibandi og þar sé hafnað öllum takmörkunum á hinni strategísku tillögu í varnarmál- um. Svissneskir fréttaskýrendur létu þetta ekki fram hjá sérfara. Einn þeirra skrifar að annars vegar geti bandaríska ríkis- stjórnin ekki látið sem tillögur Sovétríkjanna séu ekki til, en hins vegar fallist hún ekki á tillögur Sovétríkjanna - um að hætta við áætlunina um stjörnu- stríð. Annar fréttaskýrandi hætta við áætlunina um stjörn- ustríð. Annar fréttaskýrandi skrifar að af þessari ástæðu getf Washington ekki annað en rcynt að minnka þau áhrif sem tillögur Sovétríkjanna hafi haft og beina athyglinni að málum sem tengjast hinni hugmynda- fræðilegu baráttu. Við skulum nefna hlutina sínu rétta nafni og þá er hér um að ræða fyrirætlun þess efnis að veikja viðræðurnar með því að fórna afvopnunarmálefnunum fyrir andspæni í samskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna, sem var dæmigerð í tíð fyrri ríkisstjórnar. Þær fréttir berast frá Was- hington og þessar fréttir eru komnar til Genf, að „þrýstihóp- ar“ meðal fylgismanna Reagans gegni æ stærra hlutverki í undir- búningnum fyrir leiðtogafund- inn og að samþykktir um að geimurinn verði ekki hervæddur og að hægt verði á vígbúnaðar- áætlunum mundi þýða pólitísk- ar og efnahagslegar hörmungar í lífi þeirra. Þetta staðfestir þann ótta al- mennings að horfurnar á að koma aftur á spennuslökun henti ekki þeim í Bandaríkjun- um, sem sækja gróða til óyfir- lýstra styrjalda í Mið-Ameríku, Ásíu og Afríku og loganna í Mið-Austurlöndum. Það virðist mótsögn en „harðnandi stefna“ í Bandaríkjunum á sér stað meðan Reagan forseti talar um löngun sína til að Sovétríkin og Bandaríkin lifi saman í friði. Sá tími sem er til stefnu áður en fundurinn hefst, mun leiða í ljós hvort þessi orð byggjast í raun á áhuga á friði og afvopnun, eða hvort þau eru aðeins til að fela þá áætlun að koma fyrir vopnum í geimnum og halda áfram upp- byggingu kjarnorkuvopnabúra. Spartak Beglov, pólitískur fréttaskýrandi, sérlegur frétta- ritari í Genf. 14.11.1985 Sjónarmið Bandaríkjamanna (Jr yfirliti Hvíta hússins um markmið Bandaríkjanna eins og Reaganlýsirþeimíávarpi tif bandarísku þjóðarinnar í gær ■ Forsetinn vonar að í Genf niuni hann og Gorbachev geta hafið „viðræður um frið sem haldist út kjörtímabil mitt og lengur". Markmið hans er að hefja viðræður þar sem „viö viður- kennum ágreining okkar af hreinskilni og byrjum að draga úr honum og leysa hann: virkt upplýsingastreymi tryggi að at- hafnir okkar og fyrirætlanir verði ekki misskildar; við brjót- um múra á milli okkar og störf- um saman þar sem slíkt er mögulegt í þágu sameiginlegra hagsmuna allra". Þegar forsetinn talar um frið á liann ekki aðeins við að ckki sé stríð: raunverulegur friður „hvílir á hornsteinum mannrétt- inda, einstaklingsfrelsis, sjálfs- ákvörðunarrétti þjóða og virð- ingu fyrir lögum". Þess vegna stefnum við að árangri á fjórum sviðum á fund- inum í Genf: - „Drcgiö veröi úr fjölda kjarnavopna, þeim veröi að lok- um útrýmt og varnarkerfi sem ógni engum tekin upp í staðinn. - Endi verði bundinn á svæöisbundin átök í Ásíu, Afr- íku og Miö-Ameríku sem sé hætta á að breiðist út. - Gagnkvæm samskipti verðj aukin, meðal annars verði ein- staklingssamskipti meiri en nokkurn tíma áður. - Mannréttindi vcrði tryggö í samræmi við alþjóðasamþykkt- ir.“ Árangurinn á ekki að tnæla með samkomulagi til skamms tjma; „aðeins tíminn mun leiða í Ijós hvort við höfum byggt trausta brú inn í öruggan heim.“ Bandaríkin lögðu til stórfclld- an niðurskurð á langdrægum vopnum árin 1977 og 1982. Bandaríkin lögöu fram drög að samkomulagi um algjört bann við notkun cfnavopna árið 1984. Bandaríkin hafa einnig lagt fram tillögur um bættar aðferðir við eftirlit með takmörkunum á kjarnorkutilraunum og til að auka gagnkvæmt traust. Forsetinn cr ánægður með aö forystumenn Sovétríkjanna hafa byrjað aö ræða um niöur- skurð á vopnum og hafa lagt fram tillögur í Gcnf. Við erum tilbúnir til að skcra sambærileg kjarnavopn niður um 50% til að viðhalda stöðug- leika sem komi í veg fyrir kjarn- orkuárás að fyrra bragði. „Ef við fækkum báöir stríðsvopnum væru engir sem töpuðu, aðeins sigurvegarar. Það væri í þágu alls heimsins ef við gætum sagt skilið við kjarnorkuvopn og tekið þess í stað upp varnarkerfi sem eyða vopnum en ekki fólki." Svæðaátök verði stöðvuð: Tryggir öryggi í heiminum Til að tryggja frið er nauðsyn- legt að fjarlægja orsök spenn- unnar í heiminum. í ræðu forsetans á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna lagði hann til „svæðabundna friðaráætlun" sem felst í þremur iiðum: 1) Samningaviðræður milli stríðandi aðila og sættir á milli þeirra. 2) Viöræöur milli Banda- ríkjamanna og Sovétmanna til stuönings friðarsamningum. 3) Efnahagsleg endurupp- bygging. Frumkvæði forsetans hefur það markmið að binda enda á ófrið á fimm helstu átakasvæð- unum í Asíu, Afríku og Mið- Ameríku: í Afghanistan, Kambódíu, Eþíópíu, Angólaog Nicaragua. Forsetinn mun fylgja þcssum tillögum sínum eftir á fundinum í Genf. Frelsi og lýðræði: Besta tryggingin fyrir friði „Réttur einstaklingsins og stjórn sem byggir á lögum eru jafnnauðsynlcg fyrir frið og tak- mörkun vopna. Sagan hefur sýnt að lýöræðisþjóöir hcfja ekki stríð." „Viö hljótum í Genf að taka málstað þeirra sem geta sjálfir ekki talað máli sínu. Við erum ekki að rcyna að þvinga skoðun- um okkar upp á aöra. En viö höfum rétt til að fara fram á að önnur ríki standi við alþjóðlcgar skuldbindingar sínar." Aukin samskipti: Opnari heimur Þrátt fyrir mikinn djúptækan ágreining telur forsetinn aö við getum og veröum að koma í vcg fyrir aö samkeppni okkar í milli þróist yfir í ofbeldi. „Viðvar- andi friöur byggist á opnum og heiðarlegum samskiptum og tækifæri fyrir almenning í lönd- um okkar til að kynnast milli- liðalaust." Forsctinn er líka staðráöinn í að „finna lcið fyrir bandaríska og sovéska borgara til aö starfa saman að vcrkefnum í þágu alls mannkyns". Bandaríkin og Sovétríkin hafa haft formlcg samskipti á sviöi menningar og menntamála í rúm 25 ár. Viö erum nú í þann vcg að Ijúka viðræöum um nýj- an rammasamning um samskipti á sviði vísinda, menningar og gagnkvæmum heimsóknum listamanna. Samkvæmt þcssum samningi geta bandarískir lista- menn ferðast um Sovétríkin með bandarískum leiðsögu- mönnum sem tala rússnesku . Samskipti á þessum sviðum eru mikilvæg en það er nauðsyn- legt að ganga lengra. Forsetinn vonast til að við getum minnkað tortryggni á milli okkar, dregið úr leynimakki og skapað „opn- ari heim“. Hann hefur lagt fram stór- huga tillögur um stóraukin sam- skipti þjóða okkar: - Skipti á nemendum og kennurum verði stóraukin á öll- um skólastigum og nýju kerfi styrkja verði komið á til að senda nokkra af bestu háskóla- ncmendum hvors lands til náms í hinu landinu. - Ferðamönnum verði fjölgað og milliliðalaus samskipti al- mennings veröi stóraukin. - Samskipti á sviöi íþrótta verði efld og íþróttakeppnum verði sjónvarpað til að færa ungt fólk í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum nær hvort öðru í heilbrigðri kcppni jafnt sem utan keppnissvæðis. - Gcrðar vcrði áætlanir um ný samvinnuverkefni á sviði vís- inda, viö geimkönnun og í læknavísindum. - Samið vcröi um fjölmiðla- samskipti, truflunum á útvarps- sendingum verði hætt og fulltrú- ar hvors rtkis fái að koma fram í sjónvarpi liins. - Upplýsingastrcymi verði aukiö, auðveldara verði að nálg- ast bækur, blöð og tímarit frá hvoru ríki t.d. í gegnum mcnn- ingarmiðstöðvar og bókabúðir. Niðurstaða „Engar tálvonir en bjartsýni“ Forsetinn sagöi „Við erum okkur meðvitaðir unt hinn mikla mun scm er á milli okkar - milli verðmætamats okkar, þjóðfé- lagskerfa og sannfæringar. En viö crum staðráðnir í að láta þennan mun ckki brjótast út í bcinni andstöðu cða átökum. Við ógnum ekki sovésku þjóðinni og munum aldrei gera." Forsetinn telur aö hægt sé að ná árangri í öllum framttn- greindum atriðum ef Sovét- rncnn eru tilbúnir til þess. Einn toppfundur gctur ekki skapaö stöðugan friö en for- setinn vonar að fundur hans með Gorbachev veröi upphaf að friðarviðræöum. Hann lítur meö bjartsýni til framtíðarinnar og fer til Genfar fullur öryggis. í stuttu máli sagt þá fer forset- inn til Genfar meðvitaður um þaö „hvað vonin um frið ristir djúpt... í hjarta hverrar banda- rískrar og sovéskrar móður".

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.