NT - 19.11.1985, Blaðsíða 8

NT - 19.11.1985, Blaðsíða 8
Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson • Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaösstj.: Oddur Ólalsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsíngasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreiling 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideíld 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaóaprent h.l. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Veri i lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr. Þjóðin krefst réttlætis ■ Fréttir af ótrúlegri fjármálaspillingu og glæpa verkum hafa slegið óhug á þjóðina og menn eru hugsi yfir því hvernig svona nokkuð geti átt sér stað hér á landi. Hér er að sjálfsögðu átt við margnefnt okurlánamál sem e.t.v. er aðeins eitt af mörgum sem viðgengist hefur. í leiðara NT fyrir nokkru var að því vikið að líkur bentu til að eiturlyfjasmygl væri fjármagnað með okurlánum. Nú hefur það verið staðfest. Það er sem sagt ekki nóg með það að fjársterkir einstaklingar og jafnvcl „góðhorgarar“ hafi haft tekjur af okurlánum, stolið undan skatti og gert heimili og fyrirtæki gjaldþrota, heldur hafa þeir ofan á allt fjármagnað eiturlyfjasmygl til landsins. Eitur- lyfin eru síðan seld unglingum og öðrum sem fjármagna kaupin með þjófnaði. Er nú undarlegt þótt þjóðin verði klumsa við þegar fullyrt er að þekktir fjármálamenn tengist þessu okri. Nú reynir á dómstólana og réttarkerfi landsins. Þjóðin á heimtingu á að vita nákvæmlega hverjir hafa staðið að þessum ljóta leik og að þeim verði refsað í samræmi við brot sín. Þá eru menn að velta því fyrir sér hvort dómar í okurmálum verði jafn furðulegir og dómar í fíkniefnamálum sem eru óskiljanlegir venju- legu fólki. Það gengur ekki að þeir einstaklingar sem hafa rakað að sér fjármagni á óheiðarlegan hátt, sleppi með litlar sektir eða áminningu. Okurlánamálið á að hafa algeran forgang í dóms- kerfinu og refsingar fyrir aðild að því eiga að vera víti til varnaðar. Undirrót þessa er vissulega það ástand sem nú er í þjóðfélaginu,ójöfnuður á flestum sviðum, óþolandi ástand í vaxtamálum og neyðarástand í peningamál- um fjölda heimila. Sífellt breikkar bilið milli þeirra sem ríkir eru og hinna sem eiga ekki fyrir daglegum nauðsynjum. Stjórnvöld benda óspart á að erlendar skuldir séu orðnar svo miklar að ekki sé hægt að auka þær og því þar með haldið fram að ekki sé hægt að bæta kjör almennings. Að sjálfsögðu eru til aðrar leiðir: Taka á skattsvikum og láta í mörgum tilvikum menn gera grein fyrir eyðslu sinni sem er í hróplegu ósamræmi við uppgefnar tekjur, leiðrétta brjálaða vaxtastefnu og ráðast gegn óleyfilegu peningabraski sem heilu fjölskyldurnar hafa lifað af. Ef aðeins þessi atriði væru tekin föstum tökum væri unnt að lagfæra og bæta kjör fjölskyldna. Allt að vinna ■ Miklar vonir eru bundar við fund þeirra Reagans Bandaríkjaforseta og Gorbachevs, leiðtoga Sovét- ríkjanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar Bandaríkjamanna um, að ekki megi búast við miklum árangri, vonast þjóðir heims til þess, að fundur leiðtoganna verði til þess að draga úr spennu í alþjóðamálum og búa í haginn fyrir frekari viðræður. Nú, þegar gjöreyðingarvopnin hrannast upp og fyrirhuguð smíði geimvopna blasir nánast við, eru allir fundir ráðamanna stórveldanna til góðs. Sam- bandsleysi og einangrun ráðamanna stórveldanna eykur á spennu og elur á tortryggni. Þriðjudagur 19. nóvember 1985 8 Vettvangur Jón Kristjánsson, alþingismaður: Við þessar aðstæður er höfuðnauðsyn að erlend- ar lántökur séu notaðar til þess að styrkja at- vinnulífið í landinu og örva arðbæra atvinnu- starfsemi sem skilar auknum þjóðartekjum. Því aðeins að þetta takist er unnt að bæta kjörin, ná fram raunverulegum kjarabótum ■ Mcð frumvarpi ti! lánsfjár- laga fyrir árið 1986 sem til fyrstu umræðu á Alþingi í síðustu viku cr tckin sú stcfna að draga úr lántökum hins opinbcra. Á árinu 1984 var hiutfall erlendra lána í opin- berum framkvæmdum 30%, cn cr áætlað 24% í ár, og samkvæmt þcim áformum scm nú liggja fyrir mcð frumvarp- inu og síðari breytingum á því til lækkunar erlendrar iántöku vcrður það í ár 16%. Eins og nú háttar til í efna- hagsmálum er höfuðnauðsyn að auka ekki skuldasöfnun er- lcndis. Það verður til þess eins að auka þenslu og vcrðbólgu hér innanlands og auk þess eru erlendar skuldir þjóðarbúsins að nálgast hættumörk. Það gæti svo farið ef áfram verður haldið á sömu braut að erlend- ar bankastofnanir fari að hafa bein áhrif á aðgerðir okkar t cfnahagsmálum. og viö töpum smám saman efnahagslegu sjálfstæði. Ég er viss um að enginn stjórnmálamaður vill bera ábyrgð á þeirri þróun. Að minnsta kosti vil ég það ekki og ég vil heldur þola óþægindi af tímabundinni frestun fram- kvæmda og niðurskuröi ríkis- útgjalda, þótt slíkt sé ekki vinsælt verk. Við höfum haft sæmilegt lánstraust erlendis hingað til, vegna þess að við höldum uppi öflugri framlciðslu og útflutn- ingi, og höfum getað staðið í skilum við lánadrottna. Hins vegar eru hættumerki fram undan hvað þetla snertir og því er bráðnauðsynlegt að draga úr ferðinni. Erlendar skuldir þjóðarinn- ar nema nú samkvæmt nýrri reiknireglu 53% af landsfram- leiðslu. Hins vegar skiptir reiknireglan engu máli í þessu sambandi heldur sú staðreynd að um fjórða hver króna af útflutningstekjunum fer í að borga vexti og afborganir af erlendum skuldum, og vaxta- kjör á alþjóðlegum iánamark- aði hafa veruleg áhrif á pen- ingamarkaðinn hér heima vegna þess hve mikið af er- lendu lánsfé er í umferð. Við þessar aðstæður er höf- uðnauðsyn að erlendar lántök- ur séu notaðar til þess að styrkja atvinnulífíð í landinu og örva arðbæra atvinnustarf- semi sem skilar auknum þjóð- artekjum. Því aðeins að þetta takist er unnt að bæta kjörin, ná fram raunverulegum kjara- bótum. Á traustari atvinnu- starfsemi þurfa opinberar framkvæmdir og útgjöld til þess að halda uppi velferð að byggjast. Það hefur verið gengið til þess verks að skera niður í ríkisútgjöldunum fram yfir það sem kynnt var í fjárlagafrum- varpinu sem lagt var fyrir Al- þingi í haust. Slíkur niður- skurður er ekki létt verk, vegna þess að þörfin er brýn og mörg góð ráð bíða úrlausnar, þótt mikið hafi verið gert á undanförnum árum. Það skai þó undirstrikað því aðeins að atvinnulífið í landinu sé traust og skili arði, er hægt að halda áfram með fullum þunga að vinna í ýmsum opinberum framkvæmdum og velferðar- málum sem við viljum sinna. Við framsóknarmenn viljum standa vörð um velferðarþjóð- félagið og við teljum að sá niðurskurður sem nú er kynnt- ur vegi ekki að rótum þess. Við þurfum aðeins að rétta úr bakinu um sinn og nýta það að nú eru aflahorfur góðar, og lag til þess að treysta undirstöður þess. Verðbóluþjóðfélag á klafa hjá erlendum bönkum verður aldrei neitt velferðarþjóðfélag. Það skyldu stjórnmálamenn sem aðrir landsmenn hafa í huga framar öllu öðru. Ellert og Hafskip ■ Mönnum getur nú aldeilis sárnað. Svo má alla vega ætla af kjökrinu í Ellert B. Schram. Hann ritaði langa grein í laug- ardagsblað DV samkvæmt venju og bar sig illa yfir ís- lenskri mannvonsku. Það sem korn ritstjóranum og þing- manninum m.a. til að álykta sem svo að á íslandi blómstri ekkert nema „kjaftasögurnar" eru viðbrögð stjórnarandstöðu og almennings við hinu svo- kallaða Hafskipsmáli. Því eru engin takmörk sett hvað niður- rifsöflin geta verið heiftúðug. Ófyrirleitnir stjórnarandstöðu- þingmenn og vanþákklátir skattgreiðendur leyfa sér þá ósvífni að vega að heiðri ungra framtakssamra kaupsýslujöfra með því að kvarta undan mörg hundruð milljóna króna tapi hins ríkisrekna Útvegsbanka íslands vegna viðskipta við Hafskip hf. Hvaða áhætta? í niðurlagi greinar sinnar spyr Ellert fullur vandlætingar: „Maður spyr sjálfan sig við þessar aðstæður, hvers konar þjóðfélag er þetta eiginlega? Það er svindl að svindla en það er líka svindl að taka áhættu. Bönkum er fundið það til áfell- is að lána til atvinnurekstrar sem er að hasla sér völl í harðri samkeppni. Mönnum er refsað fyrir að taka áhættu í heiðar- legum viðskiptum en látið líð- ast að svíkja undan skatti". Stundum er við hæfi að svara spurningu með annarri slíkri og skal það gert í þetta skiptið. Hvaða áhættu er ritstjórinn og þingmaðurinn að tala um? Því verður vart trúað að merking- armunur sama orðs geti verið svo mikill að „áhætta“ Ellerts eigi við þann tæplega hálfa milljarð króna sem lendir á öxlum íslenskra launþega vegna lélegs reksturs Hafskips hf. Ef hluthafarogstjórnendur fyrirtækisins hefðu hætt eigin eignum og frama til þess að fást við varasöm verkefni þá væri vissulega vert að tala um áhættu. Túlkun pilsfaldakap- ítalistans er vitaskuld hvort tveggja röklaus og siðlaus. Útvegsbankinnáekki að taka áhættu Á sama hátt er það all furðu- legt hvernig ritstjórinn og þing- maðurinn býsnast yfir því að það skuli fundiðbönkum til „áfellis“ að lánað sé fé til atvinnurekstrar í harðri sam- keppni. Það er ljóst að Útvegs- bankinn fór langt fram yfir þau mörk sem tíðkast í eðlilegum viðskiptum í lánum sínum til Hafskips hf. Bankar í einka- eigu hefðu aldrei veitt einu fyrirtæki fyrirgreiðslu af þessu tagi. Veðhæfni eigna skipafé- lagsins er mun minni en skuld- irnar. Þar að auki ætti Ellert B. Schram að hafa það hugfast að Útvegsbankanum er alls ekki ætlað að taka áhættu í sínum útlánum. Málið snýst ekki um það hvort að Hafskip hf. hefði átt að fá fé að láni eða ekki, heldur hitt hvort upphæðin var eðlileg eða óafsakanleg. Þagaðyfirhneykslinu Þó að það sé erfitt að skilja gagnrýni ritstjórans og þing- mannsins á umræðuna um þetta svokallaða Hafskipsmál þá er þeim mun auðveldara að skilj a af h ver j u hún er sprottin. Öll þessi uppákoma er öll hin háðulegasta fyrir flokk hins óháða Ellerts. Eins og fréttir undanfarinna daga bera með sér hefur verið þagað yfir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.